Tíminn - 31.01.1987, Qupperneq 9
Laugardagur 31. janúar 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR llliíii
Olgeir Lútersson, Vatnsleysu, Fnjóskadal:
Eflum friðarsóknina
Við áramót er fólk spurt hvað sé
því minnisstæðast af atburðum ný-
liðins árs, og er þá margt nefnt
samkvæmt persónulegu mati. - Ef
ég sem þetta skrifa svaraði þessu,
þá segði ég það vera mér minnis-
stæðast þegar þjóðaleiðtogarnir
Reagan og Gorbatsjov tókust í
hendur við upphaf fundar þeirra í
Reykjavík.
Ógn vr'gbúnaðarins vofir yfir
jarðlífinu og tortímingarmátturinn
margfaldur. Samt er haldið áfram
að sólunda auðlindum jarðar, sem
nefndar hafa verið Guðsgjafir til
mannanna, með vitfirrtum og
glæpsamlegum hætti.
Vígbúnaður snertir íslendinga
sérstaklega sem vopnlausa friðar-
þjóð. Sem slík hefur hún verið
fjötruð æ fastar við hernaðarkerfi
Bandaríkjanna og á sér ekki lausn-
ar von nema afvopnun og friðsam-
leg sambúð stórveldanna takist.
Svonefnt hermang hefur fylgt
hinni amerísku hersetu hér og má
það nú heita ein af burðarstoðum
íslensks atvinnu- og efnahagslífs.
Er þetta mikil niðurlæging fyrir
þjóðina sem fyrir skömmu hafði
stofnað lýðveldi af miklu stolti, og
ætlaði að lifa frjáls og sjálfstæð í
landi sínu. - En nú brennur ófarn-
aðurinn á öllum ærlegum íslend-
ingum.
f>eir stjórnmálaforingjar íslensk-
ir, sem dyggilegast hafa þjónað
vfgbúnaði Bandaríkjahers á ís-
landi, reyna að réttlæta gerðir
sínar og fullyrða, og þrástagast á,
að þeir hafi tryggt þjóðinni frelsi
og öryggi á válegum tímum. Þetta
fleipur hefur nú verið afsannað
með byggingu kjarnorkusprengju-
heldra byrgja yfir stjórnstöð og
vígtól í Keflavíkurherstöðinni.
Sýnir þetta svart á hvítu að banda-
rísk stjórnvöld búast við styrjöld
og að gerð verði kjarnorku-
sprengjuárás á ísland. - f þessu
Vígbúnaður snertir ís-
lendinga sérstaklega
sem vopnlausa friðar-
þjóð. Sem slík hefur
hún verið fjötruð æ
fastar við hernaðar-
kerfi Bandaríkjannaog
á sér ekki lausnar von
nema afvopnun og
friðsamleg sambúð
stórveldanna takist.
felst sá voði sem allir andlega
heilbrigðir íslendingar sjá.
Þegar þjóðarleiðtogarnir, Reag-
an og Gorbatsjov, mæltu sér óvænt
mót í Reykjavík til viðræðna um
afvopnun, og tókust í hendur
frammi fyrir þjóðinni á vegum
sjónvarpsins, þá varð hún gripin
mikilli eftirvæntingu um hvort
ágreiningsmálin tækju nú að leys-
ast.
En vonbrigðin urðu mikil því að
allt virkt samkomulag strandaði á
hinni glórulausu hugmynd Reag-
ans um geimvarnarkerfi. Þó gefur
það nokkrar vonir að Sovétr. hafa
um skeið hætt tilraunum með
kjarnorkusprengingar, ef það
mætti verða til þess að Bandar.
hættu þeim einnig, og óska jafn-
framt eftir frekari tilraunum
leiðtoganna til afvopnunarsam-
komulags.
Geimvarnarkerfið mundi kosta
óskaplega fjármuni, og ef til þess
kæmi að á það reyndi í styrjöld er
engin trygging fyrir að það virki
eins og til er ætlast. Enginn veit
heldur hvað Sovétmenn kynnu að
finna upp til mótvægis, en allt væri
þetta glæpsamleg sóun á verðmæt-
um sem nota ætti til að bæta
lífskjör fólks.
