Tíminn - 30.01.1987, Page 16

Tíminn - 30.01.1987, Page 16
16 Tíminrv 11 MINNING 1 lllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil lllllllllllllllllllllllllllllllllll lllilllllllllllll!llllllllllllllllllllllllll Föstudagur 30. janúar 1987 Benedikt Sigurður Kristjánsson fyrrum bóndi á Stóra-Múla, Saurbæ, Dalasýslu Fæddur 1. apríl 1895 Dáinn 19. janiíar 1987. Eftirfarandi ræða var flutt við kvcðjuathöfn um Benedikt sl. miðvikuda)>. Það er hlýtt inní herberginu og óþarflega þungt loft eins og gjarnan er hjá gömlu fólki og gamli maðurinn sem þar býr tekur þér opnum örmum í þau fáu skipti sem þú lítur inn og þú ert um stund leiddur inn í heim samræðulistar og einstæðrar frásagn- argáfu. Gamli maðurinn spyr tíð- inda, en samtalið þróast fljótlega upp í það að hann fer að segja þér frá. Hann sýnir þér þakkarkveðju frá ungum þjóðháttafræðingi sem hafði beðið hann um að útlista forn vinnubrögð við heyskap inn á segul- band, og úr því urðu átta vélritaðar síður segir gamli maðurinn og þurfti ekki að hnika til orði, hvað þá setningu. Og ég veit að hann mælir þar rétt. Frásagnagáfa hans var ein- stök, atburðir liðu fram skýrt og skilmerkilega, án vafninga eða auka- atriða. í návist hans ertu stiginn inn í annan heim sem ofurvald nútíma hraða og fjölmiðlunar hefur ekki náð að setja mark sitt á, enda er gamli maðurinn sem andspænis þér mundar tóbaksklútinn og kryddar mál sitt spaugilegum athugasemdum og kímni fæddur þegar enn eru tæp fimm ár eftir af öldinni sem leið, orðinn 23ja ára þegar Fróstaveturinn mikli gekk yfir 1918, og nær sestur í helgan stein fyrir meira en aldar- fjórðungi, þegar barnabörn hans, fyrir utan þau allra elstu, fara að muna hann fyrst. Saurbær í Dalasýslu var þéttbýlli en nú er, þó fátækari væri, þegar Benedikt Sigurður Kristjánsson fæddist, fyrir tæpum níutíu og tveim- ur árum. Faðir hans Kristján Benja- mínsson frá Hrófbjargarstöðum, hafði um skeið verið vinnu- og lausamaður í Saurbænum og árið 1894 ræðst hann sem vinnumaður að Lambanesi til Benjamíns Hjálmars- sonar Jónssonar frá Bólu og dóttur hans Hólmfríðar. Segja má að þá fari lukkuhjól þeirra beggja að snúast, því að þau Kristján og Hólm- fríður fella hugi saman og ganga í hjónaband og taka við búsforráðum í Lambanesi. Par fæðist Bcnedikt 1. apríl 1895. Skömmu síðar taka þau Kristján og Hálmfríður Saurhól á leigu en ótrygg er vist leiguliðans og þaðan verða þau að fara eftir sex ára dvöl, flytja til eins árs í mikið þröngbýli að Þurranesi, en síðan kaupa þau jörðina Stóra-Múla 1904 af Torfa í Olafsdal. Þá er Benedikt 9 ára. Þar eiga þau heimili síðan . Kristján og Hólmfríður ásamt Bene- dikt og dætrum sínum fimm, en af þeim er nú aðeins Karólína á lífi. Það var á honum að heyra að gott hefði verið að alast upp í Saurbænum í byrjun aldar, þó að fátækt væri þar vissulega mikil eins og annarsstaðar á landinu. En þegar fyrstu árum aldarinnar sleppti fór ungmennafél- agshreyfingin að blása mönnum í brjóst trú á landið og framtíðina. Þéttbýlt var og fjölmennt á bæjunum og mikið af ungu fólki og félagslíf allnokkurt. Menntun var auðvitað af skornum skammti. Benedikt fór þó, eftir venjubundið barnaskóla- nám sem lítið var, í skóla til sr. Ólafs Ólafssonar í Hjarðarholti, þar sem hann var tvo vetur. Menntunarmeg- in á reikning sinn setti hann einnig að hafa fengið að kynnast Torfa í Ólafsdal, dveljast hjá honum að vorlagi og kynnast heimilislífi, bún- aðarháttum