Tíminn - 17.02.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. febrúar 1987
MINNING
ITíminn 15
Jónína Gunnarsdóttir
Fædd 13. janúar 1942
Dáin 10. febrúar 1987
Nótt verður feginn
sá er nesti trúir,
skammar eru skips rár,
hverf er haustgríma,
fjöld um viðrir
á fimm dögum
en meira á mánaði.
(Úr Hávamálum)
Þessi janúarmánuður var óvenju-
mildur. Hvít lilja skaut upp kollinum
í garðinu mínum og Jóna mágkona
mín, sem var í heimsókn sagði að
það væri góðs viti. En frostið kom í
febrúar og einn morguninn drúpti
liljan héluðu höfði. Að kvöldi þess
dags var Jóna látin.
Eg kynntist Jónu fyrst er leiðir
okkar lágu saman úti í París fyrir
meira en tveimur áratugum. í hópi
íslendinganna þar úti var hún hrókur
alls fagnaðar, glæsileg og vel gefin
stúlka sem framtíðin blasti við. Síðar
tengdist Jóna fjölskyldu minni er
hún giftist Kolbeini bróður mínum
og kynni okkar voru strax endurnýj-
uð og að lokum einnig Parísardvölin
fyrir nokkrum árum. Á þessum rúm-
lega tveimur áratugum hefur vinátta
okkar vaxið og dýpkað og þá einkum
eftir að ég dvaldist hjá þeim Kolla
og henni í Luxemburg fyrir tæpum
þremur árum. Þar mættust áhugamál
okkar í Leikklúbbnum Spuna, þar
sem ég setti upp leiksýningu, en Jóna,
sem var einn af stofnendum Spuna',
var meðal leikenda. Sjálf var ég
einnig að leita mér að næði til skrifta
og sá Jóna vel um að ég fengi það að
deginum, á kvöldin æfðum við svo
með leikklúbbnum, en margar nætur
sátum við að spjalli eftir æfingar.
Enginn hafði einlægari áhuga á verk-
efninu sem ég var að skrifa en
einmitt hún. Að efni þess ætti eftir
að snerta svo hennar eigin örlög
grunaði hvoruga okkar. Við kvödd-
umst svo fyrir tveimur vikum, eftir
að hafa farið saman á sýninguna, en
hún gat ekki hugsað sér að fara út án
þess að sjá þessa afurð, sem henni
fannst hún alltaf eiga svolítið í.
Eitthvað var ég beygð þegar hún var
að fara, en hún brosti til mín og
sagði: „Hafðu engar áhyggjur af
mér. Ég verð orðin hress í vor.“
Það vor kom ekki og ef til vill vissi
hún það innst inni. Kjarkur hennar
og óbilandi bjartsýni var með ein-
dæmum. Hún var staðföst í þeirri trú
að batinn væri á næsta leiti, kvartaði
aldrei og lifði lifinu fram til þess
síðasta eins og ekkert hefði í skorist,
þótt öllum væri ljóst hvert stefndi. Á
þeirri erfiðu göngu naut hún um-
hyggju ættingja, tengdamóður og þó
einkum eiginmanns sem studdi hana
og styrkti þar til yfír lauk. Þá reyndust
íslendingar í Luxemburg henni og
Kolla ómetanleg stoð. Hún lést að
heimili sínu í Beidweiler þann 10.
febrúar, nýlega 45 ára gömul, aðeins
tveimur og hálfu ári eftir að sjúk-
dómsins varð fyrst vart.