Þessa vígbúnaðarþróun þarf að
stöðva en hefja refjalausa afvopn-
un, og létta þannig af þeirri mestu
ógn sem vofað hefur yfir lífinu á
jörðinni. Þetta er ósk og von, og
þarf að verða öflug krafa, almenn-
ings austan hafs og vestan.
Sovétríkin hafa boðið tilslakan-
ir til að greiða fyrir virkum samn-
ingum um afvopnun - boðist til að
hætta kjarnorkusprengingatilraun-
um, að fjarlægja eldflaugar o.fl.
En svar Bandaríkjanna hefur
verið: Þetta er bara yfirskin, fals og
blekkingar. - Er nú von að úr
rætist um afvopnun og friðsamlega
sambúð á meðan viðhorf eru slík?
Átökin milli þessara stórvelda
eru ekki um landvinninga, heldur
um hugmyndafræði og áhrifasvæði.
Úr slíkum ágreiningi verður ekki
skorið með hervæðingu heldur
með friðsamri nýtingu auðlinda
jarðar til farsældar allra manna á
grundvelli réttlætis. Það er hlut-
!»
Nú er aðkallandi lífs-
nauðsyn að Atlants-
hafsbandalagið og
Varsjárbandalagið
stofni með sér friðar-
bandalag, með skuld-
bindingum um að hvor-
ugt bandalagið ráðist á
hitt, eða ríki innan
þeirra hvert á annað.
verk efnahagskerfa siðmenningar-
og þekkingarþjóða að útrýma böli
fátæktar, örbirgðar og ófrelsis, en
það gerist ekki á meðan þjóðirnar
eru hnepptar í fjötra hernaðaranda
og haturs.
í friðsamlegri sambúð þjóðanna
sannast hvaða hagkerfi skapar
mesta almenna farsæld - það verð-
ur friðsamleg þróun að leiða í ljós.
Á fréttamannafundi Gorbat-
sjovs eftir leiðtogafundinn í
Reykjavík var hann inntur um
mannréttindi. Hann svaraði á þá
leið að fyrstu og sjálfsögðustu
mannréttindi væri rétturinn til að
lifa. - Ekki þarf að ræða mannrétt-
indi eftir að kjarnorkustyrjöld hef-
ur dunið yfir.
Önnur sjálfsögðustu mannrétt-
indi hljóta að vera rétturinn til að
lifa virkur þegn í sínu þjóðfélagi,
það er: að vinna fyrir lífsþörfum
sínum með hug og hönd og finna
til gildis síns í þróun mannfélags-
ins. En þessi mannréttindi eru
brotin á tugum milljóna atvinnu-
leysingja og útigangsfólki í vest-
rænum ríkjum, sem nefnast engu
að síður ríki „frelsis og mannrétt-
inda“.
Því er haldið fram af vígbúnað-
arsinnum að ógnarjafnvægið tryggi
frið, en viðurkenna jafnframt að
kjarnorkustyrjöld kynni að hefjast
af mistökum eða síysni. Þetta er
svo skelfileg tilhugsun að ekkert
kemur til greina annað en tafarlaus
afvopnun.
Leiðtogar stórveldanna hljóta að
gera sér ljósa þá ábyrgð sem þeir
bera nú á lífinu á jörðinni. Þeir
verða að koma fram af sameigin-
legri ábyrgðartilfinningu gagnvart
mannkyninu, í stað þess að hvert
herveldi um sig seilist til áhrifa-
svæða í krafti fjármagns og
vopnasölu eða beinni hernaðar-
þátttöku.
Nú erþað aðkallandi lífsnauðsyn
að Atlantshafsbandalagið og Var-
sjárbandalagið stofni með sér
friðarbandalag, með skuldbinding-
um um að hvorugt bandalagið
ráðist á hitt, eða ríki innan þeirra
hvert á annað. Þyrfti friðarbanda-
lagið einnig að ná til ríkja utan
bandalaganna og kjarnorkuvopna-
afvopnunin til allra ríkja sem slík
vopn hafa framleitt.