og skólahaldi þessa merka búnaðarfrömuðar, þau kynni taldi hann sér ávallt til tekna. Húsið Sjónarhóll, efst íbrekkunni áður en rennt er niður í hinn eigin- lega Hafnarfjörð, stendur enn. Þangað sótti ungur maður fæði og húsnæði um það leyti sem gamla Evrópa var að kveðja í hildarleik fyrri heimsstyrjaldar. Þá fóru ungir menn hvaðanæva suður með sjó á vertíð og Benedikt réri tvær vertíðir á skútu frá Hafnarfirði og tvær frá Hrauni í Grindavík. Oft komst hann þar í hann krappann. Aðbúnaður var slæmur, vosbúð mikil og vinnu- harka, en þetta varð nú lífsstarfið margra ungra manna, en ekki Bene- dikts. Hann var eini sonur foreldra sinna og hann tekur við búskap á Stóra-Múla árið 1921. Á þeim einu stundum brá fyrir viðkvæmni í rödd gamla mannsins er hann minntist fyrri konu sinnar Ólaf- ar, en hún dó úr tæringu eftir 10 ára hjónaband þeirra á útmánuðum árið 1931. Þau gáfust hvort öðru 14. október 1921. Gíslína Ólöl' hét hún fullu nafni og var frá Þórustöð- um í Bitru. Þau Ólöf og Benedikt eignuðust fjögur börn sem eru í aldursröð: 1. Kristján, kennari og lengi borgar- fulltrúi í Reykjavík. Hann er kvænt- ur Svanlaugu Ermenreksdóttur og eiga þau fjögur börn. 2. Anna María, húsfreyja í Hafnar- firði og áður á Sveinsstöðum í Klofn- ingshreppi. Hún er gift Sigurjóni Sveinssyni og eru börn þeirra 6. 3. Ellert Ingiberg, bóndi á Stóra- Múla. Hann er kvæntur Halldóru Guðbjartsdóttur og eru börn þeirra 3. 4. Benedikt, kennari í Reykjavík. Ókvæntur. Enn er hún Ijóslifandi fyrir hug- skotssjónum okkar flestra hún Vig- fúsína Jónsdóttir sem við kvöddum hér frá kirkjunni fyrir réttum fimm árum. Hún kom að Múla á erfiðum tíma, skömmu eftir lát Ólafar og verður seinni kona Benedikts. Þau giftast 23. september 1937. Hún elur upp með honum börnin, gengur þeim í móður stað og gengur til allra verka, bæði úti og inni alla tíð. Einstakur dugnaðarforkur Vigfús- ína, mikil búkona sem féll aldrei verk úr hendi. Hún var frá Þórodds- stöðum í Ölfusi. Hún lést 9. maí 1981 á 87. aldursári. Ekki veit ég annað en að Benedikt hafi búnast vel, en ekki er víst að hann hefði orðið bóndi á öðrum og auðugri tímum. Þá hefði hann sjálf- sagt farið um langskólaveg og til þess hafði hann góðar gáfur. Vitan- lega hefur búskapurinn verið erfið- ur, en léttist þó þegar börnin uxu úr grasi. Þá fór Benedikt enda að taka virkari þátt í félagsstörfum. Var í hreppsnefnd og sóknarnefnd. For- maður kaupfélagsstjórnar, búnaðar- félags og sjúkrasamlags um árabil. Fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum og var mjög einlægur stuðningsmað- ur Framsóknarflokksins svo mjög að reikulir afkomendur hans í annan lið urðu að leyna ístöðuleysi sínu ef þeir ætluðu að sleppa við ávítur hans. Þá ferðaðist Benedikt allmikið, sótti lækna og meðöl í Búðardal og að Reykhólum, auk þess sem hann gerðist sérlegur fylgdarmaður sókn- arpresta sinna, einkum í erfiðum vetrarferðum þeirra milli kirkna. Enn stendur, þó farið sé að láta á sjá, litla hvíta húsið á bakka Hvolsár, niður undan Skriðulandi og hitt hef ég ókunnuga sem hafa sérstaklega tekið eftir þessu látlausa húsi við árbakkann. Þetta hús byggðu þau sér Benedikt og Vigfús- ína er þau brugðu búi 1959 og nefndu Ármúla. Heilsan var enn góð og árin á Ármúla urðu mörg og ánægjuleg, en allt hefur sinn tíma, og eftir að Benedikt hafði verið þar einn um nokkur ár, varð ekki undan því vikist að hann flytti, þangað sem nærbýli við aðra var