Tíminn - 31.01.1987, Síða 12

Tíminn - 31.01.1987, Síða 12
12 Tíminn llllllllllllll VETTVANGUR Laugardagur 31. janúar 1987 Jón Sigurðsson: Bankamál í brennidepli Bankamálin hafa verið í hrenni- depli í vetur. Ástæðan er auðvitað áfallið, sem Útvegsbankinn varð fyrir við gjaldþrot Hafskips árið 1985. Frá því í ársbyrjun 1986 hefur Útvegsbankinn í reynd ckki fullnægt ákvæðum laga um við- skiptabanka um hlutfall eiginfjár og hefur því starfað á grundvelli undanþágu fyrir þeim lagaákvæð- um og á ábyrgð Seðlabankans. í síðustu viku lýstu fulltrúar Versl- unarbankans því yfir, að bankinn treysti sér ekki til að eiga aðild að stofnun nýs hlutafélagsbanka með samruna Útvegsbanka, Iðnaðar- banka og Verslunarbanka. Þar með lauk meira en tveggja mánaða tilraun Seðlabankans til að koma á samruna bankanna þriggja, en það var sú leið sem Seðlabankinn taldi vænlegasta út úr ógöngum Útvegs- bankans. Þar sem nú er komið á daginn, að hún er ekki fær, er rík ástæða til að leita annarra lausna á vanda Útvegsbankans og huga um lcið að stöðu bankamála í landinu í heild. Vandi Útvegsbankans er ekki eingöngu bundinn því einstaka, fjárhagslega áfalli, sem bankinn varð fyrir árið 1985, þótt það hafi að sönnu verið nógu alvarlegt; hann er líka vísbending um veilur í skipulagi og stjórnkerfi bankanna, sem ráða þarf bótásem allra fyrst. Skipulag bankamála Skipulag bankamála má skoða frá fjórum hliðum. í fyrsta lagi þarf að haga rekstri bankanna sem fyrirtækja á hag- kvæman hátt. Það þýðir án efa, að rekstrareiningar í bankakerfinu þurfi að stækka frá því sem nú er. Reynsla annarra þjóða sýnir glöggt, að stærðarhagkvæmni er mikil í bankarekstri. Stórir bankar geta betur veitt alhliða þjónustu og hafa meira bolmagn til að tryggja öryggi innstæðna en smáir, jwí útlánaáhættu má dreifa betur í stórum banka en smáum. í öðru lagi er mikilvægt, að ekki myndist einokunaraðstaða á fjár- magnsmarkaðnum. Þetta sjónar- mið togar auðvitað í gagnstæða átt við það fyrsta. I þriðja lagi er mikilvægt, að unnt sé að beita almennri peninga- stjórn af opinberri hálfu til að auka stöðugleika í hagkerfinu, en til þess þarf að vera nokkurt jafnræði með bönkunum og samkeppni milli þeirra. I fjórða lagi þarf bankakerfið að miðla fé til arðvænlegustu verk- efna, sem völ er á hverju sinni, ef það á að þjóna því mikilvæga hlutverki að beina fjárfestingu í þann farveg, að hagvöxtur verði sem mestur, þegar til langs tíma er litið. Núverandi bankakerfi hér á landi er að mörgu leyti áfátt, þegar það er skoðað á þennan hátt, og getur því ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Tvær mikilvægustu á- stæðurnar fyrir þessu eru reyndar nátengdar: Annars vegar langvar- andi verðbólga með neikvæðum raunvöxtum og hins vegar víðtæk pólitísk afskipti af bankamálum. Þrír stærstu bankar landsins Lands- bankinn, Útvegsbankinn og Bún- aðarbankinn eru í eigu ríkisins og lúta þingkjörnum bankaráðum og flokkspólitískt völdum bankastjór- um. Þegar raunvextir eru neikvæð- ir, er afar líklegt, að eftirspurn eftir lánsfé verði meiri en framboð á sparifé. Þá er jafnframt hætt við því, að önnur sjónarmið en við- skiptaleg ráði því, hver fær fé að láni og hver ekki. Þar sem ítök ríkisins í bankakerfinu hafa verið jafnmikil og raun ber vitni og aðhald frá öðrum bönkum er lítið, er efalaust, að stjórnmálalegir hagsmunir hafa ekki síður en við- skiptaleg sjónarmið, leynt og Ijóst, ráðið miklu um dreifingu lánsfjár á undanförnum árum. Sú nauðsyn- lega breyting, sem orðið hefur í vaxtamálum hér á landi á síðustu árum, þannig að raunvextir eru nú yfirleitt jákvæðir, hefur reynst mörgum fyrirtækjum erfið, sem ekki voru undir hana búin. Þessi breyting hefur auðvitað einnig valdið vanda hjá lánardrottnum fyrirtækjanna, sem að stærstum hluta eru ríkisbankarnir þrír. Pólitískra áhrifa á starfsemi bankanna gætir ekki eingöngu, og kannski ekki fyrst og fremst, við ákvarðanir um einstök lán. Verka- skipting