Jónína Gunnarsdóttir fæddist í
Reykjavík þann 13.1.1942, en for-
eldrar hennar eru þau Friðdóra Jó-
hannesdóttir og Ingimundur Þor-
kelsson. Móðir hennar giftist síðar
Gunnari Halldórssyni, sem gekk
henni í föður stað. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgarskóla og
síðar einnig prófi frá húsmæðraskóla
Rvíkur, áður en leiðir lágu til út-
landa. Hún dvaldist víða erlendis
um nokkurt skeið, lengst í Frakk-
landi og hafði ætíð mikla unun af
ferðalögum og tungumálum, sem
hún hafði sérlega gott vald á. Hún
giftist Kolbeini Sigurðssyni, flug-
stjóra árið 1966 og eignuðust þau
fjögur börn, Sigurð (fæddur 1966)
Jóhannes (fæddur 1969) Björn
(fæddur 1977) og loks Friðdóru Dís
(fædd 1982). Þau bjuggu fyrst í
Reykjavík, þá í Kópavogi, en flutt-
ust síðan til Surinam í Suður-Amer-
íku, þar sem Kolbeinn vann um
skeið sem flugmaður. Þegar hann
réði sig til Cargolux árið 1973 fluttust
þau alfarið til Luxemburgar og eign-
uðust þar fallegt heimili. Öll þessi ár
hafa þau verið með annan fótinn á
íslandi og mikinn hluta síðasta árs
bjuggu þau hér á landi með börnin.
Jóna var félagslynd, hörkudugleg
og fylgin sér við allt sem hún tók sér
fyrir hendur. Hún var skemmtileg
og leitandi manneskja, trygglynd og
sannur vinur vina sinna. Hún tók
virkan þátt í félagslífi íslendinganna
í Luxemburg, bæði með leikklúbbn-
um og Málfreyjusamtökunum. Þeg-
ar hún veiktist var eins og hún yrði
margefld, hún settist á skólabekk,
jók þekkingu sína og stóð sig með
afbrigðum vel. Tíma sinn nýtti hún
vel til hins síðasta. Hún vann um
skeið sem flugfreyja og fór sína
síðustu ferð fyrir Áir France nú um
áramótin.
Jónu kveð ég með innilegum
söknuði og þakklæti fyrir löng og
dýrmæt kynni. Fyrir hönd okkar
systkinanna og foreldra okkar sendi
ég foreldrum hennar og ættingjum
samúðarkveðjur og þakkir til allra
sem hafa stutt hana, Kolbein og
börnin. Bróður okkar biðjum við
almættið að styrkja á þessum dimmu
dögum og þökkum að helstríð henn-
ar skyldi ekki verða lengra. Megi
lífið fara mildum höndum um börnin
þeirra fjögur sem nú sjá á bak móður
sinni.
Þórunn Sigurðardóttir
Kolbeinn minn. Hver rök fylgja
engli þeim? varst þú spurður, er þú
komst með unga Hafnarfjarðar-
stúlku á heimili okkar fyrir u.þ.b. 20
árum. Jú, öll rök sem að Jónu hnigu
voru jákvæðs eðlis og var henni vel
tekið. Það varð svo til sambýlis í 5
ár. Við reyndum að troða ekki
hvor : annarri um tær, ólum börnin
okkar upp saman en yngsta barnið
og fyrsta barnabarnið á heimilinu
voru jafnaldrar. Þannig áttum við
eiginlega tvíbura sögðum við í
gamni. Síðan lágu leiðir ykkar að
heiman eins og gengur, nokkuð
víðar um veröld þó en vanalegt er.
Alltaf var þó snúið heim í norðurátt
í fríum. Taugin er römm er tengir
íslendinginn við landið kalda, þótt
valkostir séu margir. Melgrasstúfur-
inn harði á ítök í fleirum en Jóni
Helgasyni, þótt suðræn blóm blasi
við.
Um margt hlýtur líf flugmanns-
konu að vera líkt lífi konu sjómanns-
ins. Báðar vita af mönnum sínum í
sífelldri lífshættu, víðs fjarri og
verða að axla ábyrgð og forsjá barna
og bús. Ekki síst þegar menn eru nú
vikum saman í löndum þar sem
styrjöld ríkir s.s. íran, þar sem
flogið var með þegna Komenis til
Mekka s.l. sumar.
