Tíminn - 17.02.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.02.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. febrúar 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR ílllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllll Rósmundur G. Ingvarsson: Fyrri hluti Snúa þarf frá eyðibýla stefnunni strax f þeirri umræðu um landbúnað- armálin, sem í gangi er hefur m.a. verið sagt, að stefna stjórnvalda í landbúnaðarmálum í dag miði að því að gera ríka manninn ríkari og fátæka manninn eignalausan. f rauninni er verið að ganga mun lengra en fram kemur í ofan- greindri setningu. Það er einnig verið að gera eignalausa þá bændur sem hafa verið taldir sæmilega efnaðir og byggt upp jarðir sínar með myndarbrag, en hafa farið sér hægt í - eða ekki gengið langt í bústækkunarkapphlaupinu. E.t.v. er einmitt verið að fara alverst með þessa bændur. Þeir hafa að þessu, - margir hverjir verið með meðal- bú eða þá nokkru minni bú, - lagt afrakstur búanna í ræktun og uppbyggingu jarða sipna og eiga nú jarðir og bú skuldlaus. Þessir menn hafa margir, á nokkrum síðustu offramleiðsluár- um, sýnt þegnskap og dregið nokk- uð úr framleiðslu, sem þeir raunar, eins og aðrir bændur, voru beðnir að gera. Þeir hafa því ekki fullnýtt sín búmörk síðustu árin. Komið aftan að mönnum Nú þegar farið er að stjórna eftir búvörulögunum frá vordögum 1985, er komið aftan að þessum bændum, einkum sauðfjárbænd- um, því þeirra fullvirðisréttur er miðaður við innlegg þeirra árið 1984 eða 1985 og síðan skert frá þeirri tölu, - í stað þess að skerða frá búmarkinu eins og menn reikn- uðu með að gert yrði. Það er reyndar komið aftan að bændum yfirleitt með þeim reglugerðum, sem settar hafa verið. Þær koma ekki fyrr en löngu eftir að menn hafa lagt drög að framleiðslu við- komandi árs (með heyöflun, ásetn- ingi o.fl.) og jafnvel ekki fyrr en framleiðsluárið er nær hálfnað. Svo er mér sagt að reglugerðirnar séu í æpandi ósamræmi við lögin og það eru lagabrot. Með þessum nýju lögum var mikið vald fært frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til landbúnaðar- ráðuneytisins. Sú tilfærsla hefur gefist illa og orðið bændum dýr - og á eflaust eftir að gefast enn verr og gera út af við margan bóndann. Ráðuneytið virðist einfaldlega ekki ráða við hlutverkið og vera í rassi með þessi verk. Stórir bitar Reglugerðirnar um hinn svokall- aða fullvirðisrétt, sem ráðuneytið hefur sett í skjóli laganna snögg- soðnu frá 1985, þær virðast miða að því að fækka bændunum mjög verulega. Ef við tökum til dæmis sauðfjárbónda með 300 kinda bú, - bónda sem hefur sýnt þegnskap og dregið nokkuð úr framleiðslu. Segjum að framleiðsla hans við- miðunarárin hafi verið 270 ærgild- isafurðir og skerðingin fyrir verð- lagsárið 1987-’88 fari með fullvirð- isréttinn niður í 250 ærg.afurðir. Hann hefur e.t.v. verið farinn að auka framleiðsluna ofurlítið aftur, vegna versnandi afkomu og hefur þá fengið verðskerðingu á innlegg- ið s.l. haust. Tekjur hans síðustu Menn geta auðvitað reiknað og reiknað og gert þetta einfalda dæmi svo flókið að enginn skilji. Þóttþessi upphæð sé trúlega ekki alveg rétt og sama tala eigi ekki við hjá öll- um þá er hún nógu ná- lagt lagi til að sýna hvert stefnir og stefnan hefur fengið sitt nafn - eyðibýlastefnan. árin hafa kannski nægt til hnífs og skeiðar. ____ Þegar forsvarsmenn Stéttar- sambands bænda (eða Sex-manna- nefnd) sömdu við ríkisvaldið í haust þá samþykktu þeir frestun á þeim hækkunum, sem bændur þurftu að fá til að halda í við aðrar stéttir. Hækkunin á að vísu að koma í lok verðlagsársins (1. sept. 1987). Varla dettur mönnum í hug að bændur fái tveggja ára hækkanir í einu. Heldur mun hér véra um eftirgjöf af kaupi bænda að ræða, sem fæst aldrei aftur, - eins og áður mun hafa skeð þegar bændur hafa gefið eftir. Það tapast þarna eins árs hækkun. Þetta mun vera tap sem nemur um 12% af verðlagsgrundvelli eða 20-25% af kaupliðum bóndans. Það munar um minna. (Hvað ætli verkamenn