Tíminn - 31.01.1987, Page 2

Tíminn - 31.01.1987, Page 2
Fatasaumur Gerðubergi Fyrirhugað er að halda 8 vikna námskeið í fatasaumi í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Kennslan fer fram á miðvikudagskvöldum 4 kennslustundir í senn. Kennt verður að taka upp snið, breyta sniðum, sníða og sauma eftir þeim. Kennslugjald kr. 3.000.-. Kennari: Rannveig Sigurðardóttir. Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna símar 12992 og 14106. c-5?w Grafik - Myndmennt Fyrirhugað er að halda 8 vikna námskeið í Námsflokkum Reykjavíkur, Miðbæjarskóla. Kennt verður á fimmtudagskvöldum 4 kennslustundir í einu. Kennari Svala Jónsdóttir. Kennslugjald kr. 3.000.-. Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna frá kl. 13-21 í símum 12992 og 14106. Fyrirhugað er að halda 8 vikna námskeið í latínu í Námsflokkum Reykjavíkur, Miðbæjarskóla. Innritun næstu virka daga á skrifstofu Námsflokk- anna frá kl. 13-21. Símar 12992 og 14106. Námskeið í myndbandagerð Fyrirhugað er að hefja sex vikna námskeið mið- vikudaginn 11. febr. n.k. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og verða kenndar4 kennslustundir 2 kvöld í viku. Megináhersla verður lögð á: Kvikmyndasögu, mynduppbyggingu, eðli og notk- un myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð auk æfingar í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Innritun',næstu daga á skrifstofu Námsflokkanná frá 13-21 í símum 12992 og 14106. Umboðsmaður óskast Tímann vantar umboðsmann í Garði. Upplýsingar í síma 91-686300 Laugárdagur 31. januar 1987 2 Tímin.n „Ég er sannarlega fylgjandi því að sem allra flestir komi til mótefnamælinga,“ sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir á blaðamannafundi um eyðni og baráttu gegn útbreiðslu hennar. Frá vinstri: Vilborg Ingólfsdóttir, deildarstjóri, Björg Rafnar, veirufræðingur, Kristján Erlendsson, ónæmisfræðingur og Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir. Landlæknir hvetur sem flesta að fara í mótefnamælingu: Tímamynd: Sverrir Smokkalag Bubba á vinsældalista - og kennslubæklingur um notkun þeirra í vinnslu Sérfræðingar telja að um 300 til 400 íslendingar hafi nú þegar mót- efni gegn eyðniveirunni, en vandinn er að finna þá. Aðeins 7 af þeim 30 einstaklingum sem greinst hafa með mótefni til þessa hafa komið til mælinga af sjálfsdáðum og voru þeir allir komnir þegar árið 1985. Allir hinir hafa greinst vegna einkenna af völdum veirunnar eða vegna skim- unar. Að sögn landlæknis er það reynslan bæði hérlendis og erlendis að þeir einstaklingar sem helst kynnu að vera smitaðir séu mjög tregir til að koma til mótefnamæl- inga af sjálfsdáðum, ef þeir eru einkennalausir. Um 1.500 manns hafa verið mót- efnamældir síðan slíkar mælingar hófust hér á landi. Það er um 1% þeirra 150 þús. sem prófa þyrfti ef mótefnamæla ætti alla islendinga á ákveðnum aldri, eins og komið hefur til umræðu að undanförnu. Hver mótefnamæling kostar nú um 1.300 kr., þannig að kostnaðurinn við mælingu 150 þús. manns væri nær 200 milljónum króna. Það er um tífalt hærri upphæð en Vísindasjóð- ur hefur til ráðstöfunar. Að mati landlæknis og margra þeirra sér- fræðinga sem hvað mest afskipti hafa haft af málefnum eyðnisjúkl- inga eru 200 milljónir miklir pening- ar til að verja til eins verkefnis sem allar líkur séu á að skila muni takmörkuðum árangri - því eins og að framan greinir telja menn að fáir af þeim 300-400 manns sem verið er að leita að mundu koma sjálfviljugir. Landlæknisembættið telur því ekki tímabært að skylda alla íslend- inga á ákveðnu aldursbili í mótefna- mælingu - enda yrði það ekki gert nema með lögum frá Alþingi. Land- læknir benti á að slíkum lögum yrði heldur ekki fullnægt nema með