Ég fer ekki mörgum orðum um
veikindi Jónu, sem hún bar með
stakri hugprýði til æviloka. Sárt var
að vera fjarri á raunastundum. Af
bjartsýni og kjarki ráðstafaði Jóna
sínum hlutum eins og hún sá best,
var heima hjá sínum nánustu til
hinstu stundar og kvaddi þá í rúminu
sínu.
Ég hugsa oft til þessa hóps íslend-
inga í Luxemburg, hve vel þeir halda
hópinn og vernda þjóðerni sitt, hvar
sem er á alþjóðavettvangi. Það er
ekki bara kapphlaup um lífsgæði,
sem þar er að verki. Þrá eftir víðsýni
til allra átta, forvitni um siði og háttu
annarra þjóða og reyna á kraft og
kjark, en vera þó alltaf sannur
íslendingur inn við beinið er aðall
þessa fólks. Líf þess er engum heigl-
um hent. Ég hef verið með ykkur 17.
júní og um jólin sl. og séð, hvað þið
haldið fast í íslenska síði og alið
börnin ykkar upp við þá. Allsstaðar
er íslenska töluð á heimilum. Fólk
er stolt af þjóðerni sínu en vill þó
virða menningu annarra og læra af
henni.
Orð eru fánýt, þegar sorg ber að
dyrum. Þá er gott að leita á vit ljóðs
og lags. Hvert er lögmál lífs og
dauða, hvort þar bíður betra líf
eða sætur svefn og hýr, sem mun
aldrei létta, eins og afi þinn sagði
forðum, er okkur ekki ætlað að vita.
En þar hljóta ávallt að bíða vinir í
varpa, sem von er á gesti og ekkert
er svo mikilvægt í lífinu að líf og
framtíð lítilla barna, sem misst hafa
mömmu sína, sé ekki mest um vert.
Mig langar að flytja þakkir okkar
öllum þeim sem veitt hafa aðstoð,
sýnt samúð sína og höfðingslund og
tileinka ykkur þetta lokaerindi Ein-
ars Ben. um Svaninn.
Hve sætt, hve sælt að líða
um hvolfin heið
með hreina, sterka tóna -
eða enga
að knýja fjarri öllum
stolta strengi,
að stefna hæst og syngja best
í deyð,
að hefja rödd,
sem á að óma lengi
á annars minni,
Byggð og
atvinnulíf 1985
Ritið Byggð og atvinnulíf 1985 er komið út. í ritinu
eru upplýsingar um byggð og atvinnulíf á íslandi
einkum fyrir árið 1985. Ritið kemur að nokkru leyti
í stað ritraðarinnar Vinnumarkaðurinn sem gefin
var út fyrir árin 1980-1984. Fjallað er um stöðu
landsbyggðarinnar, birtar upplýsingar um breyt-
ingar á fólksfjölda 1970-1985, ársverk og meðal-
laun 1985 og aflaverðmæti 1979-1985 fyrir stærri
þéttbýlisstaðina og framreikningur mannfjöldans
eftir héruðum þar sem hliðsjón er tekin af innan-
landsflutningum síðustu árin.
Skýrslan Byggð og atvinnulíf er nú til dreifingar
hjá Bóksölu stúdenta, Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar og
Byggðastofnun.
Byggðastofnun
RAUÐARÁRSTlG 25 • SlMI 25133« PÓSTHÓLF 5410• 125 REYKJAVlK
þótt hún deyi um leið.
Er nokkur æðri aðall hér á jörð,
en eigi sjón út yfir hringinn
þröngva
og vekja, knýja hópsins
blindu hjörð
til hærra lífs -
til ódauðlegra söngva.
Unnur Kolbeinsdóttir
Tii Jónu
Sem lítið blóm
á leiði þitt
sé Ijóðið mitt
og harpan opni
hreinum tóni
hiarta sitt.
Ég sé þig enn
með sægræn augu,
sólgyllt hár.
Svo hugrökk, ung
þú hetja varst
þau horfnu ár.
Þú battst þér forðum
brúðarkrans
og börnin þín
hve léttum fótum
hlupu kát
um húsin mín.
