Tíminn - 17.02.1987, Side 8
8 Tíminn
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G ísiason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Fórnum ekki því sem
áunnist hefur
Núverandi ríkisstjórn hefur náð miklum árangri á
fjölmörgum sviðum, einkum þó hvað efnahagsmál
varðar.
Þótt efnahagsmál heyri undir mörg ráðuneyti, er
heildarstjórn þeirra og yfirsýn í höndum forsætisráð-
herra. Á hans vegum er efnahagsráðgjafi og undir hann
heyrir Þjóðhagsstofnun. í gegn um þessa aðila er
stöðugt fylgst með þróun efnahagsmála og tillögur
gerðar um aðgerðir.
Árangur þann sem náðst hefur í efnahagsmálum má
draga saman í eftirfarandi:
Verðbólgan nálgast nú 10 af hundraði og fer lækk-
andi. Það er minni verðbólga en verið hefur í fimmtán
ár.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna er nú meiri hér á landi
en hann hefur verið nokkru sinni fyrr.
Stigið hefur verið mikilvægt skref til hækkunar á
lágmarkslaunum.
Sparnaður er meiri en hann hefur verið í fjórtán ár.
Afgangur af vöruskiptum varð á síðasta ári tæplega
fjórir milljarðar króna en það er í fyrsta sinn sem
vöruskipti eru jákvæð í langan tíma. Viðskiptahalli
verður líklega enginn eða minni en hann hefur verið
lengi.
Erlendar skuldir og greiðslubyrði af þeim hafa
minnkað verulega á undanförnum tveim árum, þótt
raungildi erlendra skulda sé svipað.
Atvinnuástand hefur sjaldan verið betra en á þessu
kjörtímabili þrátt fyrir hrakspár stjórnarandstöðunnar
í upphafi þess.
Pessi árangur hefði ekki náðst ef ekki hefði komið til
góð samvinna innan ríkisstjórnarinnar og skilningur
ríkisstjórnarflokkanna og vilji þeirra til að takast á við
erfiðleikana.
Rétt er þó að undirstrika að þótt samstarf Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks hafi verið árekstralítið og
skilað árangri að þá eru stefnumál og markmið þessara
flokka í grundvallaratriðum mjög ólík. Flokkarnir gera
sér hins vegar ljóst að í samsteypustjórn næst árangur
því aðeins að slegið sé af ýtrustu kröfum og unnið af
heilindum.
Pað hafa flokkarnir gert á kjörtímabilinu með fáum
undantekningum.
Síðustu vikur hefur borið á ágreiningi þeirra í milli.
Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þar sem kosningar
nálgast óðum. Þá skýrast línur milli stjórnmálaafla,
einnig þeirra sem mynda ríkisstjórn.
í þeim kosningum verður tekist á um stefnur
flokkanna. En stefnur þeirra segja ekki nema lítið.
Störfin segja meira.
Tíminn leggur áherslu á að sá árangur sem náðst
hefur hjá núverandi ríkisstjórn verði tryggður. Það
gerist best með öflugum stuðningi við þann flokk sem
farið hefur með forystu í ríkisstjórninni; Framsóknar-
flokkinn.
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
Bragð er að þá
barnið finnur
Garri las blöðin af sama áhuga
og venjulega um helgina, og eitt af
því sem kveikti eftirtekt hans var
stutt umsögn í Staksteinum Morg-
unblaðsins um Alþýðubandalagið.
Nú er Morgunblaðið vitaskuld ekki
besta heimildin um málefni Al-
þýðubandalagsins, en þó er Garri
ekki frá því að í þetta skipti hafi
Staksteinahöfundi tekist að vera
nokkuð nálægt því að hitta naglann
á höfuðið.
Hann ræðir þar um þá málefna-
fátækt, sem liggur í augum uppi að
hefur hrjáð Alþýðubandalagið og
Þjóðviljann nú undanfarið. Hann
bendir á að nýlegar skoðanakann-
anir sýni að fylgið sé að færast af
flokknum og segir svo:
„Það eru raunar ekki aðeins
skoðanakannanir sem gefa tilefni
til fullyrðinga um að Alþýðubanda-
lagið sé í lægð og jafnvel úr leik
sem alvarlegur flokkur. Hitt skiptir
ekki minna múli að í öllum umræð-
um í þjóðfélaginu um þessarmund-
ir þykir framlag Alþýðubandalags-
ins ekki áhugavert, upplýsandi eða
örvandi. Það virðist vera mjög
útbreidd skoðun að flokkurinn hafí
ekkert til málanna að leggja sem
verulega þýðingu hefur. Mönnum
fínnst fíokkurinn hugmyndalega
staðnaður og hin hatursfullu innan-
fíokksátök, sem aðallega hafa snú-
ist um völd en ekki pólitík, hafa
ekki orðið Alþýðubandalaginu til
álitsauka eða framdráttar.“
Hér þykir Garra að við eigi
gamla máltækið að bragð er að þá
barnið finnur.
