Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.12.1986, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. desember 1986 llllllllllllllllllllllll UMSÖGN lllllllllllllllllllllllllllllllllllliiailllÍÍÍIlll SOGUOLDINI SAMTÍMANUM Kristján J. Gunnarsson: Refska, sönn lygisaga, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1986. Það verður víst ekki annað sagt en að hér sé á ferðinni heldur óvanaleg bók. Þetta er skáldsaga, sem gerist nokkuð jöfnum höndum á söguöld og í samtíma okkar. t hcnni er vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna tveggja eitt helsta viðfangsefnið, svo og staða íslands sem smáþjóðar þar mitt á milli. Mér sýnist það ótvírætt að hér sé komin ein af áhugaverð- ustu bókunum í jólaflóðinu í ár. Höfundur byrjar sögu sína á því að vísa til hugmynda manns sem ýmsir kannast enn við, hét Jochum M. Eggertsson og skrifaði undir rithöfundarnafninu Skuggi. Hug- myndir hans gengu m.a. út á það að hér í landinu hefði verið þjóðflokkur fyrir er norrænir landnámsmenn komu. Fyrir þessum hugmyndum var m.a. gerð nokkuð rækileg grein í bók Þorsteins Antonssonar, Sjá- endur og utangarðsskáld, sem kom út í fyrra. Til Skugga sækir Kristján hug- myndir, sem hann byggir töluvert á í bók sinni, um hulduþjóðina Krýsa, sem á að hafa búið hér syðra, í Krýsuvík og á stað sem nefndur er Gullbringa, en flúið þaðan inn í óbyggðir undan norrænum mönnum. í framhaldi af því byggir hann upp söguþráð, sem að stærstum hluta til er sóttur í íslendingasögur. Meðal annars er ljóst að hann hefur eins og fleiri hrifist mjög af Njálu. Til þeirrar bókar er hér sótt geysi- mikið af efnisatriðum, og meira en svo að tilviljun geti talist eða að gera þurfi ráð fyrir að höfundur hafi ætlað sér að dylja fyrir lesendum. Að formi til gerist sagan svo í tíma og rúmi sem er vel þekkt hvor- tveggja, þ.e.a.s. í íslenska þjóðveld- inu og í þeim sagnaheimi sem ríkir í íslendingasögum. Þaðerugoðar sem stjórna hér á landi í þessari bók, og æðstur þeirra er allsherjargoðinn. Því starfi gegnir fyrst í bókinni maður að nafni Brjánn, sem greini- lega er sniðinn að töluverðu leyti eftir Njáli á Bergþórshvoli. Síðan tekur við starfinu maður sem heitir Mörður, og má nafnið vel vera valið út frá nafna hans í Njálu. Þó verður tiltölulega snemma bókar fullljóst að hér er engin ný íslendingasaga á ferðinni. Þetta er alls ekki tilraun til þess að endur- skapa form, stíl eða innri heim þeirrar bókmenntagreinar. Þetta er til dæmis engin ný Gerpla. Þetta er raunar greinilegt þegar í upphafi bókar, af þeint vísunum sem þar eru gefnar yfir í samtínia okkar. Þar kemur til sögunnar íslenskur bankastjóri, sem fær það verkefni frá bandarískum auðjöfri og sérvitr- ingi að endurskapa höfuðrit þeirra Krýsanna. Það er Refska, en hún er sú sögubók sem segir gerst frá lífi og örlögum fólks hér á landi í upphafi byggðar. Sagan í Refsku er sögð eiga að vera fyllri og greinarbetri en frásagnir íslendingabókar og Land- námu. Mest dregur í því sambandi að þar er bætt við frásögnum af Krýsunum. Og það er þessi Refska, ásamt tildrögum, sem að formi til gerir þessa „sönnu lygisögu“. Þegar á líður frásögnina verður þó . stöðugt ljósara að hér er verið að skírskota til