Tíminn - 01.04.1987, Side 20

Tíminn - 01.04.1987, Side 20
Um svipað Iey(i og borgarallokksmenn fcngu úrskurð Landskjör- sljórnar um að framboð þeirra á Vestfjörðum væri gilt leit dagsins Ijós stcfnuskrá llokksins. Ekki var seinna vænna þar sem flokkurinn cr nií samkvæmt skoðanakönnunum sá næststærsti á landinu. í stuttu máli má scgja að hún sé kcimlík stefnuskrá móðurflokksins, en með vissum tilbrigðum. Borgaraflokknum þykir t.d. sjálfsagt að ríkissjóður sé rekinn hallalaus í góðærum, en vill jafnframt leggja af tekjuskatt, fella niður eða lækka tolla og vörugjöld, auk þess scm laun verði sambærileg við nágrannalöndin. Borgaraflokkurinn vill að „varnarsamningurinn“ verði endur- skoðaður reglulega, en jafnframt að „varnarliðið“ kaupi framleiðslu- vörur af landanum. Flokkurinn vill setja nýja löggjöf um fóstureyðing- ar, enda vill hann stuðla að líli en ekki eyða því. Lögð er áhcrsla á styrkingu sérskóla og sjálfstæðra mcnntastofnana. Flokknum er annt um íslcnska tungu og er á móti mengun. Mokkurinn vill leggja niður kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og Alþjóða hvalveiðiráðið. Þá vill Borgarailokkurinn malbika hringveginn í einum rykk og fækka þingmönnum. 1917 70 X n a 1987 . . 1/. ivIA\|NO Tíminn iiiii■iiiiii »biim i'i ii r iiiii—i Skoöanakönnun Tímans um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík: Albert einvaldur Fær hreinan meirihluta - Sjálfstæðisflokkurinn hruninn Flokkur: % |A ■c |B ■ G ■ V |m ■ s Alþýöuflokkur: ■■ 9,5% Framsóknarflokkur ■■ 6,3% Bandalag jafnaöarm. | 0.5% Sjálfstæöisflokkur ■■■■I 13,1% Alþýöubandalag ■■ 10,3% Samt.um kvennalista ■HH 8.5% Flokkur mannsins lo,5% Borgaraflokkurinr Fjöldi 48 32 66 53 43 260 51.3% Alls: 100,0% 508 Flokkur Alberts Guðmundsson- ar, Borgaraflokkurinn fcngi hrein- an meirihluta í Reykjavík cf gcngið yröi til kosninga í dag, I. apríl samkvæmt skoðanakönnun Tímans. Fær Borgaraflokkurinn 51,3% fylgi í lieykjavík. F.kki eru forsendur til að reikna út þingfylgi flokkanna á landsmælikvarða, cn Ijóst er að þessar niðurstöður gefa Albcrt Guðmundssyni a.m.k. helming þingsæta í Fieykjavíkur- kjördæmi og styrkja mjög stöðu hans á landinu öllu. En þetta er ekki eina sögulega niðurstaðan sem má lesa út úr þcssari könnun. Sjálfstæðisflokk- urinn cr hruninn og ekki ncma svipur hjá sjón frá því sem var fyrir rctt tæpri viku! Sanikvæmt könnun Tímans nýtur Sjálfstæðisflokkur- inn fylgis aðeins 13,1% kjósenda. Aldrei fyrr hafa slíkar náttúru- hamfarir átt scr stað á sviði ís- lenskra stjórnmála og þótt víðar væri leitað og eiga þessar sviptingar eflaust eftir að verða stjórnmála- fræðingum rannsóknarverkcfni um ókomna tíð. Sökum þess hve niðurstöður könnunarinnar lágu seint fyrir, cða ekki fyrr én eftir miðnætti náðist ckki í íslenska stjórnmálalciðtoga né aðra til að tjá sig um þessa sögulegu og nánast ótrúlegu niður- stöðu. Þrátt fyrir þau skekkjumörk sem finnast í könnun af þessu tagi, cr hér greinilega um afgerandi brcytingar í íslenskum stjórnmál- unt að ræða. Niðurstöður könnunarinnar Úrtakið í könnuninni taldi 800 manns og var jafnt skipt á milli kynja.Aðcins var spurt í Reykja- vík og voru svarendur á aldrinum 18 ára til áttræðs. Alls svöruðu 620, þannig að svarprósenta er 77,5% sem telst gott. Ef aðeins cru taldir þeir sem tóku afstöðu í könnuninni eru niðurstöður cins og sést á töflunni að ofan. Hcildarniðurstöður urðu þessar: A: Alþýðutl. 