Andsovéskur áróður
En það var líka sitthvað skondið
i Þjóðviljanum uni helgina. Á
forsíðu blaðsins á laugardag gat að
líta talandi dæmi um þá málefnafá-
tækt Alþýðubandalagsins sem
jafnvel Stakstcinahöfundur er far-
inn að taka eftir.
Þar er slegið upp stórfrétt með
heimsstyrjaldarletri um að nú sé ný
viðreisnarstjórn að fæðast. Heim-
Guðrún: Kosningar leiðinlegar.
ildarmaður blaðsins er sjálfur
formaðurinn, Svavar Gestsson. Og
tilefnið, sem hann dregur þessa
stóru ályktun af, er að sjálfstæðis-
menn og alþýðuflokksmenn hafi
reynst vera nokkurn veginn á sömu
skoðun um það hvaða dag þjóðin
skuli ganga að kjörborði nú í vor
til að velja sér nýja fúlltrúa á hið
háa Alþingi. Ætli stjómarsamstarf
sé nú ekki meira mál en svo að ein
saman svipuð skoðun um dagsetn-
ingu á kosningum dugi þar sem
grondvöllur?
Og leiðarinn í blaðinu á laugar-
dag var svo enn talandi dæmi um
þessa málefnafátækt. Menn hafa
nú eiginlega vanist því að Þjóðvilj-
inn væri sósíalískt blað, og lengi
vel studdi hann Sovétríkin dyggi-
lega.
En nú hefur heldur betur verið
söðlað yfir. Einn af ritstjórum
Þjóðviljans fer þarna hörðnm orð-
um um sovétskipulagið. Hann ræð-
ir þar um rétt minnihlutans og segir
að í sovétkynja þjóðfélögum hafl
þessi réttur veriö sorglega smáður,
með þcim afleiðingum að þau
standi ríkjum Vesturlanda, þar'
sem þó ríki fullkomið lýðræði, að
flestu leyti aftar. Lika bendir rit-
stjórinn þama á að í Sovétríkjun-
um og fy Igiríkjum þeirra hlúi flokk-
urinn að valdi sínu með því að hafa
algera einokun á hinum opinberu
fjölmiðlum ríkisins.
Að visu leggur ritstjórinn svo út
af þessu til að sýna fram á hvemig
sjáifstæðismenn hafa undanfarið
verið að troða hákörlum sínum inn
í Ríkisútvarpið og reyna með því
móti að hafa þar áhrif á hluti cins
og fréttaflutning og mótun dag-
skrárstefnu í sjónvarpi og á sam-
keppnisstöðu Rásar tvö. Það þykir
Garra raunar út af fyrir sig satt og
rétt. En hitt er nýtt að Þjóðviljinn
hafi ekki annað og meira til
þjóðmálaumræðunnar hér að
leggja en að Sjálfstæðisflokkurinn
sé núna orðinn hlynntur sovét-
skipulaginu.
Kosningar leiðinlegar
Og síðan fletti Garri yfir í sunnu-
dagsblaðið af Þjóðviljanum súium,
og þar tóli ekki betra við. Einn af
oddamönnum Alþýðubandalags-
ins, Guðrún Helgadóttir, gefur þar
þá skorinorðu yfirlýsingu að fyrir
sig sé kosningabaráttan hin mesta
raun og hún hafi andúð á því að
þurfa að taka þátt í þvi að leggja
verk sín undir dóm kjósenda i
lýðræðislegum kosningum.
Af orðum þingmanns Alþýðu-
bandalagsins þama er ekki annað
að skilja en að hún vildi helst af
öllu fá að sitja kyrr inni í stofu og
leiða kosningarnar hjá sér. Garri
hefur aftur á móti lengst af verið
þeirrar skoðunar að i kosningum
sé það hluti af starfi stjórnmála-
manns að koma fram fyrir kjósend-
ur sína, tala þar fyrir málum og
standa eða falla með gjörðum
sinum.
Þessi þingmaður virðist hins veg-
ar helst af öllu vilja fá að vera í friði
fyrir svoleiðis veseni og láta fólkið
í iandinu bara kjósa sig, en fá til
dæmis að forlysta sig í friði uppi á
fjöUum á meðan. Var eintyver að
gagnrýna Sovétskipulagið?
