Tíminn - 14.12.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 14.12.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn JÓLABLAÐ III UMSÖGN „Vinna vélbyssur að vélritun“ iónas E. Svafár: Sjöstjarnan í mcyjarmerkinu, myndljóð, Vaka/Helgafell 1986. Jónas Svafár má víst teljast lifandi sönnun þess að í skáldskap er það sitt hvað að fara fram með bægsla- gangi eða skila góðum árangri. Þetta er aðeins fimmta Ijóðabók hans, allt frá því sú fyrsta kom út 1948, og allar hafa þær verið smáar. Og segir það þó ekki alla söguna, því að hann er stöðugt að yrkja sjálfan sig upp; hér er til dæmis töluvert af gömlum ljóðum úr fyrri bókum hans, og þá meira eða minna breytt. En svo lengi sem ég man eftir hafa Ijóð hans verið eins konar eilífðar- gátur fyrir þá sem hafa viljað telja sig bókmenntamenn. Hann býr yfir einhverjum nánast óskilgreinanleg- um hæfileika til að snúa út úr hefðbundnum merkingum orða, en samtímis að gera það á svo einstak- lega skáldlegan og smekklegan hátt Jónas Svafár, skáld. að ekki er hægt annað en að hrífast af. Man kannski einhver eftir morg- un-sárinu, sem í höndum hans varð að morgun-sárinu, eða þá klettabelt- um fjallkonunnar? Morgunsárinu bregður raunar hér fyrir aftur, í einu af Ijóðunum hér, sem í bókinni Klettabelti fjallkonunnar (1968) hét Geislavirk tungl, en er nafniaust hérna og er seinni hlutinn þannig: vinna vélbyssur að vélritun á sögu mannsins skríða drekar eða sýklar inn í morgunsárið úr skýjum hugmyndanna steypast vetnissprengjur upp úr gufuhvolfinu spennast dauðateygjur eldsins Með öðrum orðum þá er Jónas Svafár hér enn í sama gamla og góða essinu sínu. og á honum verður enginn svikinn, þótt vissulega megi jafnframt segja að hann geti ekki talist vera í neinu sem heitið geti stöðug endurnýjun. Sérkennilegar teikningar hans, sem raunar má líta á sem hluta ljóðanna, eru hér enn sem fyrr óaðskiljanlegur hluti bókar- innar, dregnar fáum og einföldum strikum en stílhreinar. í kynningu forlags á bókarkápu er hann orðaður við bæði súrrealisma og atómskáldskap. Líklega er hvor- ugt rétt, því að fá skáld mun vera erfiðara að hemja undir nokkurri einni bókmenntastefnu en hann. Jónas Svafár er og verður Jónas Svafár, og vonandi heldur hann enn áfram að auðga bókmenntir okkar um ókomin ár. Það er langt í frá að hann hafi enn nóg kveðið, og með þessari nýju bók hans er óhætt að mæla við alla þá sem áhuga hafa á sérkennilegum og forvitnilegum skáldskap. - esig BÆKUR Allt önnur Ella — þroskasaga Elínar Þór- arinsdóttur eftir Ingólf Margeirsson Út er komin þroskasaga Elínar Þórarinsdóttur eftir Ingólf Höfundur og Ella. Margeirsson. Bókin nefnist Allt önnur EUa og hin nýstofnaða Bókaútgáfa Helgarpóstsins gefur bókina út. Elín Þórarinsdóttir, barnabarn séra Árna Þórarinssonar, prófasts á Stórahrauni, var saklaus sveitarstúlka þegar hún kom til höfuðstaðarins nokkrum árum eftir stríð. Þá kynntist hún Gunnari Salómonssyni, öðru nafni Úrsusi, annáluðum kraftajötni og alþjóðlegum aflraunamanni. Þrátt fyrir 25 ára aldursmun, felldu þau hugi saman og giftust. Leið Ellu lá nú út í heim þar sem hún gerðist fegurðardrottning og slagarasöngkona og fylgdi Úrsusi sínum gegnum súrt og sætt; í kastljósum fjölleikahúsa og utan þeirra. Ella hefur frá þremur hjónaböndum að segja. Hún hefur verið gengilbeina, gangastúlka, fiskverkunarkona, ráðskona, bruggari og sprúttsali og óneitanlega mátt súpa sjálf af þvi seyðið. En alltaf rís hún úr öskunni. Allt önnur EUa er rituð af Ingólfi Margeirssyni ritstjóra. Hann sló rækilega í gegn með bók sinni um Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, Lífsjátningu. Sú bók var umsvifalaust prentuð í þremur stærðar upplögum og tilnefnd fyrst slíkra bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Allt önnur Ella er fjórða bók Ingólfs. Bókin er 270 bls. að stærð og prýdd rúmlega 70 ljósmyndum. LEITIN ENDAR HJA ESSO Á bensínstöðvum ESSO fást ódýrar en vandaðar vörur af ýmsu tagí, sem eru tílvaldar í jólapakkann. Þar fæst líka jólapappír ásamt merkíspjöldum og margs konar vamíngí tíl jólaundírbúníngs s.s. lítaðar perur í útíseríuna, framlengingarsnúrur og öryggí, að ógleymdum reykskynjurum og slökkvítækjum. TVEIR KERTASTJAKAR MEÐ KERTUM. VÖNDUÐ SÍMTÆKI MEÐ TÓNVALI STEREÓ ÚTVARP VHS MYNDBAND 3 KLUKKUSTUNDIR Komdu víð á næstu bensínstöð ESSO og gerðu góð kaup Athugaðu að það er opið bæði á kvöídin og um helgar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.