Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 5
Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn 5 Kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd: Kratar og sjálfstæðismenn á móti embættismannanefnd Langar umræður voru um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd og skip- an embættismannanefndar til að fjalla um slíkt svæði á Alþingi í gær. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.Rvk.) mælti þar fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hún flytur ásamt þing- mönnunum Haraldi Ólafssyni (F.Rvk.) og Svavari Gestssyni (Abl.Rvk.) þess efnis að utanríkis- ráðherra verði falið að beita sér fyrir því á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, sem haldinn verður hér á landi í vor, að sett verði á laggirnar embættismannanefnd á vegum Norðurlanda sem kanni möguleika á og geri tillögur um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. í máli sínu lagði Guðrún áherslu á mikilvægi þess að íslendingar eigi fulla aðild að þeim viðræðum sem eru í gangi um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum á öllum stig- um málsins. En þegar eru í gangi umræður í norrænni þingmanna- nefnd skipaðri fulltrúum 15 þing- flokka og í bígerð væri að stofna embættismannanefnd í sama til- gangi. Þingsályktunartillagan væri flutt til að tryggja að íslendingar yrðu ekki viðskila við aðrar Norðurlanda- þjóðir í þessu máli. Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra sagði m.a. að fyrst yrði að skilgreina verksvið slíkrar embættis- mannanefndar áður en afstaða væri tekin til þátttöku í slíkri nefnd. Pá ræddi ráðherra skilgreiningu kjarnorkuvopnalauss svæðis og taldi það eiga ná yfir mun víðara svæði en Norðurlönd, þ.e. Norður-Evrópu frá Úralfjöllum til Grænlands. - til að fjalla um málið Jón Baldvin Hannibalsson (A.Rvk.) lýsti efasemdum um stofn- un embættismannanefndar, því þetta væri hápólitískt mál, sem ekki væri ájæri embættismanna að taka ákvörðun um. En Alþýðuflokkurinn mundi áfram taka þátt í störfum þingmannanefndarinnar. Svavar Gestsson sagði Jón Bald- vin fylgja stefnu hinna hörðu hauka í Bandaríkjunum í afvopnunarmál- um. Meiri hluti væri fyrir kjarnorku- vopnalausu svæði á öllum þjóðþing- um Norðurlanda. Birgir ísleifur Gunnarsson (S.Rvk.) sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hafnaði einhliða yfirlýsingum um slíkt svæði og það ætti aðeins að ræða í sambandi við víðtæka afvopn- unarsamninga. Sj álfstæðisflokkur- inn sæi m.a. þess vegna engan tilgang í að taka þátt í umræðum þing- mannanefndarinnar. í lok umræðunnar sagðist Guðrún Agnarsdóttir ekki skilja hvers kyns hræðslupúkar þeir þingmenn væru sem ekki vildu taka þátt í þessari umræðu. Menn væru jafnvel farnir að nota ályktun Alþingis frá í maí 1985 sem þröskuld fyrir frekari um- ræðu. -ÞÆÓ Ölvaður ökumaður ók á staur og lenti síðan í árekstri við annan bfl í Austurbergi, á móts við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um hádegisbilið í gær. Engin slys urðu á fólki, sem má teljast mildi, þar sem maðurinn var æði mikið drukkinn. Maðurinn var færður á lögreglustöðina til blóðprufu og sleppt að því loknu. -ABS Tímamynd: Pjctur. Rannveig Þorsteinsdóttir fyrrver- andi þingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík var í gær borin til grafar. Hún er eina konan sem setið hefur á þingi fyrir flokkinn. Fulltrúar Félags framsóknarkvenna í Reykja- vík, Kvenstúdentafélags íslands, Kvenfélagasambands íslands og Sor- optimistafélags íslands báru Rann- veigu til grafar en hún tók virkan þátt í starfsemi þessara félaga. 'bbVOGSKlRKJA Alþingi: Tveir tugir þingmanna með fjarvistarleyfi Þingmenn tregir til að kalla inn varamenn Það var hvorki hávaði né læti í þingsölum í gær. Fundur var í Sam- einuðu þingi og 13 mál á dagskrá. Helgi Seljan, forseti Sameinaðs þings hóf fundinn með því að til- kynna fjarvistir þriðjungs þing- manna eða alls tuttugu. Rétt tókst að ná saman nægilegum fjölda þingmanna til að greiða atkvæði um sex mál, en til þess þarf meira en helming þingmanna. Einn jjingmanna tilkynnti veik- indaforföll. Hinir nítján voru út um hvippinn og hvappinn. Einir sjö þingmenn eru á undirbúningsfundi fyrir þing Norðurlandaráðs, ein- hverjir eru á fundi Evrópuráðsins og enn aðrir á kosningaferðalögum. Aðeins tveir þeirra þingmanna, sem farnir eru til útlanda, kölluðu inn varamenn fyrir sig. Kristín Tryggvadóttir situr fyrir Kjartan Jó- hannsson (A.Rn.) og Sturla Böðv- arsson situr fyrir Ólaf G. Einarsson. -ÞÆÓ ^fARNARFLUG Hluthafafundur í Arnarflugi hf. Fimmtudaginn 5. febrúar nk. kl. 20.30 veröur haldinn hluthafafundur í Arnarflugi hf. Fundarstaður: Hótel Saga 2. hæð í nýju álmu. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Greinargerð stjórnar um málefni félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins, er aðallega gengur í þá átt, að stjórninni verði heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 130.377.000 (í stað kr. 48.444.000 skv. núverandi samþykktum), þannig að heildarhlutafé félagsins verði allt að kr. 230.000.000 (í stað kr. 150.000.000 skv. núverandi samþykktum). Tillaga stjórnarinnar liggur frammi á skrifstofu félagsins til athugunar fyrir hluthafa. Stjórn Arnarflugs hf. Námskeið um efnisfræði stáls Ætlað járniðnaðarmönnum, kennurum málmiðn- greina og sölumönnum smíðaefnis, verður haldið í Tækniskóla íslands, dagana 5. feb. kl. 17:30- 21:00, 7. feb. kl. 9:00-12:00, 9., 11. og 12. feb. kl. 17:30-21:00. Þátttökugjald er kr. 4.000.- Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1987 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 6. febrúar 1987. Hverjum lista þurfa að fylgja með- mæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a. Stjórnin Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs starfs- árið 1987 til 1988. Tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Ingólfsstræti 5, 5. hæð, föstudaginn 6. febrúar 1987 kl. 13.00. Stjórnin Til leigu Til leigu ereinstaklingsíbúð í kjallara í Smáíbúðar- hverfi. Leigutími eftir samkomulagi. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í símum 688608 og 53809 OOO w

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.