Tíminn - 31.01.1987, Side 6

Tíminn - 31.01.1987, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 31. janúar 1987 ÚTLÖND ; FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Nýjar upplýsingar ( sambandi við vopnasöluna til írans komu fram í skýrslu frá nefnd innan öldungadeildar Bandaríkja- þings en hinsvegar var tekið fram að engin sönnunargögn lægju fyrir sem bentu til að Reagan Bandaríkjaforseti hefði vitað að hluti af gróðan- um af vopnasölunni hefði farið í að styrkja Contra skærulið- ana í Nicaragua. MOSKVA — Sovéskyfirvöld sögðu að tveir þekktir andófs- menn, þeir Anatoly Koryagin og Sergei Khodorovich, væru lausir úr vinnubúðum og mættu flytjast til Vesturlanda. LUNDÚNIR — Hópur upp- reisnarmanna í Sómalíu viður- kenndi að hafa í haldi tíu franska hjálparstarfsmenn sem þeir rændu í norðurhluta landsins í síðustu viku. Hópur- inn lofaði að þeiryrðu leystir úr haldi án skilyrða. BEIRÚT — Walid Jumblatt leiðtogi drúsa tók að sér að skipuleggja leit að Terry Waite sendimanni ensku biskupa- kirkjunnar. Waite sem reynir að semja um lausn vestrænna gísla í Líbanon sást síðast í vikunni sem leið í Bekaadaln- um ( austurhluta landsins. TEHERAN — Stjórnvöld í iran sögðu marga hafa særst eða látist í loftárásum íraka á hina sögulegu borg Shiraz í vesturhluta landsins og einnig skýrðu þau frá loftárásum á borgina llam. í Baghdad sögðu íröksk stjórnvöld að herflugvél- ar þeirra hefðu gert árásir á borgirnar í hefndarskyni og myndu halda áfram loftárásum þanqað til íranar samþykktu að Dinda enda á stríðið á sanngjarnan hátt. BEIRÚT — Tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili í Beirút, önnur í kristna hlutan- um og hin þar sem múslimar ráða ríkjum. Suöur-Afríka: Kosningar fyrir hvíta Japan: Vinsældir Nakasone minnka verulega Öeining meðal hvíta minnihlutans og neyðarástandslög gætu sett svip sinn á baráttuna fyrir kosningarnar þann 6. maí Tokyo-Reutcr Ef marka má skoðanakönnun sem gerð var nýlega eru vinsældir Yas- uhiro Nakasone forsætisráðherra Japans nú minni en nokkru sinni áður síðan hann settist í valdastólinn árið 1982. Það var dagblaðið Yomiuri Shimbun sem birti niðurstöðurskoð- anakönnunarinnar í gær og þar kom • fram að aðeins 38,1% aðspurðra studdu Nakasone og ríkisstjórn hans. f desember fékk stjórnin hin- , svegar stuðning 47,6% aðspurðra í sambærlegri skoðanakönnun. Dagblaðið sagði hinn mikla mun á fylgi stjórnarinnar nú og í desem- ber aðallega stafa af nýjum og óvin- sælum skattalögum sem og þeirri ákvörðun hennar að hætta við tak- mörkun á útgjöldum til varnarmála, takmörk sem í gildi hafa verið síð- ustu tíu árin. HARARE — Brian Mulroney forsætisráðherra Kanada gaf í skyn (lok fjögurra daga heim- sóknar sinnar til Zimbabwe að Samveldisbandalagið hygðist leita nýrra leiða til að ráða bót á kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar. Höfðaborg - Reuter P. W. Botha forseti Suður-Afríku tilkynnti í gær að kosningar fyrir hvíta minnihlutann myndu fara fram þann 6. maí næstkomandi. Yfirlýs- ing Botha kom á sama tíma og miklar deilur setja svip sinn á flokk forsetans, hinn ráðandi Þjóðarflokk. Botha tilkynnti um kosningarnar í opnunarræðu sinni á þingi. Ljóst er að neyðarástandslögin í landinu munu hafa mikil áhrif á kosningabar- áttuna. Skömmu áður en forsetinn talaði á þingi sagði einn helsti stuðnings- maður Þjóðarflokksins, Dennis Worrall, af sér embætti sem sendi- herra landsins í Bretlandi. Worrall, sem áður var þingmaður flokksins, sagði af sér í mótmælaskyni við getuleysi stjórnarinnar í að koma umbótum á aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd. Þjóðarflokkurinn á ekki einungis undir högg að sækja fylgi umbótas- inna heldur hafa margir hægrimenn Nakasone hefur hingað til verið einn vinsælasti forsætisráðherra Jap- ana og hefur meira en helmingur þjóðarinnar stutt hann og stefnu hans meira og minna síðustu tvö árin. Wcllington-Rcutcr Fyrirtæki í Nýja Sjálandi hefur hafið sölu á ósamsettum líkkistum sem geyma má upp á háalofti og síðan