Tíminn - 30.01.1987, Síða 23

Tíminn - 30.01.1987, Síða 23
Föstudagur 30, janúar 1987 Tíminn 23 HELGIN FRAMUNDAN Hópur þátttakenda í „Rympu á ruslahaugnum". Frumsýning á barnaleikriti í Þjóðleikhúsinu: Rympa á ruslahaugnum í næstu viku frumsýnir Þjóðleikhúsið glænýtt barnaleikrit með þulum, söngvum og lögum eftir Herdísi Egilsdóttur. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld og hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á öskuhaug, sem er iðandi af lífi, og munu rúmlega 20 ungir ballettdansarar undir stjórn Láru Stefánsdóttur dansahöfundar sjá um dansinn. Jóhann G. Jóhannsson stjórnar hljómsveit á sviðinu og útsetur sönglög Herdísar. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur ófyrirleitnu kerlinguna Rympu, sem býr á ruslahaugnum með hauslausum tuskukarli. Sigrún Edda Björnsdóttir og RANKA OPNAR SÝNINGU 1 dag, föstudaginn 30. janúar kl. 20.00 opnar Ránka — Ragnheiður Hrafnkelsdóttir - einkasýningu á myndverkum og skúlptúrum í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Ránka stundaði nám við Kunst og Hándværkerskolen í Kaupmannahöfn á árunum 1978- 1982 og við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 1982- 1984. Eftir að hún lauk námi hefur hún verið búsett í Reykjavík og Amsterdam. Ránka hefur áður sýnt í Nýlistasafninu ásamt Piu Rakel Gunnar Rafn Guðmundsson leika krakkana Rikku og Skúla, sem lenda í ævintýrum á öskuhaugunum, Margrét Guðmundsdóttir leikur Ömmu, sem ráfað hefur frá elliheimilinu á haugana og Viðar Eggertsson leikur leitarmann. Auk þeirra tekur fjölskrúðugur hópur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins þátt í sýningunni. Frumsýningin verður laugardaginn 7. febrúar kl. 15:00 Nýmyndlist- arsýning í Gallerí Hallgerði Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2, kl. 14.00 á morgun, laugard. 31. janúar. Þar sýnir Anna Þóra myndverk og skúlptúr úr ull. Annar Þóra Karlsdóttir stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, einnig við Konstfackskolan í Stokkhólmi og hefur á umliðnum árum tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sýningin er opin kl. 14.00- 18.00 daglega til 15. febr. Þjóðleikhúsið um helgina: Hallæristenór - Aura sálin - í smásjá HALLÆRISTENÓR Gamanleikurinn Hallæristenór (Lend Me a Tenor) eftir Ken Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar er sýndur stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld (föstudag) og sunnudagskvöld kl. 20:00. Þessi bráðfyndni bandaríski gamanleikur fer nú sigurför um heiminn, en hann hefst á því, að óperan í Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum er að fara að halda upp á 10 ára afmæli sitt með mikilli hátíðarsýningu og er ítalski hetjutenórinn II Bianó (Aðalsteinn Bergdal) fenginn til að syngja Othello eftir Verdi við þetta tækifæri. Hann mætir til leiks ásamt konu sinni, Maríu (Helgu Jónsd.) En tenórinn veldur , aðstandendum óperunnar, Saunders (Erlingi Gíslas.), Max (Erni Árnasyni) og Júlíu (Herdísi Þorvaldsdóttur) ómældum erfiðleikum. Aðgangshörð kjarnakvendi, Maggie (Tinna Gunnlaugsd.) og Diana (Lilja Þórisd.) kynda undir hita leiksins með töfrum og misskilningi og piccolóinn Frank (Árni Tryggvason) kitlar hláturtaugar áhorfenda. Brot úr ýmsum þekktum óperum eru sungin í leiknum og þykja félagarnir Örn og Aðalsteinn gera það með mestum ágætum. AURASÁLIN Annað kvöld, laugard. 31. jan. skl. 20:00 og n.k. fimmtudag verða sýningar á Aurasálinni eftir Moliere í leikstjórn Sveins Einarssonar, en troðfullt hefur verið á allar sýningar siðan Aurasálin var frumsýnd á annan dag jóla. Bessi Bjarnason fer á kostum í gervi aurasálarinnar Harpagon, sem elskar ekkert eins heitt og peningana sína. Það bitnar á öllum, og ekki síst börnum hans, Cleante (Pálma Gestssyni) og Elise (Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur), en systkinin eru ástfangin af Mariane (Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur) og Valere (Jóhanni Sigurðarsyni), en að sjálfsögðu ætlar karlinn þeim aðra maka. í öðrum stórum hlutverkum eru Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláksson. Búningar Helgu Björnsson og leikmynd Paul Suominen þykja sérstök listaverk. Sverrisdóttur, einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin milli kl. 14.00- 20.00 um helgar, en frá 16.00- 20.00 virka daga. Sýningunni lýkur sunnud. 