Tíminn - 21.01.1987, Síða 5

Tíminn - 21.01.1987, Síða 5
Miðvikudagur 21. janúar 1987 Tíminn 5 ÚTLÖND Kína: Dengvillopnardyr Telur að enn verði að auka samskiptin við önnur ríki - Minntist ekki á afsögn Hu Yaobang Peking-Reuler Deng Xiaoping, æðsti ráðamaður Kína, sagði í sinni fyrstu opinberu yfirlýsingu frá því að Hu Yaobang flokksformaður var látinn víkja úr embætti að Kínverjar ættu að auka enn samskiptin við önnur ríki jarðar- kringlunnar. Hu sagði af sér embætti á föstu- daginn síðasta og hefur hinn nýi flokksformaður Zhao Ziyang, sem einnig gegnir starfi forsætisráðherra þar til annað hefur verið ákveðið, sagt að afsögn Hu hafi komið til vegna þess að hann hafi unnið að pólitískum breytingum sem ekki var hægt að samþykkja. Fréttastofan Nýja Kína hafði eftir Deng að hið sósíalíska þjóðskipulag myndi ekki breytast þótt Kínverjar opnuðu betur dyr sínar fyrir um- heiminum. Hinn aldni leiðtogi minntist ekki á afsögn Hu. írland: KOSNINGAR í ADSIGI Ráöherrar Verkamannaflokksins sögöu sig úr ríkisstjórnarsamstarfi - Kosið til þings þann 17. febrúar Dyflinni-Reuler Fjórir ráðhcrrar Verkamanna- flokksins á írlandi sögðu sig úr ríkisstjórn landsins í gær til að mótmæla skerðingu á ríkisútgjöld- um. Afsögn ráðherranna þýddi að stjórnin hafði afgerandi þing- minnihluta og tilkynnti Garett Fitz- gerald forsætisráðherra síðdegis I gær að kosningar yrðu í landinu þann 17. febrúar. Það var varaforsætisráðherrann Dick Spring sem leiddi hópinn og tilkynnti hann um afsögn sína og þriggja félaga sinna eftir að meiri- hluti ríkisstjórnarinnar hafði sam- þykkt að draga verulega úr útgjöld- um til heilbrigðismála og félags- mála í fjárlagal'rumvarpi sem leggja á fyrir þingið. „Ákvarðanir þær sent teknar voru í dag eru ekki sanngjarnar. Þær ná ckki að dreifa fjárhags- vanda þjóðarinnar réttlátlega á alla þjóðfélagshópa," sagði Spring eftir að hann og menn hans höfðu gengið út af ríkisstjórnarfundi. Það var Garret Fitzgerald for- sætisráðherra og meðlimir flokks hans, Fine Gael, sem samþykktu að leggja fram þetta fjárlagafrum- varp en Ijóst var af andstöðu ráð- herra Vcrkamannaflokksins að það færi ekki í gegnum þingið. Það verður tæplega hagstætt fyr- ir Fine Gael flokkinn og lciðtoga hans Garett Fitzgerald að fara í kosningar í næsta ntánuði þvt sam- kvæntt skoðanakönnunum hefur stjórnarandstaðan og hclsti leið- togi hennar Charlcs Haughey niik- inn vinning á Fitzgerald. Slæm efnahagsstaða og mikið atvinnuleysi (um 20%) verða ör- ugglega helstu málin í komandi kosningabaráttu. Einn virtasti efnahagssérfræðingur Sovétríkjanna: Skriffinnar standa I vegi fyrir efnahagsframförum Moskva-Reuter Háttsettur sovéskur efnahagssér- fræðingur sagði í gær að nýjungar þær á efnahagssviðinu sem Gorbat- sjov Sovétleiðtogi hefði gengist fyrir ættu erfitt uppdráttar sökum mikillar skriffinnsku og vegna þess að fyrir- tæki gætu ekki boðið starfsmönnum sínum upp á nógu hvetjandi bónusa. Gavriil Popov skrifaði í blað sov- éska kommúnistaflokksins, Prövdu og sagði þar að efnahagssérfræðing- ar, sem sjá ættu um að finna leiðir til að auka framleiðslu, ættu erfitt með að starfa þar sem „kerfiö" væri svifaseint og óþjált. Popov sagði þetta vandamál vera sérlega áberandi á vísinda- og tækni- sviðinu þar sem hugmyndarík skref fram á við væru nauðsynleg til að auka framleiðsluna. Gorbatsjov hefur tilkynnt um nokkrar breytingar á efnahagskerf- inu síðan hann tók við valdamesta embætti landsins í mars árið 1985. Má nefna nýjar reglur um aukið gæðaeftirlit og bónusgreiðslur svo í gær reyndu vestrænir stjórnarer- indrekar í Kína að ráða í hver tæki við forsætisráðherraembættinu af Zhao Ziyang en sterklega er búist við að hann muni fyrr eða síðar láta af því embætti og einbeita sér að flokksformannsstöðunni. Sam- kvæmt heimildum koma þrír af fimm varaforsætisráðherrum landsins helst til greina. Líklegastur til að