setja saman þegar við á, þó tæplega oft af þeim sem þarf á kistu að halda. Clarry Petterson heitir eigandi fyrirtækisins og lætur hann búa til kisturnar í fimm stærðum og er sú dýrasta seld á sem samsvarar rúmum níu þúsund íslenskum krónum. í „kistupakkanum" er að finna nákvæman upplýsingarbækling um hvernig eigi að setja hlutinn saman og einnig fylgja skrúfjárn og nafn- plata með. „Við höfum prófað þær (kisturn- ar) með því að setja einn smiðanna í eina og hent honum til og frá í verkstæðinu og við fylltum eina af sandi og bárum hana marga hringi í kringum lóðina," sagði Petterson. Petterson tekur við lánakortum þar sem hann býst við að fólk líti frekar til framtíðarinnar þegar það kaupir sér svona kistu. sagt sig úr flokknum og talið hann ekki nógu öflugan í að halda aðskiln- aðarstefnunni á lofti í hvívetna. í ræðu Botha kom ekkert fram sem benti til að neyðarástandslögun- um yrði breytt til að tryggja eðlilegri kosningabaráttu en samkvæmt lögunum mega þingmenn, utan ráð- herrar, ekki tjá sig nema takmarkað í fjölmiðlum. Þetta ásamt verulegri sundurþykkju í hópi hvíta minni- hlutans þykir benda til að kosninga- baráttan nú verði harðvítugri en nokkru sinni síðan Þjóðarflokkurinn komst til valda árið 1948. Ekki mátti heldur greina nokkurt í ræðu forsetans sem benti til að breytinga væri að vænta á kynþátta- aðskilnaðarstefnunni, stefnu sem gerir 24 milljónum blökkumanna, um þrír fjórðu hluta þjóðarinnar, ókleift að kjósa í þingkosningum. Efnahagssérfræðingar töldu í gær fátt benda til þess að kosningarnar myndu hafa mikil jákvæð áhrif á til sölu Botha forseti flytur hvítum Suður-Afríkubúum boðskap sinn í sjónvarpi: Ekki er víst að boðskapur hans í kosningabaráttunni verði öllum hvítum þegnum landsins að skapi efnahagslíf landsins en þar hafa vandamálin hlaðist upp á undanförn- um mánuðum. Hugsanlegt er þó að hinar venjubundu aðgerðir ríkis- stjórnar fyrir kosningar t.a.m. lækk- un skatta og launahækkanir muni örva efnahagslífið í einhvern tíma. Efnahagur Suður-Afríku hefur versnað hægt og sígandi síðustu þrjú árin vegna hins pólitíska óróa í landinu sem kostað hefur meira en 2300 manns lífið á þessu tímabili. Að auki hafa vestrænar þjóðir beitt Suður-Afríkustjórn viðskiptaþving- unum vegna aðskilnaðarstefnu hennar og neyðarástandslög hafa verið í gildi síðustu sjö mánuðina, báðir þættirnir hafa aukið á efna- hagsvandann sem Botha og stjórn hans þarf að glíma við. Nakasone ásamt Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands: Vinsældir japanska forsætisráðherrans hafa minnkað verulega. Evrópubandalagið: Svínakjötsbirgdir hlaðast upp Það er víðar en hér á landi sem bændur geta lent í því að erfitt reynist að selja kjöt. Nýjustu fréttir frá aðalstöðvum Evrópubanda- lagsins í Brússel herma að mikill birgðavandi sé nú kominn til sög- unnar að því er svínakjöt varðar. Nú í janúar hefur verið stöðugt verðfall á svínakjöti í öllum lönd- um Evrópubandalagsins, nema helst í Grikklandi og á Ítalíu. Jafnframt því hefur verð á svína- fóðri þó lækkað líka, en sú verð- lækkun er talin hafa náð botni. Verðlækkunin á kjötinu er hins vegar talin munu halda áfram a.m.k. fram að páskum, m.a. vegna þess að í febrúar og mars stefnir í nær 6% umframframboð. Núverandi birgðir í öllum Evrópu- bandalagslöndunum eru orðnar um hundrað þúsund tonn. Eins og venjan er í slíkum tilvik- um hefur bandalagið gripið til þess að greiða fyrir birgðasöfnun með greiðslu geymslukostnaðar. Einnig er útflutningur í athugun, en hann er pólitískum erfiðleikum bundinn vegna viðhorfa Bandaríkjamanna. Framleiðendur knýja fast á um aðstoð, t.d. með aukinni geymslu- aðstoð, niðurgreiðslum og útflutn- ingi. Það er út af fyrir sig ekki nýtt að birgðavandamál vegna kjöts komi upp í Evrópubandalaginu. Meðal annars hafa þar lengi safnast miklar birgðir af nautakjöti. En hitt er nýtt að birgðir safnist og verð falli bæði á nauta- og svínakjöti í einu. Nýja Sjáland: Ósamsettar líkkistur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.