Framundan er torsótt leið til
afvopnunar og friðar, en þá leið
verður að brjótast ef takast á að
stöðva hryllings- og harmsögu
styrjaldamanndrápa. Hver og einn
verður að leggja fram sitt lið til
þess þó af veikum mætti sé, og
skapa þannig svo sterkt alþjóðlegt
almenningsálit að úrslitum ráði.
f friðarsókninni hlýtur kristin
kirkja og önnur kristin trúfélög að
hafa stóru hlutverki að gegna
vegna boðskapar kristindómsins
um frið og bræðralag. Trúboðend-
ur leggja mikla áherslu á bænina og
segja: vakið og biðjið. En ættum
við ekki að bæta við: framkvæmið.
- Vakið, biðjið og framkvæmið.
Með ósk og von um farsæla
friðarframtíð.
Olgeir Lútersson
BÆKUR
lllllllllll!
Með söguna í fanginu
lslandsmvndir Mayers 1836. Chants Islandais.
Örn og örlygur, Rvk. 1986.
Árið 1836 kom hingað til lands
frægur leiðangur frá Frakklandi,
undir forystu manns að nafni Paul
Gaimard. Þessa leiðangurs er nú
minnst fyrst og fremst af tveimur
ástæðum, annars vegar vegna hátt á
annað hundrað teikninga af landi og
landsmönnum sem gerðar voru í
ferðum þeirra leiðangursmanna
hérlendis. Hins vegar er hans minnst
vegna kvæðisins sem Jónas Hall-
grímsson orti til Gaimards og frægt
varð.
Þessar teikningar voru fyrst gefnar
út í þrcmur vænum bindum sem
komu á prent í Frakklandi um miðja
öldina sem leið. Sá sem teiknaði
flestar þeirra nefndist Auguste Ma-
yer, og er þessi nýja útgáfa kennd
við hann, þótt fleiri hafi þar lagt
hönd á plóginn.
Teikningar þessar hafa í einu orði
sagt geysilega mikið gildi sem sögu-
legar heimildir. Á þeim er hægt að
sjá í verulega glöggum dráttum
hvernig forfeður okkar lifðu og störf-
uðu fyrir hálfri annarri öld, og ekki
síður hitt hvernig umhorfs var þá hér
á landi. Að vísu kemur fyrir að
teiknararnir færi eitt og annað smá-
legt úr landslagi og fleiru í stílinn, en
um slíkt er þarna ekki meira en svo
að það verður að teljast létt á
metunum.
Hér á íslandi var meginþorri
mvndanna gefinn út af bókaútgáf-
unni Asór árið 1967. Sú útgáfa var
endurprentuð af Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs fyrir einum fimm árum og
er enn fáanleg. Hún hefur þann kost
að þar eru myndirnar í fullri stærð
og svarthvítar, á sama hátt og í
frumútgáfunni. Þar geta menn því
skoðað þessar myndir í því formi,
sem Mayer sjálfur og aðrir teiknarar
gengu frá þeim með eigin höndum,
og í fullri stærð.
Þessi nýja útgáfa Arnar og Örlygs
er með nokkuð öðru svipmóti. Er
þar fyrst að telja að myndirnar úr
frumútgáfunni eru hér allar, og þær
hafa hér einnig verið smækkaðar
niður í það sem þarf til að brot
bókarinnar sé sem þægilegast til
handfjötlunar. Þá skiptir hitt ekki
minna máli að hér hafa allar svart-
hvítu myndirnar í frumútgáfunni
verið handlitaðar. Það verk vann
Guðrún Rafnsdóttir, með aðstoð
Kristins Sigurjónssonar. Líka hafa
hér verið samdar rækilegar skýringar
við allar myndirnar, og m.a. hefur
verið farið á alla viðkomandi staði
landsins til að leita fanga í þær
skýringargreinar. Texta þessarar
nýju útgáfu hafa þeir Árni Björnsson
og Ásgeir S. Björnsson samið, og
hinn síðarnefndi hafði auk þess alla
umsjón með verkinu.
Þá vildi svo til að í ársbyrjun 1839
héldu íslendingar í Kaupmannahöfn
veislu til heiðurs Gaimard sem fræg
varð, og þar voru m.a. flutt nokkur
kvæði. Þessi kvæði, á íslensku og í
franskri þýðingu, voru st'ðan prentuð
ásamt ýmsu öðru efni í litlum bæk-
lingi í París um vorið sama ár.