Nú heyri ég að
að harpan kveður
harmljóð sitt
sem lítið blóm
á leiði þitt
sé Ijóðið mitt.
Unnur Kolbeinsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Frá Brekkum í Holtum
Fædd 22. júlí 1917
Dáin 3. febrúar 1987
Margrét mín hefur endað ævi -
aðeins tæplega sjötug. Hún var svo
heilbrigð fram um fimmtugt, að
líklegt sýndist að hún - eins og
móðir og ömmur hennar - næði
háum aldri.
Heilsubrestur hremmdi hana fyrr
en varði. Þrálát höfuðkvöl þjáði
hana mikið á annan tug ára. Leitað
var lækna, en lengi sá enginn hvað
olli, sem líklega var ekki von. Ef-
laust vildu þeir allir hjálpa - og
ráðlögðu töflur á töflurofan, samtals
í þúsunda tali. Margar þeirra mýktu
þrautir, en aðrarollu aukinni vanlíð-
an.
Loks gerðist það að læknar fengu
til sinna nota myndavél, sem segja
\ má að sjái í gegn um bæði hold og
bein. Hún leiddi í ljós, að æxli við
heiiann hafði valdið höfuðkvöl Mar-
grétar, öll þau mörgu ár.
Læknir treysti sér til að fjarlægja
meinið, en taldi þó tvísýnt hvort það
tækist, án þess að skadda heilann -
og þá líklega valdið mikilli lömun. Á
það vildi Margrét ekki hætta. Enda
eigi öruggt hvort hún afbæri aðgerð-
ina.
Þá var ekki annars að vænta, en
þess sem orðið er.
Okkur finnst hún farin langt of
fljótt. Þó má það þykja fagnaðar-
efni, ef hún er um alla framtíð leyst
frá sinni löngu höfuðkvöl.
Við syrgjum ekki, en söknum
innilega.
Margrét mín var grein af góðum
stofni. Þar hafa manngæði sannan-
lega legið í kvenlegg langt framan úr
ætt. Móðir hennar: Marta á
Brekkum, amma hennar: Sveinunn
á Hvoli, og langamma: Guðrún í
Eyjarhólum, voru allar orðlagðar
gæðakonur. Og formóðir þeirra: Þór-
unn á Prestbakka Hannesdóttir, var
ein besta kona sinnar tíðar, - ef
marka má frásögn bónda hennar,
Jóns eldprests Steingrímssonar.
Elsta kunn kona þess ágæta
kvenleggs, var Helga á Hólum, Sig-
urðardóttir, - húsfreyja Jóns
biskups, Arasonar - fædd fyrir 500
árum. Um hana var þetta kveðið:
„Sú Helga heita réð -
Af flestum konum frœgðir bar,
fegurð og hannyrð með -
Á ísaláði þá engri var
auðgrund meira léð" -
Sjálf var Margrét mín ein af bestu
konum, sem ég hef kynnst á langri
ævi. Eftir 55 ára samleið, má ég þar
trútt um tala - Öll endurminning
mín um hana, er einungis björt og
ljúf. Þar ber hvergi skugga á, af
hennar hálfu.
Af flestöllum höppum ævi minnar
þykir mér vænst um, að hafa auðn-
ast, að gera hana að móður barna
minna - og geta vonað, að gæska
hennar, göfgi og prýði niðja okkar,
langt í aldir fram.
Helgi Hannesson.
Vinningstölurnar 14. febrúar 1987
Heildarvinningsupphæð: 8.879.152,-
1. vinningur var kr. 5.602.213,-
og skiptist hann á milli 7 vinningshafa,
kr. 800.316,- á mann.
2. vinningur var kr. 983.083,50 og skiptist hann á 558
viningshafa, kr. 1.761,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.293.861,50 og skiptis á 14.387
vinningshafa, sem fá 159 krónur hver.
Uppl. sími:
685111
f STAÐARNEM!
ÖH þjól eiga að stöðvast
álgerlega áðuren ||«^eroar
að stöðvunarlínu ^
er komið.