7,7% 48 B: Framsóknarfl. 5,2% 32 C: Bandalag jafnaðarm. 0,4% 3 D: Sjálfstæðisfl. 10,6% 66 0: Alþýðubandalag. 8,5% 53 V: Samt.um kvennal. 6,9% 43 M: Flokkur mannsins. 0,4% 3 S: Borgaraflokkur. 41,9% 260 Svara ekki: 4,0% 25 Óákvcðnir: 14.0% 87 Alls: 100,0% 620 Fylgi annarra flokka en „borg- araflokkanna", er ekki eins mikl- um breytingum háð, en þó hafa þar augljóslega átt sér stað óvenju- miklar breytingar. Alþýðuflokkur- inn tapar miklu cf miðað er við síðustu skoðanakönnun DV og hefur greinilega tapað fylgi til Albcrts, fær nú 9,5% fylgi. Sam- kvæmt þessum tölum er formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin ör- ugglega úti. Framsóknarflokkurinn bætir heldur stöðu sína í höfuðborginni og fær 6,3%, Alþýðubandalag fær 10,3% . Kvennalistinn fær8,5% og bætir enn við sig. Ónákvæmur reikningur sem aðeins tekur mið af Reykjavík og er því ekki réttur gefur flokkunum eftirfarandi þing- mannatölu: Alþýðuflokkur fær 2,Framsókn fær I, Sjálfstæðisflokkur fær 2, en þess ber að geta að atkvæði annars staðar á landinu nýtast honum vel, þannig að hann getur reiknað með a.m.k. einu sæti til viðbótar í Reykjavík. Alþýðubandalag fengi 2 þingmenn, en Borgara- flokkurinn fengi 10. Það ber hins vegar að ítreka að þessar tölur gefa ckki rétta mynd, þarsem könnunin náði aðeins til Reykjavíkur. Gífurlegt óveður á Norðaustur* landi - fjárhús fuku ofan af kindum á Melrakka- sléttu Mikið óveður hcfur geisað um norðanvert landið. í gær fauk allt lauslegt og raunar líka það sem fast átti að vera. Bátar voru víða hætt komnir í höfnum og sukku margar trillur. Þök og þakplötur rifnuðu upp undan veðurofsanum. og fuku t.d. fjárhús á Miðtúni á Melrakkas- léttu. Á Húsavík slitnaði upp danskt flutningaskip sem bundið var þar og rak það inn í höfnina. Þó tókst að bjarga smábátum undan skipinu og síðan að binda það aftur. Skólastarfi var víða frestað og í Hafralækjarskóla voru í gærkvöld börn og kennarar sent ætluðu að hafast þar við uns veðrinu slotaði. Almannavarnir á Norðurlandi ráð- lögðu fólki að fara ekki út úr húsi. Veðurstofangafígærút óveðurs- aðvörun, en veðurfræðingar eru sem kunnugt er nú í verkfalli. Á norð- austur horni landsins var veðurhæð- in um 11 til 12 vindstig. -BG Gullhnefi á Borginni - ákveöiö aö setja upp sérstakan minnisvaröa á Hótel Borg Jólaföstu- samningar sprungnir? Nýgerður kjarasamningur kcnnara í HÍK við ríkið hefur valdið talsverðri ólgu meðal for- svarsmanna launþega og atvinnu- rekenda á almennum vinnumark- aði. Telja þessir aðilar að þær launahækkanir sem kennarar hafa náð séu talsvert umfram það sem samið var um í jólaföstu- samningunum, þó svo að erfitt væri að gera sér nákvæma grein fyrir hversu mikil hækkun fælist í kennarasamningnum. Viðmælendur Tímans í verka- lýðshreyfingunni