Tíminn - 30.01.1987, Side 1

Tíminn - 30.01.1987, Side 1
ISTUTTU MALI ■■■ STJORN SAMBANDS ís- lenskra samvinnufélaga ákvaö á fundi sínum í gær aö veita forstjóra heimild til að auka hlut Sambandsins í nokkr- um fyrirtækjum sem átt hafa í rekstrar- erfiðleikum og var gef in heimild til þess aö Sambandið gengi í ábyrgö fyrir skuldum Frystihúss Patreksfjaröar, Freyju á Suðureyri og Búlandstinds á Djúpavogi. Eitt þeirra fyrirtækja sem stjórnin ákvao hlutafjáraukningu í var Hrað- frystihús Keflavíkur. Þannig á aö breyta 40 milljón króna viðskiptaskuld Hraöfrystihúss Keflavíkur við Sam- bandið í hlutafé. Stjórn Sambandsins ákvað einnig að taka þátt í enn frekari hlutafjáraukningu gegn því að heima- menn legðu líka fram nýtt hlutafé. Af öðrum fyrirtækjum sem komu til umræðu á stjórnarfundi Sambandsins í gær vegna rekstrarerfiðleika voru Kirkjusandur í Reykjavík, Meitillinn í Þorlákshöfn, og Hraðfrystihús Grund- arfjarðar. JACQUES Chirac forsætisráð- herra Frakklands mun hitta Rónald Reagan Bandaríkjaforseta að máli í Hvíta húsinu á morgun en Chirac verður þá á opinberu ferðalagi um Bandaríkin. Að sögn Larry Speakes talsmanns forsetans bandaríska verða afvopnunarmál, samskipti austurs og vesturs og samskipti ríkjanna tveggja efst á viðræðulistanum. Mennirnirtveir hittust síðast að máli í Tokyo í maí á síðasta ári. POST- OG símamálastofnunin. hefur opnað Póst- og símaminjasafn- ið. Safnið er til húsa í gömlu símstöð- inni að Austurqötu 11 í Hafnarfirði. Safnið er opið tvo daga í viku, sunnu- daga og þriðjudaga frá klukkan 15 til 18. Hægt er að fá að skoða safnið utan opnunartíma en þá verður að hafa samband við safnvörð í síma 54321. Margt skemmtilegra muna er á safninu sem einkenna sögu bæði póst og símamála á landinu. Ekki ófrægari maður en Richard Nixon fyrrum Bandaríkjaforseti kom með einn grip safnsins til landsins. Það er sími sá sem Nixon kom með þegar fundur hans og Pompidou var hér á landi 1973. Síminn er sérstaklega merktur Hvíta húsinu. Fleira er merkilegra muna og má nefna gamla lúðra landpóstanna, gömul símtæki og tæki sem tengdust bernskuárum skeytasendinga hér á landi. GARÐYRKJUBÆNDUR sem eru innan Sambands garðyrkju- bænda og rækta grænmeti hvort held- ur er úti eða inni, komu saman til fundar í gær á Hótel Örk og ræddu markaðs- oa sölumál sín. Innan Sam- bands garðyrkjubænda eru stærst Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti hf, Bananar hf, Mata hf. Það voru ákveðnar hugmyndir sem ræddar voru, m.a. að garðyrkjubænd- ur stofnuðu fyrirtæki sem yrði með einn stóran markað sem myndi síðan sjá um sölu og dreifingu á grænmeti i landinu. Markaðurinn yrði eins konar uppboðsmarkaður, þar sem verð- myndun, flokkun og mat eiga sér stað. ELDUR kom upp vél Audi bifreiðar er hún var stödd á umferöarljósum Háaleitisbrautar og Kringlumýrar- brautar fyrripartinn í gær. Eldurinn mun hafa kviknað út frá rafmagni. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn. Ekki urðu miklar skemmdir á bílnum. KRUMMI 1 „Ætlar hann að bjóða Matthíasi út? “ nBBBgramomnawBBaBBHgH Matthías Bjarnason, viöskiptaráöherra um bankasameiningu: Væri löngu búinn að þessu réði ég einn -niðurstaða vonandi í næstu viku. Tímabundin endurreisn Útvegsbanka kemurtil greina, en ekki yfirtaka Búnaöarbankans. Engum verður sagt upp „Ef ég mætti ráða þessu einn, þá væri ég löngu búinn að þessu. Það er þungt í vöfum lýðræðið og þingræðið og ofsalega mikið af gáfufólki meðal þessarar þjóðar, sem betur fer. Menn vita allt betur en aðrir,“ sagði Matthías Bjarna- son, viðskiptaráðherra þegar Tím- inn innti hann eftir framgangi bankavjðræðnanna þessa dagana. Kom fram hjá Matthíasi að engin ákvörðun hafi verið tekin á fundi Edward Derwinski, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna gerði stuttan stans hér á landi, á leið sinni vestur um haf og ræddi þá við Mathías Á. ,Mathiesen um samkipti ríkjanna, auk þess sem hann skýrði frá stöðu útboða vegna skipaflutninga fyrir bandaríska herinn á Miðneshciði. Kom fram á blaðamannafundi með þeim Derwinski og Matthíasi, að útboð í sjóflutningana verði auglýst í dag eða í síðasta lagi á mánudag. f samkomulagi því sem gert var um þessa sjóflutninga og kallast „samningur til að auðvelda