meira. Hann var þá orðinn áttatíu og sjö ára gamall ,hafði búið á Ármúla í rúma tvo áratugi og hann sá ekki eftir vistaskiptum, því að þó að sveitin togaði fast, þá var hann mjög félags- lyndur maður og hafði ánægju af því að umgangast fólk. Á Minni-Grund leið honum vel og hann var mjög sáttur við lífið og tilveruna. Hann afi minn hafði gaman af því að skreppa á bæi, segja sögur, ræða málin og taka úr kaffibolla. Margur stubbur fylgdi honum á þeim ferðum, skyldur eða óskyldur, því að þau Sína voru dugleg við að taka börn í sveit og sinn þátt átti hann í mótun þeirra peða sem honum fylgdu, því að ekki var alltaf þegj- andi gengið. Hann sagði alla tíð mikið af gamansögum, hins vegar lagði hann ekki illftil nokkurs manns og kaus að skipta um umræðuefni yrði trauðla hjá því komist. Á sama veg þá tók hann gjarnan upp hansk- ann fyrir menn, ef illt umtal var iðkað í hans návist og varð ég' oftsinnis vitni að því. Hins vegar var hann kerskinn og stríðinn, ef því var að skipta, en fór þó þannig með að hann aflaði sér ekki óvináttu nokk- urs manns. Hvort sem það hefur verið af löngum kynnum hans við presta, eða öðru þá var hann guð- fræðingur góður, og er óþarfi að bæta hér við „af alþýðumanni að vera“. Hann var mjög vel heima í lykilatriðum kristindóms og líkt og Tómas, efasemdamaður í hvívetna. í guðfræðilegri umræðu naut eðlis- læg stríðni hans sín einkar vel. Nýútskrifaðir guðfræðingar í vinnu hjá Gísla á Grund vissu oft ekki hvort þeir væru að koma eða fara þegar hann byrjaði að rökræða við þá um meyfæðinguna og aðrar yfir- náttúrulegar frásögur Biblíunnar. Hann var raun- og rökhyggjumaður í þessu sem öðru, og margur verð- andi prestur, ennþá blautur af bók, fékk þarna sína fyrstu brotlendingu. En þeir hændust að honum, heim- sóttu hann miklu oftar en þurfti, enda gamli maðurinn vanur prestum og umgekkst þá stétt manna eins og sveitunga sína. Benedikt á Stóra-Múla upplifði á einum mannsaldri íslandssögu alla í hnotskurn. Er hann fæðist eru at- vinnuhættir og verklag lítt breytt frá því að verið hafði frá upphafi íslands byggðar og hann deyr í fjölbreyttu samfélagi háþróaðrar tækni. Hann fylgdist vel með meðan hann var upp á sitt besta, sína búskapartíð. Átti síðustu árin vélar og tæki og tók . allan sinn heyskap af ræktuðu landi. En hann lét sér fátt um finnast á efri árum og þyrsti t.a.m. lítt í ferðalög önnur en á þekktar slóðir. Hann var fyrst og fremst maður fróðleiks og frásagnalistar og í því var kannski viss þversögn að hann sem átti svo auðvelt með að draga upp glöggar myndir af því sem hann sá og heyrði skyldi lítt gefinn fyrir mikil ferðalög. Hann flaug t.a.m. einu sinni og þá í boði vinar síns Sverris Þóroddsson- ar. Hann varð ekki hræddur, þó fýsti hann ekki að endurtaka slíkar ferðir, þrátt fyrir hvatningu á stundum. Þó að skammlífi og lífsólán sé alls ekki til vitnis um að Guð hafi afneitað þér þá er langlífi og barna- lán órækasti vottur um Guðs blessun í þeirri lífsins bók sem nefnd hefur verið Gamla Testamentið. Og af hvorutveggju hafði Benedikt á Stóra-Múla nóg. Hann naut þess lífsláns að sjá börn sín vaxa upp til þroska, sjá þeirra börn komast nokkuð áleiðis og þess að sjá barna- barnabörnin vaxa úr grasi. Hann var orðinn allra karla elstur og hélt prýðilega andlegu atgervi. Hann fann hins vegar að heilsan var að bila, fann að hverju dró, og var fyllilega sáttur við það að deyja. Héðan leggur hann upp í sína síðustu