Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn; Miövikudagur 21. janúar 1987 NEYTENDASÍÐAN - eftir Svanfriði Hagvaag Minni sykur Hvers vegna ekki að reyna að minnka við sig ýmislegt sem allir vita að inniheldur mikinn sykur eins og til dæmis gosdrykki, sælgæti og ýmsa tilbúna eftirrétti. Hér á eftir koma nokkur einföld ráð sem kannski geta hjálpa eitthvað. - Það er hægt að búa til hlaup heima í staðinn fyrir að kaupa tilbúið hlaupefni sem inniheldur mikinn sykur. Látið 1 msk. af matarlímsdufti út í 2 bolla af ósætum grænmetis eða ávaxtasafa (til dæmis Lindavia). Það er mjög gott að blanda saman epla og gulrótasafa. Þetta er hægt að nota sem ábæti og láta þá ávexti út í híaupið eða þá að setja rifið grænmeti út í og nota sem salat. Það er líka hægt að búa til sinn eiginn ávaxtajógúrt. Ávaxtajógúrt inniheldur oft ónauðsynlegan sykur. Ef saxaðir eru til dæmis þroskaðir ávextir (bananar eða perur) og þeir látnir út í léttjógúrt þá þarf sjaldnast meiri sykur. Það er líka mjög gott að krydda jógúrt með kanet. Seinast kemur svo uppskrift að góðu brauði sem er með hunangi í staðinn fyrir sykur. Hunangsj ógúrtbrauð 1/4 bolli volgt vatn 1 tsk. hunang 1 msk. ger 2 bollar heilhveiti 2 bollar hveiti 1 tsk. salt 1 bolli jógúrt 2 msk. matarolía 3 msk. hunang. Blandið volga vatninu saman við 1 tsk. af hunangi og stráið gerinu þar yfir. Látið það leysast upp í vatninu í um það bil 10 mínútur. Blandið hveititegundunum og salti saman í stóra skál. Blandið saman jógúrt, matarolíu og hunangi. Þegar gerið er tilbúið er hrært vel í því og því blandað saman við jógúrtblönduna. Blandið síðan öllum vökvanum saman við þurrefnin. Hnoðið deigið í 10 mínútur þangað til það er mjúkt og teygjanlegt. Smyrjið stóra skál og snúið deiginu innan í henni svo feitin nuddist um það. Þekið síðan skálina með filmu og látið standa á volgum stað í 1 Ví klukkustund eða þangað til deigið-hefur lyft sér um helming. Þegar deigið hefur lyft sér er það barið niður og það mótað í brauð og sett í smurt brauðform. Þekið aftur með plastfilmu og látið lytftast þangað til það hefur lyft sér um helming. Bakið í40mínúturvið200°C. Þetta brauð er mjög gott ristað. Að minnka við sig sykur Sykur er næringarsnautt en orku- rikt efni. Hann er svo mikið unninn að þær trefjar og næringarefni sem hann upphaflega hafði eru ekki til lengur. Það er ekki það að dálítill sykur sé hættulegur, en hann er oft nokkuð mikill í mat, jafnvel þó hann sé ónauðsynlegur. Þannig að við erum að verða kynslóð sem er að verða algjörar sykurætur og jafnvel háð honum. Fólk sem passar upp á þann sykur sem það notar og forðast hann eftir megni til dæmis í te eða kaffi veit ekki alltaf um allan þann sykur sem falinn er í mat. Til dæmis í tómatsósu, morgunmatarkorni og brauði. Morgunmatarkornið er eitt af stóru vandamálunum og þá er ekki aðeins átt við sykurhúðuðu tegund- irnar. Næstum hver einasta tegund af morgunmatarkorni sem á að borða kalt er með miklu af sykri. Eina leiðin er að blanda það heima, þá er að minnsta kosti hægt að vita hvað mikill sykur er í því. Granóla 6 bollar haframjöl 1 bolli hveitiklíð 1 bolli sólblómafræ 1 bolli kókosmjöl 1 bolli saxaðar möndlur 1 bolli matarolía Vi bolli púðursykur Ví bolli hunang 1 tsk. vanilla 1 tsk. vanilla 1 bolli hveiti Va tsk. matarsódi ögn af salti 2 V4 bolli granóla Hrærið vel saman smjörlíki og sykur. Blandið síðan saman við eggi og vanillu, hrærið vel. Þá er hveitinu sem matarsódanum hefur verið blandað saman við hrært út í ásamt salti. Blandið granólanu út í. Setjið með skeið á smurða bökunarplötu og fletjið kökurnar aðeins út með gaffli. Bakið við 175° C í 8-10 mínútur eða þangað til þær eru gegn bakaðar og aðeins brúnaðar. 