fram- ráðherra þeirra sem um þessi mál fjalla og haldinn var í gær, en hann vonast hins vegar til að ákvörðun liggi fyrir í næstu viku. Aðspurður um hversu langan tíma hann teldi það tæki að koma raunverulegri sameiningu á, sagði Matthías að um það gæti enginn sagt. „Það verður fyrst að afla lagaheimildar og síðan mætti ekki vera inn í lögum einhver ákveðin dagsetning, því síðan þyrftu fag- kvæmd varnarsamstarfs ríkjanna", er gert ráð fyrir að hvaða skipafé- lag sem er, sem sigli undir íslensk- um eða bandarískum fána geti tek- ið þátt í útboðunum og fái lægst- bjóðandi allt að 65% farmflutning- anna í sinn hlut. Þá fái sá aðili frá hinu landinu, sem eigi tilboð næst lægsta tilboðinu, afgang flutning- anna í sinn hlut. Sagði Derwinski að þessi samn- ingur hefði náðst vegna þess mats sem bandarísk stjórnvöld legðu á einstök samskipti ríkjanna tveggja og hliðstæður samningur yrði ekki gerður við önnur ríki. menn að taka við. Það yrði auðvit- að stefnt að því að hraða þessu svo sameiningin kæmist þá til fram- kvæmda á þessu ári.“ Aðspurður um ummæli Stefáns Hilmarssonar, bankastjóra Búnað- arbankans að yfirtaka þess banka á Útvegsbanka væri mun hraðvirk- ari og ódýrari leið en sameining, sagði Matthías að sú leið væri ekki inn í myndinni hvað hann snerti og hann væri ekki til viðtals um hana. Derwinski var spurður um hugs- anlcga kjötsölu íslenskra aðila til . bandaríska hersins, og sagði Derwinski; að bandaríski herinn leitaði alltaf að „hagstæðustu" leið- inni til að sjá herstöðvum sínum fyrir vistum. Með „hagstæðustu" leiðinni, ætti hann við að taka yrði tillit til framboðs og gæða vörunn- ar, sem og „vináttutengsla" við- komandi þjóða, auk þess sem bandarískir bændur ættu við of- framleiðsluvandamál að stríða. Derwinski gaf síðan sterklega í skyn að samningar um kjötsölu muni nást. -phh „Ég vil ekki gera Útvegsbankann að neinum undirbanka hinna bank- anna,“ sagði ráðherrann. Matthías svaraði þeirri spurn- ingu hvort tímabundin endurreisn Útvegsbankans kæmi til greina, á þann veg „að auðvitað getur allt slíkt komið til greina. En það hafa svo margar leiðir verið ræddar í þessum málum frá upphafi og eng- in ákvörðun sem liggur fyrir enn. En ég vona að ákvörðun liggi fyrir í næstu viku.“ Þá kom fram hjá ráðherranum að formönnum starfsmannafélaga Útvegs- og Búnaðarbanka hefði verið lofað, að ekki kæmi til upp- sagna í kjölfar væntanlegrar sam- einingar. Hreyfing á starfsfólki væri mjög mikil og þar sem ráðningum yrði hætt í kjölfar sam- einingar, „þarf ekkert að vera sortera fólk út úr eða reka fólk.“ -phh Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra: Gagnrýnir þingmenn Reykjanes- kjördæmis - fyrir andvaraleysi gagnvart þróun sjávar- útvegs í kjördæminu „Ef svona hefði hallað undan fæti í sjávarútvegi fyrir vestan er ég hræddur um að okkur þingmönnum kjördæmisins hefði verið best að halda okkur í burtu.“ Þetta fullyrðir Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra og núverandi þing- maður Vesttjarðakjördæmis í ítarlegu viðtali sem birtist í Tímanum í dag. Forsætisráð- herra gagnrýnir þingmenn Reykjaneskjördæmis fyrir að- gerðarleysi og fyrir að hafa ekki sýnt nægjanlega festu þeg- ar vandamál Suðurnesja eru annars vegar. „Það hafa gerst hér ýmsir atburðir sem komast hefði mátt hjá ef þessir menn hefðu rétt fram hjálparhönd fyrr. Nú rjúka þessir menn upp þegar enn einn togarinn er að hverfa frá Suðurnesjum. Þeir hefðu þurft að grípa til aðgerða miklu fyrr,“ segir forsætisráð- herra í viðtalinu. Steingrímur kemur inn á fjölmörg önnur atriði í þessu viðtali, en hann hefur sem kunnugt er ákveðið að bjóða sig fram á Reykjancsi í næstu alþingiskosningum og hefur sitt hvað til málanna að leggja um málcfni kjördæmisins. Sjá viðtal bls. 10-13 Þeir kvöddust með handabandi Derwinski, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna og Matthías Mathiesen, utanríkisráðherra íslands, eftir stuttar viðræður í gær. Þar voru á dagskrá almenn samskipti landanna, sem Dcrwinski lýsti sem „einstökum“, útboð vegna sjóflutninga til hersins og kjötsala til hersins. Tímamynd Sverrir Sjóflutningar til bandaríska hersins: ÚTBOÐ AUGLÝST MJÖG FUÓTLEGA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.