jarðbundnu ferð vestur í Dali þar sem hugur hans var alla tíð og líkaminn að undanskildum síð- ustu árunum. Þar verður hann jarð- sunginn frá kirkjunni sinni Staðar- hólskirkju, þar sem ýtsýni er yfir alla þá sveit sem hann unni svo mjög, þá sveit þar sem hann sleit fyrst barns- skónum, lifði sín manndómsár, og átti langa og farsæla ævi. Bæði hér og þar kveðja hann ættingjar, sveit- ungar og vinir með virðingu og söknuði. Blessuð veri minninghans, alltaf og ævilega. Baldur Krístjánsson „Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa hemtar köld. “ H.J. Benedikt Sigurður Kristjánsson var fæddur að Lambanesi í Saurbæ þann 1. apríl 1895, sonur hjónanna Kristjáns Benjamínssonar, Jónsson- ar á Hrófbjargarstöðum í Hnappadal og konu hans Katrínar Markúsdótt- ur. Kona Kristjáns á Stóra-Múla var Hólmfríður Benjamínsdóttir Hjálm- arssonar, Jónssonar frá Bólu í Skagafirði. Fyrstu árin bjuggu þau Kristján og Hólmfríður í Lambanesi en síðan á Saurhóli og Þurranesi þar til þau fluttu að Stóra-Múla árið 1904 er Torfi í Ólafsdal seldi þeim jörðina, sem áður var ein af þeim jörðum sem Ólafsdalsskólinn hafði til af- nota. Benedikt var þá 9 ára gamall og átti hann eftir það alla tíð heimili á Stóra-Múla. Saurbærinn er ein af fegurstu sveitum landsins. grasi gróin á milli hárra fjalla. Ágæt sveit, og ágætis fólk, eins og Steinn Steinarr sagði. Stóri-Múli stendur hátt og þaðan er fagurt útsýni yfir sveitina og vestur yfir Gilsfjörð allt til Barmahlíðar sem Jón Thoroddsen orti svo fallega um. Þarna ólst Benedikt upp og vandist ungur öllum heimilisstörf- unt. Hann hlaut í æsku almenna barnafræðslu, en auk þess var hann 2 vetur í Hjarðarholtsskóla hjá séra Ólafi Ólafssyni. Þaðan komu margir nemendur vel undirbúnir til að takast á við ný verkefni sem framtíðin bar í skauti sér. Þá komst Benedikt á unga aldri í kynni við Ólafsdalsheimilið, sem var annálað fyrirmyndar menningarheimili. Hann komst einnig í kynni við sjómennsku, þar sem hann var 2 vertíðir í Grindavík við sjóróðra. Saurbærinn og Saurbæingar voru að ýmsu leyti á undan öðrum, því þar blómstraði félagslífið. Söng- og leiklistin voru í hávegum höfð hjá yngra sem eldra fólki og ungmenna- félagið starfaði mikið. Þótt starfsemi þessi hvíldi oft á herðum fárra manna, þá voru allir með þegar á þurfti að halda. Benedikt á Stóra- Múla var framarlega í hópi ungra manna í sveitinni og tók mikinn þátt í félagslífinu. Hann var leikari góður og er mér hann minnisstæður bæði sem séra Sigvaldi í Manni og konu og sem Sigurðar í Dal í Skugga- Sveini. Þá var hann söngmaður góð- ur og snjall ræðumaður, orðheppinn og rökvís. Þessi félagsstarfsemi var góður skóli fyrir yngri kynslóðina. Þar lærði hún að starfa og leysa ýmis vandamál sameiginlega og var því vel í stakk búin til að takast á við stærri verkefni, þegar út í lífsbarátt- una kom. Á þessum árumvoru flestir Saurbæingar fátækir af veraldarauði, en þeir voru hugsjónaríkir, frjáls- lyndir og framfarasinnaðir. Árið 1921 hófBenedikt búskap að Stóra-Múla og bjó hann þar í nær 40 ár er sonur hans Ingiberg tók við búi þar. Það var margt sem á móti blés í landbúnaði á þessum fyrstu búskap- arárum Benedikts, ekki síður en mönnum finnst í dag. Það voru harðindaár frá 1918-1920 og í kjölfar þeirra kom gífurlegt verðfall bús- afurða, og bændur sátu eftir með miklar skuldir, og fengu lítið fyrir innleggið sem að mestu voru sauð- fjárafurðir. Skuldirnar sem