Með þessari nýju útgáfu á íslands-
myndunum fylgir ljósprentun á
þessu kveri í sérstakri bók, og er það
dr. Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður sem séð hefur um þá
útgáfu og ritar að henni formála. í
henni er sem gefur að skilja ýmsan
fróðleik að finna, en vitaskuld gnæfir
þar upp úr öðru kvæði Jónasar Til
herra Páls Gaimard: Þú stóðst á
tindi Heklu hám, o.s.frv. Einna
nýstárlegast í formála dr. Finnboga
má líka telja það að hann dregur þar
fram frásögn úr leiðangrinum eftir
Xavier Marmier, sem svo er að sjá
að hafi haft áhrif á myndbyggingu
þessa kvæðis Jónasar, og jafnvel
einnig á annað frægt kvæði hans,
sjálfan Gunnarshólma.
Hvorutveggja bækurnar cru síðan
búnar til útgáfu í smekklegri öskju.
Eiga menn þannig kost á því þarna
að fá allt þetta efni í þægilegu formi
og raunar hinu eigulegasta.
Aðeins er þá eftir að spyrja að því
hvernig til hafi tekist um þessa nýju
útgáfu íslandsmyndanna og kvæð-
anna hjá Erni og Örlygi. 1 stuttu
máli verður að svara því þannig til
að hér séu komnar á markaðinn
fallegar bækur sem verulegur fengur
sé að.
Hugsanlegt er þó að ýmsir vilji
hafa uppi skiptar skoðanir á því
hvort rétt hafi verið að fara út í það
að lita myndirnar á þann hátt sem
hér hefur verið gert. Vitaskuld er
það alltaf dálítið álitamál hvort rétt
sé að gera breytingar á verkum
löngu látinna listamanna. Og vissu-
lega er að því gætandi að litmyndir
eru alltaf annað heldur en svarthvít-
ar teikningar.
En hvað sem því líður verður hinu
þó ekki neitað að telja verður að
litunin hafi yfirleitt tekist býsna vel,
þólt að sjálfsögðu megi lengi deila
um eða setja út á einstök smáatriði.
Einnig er hún á þann veg unnin að
litirnir þekja ekki upprunalcgu
svörtu drættina, þannig að tiltölu-
lega auðvelt er áfram að gera sér
grein fyrir myndunum cins og þær
eru í frumgerð.
í heildina skoðað má teíja að hér
hafi þannig til tekist að hin cigulcg-
asta bók sé komin á markaðinn.
Menn verða þó að gera sér grein
fyrir því að hér er að hluta til um
endurgerð eða endurbót á uppruna-
legum verkum að ræða, og að þessi
bók sýnir ckki myndirnar nákvæm-
lega eins og þær voru upphaflega.
En vilji menn fá þá gerð þá er
Mcnnir.garsjóðsútgáfan fyrir hendi
og stendur áfram fyrir sínu, enda
dettur væntanlega engum í hug að
þessi útgáfa hrindi henni út af mark-
aðnum.
Flestar íslandsmyndirnar eru frá
Reykjavík, af Suðurlandi og frá
Austfjörðum, en færri úr öðrum
landshlutum. Ég hygg að kunnugir
geti haft af þvf ómælda ánægju að
skoða þessar myndir, bera þær sam-
an við það sem þeir þekkja í dag og
finna út hvað hafi breyst. Líka mætti
segja mér að mörgum gæti virst það
áhugavert að hafa þær með sér á
ferðalögum og reyna að finna sömu
staðina og þar eru sýndir. Hugsan-
lcga væri það athugandi fyrir forlagið
að hafa myndabókina einnig á mark-
aði í einhverjum þeim búningi sem
þolir vosbúð á ferðalögum.
Og í heildina skoðað verður ekki
annað sagt en hér hafi verið ákaflega
vel og snyrtilega að verki staðið.
Sem sagnfræðilegar heimildir hafa
myndir þá sérstöðu að þær færa
söguna nánast upp í fangið á þeim
sem frammi fyrir þeim stendur. Það
sem þessi bókaraskja geymir verður
í einu orði sagt að teljast hið eiguleg-
asta efni, sem ætla verður að geti átt
crindi til tnargra.
- esig