hljóta hnossið er Li Peng, verkfræðingur menntaður í Sovétríkjunum og fulltrúi harðlínu- manna í flokknum. Aðrir líklegir eru Tian Jiyun, hagfræðingur sem er fulltrúi frjálslyndari afla innan flokksins, og Qiao Shi sem gæti orðið fyrir valinu sem nokkurs konar málamiðlunarkostur. Qiao er nýjasti varaforsætisráðherrann en talið er líklegt að áður hafi hann stjórnað leyniþjónustu landsins. Deng Xiaoping æðsti ráðamaður í Kína: Vill opna dyrnar enn meir fyrir umheiminum Rannsóknin á morðinu á Olof Palme: Kúrdarennteknir til yfirheyrslu Stokkhólmur-Rcuter Sænska lögreglan yfirheyrði í gær- dag þrjá Kúrda í sambandi við morðið á Olof Palme forsætisráð- herra í febrúar á síðasta ári. Kúrd- arnir þrír voru í hópi þeirra sem Iögreglan hafði afskipti af í gærmorg- un en þá handtóku um 200 lögreglu- þjónar tuttugu einstaklinga víðsveg- ar í Svíþjóð, flesta Kúrda eða menn tengda þeim. Síðdegis í gær tilkynnti svo ákær- andinn í málinu að Kúrdunum þrem- ur yrði sleppt og ekkert nýtt eða dramatískt hefði komið fram er varpað gæti Ijósi á morðgátuna. Hans Holmer lögregluforingi sem stjórnar rannsókninni á morðinu á Palme sagði á blaðamannafundi að mennirnir hefðu neitað að vera við- riðnir morðið en hefðu verið spurðir um vopn og hvort þeir hefðu fengið vopn í hendurnar frá fjórða aðila. Byssan sem notuð var til að skjóta forsætisráðherrann fyrrverandi á stræti Stokkhólmsborgar hefur ekki enn fundist. Samtök Kúrda sem berjast fyrir Olof Palme fyrrum forsætisráðherra sjálfstæðu ríki í Tyrklandi hafa mjög tengst rannsókninni á Palmemálinu, reyndar allt frá byrjun þess. Holmer lögregluforingi sagði í gær að sam- tökin væru enn rauði þráðurinn í rannsókninni. Talsmenn samtakanna hafa hins- vegar neitað allri aðild að morðinu Svíþjóðar: Morðgátan ekki leyst og telja að um nútíma galdraofsókn- ir sé að ræða. Olof Palme var skotinn til bana þann 28. febrúar á síðasta ári ,er hann var á heimleið frá kvikmynda- sýningu ásamt Lisbeth konu sinni. Hún meiddist lítilsháttar í árásinni. og reglugerð um aukna ábyrgð fyrir- tækja á eigin rekstri. Popov sagði kerfiskarla sem ekki vissu hvernig framleiðslunni væri háttað heimta langar og ítarlegar skýrslur frá fyrirtækjunum sem sjálf væru að kafna í pappírsflóði. Popov er prófessor í hagfræði við Moskvuháskólann og meðlimur sov- ésku vísindaakademíunnar. UTLÖND Alþjóðleg peningaviðskipti: Heimsókn dróúr dalalægð Tokyo-Reuter Bandaríkjadalur hækkaði nokkuð í verði gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum heims á gjaldeyrismörkuð- um í gær og var yfirlýsingu um að japanski fjármálaráðherrann myndi halda til Washington um að þakka. Kiichi Miyazawa fjármálaráð- herra Japans sagði fréttamönnum að hann myndi eiga fund í dag með James ' Baker fjármálaráðherra Bandaríkjanna og myndu viðræður þeirra snúast um leiðir til að koma á jafnvægi í gengi gjaldmiðla. Miyazawá sagðist hafa stungið upp á viðræðunum vegna verðfalls Bandaríkjadals á gjaldeyrismörkuð- um að undanförnu. Fréttir um heimsóknina urðu. til þess að dalurinn hækkaði nokkuð, bæði á mörkuðum í Tokyo og í Vestur-Evrópu. Hann var t.d. keyptur á 152,25 japönsk yen í gærmorgun en hafði áður farið n'ður í 149,98 yen og var það lægsta gengi dalsins miðað við yenið frá lokurn heimsstyrjaldarinnar síðari. Gjaldeyriskaupendur voru | j margir á því að viðræður Miyazawa og Bakers myndu lítinn árangur Gengi Bandaríkjadals hefur lækkað mikið að undanförnu og gleðjast fáir nema banda- rískir ráðainenn sem vilja draga úr hinum gífurlega við- skiptahalla lands síns. bera þar sem margir bandarískir ráðamenn hafa ekkert á móti því að gengi dalsins 'ækki enn frekar. Lágt gengi dalsins myndi gera bandarísk- ar vörur samkeppnishæfari á alþjóð- legum mörkuðum og þar með yrði dregið úr hinum gífurlega viðskipta- halla sem plagar ráðamenn þar ; vestra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.