lög- regluaðgerðum til að ná í þá sem ekki kæmu sjálfviljugir - en einmitt í þeim hópi væri líklegast að flestir hinna smituðu leyndust, samkvæmt framansögðu. Landlæknir lagði á hinn bóginn áherslu á að allir landsmenn sem Merkið sem gert hefur verið til að auglýsa sölustaði smokka, sem að skírlífi frátöldu eru taldir ein besta vörn sem völ er á til varnar eyðni. vilja geti komið til mótefnamælinga og kvaðst hvetja sem flesta til að gera það. Þeir sem áhuga hafi á að fá mælingu geti leitað til heilsugæslu og heimilislækna eða sérfræðinga á sviði smitsjúkdóma og ónæmisfræði á Borgar- og Landspítala eða leitað sér nánari upplýsinga í síma 622280, sem auglýstur er í dagblöðum. Landlæknisembættið hefur nú mælst til að öllum sem leita læknis vegna kynsjúkdóma, konum við fyrstu mæðraskoðun og þeim sem gangast undir fóstureyðingu verði bætt við þann hóp sem smits er leitað hjá, en það eru sem kunnugt er blóðgjafar, fíkniefnasjúklingar og fangar. Auk þess að hvetja sem flesta til mótefnamælinga heldur Landlækn- isembættið áfram þeirri víðtæku á- róðurs- og fræðsluherferð sem það hefur haft í gangi. Meðal þess sem næst er á dagskrá er merking staða sem selja smokka, og bæklingur um notkun þeirra jafnframt því sem áætlað er að senda bækling um eyðni inn á hvert heimili með vorinu. Þá er ekki ólíklegt að nýtt „smokkalag" sem Valgeir Guðjónsson var fenginn til að semja og Bubbi Morthens að syngja, verði ofarlega á vinsældalist- unurn áður en langt um líður, en kynning þess er áætluð um næstu helgi. -HEI ALNÆMI, ZAIRE 140- LOKASTIG _ I 'S - ,__________/ _ -A' K ? ' l § - / \ I 1 1 SMITAÐIR.--" rr 120 * . • \ 0100L- -- •• "" 'l : . .: . 1 i ■. 1X1 40 ■" 'S-'-ítv'Í V------ . • ——-r1'- i 25 35 45 55 65 ALDUR LEKANDI ÍSLAND ALDUR Smokkar eru einnig vörn gegn öðrum sjúkdómum sem smitast með samförum. Línuritið sýnir aldur þeirra er leita læknis vegna lekanda á íslandi -75% á aldrinum 15-24 ára-skýrir einnig hvers vegna upplýsingaherferðinni um eyðni er fyrst og fremst beint að ungu fólki. Það línurit er einnig mjög líkt öðru um aldur smitaðra ■ Zaire, en sjúklingar á lokastigi eru u.þ.b. 5 árum eldri en þeir smituðu. Foreldrar mótmæla ófremdarástandi dagvistunarmála: Efna til foreldra- göngu á mánudaginn Foreldrasamtök barna á dagvist- unarheimilum í Reykjavík ætla að efna til fjölskyldugöngu nú á mán- udaginn, kl. 16.30. Hér er þó ekki um skemmtigöngu að ræða heldur er tilefni göngunnar að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkir á dagvistunarheimilum borgarinnar, en þar skortir ekki aðeins dagvistun- arrými heldur og lærðar fóstrur. Þá valda lág laun því að manna- skipti eru tíð á heimilunum og bitnar það á börnunum, sem oft á tíðum dveljast þar lungann úr deginum og setja traust sitt á það fullorðna fólk sem um þau annast. Hefur þessi slæma staða auðvitað áhrif á foreldra einnig sem og starfsfólk dagvistunar- stofnananna. Munu fóstrur leggja niður vinnu þann l.maí nk. til að vekja athygli á þessu ástandi. Foreldragangan nú á mánudaginn hefst við lögreglustöðina við Hlemm kl.16.30 og verður gengið að Höfða við Borgartún, þar sem fulltrúi borg- arstjórnar mun taka á móti göngu- fólki. -phh Dagvistunarmál hafa löngum veríð í ólestri í Reykjavíkurborg og farnar ófáar mótmælagöngur af þeim sökum. Myndin sýnir t.d. fund for- eldra í mars 1979 þar sem er krafist úrbóta í dagvistunarmálum og nú á mánudaginn verður enn á ný efnt til hliðstæðra aðgerða. Þá munu for- eldrasamtök barna á dagvistunar- heimilum efna til göngu frá Hlemmi að Höfða og afhenda þar fulltrúa Reykjavíkurbæjar mótmæli sín vegna þess ófremdarástands sem nú ríki í þessum málum. Tímamynd G.E.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.