segðu ef samninga- menn þeirra gæfu eftir 20% af launum þeirra?) Þrátt fyrir gífurlega fækkun sauðfjárins s.l. haust hafa menn talað um 20% skerðingu í viðbót á því verðlagsári sem næst verður samið um. Niðurskurðurinn s.l. haust var fyrirfram ráðgerður ca. jafn mikill og hann varð til að fóðra þann 800 tonna samdrátt sem Framleiðnisjóði var -falinn. Niður- skurðurinn er mismikill eftir héruð- um og mestur í Skagafirði, en kemur fjárbændum, sem eftir eru þar, líklega ekki til góða frekai en öðrum bændum á landinu. Bein lækkun nettótekna fjárbóndans Samandregið eru þessar skerð- ingar á tekjum sauðfjárbóndans eitthvað nálægt því að vera: 1. Mikil skerðing á því innleggi s.l. hausts, sem var umfram fram- leiðslu viðmiðunarársins (1984 eða 1985). 2. Boðuð skerðing á haustinnlegg 1987. I dæminu hér að framan ca. 20 ærgildisafurð'ir =ca. kr. 65.000,- (Vegna losarabragðs á fram- kvæmd og upplýsingum varð- andi fækkun sauðfjár s.l. haust og vegna breytilegra aðferða við skerðingu réttar til fullvirð- is, þorðu margir bændur engu að treysta og eru með svipaða fjártölu og áður. Því er hér ekki reiknað með lækkun tilkostnað- ar.) 3. Eftirgjöf samkv. áðursögðu, ca. kr. 150.000,- 4. Ráðgerð skerðing næst þegar samið verður ca. 20%. Þetta reiknast mér til að verði ca. 50 ærgildisafurðir eða um 100 þús. kr. að frádregnum breytilegum kostnaði. Allar þessar skerðing- ar dragast af því sem fjölskyldan átti að hafa til að lifa af. Þetta nemur samtals ca. (að 1. atriði slepptu) kr. 315.000,- Nú munu ýmsir segja að þetta sé ekki allskostar rétt, eða að það sé ekki víst að útkoman verði neitt slæm. Þeir væntanlega segja að það sé flókið mál að reikna þetta út og nánast ekki hægt. Það er margt sem gæti spilað inn í dæmið t.d. að eitthvað kunni að fást fyrir þá framleiðslu sem verður umfram fullvirðisrétt. Ætla má þó, að fyrir útflutta umframframleiðslu fái bændur lítið eða jafnvel ekkert enda dregst frá slátrunar- og sölu- kostnaður. Menn geta auðvitað reiknað og reiknað og gert þetta einfalda dæmi svo flókið að enginn skilji. Þótt þessi upphæð sé trúlega ekki alveg rétt og sama tala eigi ekki við hjá öllum, þá er hún nógu nálægt lagi til að sýna hvert stefnir. Og stefnan hefur fengið sitt nafn. - eyðibýlastefnan. Örugg fækkunaraðgerð Með þessari skerðinga- og eftir- gjafaaðferð er greinilegt að fljót- lega tekst að gera út af við fjölda manns í þessum frumatvinnuvegi jafnvel á örfáum árum og horfur eru á að nýjar atvinnugreinar, sem sagt er að eigi að leysa vandann, breyti Iitlu hér um, enda ekki bjart yfir þeim mörgum hverjum. Tií að þær gætu komið að teljandi gagni þarf a.m.k. mun lengri aðlögunar- tíma en lögin gera ráð fyrir. Það þarf einnig mikla peninga og Fram- íeiðnisjóður, sem þarna átti að gegna stóru hlutverki, mun nú vera á hausnum eftir rollukaupin. Það hefur verið sagt, að þeir sem varla eiga til hnífs og skeiðar fari ekki út í áhættusamar framkvæmd- ir. Það sé einfaldlega of áhættu- samt. Trúlega getur þetta átt við um íslenska bændur eins og aðra. Frá sjónarhóli hins dæmigerða stórbónda lítur dæmið sem við blasir þannig út; Honum gerir skerðingin, sem í hans hlut kemur, - tiltölulega lítið til. Hann gæti jú tekið á sig meiri skerðingu. Hann þolir hana bærilega í nokkur ár, með því að draga úr framkvæmd- um og vélakaupum, fækka að- keyptu vinnuliði o.s.frv. Hann get- ur jafnvel geymt sitt sauðfé aða hluta þess enda hafi hann nægar tekjur af öðru, t.d. kúm eða þá aukabúgreinum sem nokkuð oft hafa lent hjá þeim stóru. Sjónar- miðið er, að dæmið sé svo vonlaust hjá hinum að þeir hljóti að flosna upp á fáum árum - líka þeir skuldlausu með meðalbúin. Svo þegar þeir minni eru flestir dauðir (sem bændur a.m.k.), þá verði hægt að setja allt á fulla ferð og halda áfram að stækka og auka framleiðsluna. Eflaust hugsa menn ekki svo langt að þeir sjái fyrir einmanaleik, erfiðleika og ýmis vandræði þeirra örfáu sem eftir verða í sveitinni. Rétt er að geta þess hér að því mun fara fjarri