söfnuð- ust á þessum árum losnuðu menn ekki við næstu árin. Síðan kom heimskreppan uppúr 1930 svo ástandið var hörmulegt. Kreppu- lánasjóður og Afurðasölulögin 1935 björguðu miklu og sköpuðu bændum meira öryggi í búskap en áður þekktist. Það var bjartara framund- an, en þá komu sauðfjársjúkdómar, sem ollu stórtjóni, svo skipta varð um fjárstofn. Það var engin sæld að fást við þessi mál, en uppúr fyrri fjárskiptum árið 1947 fór að rofa til og bændur voru þá fljótir að tileinka sér nýjungar þær sem voru á boðstól- um, vélar og tæki sem áður voru lítið þekkt hér á landi. Benedikt á Stóra-Múla kynntist þessum erfiðleikum öllum, eins og aðrir bændur. Hann mundi vel tvenna tíma í búnaðarháttum og kunni að meta þær nýjungar og tækni sem rutt hefur sér rúm síðustu áratugina. Hann var maður ræktun- ar og framfara og byggði allt sitt á jörð sinni og ræktaði mikið, svo hann þurfti ekki að heyja nema á ræktuðu landi síðustu búskaparárin. Þetta votlendi sem áður var í Saur- bænum er nú að mestu orðið að grasgefnum túnum og bústofn bænd- anna hefur margfaldast og afurðir stóraukist. Samhliða búskapnum var Benedikt alla tíð mikið í félags- málum, enda vel til þess fallinn. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var um skeið oddviti. Hann vann að því m.a. að gefa þeim ábúendum sem voru leiguliðar á hreppsjörðum kost á að kaupa þær og verða sjálfseignabændur. Þá var hann lengi í stjórn Kaupfélags Saurbæinga og formaður stjórnar um skeið. All- lengi var hann formaður búnaðarfé- lags og fóðurbirgðafélags og um skeið formaður sjúkrasamlags og í mörg ár sóknarnefndarformaður. Margt fleira var honum falið sem eigi verður hér rakið. Benedikt var bókhneigður maður og víðlesinn, greindur vel og snjall ræðumaður og lét engan eiga hjá sér í orðasennum. Hann hafði skemmtilega frásagnar- hæfileika og var hagmæltur vel. Hann var samvinnu- og félags- hyggjumaður með ákveðnar skoðan- ir og fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Fyrri kona Benedikts var Gíslína Ólöf Ólafsdóttir frá Þórustöðum í Bitru Magnússonar. Hún lést 39 ára 1931. Þeirra börn eru: Kristján Hólm frv. borgarfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Svanlaugu Ermenreksdótt- ur, Anna María gift Sigurjóni Sveinssyni í Hafnarfirði. Þau bjuggu Iengi á Sveinsstöðum í Dalasýslu. Ellert Ingiberg bóndi Stóra-Múla kvæntur Halldóru Guðbjartsdóttur. Benedikt kennari í Reykjavík. . Öll eru systkinin mannkosta fólk og þrátt fyrir erfiðar heimilisástæður þá hlutu þau góða menntun. Seinni kona Benedikts var Vigfús- ína Kristín Jónsdóttir frá Þórodds- stöðum í Ölfusi. Hún lést árið 1981. Þegar Benedikt og Vigfúsína hættu búskap byggðu þau yfir sig í landi Stóra-Múla og nefndu húsið Ármúla. Þar bjuggu þau í 2 áratugi. Síðustu árin dvaldi Benedikt á Minni-Grund í Reykjavík og var hann allt fram undir það síðasta við góða heilsu og hélt reisn sinni, þótt kominn væri á tíræðisaldurinn. Hann lést þann 19. jan. sl. á Landa- kotsspítala. Þegar ég lít yfir farinn veg, þá hef ég margs að minnast og margt að þakka hinum látna. Ævistarfið var ekki alltaf létt, en það var sigrast á öllum erfiðleikum og byggt og búið giftusamlega í hendur komandi kyn- slóða. Ég þakka og flyt ættingjum og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur mínar og konu minnar. Blessuð sé minning Benedikts Kristjánssonar. Ásgeir Bjarnason. Ásgarði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.