8. febr. Ránka við eitt verka sinna á sýningunni. í SMÁSJÁ Á Litla sviðinu að Lindargötu 7 er nýtt leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, „í smásjá", á fjölunum í kvöld (föstud.), laugardagskvöld og svo miðvikudagskvöld n.k. Sýningarnar eru kl. 20:30. Þetta áleitna og sterka verk fjallar um tverm hjón, þrjá lækna og skólaritara á örlagastundu í lífi þeirra allra. Leikararnir Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir hafa öll fengið lof fyrir magnaðan leik. Leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson, hönnuður leikmyndar og búninga var Gerla og ljósahönnuður Björn Bergsteinn Guðmundsson. Föstudagur 30. janúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurtregn- ir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (20). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Ljáðu mér eyra Umsjón: Málmfríður Sigurð- ardóttir. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12 45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Móðir Theresa" eftir Desmond Doig. Gylfi Pálsson les 14.30 Nýtt undir nálinni Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Siðdegistónleikar a. Hergöngulag eftir Franz Schubert. Walter og Beatrice Kiein leika fjórhent á píanó. b. Flautukonsert nr. 3 í D-dúr eftir Antonio Vivaldi, Michala Petri og St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leika; lona Brown stjórnar. c. Willy Schneider, Renate Holm, Waldemar Kment og Ingeborg Hallstein syngja lög úr óperettum eftir Johann Strauss, Jacques Offenbach og Carl Weller með hljóm- sveit Franz Marszaleks. 17.40 Torgið - Menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. sem Erlingur Sigurðarson flytur. 19.40 Þingmál Atli Rúnar Halldórsson sér um 20.00 Lög unga fólksins. Valtýr Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Úr Mímisbrunni. Þáttur is- lenskunema við Háskóla (slands. Tímaritið Framsókn (1895-1901) Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir tók saman. b. Gömul saga um síma. Vilhjálmur Hjálmarsson flytur þriðja og síðasta hluta frásögu sinnar. c. Martufiskur- inn Úlfar Þorsteinsson les úr Rauðskinnu, safni séra Jóns Thorarensens. 21.30 Sígild dæguriög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.00 Andvaka Þáttur í umsjá Pálma Matthíasson- ar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Dagskráriok. Næturutvarp á RÁS 2 til kl.03.00. RaS 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlustenda á landsbyggðinni, getraun og fleira. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjón Gunnlaugs Sigfússonar. 13.00Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 17.00 Fjör á föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. - Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. • 03.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni -FM 90,1. 18.00-19.00 Svæðísútvarp fyrir Akureyri og nágrenni -FM 96,5. Föstudagsrabb Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. Föstudagur 30. janúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson (Nils Holmgersson) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Þýskur teiknimynda- flokkur gerður eftir kunnri barnasögu eftir Seimu Lagerlöf um ævintýraferð drenghnokka í gæsahópi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður örn Árnason. 18.25 Stundin okkar-Endursýning Endursýndur þáttur frá 25. janúar. 119.00 Á döfinni. 119.10 Þingsjá. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spítalalíf (M* *A*S*H) Sautjándi þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur sem gerist á neyðarsjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreu- stríðinu. Aðalhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Atriði úr þáttum á liðnu ári. 21.20 Mike Hammer. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Bandarískur sakamálamyndaflokkur gerður eft- ir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Hammer. Aðalhlutverk Stacy Keach. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 22.00 Kastljós - Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólína Þorvarðardóttir. 22.35 Seinni fréttir. :22.40 Rósaflúr (The Rose Tattoo) Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1955, gerð eftir samnefndu leikriti eftir Tennessee Williams. Leikstjóri Dan- iel Mann. Aðalhlutverk Anna Magnani og Burt Lancaster. Ekkja af sikileyskum ættum harmar mjög eiginmann sinn sem ekki hefur þó verið við eina fjölina felldur. Þá kynnist hann vörubílstjóra nokkrum, sem minnir um margt á hinn látna ástvin, en á ýmsu gengur í sambandi þeirra. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.40 Dagskrárlok. 0 STÖÐ2 Föstudagur 30. janúar 17.00Stark. Spegilmyndin (Mirror Image). Ný kvikmynd frá CBS sjónvarpsstöðinni. Myndin fjallar um ævintýri þau er leynilögreglumaðurinn Evan Stark lendir í. Hann starfar í lögreglunni í Springfield Ohio. 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Furðubúarnir (Wuzzles). 19.30 Fréttir. « 20.00 Dynasty. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur með John Forsythe og Lindu Evans í aðalhlutverkum. Eftir dauða Ted, fyrrum elsk- huga Steven, handtekur lögreglan Blake Car- rington og réttarhöld hefjast. Krystle snýr heim aftur til að standa á bak við Blake. 20.45 Um viða veröld. Fréttaskýringarþáttur í umsjá Helgu Guðrúnar Johnson.________________ 21.05 Geimálfurinn (Alf) Bandarískur fram- haidsmyndaflokkur Alf heitir furðuvera úr geimnum sem brotlendir geimfari sínu í svefnbæ í Hollywood ofan á bílskúr Tannerfjöl- skyldunnar. Alf er tekinn inn í fjölskylduna. Þarf ekki að spyrja að því: heimilislífið breytist og hver grátbroslega uppákoman rekur aðra. Það var hinn fjölhæfi Tom Patchett - sem m.a. bjó til Prúðuleikarana - sem á heiðurinn af þessari vinsælu undraveru. 21.30 Stjörnustríð (Star Wars). Bandarísk kvik- mynd frá 1977 með hinum alkunna Harrison • Ford ásamt Mark Hamill, Carrie Fisher og Alec Guinnes í aðalhlutverkum. Leikstjóri er George Lucas. Bráðskemmtileg mynd sem sló öll met þegar hún var sýnd og hlaut m.a. 7 Óskarsverð- laun. Hún er í senn spennandi og skemmtileg og greinir frá baráttu Loga geimgengils og vina hans í baráttunni við Surt hinn illa sem stöðugt ógnar lífi þeirra. 23.35 Benny Hill Bráðfyndinn breskur gamanþátt- ur sem farið hefur sigurför um allan heim. Þátturinn þykir minna að ýmsa leyti á gamanþátt hins kunna Dave Allens. 24.00 Skáld. (Author, Author). Bandarískbíómynd frá 1982 með Al Pacino, Dyan Cannon og Tuesday Weld í aðalhlutverkum. Vinsælt leik- ritaskáld lendir í hjónaskilnaði rétt fyrir frumsýn- ingu á nýju leikverki. Hann neyðist því að takast á við hin fjölbreytilegustu fjölskylduvandamál um leið og hann leggur síðustu hönd á verkið. Leikstjóri er Arthur Hiller. 01.50 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok. Föstudagur 30. janúar 7.00- 9.00 Á fætur með Sigurðl G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Föstudagspoppið allsráðandi, bein lína til hlust- enda, afmæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og mataruppskriftir. Fréttir kl. 10.00,11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttirkl. 13.00 og 14.00. 14.00-16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 HallgrímurThorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00-03.00 Jón Axel Ólafsson. Þessi síhressi nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstuðinu með hressri tónlist. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Gíslason leikur tónlist fyrir þá sem fara seini í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.