að allir sem teljast til stórbænda séu hrifnir af eyðibýla- stefnu stjórnvalda. Sumir þeirra eiga skoðanalega samleið með smærri bændum og er ég raunar fulltrúa um að þeir eru fleiri en nokkurn grunar. Bændur sjá það kannski betur en aðrir að sauðkindin er kjölfesta dreifbýlisins á íslandi. Byggðin í sveitunum - og að verulegu leyti í kaupstöðum landsbyggðarinnar einnig - stendur og fellur með sauðfénu. Á þessu verða kaupstað- arbúar að átta sig. Vill almenningur setja sveitimar í eyði? (Framhald í næsta blaði.) BÓKMENNTIR Vel ofinn söguþráður Ramón J. Sender: Sálumessa yfír spænskum sveitamanni, Álfrún Gunnlaugsdóttir þvddi, Forlagið, Rvk. 1986. Sveitalíf hefur kannski í aldanna rás verið eitt og hið sama í grunntón- inum hvar sem er í veröldinni. Og þó, ef litið er til íslenskra sveita þá hefur fólk þar, hvað sem öðru líður, sloppið blessunarlega við það síð- ustu aldirnar að þurfa að upplifa mannvíg og styrjaldir. Svo heppinn var ekki maður að nafni Paco, sem er aðalpersónan í þessari bók. Sagan hérna gerist á Spáni nálægt upphafi borgarastyrjaldarinnar þar. Þó að Paco sé vissulega aðalpersón- an í henni þá kemur hann þar raunar ekki fyrir í eigin persónu. Þetta stafar af því að hann hefur legið í gröf sinni í heilt ár í bókarbyrjun, og er í því raunar komið að því sem er meginstyrkur verksins, þ.e. frásagn- araðferðinni. Það er presturinn í þorpinu hans Paco sem segir í raun söguna. Þegar hún hefst er hann að búa sig undir að flytja kaþólska sálumessu fyrir hinum framliðna. Presturinn hefur þekkt þennan bónda frá fæðingu, og hann rifjar þarna upp sögu hans. Þar er í stuttu máli sagt greint frá bernsku hans, hjónabandi, og því þegar réttlætiskennd hans nær þeim tökum á honum að hann fer sem bæjarstjórnarmaður í þorpinu sínu að vinna að því að ríkir landeigendur þar afsali sér jörðum sínum. Síðan gerist það að einhverjir utanaðkomandi ribbaldar koma til þorpsins, vopnaðir byssum og bar- eflum, og fara að láta þar til sín taka með ofbeldi. Paco flýr, en finnst - eftir að presturinn hefur sagt til hans - og er tekinn af lífi. En hér í sögunni er líka ungur kórdrengur sem kemur af og til inn til prestsins sem situr með hugsunum sínum og bíður eftir messugestum. Þessi drengur rifjar upp með sjálfum sér eins konar vikivakakvæði sem ort hefur verið um örlög Paco. Brot úr þessu kvæði koma með reglulegu millibili inn í söguna og verða þar líkt og stef. Þau brot hefur Þorgpir Þorgeirsson þýtt á íslensku. Fulltrúar landeigendanna og hins pólitíska arms þeirra eru þrír í sögunni, og svo er skemmst af að segja að þeir eru einu gestirnir sem koma til messunnar. Þetta eru ein- mitt þeir menn sem áttu hlut að máli, beint eða óbeint, þegar Paco hlaut að láta lífið. Allt hitt fólkið í þorpinu lætur þegjandi skoðun sína í ljós með því að láta ekki sjá sig. En sagan sjálf er furðulega þegj- andaleg um þær pólitísku kringum- stæður á Spáni sem ollu þeirri fram- vindu mála sem hún lýsir. Úr þessu bætir þýðandi með skilgóðum eftir- mála þar sem lýst er hruni konung- dæmisins þar, uppgangi Francos og borgarastyrjöldinni 1936-39 sem lauk með sigri hans. Þar fyrst kemur það fram að söguhetjan Paco er í raun fórnarlamb Francos og manna hans. Söguþráðurinn í bókinni er að vísu ofinn með mjög listrænu hand- bragði, en þó er að því að gæta að það er ekki fyrr en í lokin, og raunar ekki fyrr en að loknum lestri eftir- málans, sem lesandi stendur loksins með alla þræði hennar í hendi sér og skilur hvað höfundurinn er að fara. Eiginlega er þetta ókostur, og að mínu mati hefði farið betur á að hefja bókina á þeirri greinargerð sem er í eftirmálanum og gera hana þannig aðgengilegri til lestrar. En allt um það er þetta forvitnileg bók til aflestrar. Þýðing Álfrúnar Gunnlaugsdóttur virðist samvisku- samlega af hendi leyst, en máski óþarflega bókmálsleg á köflum. Um frágang bókarinnar af hálfu forlags er aukheldur ekki nema gott eitt að segja. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.