samtíma okkar. Það kemur fram jöfnum höndum í orða- lagi, þar sem valin eru orð úr stjórnmálaumræðu okkar daga, og eins í þeim pólitísku flækjum sem rísa á milli goðanna hér innanlands. Þá kemur þarna tiltölulega fljótlega til sögunnar guðinn Lenimax, en hann er dýrkaður austur í Garðaríki, þar sem Gormur konungur gerski ræður. Helsti fulltrúi hans hér á Iandi er Bersi austræni, sem er „landshornagoði" Austfirðinga. Þegar á líður sögu kemur einnig til skjalanna Hróaldur konungur helgi. Hann ræður Hvítramanna- landi, en það liggur töluvert langa siglingu í vestur af íslandi. Þar hefur hann m.a. háð harða baráttu við innfædda rauðskinna, en brotið þá á bak aftur og lagt landið undir sig og menn sína. Sendimaður hans er Sámur silkitunga, og fer hann m.a. til íslands þeirra erinda að vingast við þarlenda. Inn í þetta fléttast svo trúar- bragðadeilur, á milli Ásatrúar- manna, kristinna og þeirra sem trúa á guðinn Lenimax. I því sambandi er skylt að geta þess að Hróaldur helgi í Hvítramannalandi er kristinn vel, sem og öll þjóð hans. Bæði Hróaldur og Gormur sækjast eftir vináttu íslendinga og bjóða þeim í því skyni hagkvæm viðskiptakjör á víxl. En ekki er þar þó allt gróm- laust. Báðir eiga stórar hjarðir af vígdrekum, og svo hagar til að flugþol slíkra furðudýra dugar vel frá hvoru ríkinu urn sig til Islands og þaðan aftur yfir til hins. Þessi kvik- indi fljúga um loftið, spúa úr sér eldi og eru ein hin mannskæðustu óarga- dýr í orustum scm hægt er að hugsa sér. Án þess að spennan af lestrinum sé eyðilögð fyrir væntanlegum les- endum held ég að óhætt sé að geta þess að Hróaldur verður á undan til að ná samningum við Mörð allsherj- argoða um að fá bæli fyrir dreka sína hér á Suðurnesjum. En Gormur sendir dreka sína eigi að síður til landsins og nánar til tekið til Aust- fjarða. Úr verður orusta sem ég skal ekki ljóstra upp hér hvor vinnur, utan hvað að afleiðingarnar verða hinar hörmulegustu fyrir ísland og íslendinga. Með þessum hætti er trúlega búið að sýna fram á það að hér er á ferðinni býsna hvasst ádeiluverk, þar sem ádeilubroddinum er beint gegn íslendingum samtímans og gegn undirlægjuhætti þeirra and- spænis erlendum stórveldum og ásælni þeirra. Söguþráðurinn er margslunginn í þessari bók, og langt fram yfir það sem rakið var hér að ofan. En það er ljóst að það sem fyrir höfundi vakir er fyrst og síðast að segja okkur landsmönnum sínum miskunnarlaust til syndanna. Að þessari ádeilu sinni fer hann síðan eftir þeirri leið sem lýst var; hann nálgast hana aftan frá söguöld og í gegnum þjóðfélagsmynd íslend- ingasagna. Það er þessi aðferð hans sem er tvímælalaust hið nýstárleg- asta í sambandi við verkið, en ekki sjálf ádeilan. Það er síðuren svo nýtt að skáld hér skrifi verk þar sem deilt er á það sem ýmsir vilja nefna hermang og undirlægjuhátt gagnvart stórveldum. Með þessu móti má líka segja að hér sé á ferðinni aðferð sem helst eigi að tengja vi$ dæmisögur eða annað af því taginu. En þó er það ekki einhlítt, því að með hreinu dæmisöguformi væri efninu haldið óskertu aftur á söguöld og aðeins óbeint skírskotað til tuttugustu aldar. Hér er aftur á móti leynt og ljóst skírskotað fram á við til sam- tíma höfundar og okkar