'h tsk. salt 1 bolli rúsínur Blandið 5 fyrstu efnunum saman í stóra skál. Hitið saman olíu, púður- sykur og hunang. Bætið úr í vanillu og salti. Hellið þessu síðan yfir blönduna í skálinni og hrærið vel saman. Látið síðan blönduna í ofn- skúffu og breiðið vel úr henni. Bakið við 150° C í um það bil 30 mínútur. Hrærið öðru hverju í svo að allt brúnist jafnt. Bætið rúsínunum út í og kælið blönduna vel, hrærið öðru hverju í henni á meðan svo hún kólni jafnt. Geymið í þéttu íláti. Stökkar granólakökur 125 gr. smjörlíki Vi bolli púðursykur 1 egg Forðist f lagnaðar var ir í kuldanum í vetur Þú þarft ekki að ganga í gegnum annan vetur með flagnaðar varir ef þú aðeins gerir nokkrar varúðarráð- stafanir: Sleiktu ekki á þér varirnar. Varirnar Húsráð Svanfríðar Prjónaráð Það getur verið góð hugmynd fyrir þá sem prjóna ntikið að verða sér úti um lítinn kúluramma. Færið síðan 1 kúlu við hvern prjón þegar verið er að prjóna munstur þar sem þarf að hafa tölu á umferðunum. Þá þarf ekki að merkja við í uppskriftinni. Þegar rakin hefur verið upp peysa eða annað prjónað stykki er hægt að vefja garninu um strau- brettið framanvert og pressa það síðan með blautu stykki. Garnið er síðan látið þorna áður en það er undið upp í hnykil. Barnaafmælið Börn hafa mjög gaman af óvenjulegum kökum í afmælum. Hvernig væri að búa til vatnsdeigs- karl eða kerlingu fyrir næsta barna- afmæli. Teiknið útlínurnar á smurða bökunarplötuna og fyllið síðan upp með deigi. Þegar búið er að baka karlinn eða kerlinguna er kakan klofin í tvennt og fyllt með vanillukremi og rjóma. Það cr mjög vinsælt að blanda stöppuðum banana út í vanillukremið. Leggið efri helminginn ofan á og skreytið með brúnum og hvítum glassúr. Notið sælgætismola fyrir augu, nef og munn. Það má líka nota nokkra mola sem hnappa á maganum. Tær súpa með bollum Það er mjög gott að setja bollur út í tæra súpu, en hún vill stundum verða dálítið gruggug þegar boll- urnar eru soðnar í súpunni. Til að forðast þetta er gott að sjóða upp á bollunum í dálitlu vatni í öðrum potti og færa þær síðan yfir í pottinn með tæru súpunni. Soðið sem kemur af bollunum er sfðan hægt að geyma og nota í aðrar súpur sem ekki þurfa að vera tærar eða þá sósur. Kjötbollur Ef þú villt bragðbæta keypt kjöt- fars er gott að bæta út t það steiktum beikonteningum. Breyt- ingin á farsinu er ótrúleg. Prjónaráð Þegar verið er að prjóna peysur úr misþykku bómullargarni verður stroffið ekki alltaf nógu fallegt. Reynið að fá slétt bómullargarn í sama lit og prjónið stroffið úr því, það verður jafnara og fallegra. Púðar úr bómullarbolum Það er tilvalið að búa til litla púða úr áprentuðum barnabolum þegar þeir verða of litlir. Klippið út ferköntuð stykki, saumið saman og fyllið með kembu eða annarri fyllingu sem má þvo. Inniskór úr afgöngum Góð aðferð til að nota garnaf- ganga er að prjóna úr þeim inniskó. Fitjið upp 25L. á prjóna nr. 4 (með tvöföldu garni ef það er fínt). Prjónið 6 umferðir með garða- prjóni. Á næsta prjóni er aukið út um 10L. Prjónið nú brugning 1L. slétt og 1L. brugðin í um það bil 20 cm. Fækkið nú jafnt á prjóninum um 10L. og prjónið aftur 6 umferð- ir garðaprjón. Fellið af og saumið saman á hæl og tá og nú eru komnir þægilegustu inniskór. Ef verið er að prjóna fyrir fyrir karlmenn eru fitjaðar upp fleiri lykkjur en færri ef prjónað er fyrir börn. draga ekki í sig munnvatnið. Það gufar upp og þurrkar þær í staðinn. Notaðu snyrtivörur sem eru sérstak- lega hannaðar fyrir varirnar. Skinnið á vörunum er allt öðruvísi en annað skinn á líkamanum - og það á þess vegna ekki að nota samskonar snyrtivörur á þær. Venjulegt raka- krem inniheldur venjulega dálítið alkóhól, sem er alls ekki gott fyrir varirnar. Vörur sem eru hannaðar fyrir varir, innihalda vanalega mikið magn af vaxi eða olíu, sem heldur í raka og mýkir húðina. Varaðu þig á efnum sem erta varirn- ar. Saltur eða mikið kryddaður mat- ur getur ert varirnar. Einnig tjaran úr sígarettum. Prófaðu rakatæki. Þurrt loft dregur raka úr húðinni, líka vörunum. Ef herbergið þar sem þú dvelur lengst hefur mjög þurrt loft getur verið gott að fá sér rakatæki - það gæti minnkað vandann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.