Tíminn - 30.01.1987, Síða 24

Tíminn - 30.01.1987, Síða 24
$ SAMBANDSFÓÐUR 3 6 £ & VALSMENN sigruðu Hauka í leik liðanna í úrvals- deildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði í gærkvöld og Stúd- ínur sigruðu UMFG í 1. deild kvenna, einnig í körfuknattleik. Sjá íþróttir bls. 15. Helgi Jónatansson framkvæmdastjóri Hraöfrystihúss Keflavíkur: Erum leið út úr vandræðunum Eftir aö stjórn Byggöastofnunar samþykkti aö lána fyrirtækinu tuttugu milljónir „Með þessari samþykkt stjórnar Byggðastofnunar á 20 millj. króna lánveitingu get ég ekki annað en verið bjartsýnn á að við (Hraðfrysti- hús Keflavíkur hf.) séum á góðri leið með að sigla út úr þeim vandræðum sem fyrirtækið hefur átt við að glíma. Það ræðst þó mjög af því hvaða ákvörðun stjórn Sambandsins tekur á fundi sínum í dag um hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. í annan stað höfum við aftur skrifað Keflavíkurbæ með ósk um það að hann gerist hluthafi, til styrktar þessu fyrirtæki, en svar við því liggur ekki fyrir ennþá, og allt hangir þetta saman," sagði Helgi Jónatansson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur, í samtali við Tímann í gær. Stjórn Byggðastofnunar samþykkti s.l. miðvikudag heimild til for- stjóra að lána fyrirtækinu eða hlut- höfum þess 20 millj. króna til að koma í veg fyrir sölu togara fyrir- tækisins frá Suðurnesjum. En um miðjan des. sl. hafði stofnunin sam- þykkt 20,6 millj. króna lánveitingu tilfjárhagslegrarendurskipulagning- ar fyrirtækisins, að því er fram kemur í frétt frá stofnuninni. Eftir að Tíminn ræddi við Helga bárust fréttir af því að stjórn Sam- bandsins hafði í gær samþykkt að breyta um um 40 milljónum af skuldum Hraðfrystihússins í hlutafé. Helgi var spurður hvort þessar aðgerðir þýddu varanlega lausn en ekki einungis nokkurn gálgafrest á vanda fyrirtækisins. „Par kemur þú að kjarna málsins. Menn eru að vinna að því að leysa þetta mál af fullri alvöru og varan- lega en ekki með einhverjum gálga- fresti. Málið snýst fyrst og fremst um aukið hlutafé. Fyrirtækið þarf meira eigið fé en ekki aukin Ián.“ Hraðfrystihús Keflavíkur, sem segja má að sé eina frystihúsið sem eftir er í fullum rekstri í Keflavík hefur undanfarin misseri átt við mikla fjárhagserfiðleika að glíma, eins og áður hefur verið frá skýrt í Tímanum. Hraðfrystihúsið (sem er hlutafélag í eigu Kf. Suðurnesja og Sambandsins) á þá tvo togara sem nú eru orðnir eftir í Keflavík og hjá því starfa um 170 manns þegar allt er í fullum gangi. Skiptir því auðsjá- anlega miklu máli ekki síður fyrir byggðarlagið en eigendurna að fyrir- tækið geti starfað áfram. Þó við fjárhagserfiðleika hafi ver- ið að etja benti Helgi á að fyrirtækið hafi ekki verið á neinum gjaldþrots- barmi. Heildarskuldir þess eru rúm- ar 300 milljónir kr. og verðmæti togaranna einna ætti að vera gott betur en það, miðað við þær togara- sölur sem átt hafa sér stað að undan- förnu. Hins vegar liggur í augum uppi, að ef bjarga ætti fjárhagsstöð- unni með sölu togara væri rekstri frystihússins sjálfhætt. Málið snérist því um það að auka eigið fé fyrir- tækisins án þess að selja skipin, þannig að áfram sé hægt að halda fiskverkuninni í fullum gangi. Spurður sagði Helgi Hraðfrystihús Keflavíkur hf. búið að taka þátt í skuldbreytingum ár eftir ár. Vand- inn í því sambandi sé hins vegar sá, að þá sé alltaf um að ræða svo skamman tíma, gjarnan um 3 ár. „Þó fyrirtæki eins og þetta skuldi um 300 millj. króna er það kannski ekki óyfirstíganlegt að neinu leyti ef um er að ræða lán til 10-12 ára. En eigi þau að greiðast upp á 3 árum, þá ræður fyrirtækið ekki við það - það liggur í hlutarins eðli. Þetta erv eins og hvert annað heimilisbókhald - bara í stækkaðri mynd,“ sagði Helgi. -HEI Verðlaunapeysumar. Krjúpandi til vinstri er Guðrún Schmidhauser, 1. verðlaun, til hægri Aðalbjörg Eriendsdóttir, 2. verðlaun. TímamyDd: Pjetur. Verðlaunaafhending í peysusamkeppni Álafoss hf. efndi til samkeppni um hönnun á peysum og veitti tíu verðlaun fyrir bestu hugmyndirn- ar. Samkeppnin er liður í leit fyrirtækisins að nýjungum í hönnun. Bárust til