Garri.
VÍTT OG BREITT
Vel valinn kjördagur
Stjómmálamönnum er þörf á að
vera ósammála og deila um hvað-
eina á milli himins og jarðar.
Einföldustu mál sem liggja venju-
legu fólki í augum uppi verða
pólitíkusum tilefni deilna og tekst
þeim iðuiega að þvæla málefni af
slíkum tilþrifum, að þau verða
öllum öðrum óskiljanleg. Önnur
mál eru þess eðlis að almúginn
skilur einfaldiega ekki hvers vegna
þau þurfa að vera deilumál.
Kosningadagurinn í vor er citt
þeirra mála sem skoðanir eru skipt-
ar um. í allan vetur hafa einhverjir
aðilar verið að rjúka upp til að
koma upp ágreiningi um hvaða dag
kosningar til Alþingis eiga að fara
fram.
Að hætti stjórnmálamanna eru
fundnar upp margs kyns tylliástæð-
ur til að velja þessa dagsetninguna
eða hina sem aðkallandi kosninga-
dag. Það er á valdsviði forsætisráð-
herra að ákveða kjördag og hefur
hann marglýst yfir að sér sé ekki
fast í hendi hvaða dagur verði
valinn og að sjálfsagt sé að komast
að samkomulagi þar um.
Nú hefur Steingrímur Her-
mannsson ákveðið að kjördagur
verði laugardaginn 25. apríl, en
framsóknarmenn hafa ávallt lagt á
það áherslu að kosið verði að vori
en ekki síðla vetrar, eins og margir
aðrir hafa viljað.
Því hefur verið borið við af þeim
sem bráðliggur á í kosningar, að
kjörtímabilið renni út 26. apríl, en
þá eru rétt fjögur ár síðan síðast
var kosið til Alþingis. Sú túlkun
styðst þó ekki við hefð, þar sem oft
hefur verið syndgað upp á náðina
og kosið einhverjum vikum eftir að
kjörtímabili lýkur.
Nú er í ráði að breyta kosninga-.
lögum á þann veg að eftirleiðis
verði kjördagur fastákveðinn ann-
ar Iaugardagur í maí. Ef nú verður
kosið fyrir þann tíma hlýtur næsta
kjörtímabil að verða óeðlilega
langt ef þær röksemdir standast, að
alls ekki megi líða nema slétt
fjögur ár milli kosninea.
Góð frí og kosningar
En það er fleira sem vekur sumum
stjómmálamönnum óþol eftir
kosningum. Varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins dregur enga dul á
að hann treystir fjármálaráðherra
ekki til að semja við opinbera
starfsmenn um kaup og kjör, en
samningaviðræður eiga að hefjast í
næsta mánuði. Því vill hann flýta
kosningum fram fyrir þann tíma og
varpa því máli á herðar næstu
ríkisstjórnar, hvemig sem hún
kann að verða samansett?
Ekki er það traustvekjandi af-
staða að hlaupast frá vandamálum
til þess eins að þurfa ekki að takast
á við þau þegar kosningar eru á
næsta leiti.
25. apríl hefur margt sér til
ágætis sem kosningadagur. Pá-
skadagur er 19. apríl í ár. Þá er nær
viku frí, blöð koma ekki út, fólk
liggur í ferðalögum út og suður og
trúaðir leiða hugann upp fyrir allt
stjórnmálaþras. Tveim dögum fyrir
kjördag, eða þann 23. er sumar-
dagurinn fyrsti, sem er löggildur
frídagur. Þetta þýðir að blöð koma
ekki út daginn fyrir kosningar, og
verður slagorðaflaumurinn því
með minna móti á þeim tíma sem
rimman stendur sem hæst.
25. apríl er því vel valinn kjör-
dagur. Atkvæðin út um borg og bý
fá eitthvert næði til að hugsa sín
mál án truflunar málóðra bardaga-
seggja stjórnmálaflokkanna.
Þeir sem öflugust eiga málgögnin
munu sjálfsagt leggjast á móti því
að kosið verði strax á eftir frið-
semdartímabili páska og fyrsta
dags í hörpu, en almennt mun það
verða fagnaðarefni að orðaflaumi
kosningabaráttunnar verði stillt
svolítið í hóf.
Það er ekki víst nema að margir
hverjir stjómmálamannanna gætu
líka fremur unnið sér álit með því
að flagga sjálfum sér minna en
meira, síðustu dagana fyrir
kjördag. OÓ