allra, og í því er einmitt sérstöðuna að finna. Um mál og stíl bókarinnar þarf ekki að gera margar aðfinnslur. Hún er skrifuð á einföldu og nokkuð ■ hreinu ritmáli okkar daga, og síður Laxaseiða- og hrogna- verð í Noregi í Noregi var tilkynnt opinberlegá leiðbeinandi verð á laxahrognum, sem gildi tók 1. nóvember s.l., Það eru tvenn samtök hagsmunaaðila, sem standa fyrir þessari verðlagn- ingu. Þetta eru annars vegar Lands- samtök seiðaframleiðenda og hins vegar Sölufélag fiskeldismanna. Blaðið Norsk fiskeoppdrett greinir frá þessum málum í nóvemberútgáf- unni. Verð hrogna er mismunandi og fer það eftir ákveðnum gæðastaðli um stofnfiskinn og stærð hrognanna sjálfra. Þannig er verðið hærra eftir því sem hrognin eru stærri, þ.e. færri í hverjum lítra. Þrír gæðaflokkar í stofnfiski f fyrsta flokki eru hrogn úr stofn- fiski, sem hefur þá kosti til að bera að vaxa vel í eldi og verða ekki kynþroska snemma. Þá þarf að liggja fyrir heilbrigðisvottorð ekki eldra en 4 vikna, og gildir það bæði fyrir fiskinn og klakstöð, enda séu þar engir hættulegir sjúkdómar. Verð hrogna í þessum flokki, miðað við 5.500 hrogn í lítra, sem liggur næst því, sem er í íslenskum laxi: Ný- frjóvguð hrogn kr. 4.734.-, en augn- hrogn kr. 7.102.-. í öðrum flokki eru gerðar sömu kröfur og í fyrsta flokki en stofnfisk- ur þarf ekki að vera af þekktum stofni. Þar er verð pr. lítra nýfrjóvg- uð kr. 4.073,- en augnhrogn kr. 6.106.-. Að síðustu er það þriðji flokkur. Það gildir sama um hann annan flokk, en auk þess mega hrognin vera úr fiski upprunnum úr blönduðum stofnum. Verðið er pr. lítra í þessum flokki, nýfrjóvguð kr. 3.029,- og augnhrogn kr. 4.546.-. Til viðbótar þeim kröfum, sem gerðar eru í sambandi við verðflokk- ana hér að framan, má geta þess, að stofnfiskurinn verður að hafa verið 2,5 ár í sjóeldi áður en hann varð kynþroska í fyrsta skipti. Verð hrogna hækkar um 40%, hafi stofn- fiskurinn hins vegar verið 3,5 ár í sjó þegar hann varð kynþroska í fyrsta skipti. Þá hækkar verðið um 50%, hafi stofnfiskurinn verið 4 ár í sjóeld- inu þegar hann verður kynþroska í fyrsta skipti. Mest hækkar verðið eða 60% frá fyrrgreindu verði kr. 4.734,- hvað nýfrjóvguð hrogn varðar, hafi fiskurinn verið 5 ár í sjóeldi og er kynþroska í fyrsta skipti. Áf framangreindu er ljóst, að hrognaverð sveiflast upp eftir því, Tíminn 13 Kristján J. Gunnarsson. en svo gerð tilraun til þess að endurskapa í henni málfar söguald- ar. Út frá því sem sýnast má vera meginmarkmið hennar er líka, að ég held, ekki ástæða til að gera hér kröfur um slíkt. Eins og ég gat um er þetta greinilega ekki nein eftirlík- ing af íslendingasögum, heldur sjálf- stætt verk sem fyrst og fremst er ætlað að höfða til íslendinga á tutt- ugustu öld. Að ýmsu hafði ég líka gaman þarna er málfar snerti, eins og svo nefndum „skutæringum“ sem Þor- grímur þorskabani við ísafjarðar- djúp á og gerir út. Þar er greinilega slegið saman róðrarbátum liðinna alda og skuttogurum nútímans. Aft- ur var ég ekki eins hrifinn af því hve höfundi er tamt að nota orðið „landráð" í merkingunni „Iandstjórn“, og að tala um „land- ráðamenn" í staðinn fyrir „land- stjórnarmenn“. Eftir minni eigin máltilfinningu er þar beinlínis