dómnefndar, sem í sátu Davið Scheving Thor- steinsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Brynhildur Sverrisdóttir, 99 peysur. Fyrstu verðlaun eru páskaferð fyrir tvo til Mallorka með ferða- skrifstofunni Atlantik og þau hlaut Guðrún Schmidhauser. Önnur verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Amsterdam með sömu ferðaskrif- stofu og þau hlaut Aðalbjörg Er- lendsdóttir. Þriðju til tíundu verð- laun voru 10.000 krónur. Þau hlutu Þórunn Guðmundsdóttir, Halla Einarsdóttir, Halla B. Pálmadótt- ir, Sigrún Eldjám, Helga Guð- mundsdóttir, Ásdís Ó. Jóelsdóttir, Lizzý Baldvinsson og Auður S. Sigurðardóttir. Hugmyndimar nýtir Álafoss hf. annað hvort til framleiðslu á peys- um til sölú tilbúnum eða gefur út prjónauppskriftir til viðskiptavina sinna. þj Byggöastofnun veitir lán til útgerðarinnar: TÆPAR 80 MILLJ. TIL FIMM ADILA Lánin fara á fjóra útgeröarstaöi Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti s.l. miðvikudag samtals 77 milljóna króna lánveitingar til 5 útgerðarfyrirtækja vegna skipa- kaupa til hráefnisöflunar fyrir fisk- vinnsluna á viðkomandi stöðum. Lánin fara á fjóra útgerðarstaði þar sem ástand er slæmt að þessu leyti eða stefnir í óefni, að mati stofnun- arinnar og eru ætluð til að leysa úr þeim málum sem hvað brýnust eru. Stærstu upphæðina, 30 millj. kr., fær Hraðfrystihús Grundarfjarðar til kaupa á tveim skipum, togaranum Gauti GK-224 og Skipanesi SH-608, sem er 137 tonna skip, Hraðfrystihús Keflavíkur hf. fær , 20 millj. kr. til að koma í veg fyrir sölu togara fyrirtækisins frá Suður- nesjum, eins og skýrt er frá annars- staðar á síðunni. Til Keflavíkur fara og 10 millj. kr. sem Þorsteinn og Örn Erlingsson sf. fá til kaupa á 70-80 rúmlesta skipi er gert yrði út frá Suðurnesjum. Þá voru samþykktar 10 millj. kr. Fösíudagur 30. janúar 1987 Farmannadeilan: Miðlunar- tillaga ræddí gærkvöldi Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari lagði í gær fram miðlunartillögu í deilu undir- manna á kaupskipum og kaup- skipaútgerða. Kom þessi tillaga nokkuð á óvart þar sem óvanalegt er að slík tillaga komi fram þegar jafn mikið ber í milli deiluaðila eins og gerði í gær í deilunni. Þegar Tíminn fór í prentun í gær var ekki búið að greiða atkvæði um tillöguna, en einhver orðrómur var á kreiki um óá- nægju kaupskipaútgerðarmanna. Stafaði sú óánægja af því að þar á bæ þótti mönnum sem meira tillit væri tekið til hugmynda og krafna sjómanna en útgerðarinn- ar. Ekki tókst í gærkvöldi að fá nákvæma útlistingu á efnisinni- haldi miðlunartillögunnar. -ES til Suðurvarar hf. í Þorlákshöfn.i Gert er ráð fyrir að breyta láns- loforði til Suðurv.arar sem veitt var vegna kaupa á raðsmíðaskipi þannig að fyrirtækið geti keypt þrjú skip. Suðurvör hf. hefur nú yfirtekið Hraðfrystihús Eyrarbakka. Að lokum eru Straumnesi hf. á Patreksfirði ætlaðar 7 milljónir kr., en hráefnisskortur hefur háð fisk- vinnslu þar og staðurinn misst burtu Skip -HEI Húsnæöisvandi FS: Heill skóla- bekkur fær ekki skóla- stofu „Það er rétt. Húsnæðisvandinn hjá okkur er mikill og einu sinni í viku erum við með heilan hóp nem- enda bókstaflega á götunni," sagði Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum, aðspurður í gær. Um nokkurt skeið hefur húsnæð- isekla staðið eðlilegri kennslu á Suðurnesjum fyrir þrifum, en jafnt og þétt hefur fjölgað nemendum og námssviðum við skólann. Um það bil 900 manns nema við fjölbrautirn- ar í dagsskóla, öldungadeild, starfs- námssviði, námsflokkum o.fl. Flug- liðabrautin er ekki lengur í boði hjá FS. „Við höfum stundum bjargað kennslu með því að koma hópnum sem útundan verður fyrir í bókasafn- inu,“ sagði Hjálmar. Nýbúið er að undirrita sámning með sveitarfélögum ogmenntamára- ráðuneyti um heimild til viðbygg- ingar og er stefnt að því að henni verði fulllokið í haust. Þá bætast við sjö kennslustofur. Framkvæmdir munu væntanlega hefjast í mars. En betur má ef duga skal. „Þessi viðbygging bætir aðeins úr sárasta skortinum á kennslurými. Vandinn verður enn fyrir hendi,“ sagði skóla- meistarinn. þj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.