Tíminn - 30.01.1987, Page 15

Tíminn - 30.01.1987, Page 15
Tíminn 15 Föstudagur 30. janúar 1987 lllllllllllllllllll IÞRÓTTIR ;,llllll'' .................... .......... ............ .............. ............ ............... .......................................................................................... Enska knattspyrnan: Ekki meira gervi- ras á næstu árum Fjörttu og níu uf 92 liðum í ensícu tleildakeppninni t knatt- spyrnu samþykktu í gær að banna frekari útbreiðslu gervigrasvalla næstu þrjú árin í Englandi. Bannið mun þó ekki hafa áhrif á þau fjögur deildarlið sem þegar hafa gervigras á sínum leikvöllutn - Luton, Ou- eens Park Rangers, Oldhant og Preston - þau fá að leika á sínuni völlum áfrant. Hinsvegar ntun bannið seinka áformum 12 annarra liða sem ákvcðið höfðu að leggja gervigras á sína leikvelli. í Skotlandi hcfur aftur á móti ekkcrt verið samþykkt gegn gervj- grasvöllum og síðast í gter tilkynnti 2. dcildarliöið Stirling Albion að þeir hygðust leggja gervigras á hcimavöll sinn, Annfield Park. Dalglish er óhress Kenny Dalglish framkvæmda- stjóri Liverpool er óhress mjög með að menn hans séu fallnir út úr bikarkeppninni. Hann heldur því fram að dæma hefði átt Luton úr leik þegar þeir komust ekki í fyrsta leikinn vegna veðurs og einnig kennir hann því um að þurfa að leika á gervigrasi en kastað var upp peningi um hvar leikurinn færi fram. Burkinshaw til Sporting Keith Burkinshaw fyrrum fram- kvæmdastjóri Tottenham skrifaði í gær undir 2 1/2 árs samning við portúgalska 1. deildarliðið Sporting Lissabon. Hann tekur við af Manuel Jose sem þjálfaði liðið þar til hann var rekinn nýlega eftir að liðinu fór að ganga illa í deildinni. Burkinshaw stjórnaði Tottenham þegar þeir urðu bikarmeistarar 1981 og 1982. Úr baráttunni í leik Hauka og Vals í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld, margar hendur á lofti en boltinn utan seilingar. Tímamynd Pjetur. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Pálmar með 30 stig - en það dugði ekki til að sigra Valsmenn Valsmenn sigruðu Hauka með 75 stigum gegn 66 í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik í Hafnarfirði í gærkvöld. Staðan í leikhléi var 38-26 fyrir Valsmenn en þeir höfðu yfirhöndina mest allan tímann. Leikurinn var mjög sveiflu- kenndur en skiptust liðin á með ágæta kafla. Vítahittnin í leiknum var óvenju slök. Pálmar Sigurðsson skoraði hvorki fleiri né færri en 7 þriggja stiga körfur í leiknum og átti ágætan leik. Pá áttu Ingimar Jónsson og lvar Ásgrímsson ágæta kafla í síðari hálfleik. Hjá Val var enginn sem bar af ncnia hvað Tómas Holton átti góðar lokamínútur. Stig Valsmanna skoruðu: Torfi Magnússon 15, Tómas Holton 15, Einar Ólafsson 13, Sturla Örlygsson 8, Lcifur Gústafsson 7 og Björn Zöega 6. Stig Hauka: Pálmar Sig- urðsson 30, ívar Ásgrímsson 12, Henning Henningsson 8, Ingimar Jónsson 8, Eyþór Árnason 4, Ólafur Rafnsson 4. ÍSvannUMFG fS sigraði UMFG með 41 stigi' gegn 34 í leik liðanna í 1. deild kvenna í Grindavík í gærkvöld. fS hafði örugga forystu allan leikinn þö Grindvíkingar næðu að minnka rnuninn í síðari hálflcik. Sunddeild UMFN fékk 100 þús. króna gjöf Bæjarstjórn Njarðvíkur bauð Eð- varð Þór Eðvarðssyni og félögum hans í sunddeild Njarðvíkur til kaffi- samsætis á Hótel Kristinu fyrir skömmu í tilefni þess að Eðvarð var fyrr í mánuðinum útnefndur íþrótta- maður ársins 1986. Við þetta tæki- færi afhenti bæjarstjórnin sunddeild- inni kr. 100 þúsund að gjöf. Á myndinni hér til hliðar eru, talið frá vinstri: Eðvarð Þór Eð- varðsson fþróttamaður ársins 1986, Ragnar Halldórsson forseti bæjar- stjórnar, Sigurður Ragnarsson for- maður Sunddeildar UMFN og Friðr- ik Ólafsson sundþjálfari og fyrir framan sig halda þeir sigurlaunum Eðvarðs í keppninni um íþrótta- mann ársins. Knattspyrna: JónastiliiðsviðKS Frá Eml Þórarinssyni, Fljótum Skagafirði: Siglfirðingum hefur bæst liðs- auki f knattspyrnu næsta sumar sem er Jónas Björnsson Framari. Hann er bróðir Gústafs Björnsson- ar þjálfara KS og lék með Fram á síðari hluta keppnistímabilsins í fyrra og þótti standa sig vel. KS-menn vonast til að fara í æfinga- og keppnisferð til Dan- merkur í vor og myndi Gústaf þá koma til móts við liðið en hann dvelur nú í Noregi. Þá mun Mark Duffield leika með KS t sumar en hann lék í fyrra með Víði í Garði. KS-menn vonast eftir að taka nýjan grasvöll í notkun síðari hluta sumars en þeir hafa hingað til leikið á malarvelli. Hér hefur vörn landsbyggðarstúlkna opnast illilega en þær sigruöu samt í leiknum, lokatölur 22-21. Tímamynd Pjctur. Eitt-eitt hjá Reykjavík og landinu Lið Reykvíkinga og landsbyggð- arfólks áttust við á handknattleiks- vellinum í gærkvöld. í kvennaflokki sigraði Landið 22-21 eftir að staðan í hálfleik var 10-10. Flest mörk þeirra skoraði Erla Rafnsdóttir, 8, en Inga Lára Þórisdóttir gerði 4(2) mörk fyrir Reykvíkinga. í karlaflokki sigruðu Reykvíking- ar 28-24 en staðan í hálfleik var 15-9. Flest mörk Reykvíkinga gerðu Jó- hannes Stefánsson og Siggeir Magn- ússon, 5 hvor en Gylfi Birgisson og Hannes Leifsson skoruðu 5 fyrir landið. Liðsskipanin í karlaflokkum var nokkuð öðruvísi en forráðamenn HKRR höfðu gefið fjölmiðlum upp og sagt nær alveg örugga, það mun aldrei hafa verið á dagskrá af hálfu HSÍ að landsliðsmenn lékju með.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.