verið að eigna þessum mönnum vísvitandi sviksemi gagnvart þjóð sinni, sem kemur að mínu viti ekki heim við það að athafnir þeirra eru að öðru leyti fyrst og fremst túlkaðar í bók- inni sem afleiðingar af heimsku þeirra og fégræðgi. í heildina litið er erfitt annað en að hafa ánægju af þessari bók. Að vísu má segja að hún sé nokkuð löng, því að hátt í fjögur hundruð síðna skáldsaga er heldur meira en gerist og gengur hér á markaðnum. Hér hefði máski mátt hnitmiða efnið betur og stytta verkið. Þá er að því að gæta að höfundur- inn er maður sem löngu er þjóð- kunnur fyrir farsæl embættisstörf innan skólakerfisins, og að hann hefur einnig tekið þátt í stjórnmála- starfi á hægri kantinum, var meðal annars um tíma borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Það er óneitanlega dálítið gantan að því þegar slíkir menn reynast luma á svo skemmtilegri róttækni sem þeirri er hér kemur fram. Og það sýnir kannski betur en margt annað hinn sterka bókmenntaáhuga, sem víða leynist hér enn, að maður á borð við Kristján J. Gunnarsson fyrrverandi fræðslustjóra skuli taka sig til á eftirlaunaaldri, setjast niður og skrifa bara töluvert bitastætt skáldverk á borð við Refsku. -esig sem gæði fisksins eru meiri, hvað varðar vaxtarhraða, kynþroska og heilbrigði. Þannig getur verð augn- hrogna af laxi verið í fyrsta flokki á bilinu kr. 9.943,- fyrir hvern lítra og í kr. 11.363.- hafi stofnfiskurinn verið 5 ár í sjóeldi þegar hann varð kynþroska í fyrsta skipti. Gönguseiðaverð Um gönguseiðaverð af laxi stóð hins vegar styr milli fyrrgreindra aðila og tókst ekki að ná samkomu- lagi. Þcgar aðilar hættu að tala saman 22. október s.l., var staðan í verðlaginu sem hér segir, svo tekið sé eitt dæmi af mörgum, hvað mis- munandi stærðir seiða snertir: Stærð 30-45 grömm, fyrsta flokks laxaseiði. Umreiknað verð kr. 80.-. Tilboð seljanda (samtök seiðafram- leiðenda) lækkun um 8%. Kaupandi (sölufélag eldismanna) gerir kröfu um 15% lækkun. Sölusamtökin vildu að gengið yrði út frá 40% lækkun á verði seiða frá fyrra ári, en seiða- framleiðendur vildu að verðið hækk- aði um 5%. Helstu rök eldismanna voru þau, að verð á sláturlaxi hafi lækkað um 33% og komið hefði í Ijós, að fiskurinn yrði nú fyrr kyn- þroska en áður. Hins vegar gera menn ráð fyrir að eftirspurn eftir minni laxi muni aukast í náinni framtíð, sem jafngildir lægra seiða- verði. Eins og nú háttar til í Noregi er meðalþyngd á sláturlaxi um 3,5 kíló. og ætla má sem fyrr segir, að hún muni lækka í 2,5 kíló og þá mun verð á hverju „lifandi" kílói í fiski hækka. Seiðaframleiðendur héldu því hins vegar fram, að krafan um verðhækkun bygðist á auknum kostnaði við reksturinn og verðlækk- un seiða myndi valda því að seiða- eldisstöðvar yrðu að hætta rekstri og sumar yrðu gjaldþrota vegna óstöðugleika með migni seiði og gönguseiði. Eins og fyrr greinir, slitnaði upp úr samningaviðræðum aðila um verðlagningu seiða. Þá stóðu mál þannig, að seiðaframleiðendur voru tilbúnir að lækka verðið, sem fyrr greinir unt 8-10%, en eldismenn gerðu kröfu unt 15-25% lækkun. Ekki er búist við að samningaum- ræður hefjist milli aðila fyrr en eftir næstkomandi ármót. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.