milli banka og sérhæfing þeirra í þjónustu við ákveðnar atvinnugreinar og tiltekin við- fangsefni er skilgetið afkvæmi af- skipta stjórnvalda af bankamálum. Þessi verkaskipting og sérhæfing hefur í áranna rás gert það að verkum, að dreifing áhættu í útlán- um einstakra banka hefur orðið einhæf og lítil og stundum beinlínis varasöm. Vandi Útvegsbankans er einmitt Ijóst dæmi um það, hvernig sundurhólfun bankanna eftir verk- efnum gerir starfsemi þeirra áhættusama, þegar áföll verða í einstökum atvinnugreinum, eins og í siglingum eða sjávarútvegi, ckki síst þcgar við bætast jafnmikl- ar svciflur í gcngi erlendra gjald- miðla og orðið hafa síðustu árin. Nú, þegar skömmtunarstjórn á fjárntagni erá undanhaldi.erbrýnt að efla hér á landi bankakerfi, þar sem efnahagsleg og viðskiptaleg sjónarmið ráða ferðinni. Til þess að ná þeim markmiðum um vel rekið bankakerfi, sem ég nefndi í upphafi, virðist hyggilcgast, að hið opinbera stuðli nú að því fyrir sitt leyti, að hér starfi fáir, en allstórir viðskiptabankar, sem gcti vcitt við- skiptalífinu alhliða þjónustu, að ríkisbankar verði ekki einráðir, heldur vcrði meira jafnræði með þeim og hlutafélagsbönkum - hugsanlega með erlendri þátttöku - sem gætu veitt ríkisbankakcrfinu samkcppni og aðhald. Mér finnst erfitt að sjá við núverandi aðstæður gildar ástæður fyrir því, að ríkið reki hér fleiri en einn viðskipta- banka. í þessu sambandi má rifja upp, að Bankamálanefndin, sem skilaði áliti 1973, komst að þeirri niður- stöðu, að æskilegt væri að stefna að því, að hér á landi, væru ekki fleiri en þrír til fjórir viðskiptabankar, og að með því væri tryggð nægileg samkeppni milli bankanna. Eins og kunnugt er hefur þróunin ekki orðiö þessi. Viðskiptabankarnir eru cnn sjö. Jafnframt hefur starfs- fólki og afgreiðslustöðum bank- anna fjölgað hröðum skrefum á síðustu árum. Kreppan, sem Útvegsbankinn hefur lent í, og hefur þcgar staðið í meira en ár, gerir það að verkum, að ákvarðanir um umbætur í bankamálum þola nú alls enga bið. Á st'ðasta ári dróst Útvegsbankinn verulega aftur úr öðrum bönkum, livað varðar aukningu innstæðna. Staða hans í Seðlabanka er nei- kvæð um 1 milljarð króna og viðskiptasambönd hans eru í hættu. Starfsfólk bankans og við- skiptavinir búa við óvissu. Þessu ástandi veröur að linna. Menn skyldu þó einnig gæta að því, að þær ákvarðanir, sem nú verða teknar af þessu tilefni, munu hafa varanleg áhrif á skipulag banka- mála á Islandi til frambúðar. Markmið endurskipu- lagningar Markmiðið með endurskipu- lagningu bankanna nú ætti að vera þríþætt: ■ Að eyða óvissu um framtíð Útvegsbankans. ■ Að bæta skipulag og rekstur bankakerfísins frá sjónarmiði rekstrarhagkvæmni áhættu- dreifingar, samkeppni og þjón- ustugetu og stjórnar peninga- mála. ■ Að draga skýrari línur hvað varðar stjómarábyrgð í bönkun- um og draga úr ábyrgð ríkisins á rekstri viðskiptabanka, meðal annars með fækkun ríkisbanka. Leiðir Hvaða leiðir koma hér til greina? Eins og menn kann að reka minni til gerði Seðlabankinn um þetta nokkrar tillögur í nóvember s.l. Nánar tiltekið setti hann fram fjórar hugmyndir og tók afstöðu til þeirra. Þessar fjórar hugmyndir voru: ■ Samruni Útvegsbanka, Iðnað- arbanka og Verzlunarbanka í nýjum hlutafjárbanka, sem stofnaður yrði samkvæmt ákvæðum viðskiptabankalaga, með væntanlegri aðild spari- sjóða, fyrirtækja og einstakl- inga. Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs skyldi ábyrgjast 850 milljón króna hlutafé í hinu nýja félagi auk eftirstöðva lána og annarra skuldbindinga Út- vegsbankans, eins og þær stæðu þegar samruninn fer fram. ■ Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka í einn ríkisbanka. ■ Skipting og samruni Útvegs- banka við Landsbanka og Bún- aðarbanka, sem störfuðu áfram sem ríkisbankar. ■ Endurreisn Útvegsbankans sem ríkisbanka. I öllum ríkisbankaleiðunum þremur var reiknað með því, að ríkið legði fram nýtt eigið fé til þess að bæta upp tap Útvegsbankans. Bankastjórn Seðlabankans mælti eindregið með fyrstu leið- inni. Hún taldi aðra og þriðju leiðina lakari kosti, en hafnaði algjörlega síðustu leiðinni. Sú leið, sem Seðlabankinn mælti með, hafði þann kost, að myndaður yrði nokkuð öflugur hlutafjárbanki, sem veitt gæti ríkisbönkunum sam- keppni og aðhald. Sá galli var hins vegar á tillögunni að mínum dómi, að hún byggðist á því að ganga til samninga við fyrirfram ákveðna einkabanka um samruna áður en vitað var, hvort hluthafar þeirra vildu raunverulega gera slíka samninga á viðunandi kjörum frá sjónarmiði ríkisins, og þá um leið almennings. Bankinn, sem þannig hefði verið stofnaður, hefði auk þess varla verið nógu öflugur til að eiga í fullu tré við ríkisbankana tvo, sem eftir hefðu staðið. Þá var í tillögunni hvorki tekið á skipu- lagsmálum ríkisbankanna í heild, eins og fyllsta ástæða er þó til, né bent á lausn á þeim vanda, sem í því felst, að einkabankarnir, sem ekki tækj u þátt í þessum samruna,, yrðu smáir og máttlitlir. Þessi sjón- armið komu meðal annars fram í grein, sem ég skrifaði í Morgun- blaðið í byrjun desember s.l.. Nú átta vikum síðar, eru viðræður bankanna þriggja farnar út um þúfur, en Seðlabankinn leggur hins vegar til, að Útvegsbanki og Bún- aðarbanki verði sameinaðir, ef tii vill í hlutafélagsbanka. Áður en ég ræði þá tillögu nánar, ætla ég að nefna nokkur mikilvæg sjónarmið, sem taka ætti tillit til, hvaða leið, sem farin verður í bankamálinu. 1) Fjárhagsstaða eiganda Útvegs- bankans (þ.e. ríkisins) verði tryggð sem best og samningar um hugsanlegan samruna ekki bundnir fyrirfram við ákveðna aðila utan ríkisbankanna. 2) Sérstök athugun fari fram á raunvirði útlána allra banka sem til greina koma í málinu og mat lagt á hugsanlegt útlánatap umfram afskriftir útlána. Tryggingar fyrir lánum verði einnig kannaðar á sambærileg- an hátt fyrir alla bankana. Að þessu hefur nú þegar vcrið mik- ið unnið vegna viðræðna bank- anna þriggja. Islenska bankakerfið 0r reikninquni viðskiptabanka oq sparisjóða f árslok 1985. Tafla 1. Eignir og eigið fé banka og sparisj'óða í árslok 1985, fj'árhaðir eru f millj'ónum króna. Landsb. Útvegsb. Búnaðarb. Iðnaðarb. Versl.b. Samvinnub. Alþýðu- Isl. lsl. lsl. Isl. lsl. Isl. bankinn Spari- sjóðir Samtals Eignir alls 32.129 9.753 9.860 3.630 2.180 3.113 1.102 6.973 68.740 Eigið fé 2.072 90 831 240 238 279 86 875 4.711 Eigið fé sem % af eignum 6,4 0,9 8,4 6,6 10,9 9,0 7,8 12,5 6,8 Tafla 2. Lánveitingar eftir atvinnuvegum, þar með talið endurlánað erlent lánsfé í árslok 1985. fj'árhæðir eru í miltj'ónum króna. Sjávarútvegur 9.313 3.444 649 8 3 205 3 257 13.882 Landbúnaður 1.888 18 1.81,1 12 2 284 7 148 4.170 Verslun 4.327 1.426 1.503 476 569 423 68 606 9.398 Iðnaður 3.262 644 856 868 42 46 64 517 6.299 Annað 6.528 2.482 2.403 1.140 522 1.142 514 2.770 17.501 Samtals 25.318 8.014 7.222 2.504 1.138 2.100 656 4.298 51.250 Tafla 3. Skuldir banka og sparisjóða í árstok 1985 - fjárhaðir eru f mitljónum króna. Skuldir alts 30.057 9.663 9.029 3.390 1.942 2.834 1.016 6.098 64.029 Skuld við Seðlabanka 3.160 1.195 829 71 111 83 - 185 5.634 Erlendar skuldir 12.989 3.916 597 249 - 17.751 Skuld við Seðlabanka sem X af skuldum alls 10,5 12,4 9,2 2,1 5,7 2,9 3,0 8,8 Erlendar skuldir sem % af skuldum alls 43,2 40,5 6,6 7,3 * * 27,7 Tafla 4. Stafsmannafjöldi við bankastörf í árslok 1985. Fjöldi stöðugilda 997 335 491 200 124 186 75 364 2.772 Heimitdir: Tafla 1 og 3: Skýrslan "Viðskiptabankar og sparisjóðir", Seðlabanki Islands, Bankaeftirlitið, júlí 1986. Tafla 2: "Skýrsla nefndar, sem var skipuð af hastarétti, til að kanna viðskipti Útvegsbanka lslands og Hafskips hf.", nóvember 1986 Tafta 4: Upptýsingar frá Seðlabanka Islands og bankaeftirliti. 1 tölunum eru ekki taldir starfsmenn Reiknistofu bankanna sem voru 81, eða Seðlabanka, sem voru 122 í árslok 1985.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.