sögðu þó í gær að ef samningar annarra opin- berra starfsmanna yrðu á svipaða lund gæti það haft í för með sér að þeir færu fram á endurskoðun samninga sinna, -BG Minnismerki um snöggan ogglæsi- legan uppgang Borgaraflokksins vcrður sctt upp á Hótel Borg. Gunn- ar Jón Árnason, borgarlistamaður, hefur tekið að sér gerð verksins, sem verður gullhúðaður hnefi, sem rís upp af stöpli. Óopinberar höfuðstöðvar einlæg- ustu stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar hafa lengi verið á Hótcl Borg. Þau ráð sem þar hafa verið brugguð í tímanna rás hafa nú borið ríkulegan ávöxt, Borgara- flokkinn sem þegar er orðinn jafn burðugur og sjálft Reykjavíkur- íhaldið og flokkseigendaklíkunni skákað út í horn. Félagarnir á Borginni hafa ákveð- ið að setja upp minnismerki um sigurinn yfir flokkseigendafélaginu og því valinn staður á Hótel Borg. Minnismerkjanefnd Borgara- flokksins velti í fyrstu fyrir sér að setja upp veggskjöld með mynd af Albert og greypa í hann einkunnar- orðin “cldur í æðum“, en cftir kjafts- höggið góða var nefndin cinhuga urn að steyttur hnefi hæfði listaverkinu best. Er þar lögð áhersla á að forystumaður Borgaraflokksins er þess albúinn að sýna öllum þeini í tvo heimana, sem ekki hlíta vilja hans. Stöpullinn með gullhúðaða hnef- anum verður settur upp nákvæmlega á þcim stað þar sem kommástrákur- inn fékk á snúðinn. Eigendur Hótel Borgar hafa góðfúslega veitt leyfi fyrir uppsetningu listaverksins og þykir hciður að því að fá að prýða húsakynnin nteð svo veglegum minnisvarða um merkan atburð. Gunnar Jón Árnason myndhöggv- ari sagði í viðtali við blaðið að hann væri búinn að gera frumdrög að verkinu og vilji hann hafa hnefann úr massívu gulli, en nefndin telur að gullhúð dugi. Ef fjármagn fæst mun listamaðurinn fá sitt fram. Leitað mun verða til nokkurra stórfyrirtækja til að fjármagna lista- verkið og hefur fjármálaráðherra gefið heimild til að framlög verði frádráttarbær frá skatti. Frumdrög listamannsins að högg- myndinni Gullhnefanum. Upp- drættir höggmyndarinnar verða til sýnis á Hótel Borg síðdegis í dag. Skreiðarskuldirnar: Enn fær Naidoo frest Sjö víxlar fallnir: Frestur veittur til 20. apríl Enn hefur skreiðarkaupmaðurinn Sam Naidoo fengið frest hjá bresk- um dómstólum á máli því sem Skreiðarsamlagið hyggst höfða á hendur honum. Þetta er þriðji frest- urinn sem Naidoo er veittur í málinu og rennur hann út í kringum 20. apríl. Naidoo keypti af íslenskum fram- leiðendum, Skreiðarsamlaginu og íslensku umboðssölunni, skreið fyrir um 160 milljónir króna í fyrravor og sumar sem ekki eru bankatryggðar. Samið var um greiðslurnar á víxlum. Nú þegar hafa sjö þeirra fallið án þess að Naidoo hafi greitt svo mikið sem eyri. Þrálátur orðrómur gengur nú, þess efnis að Naidoo hafi fengið greitt fyrir skreiðina í nairum (gjald- miðli Nígeríu) en ekki fengið gjald- eyrisyfirfærslur og því eytt þeim peningum í Nígeríu. Tíminn bar þá spurningu undir Hannes Hall framkvæmdastjóra Skreiðarsamlagsins hvort menn sæju ekki orðið fram á það að þetta væru tapaðir peningar. Hannes neitaði því og sagði Sam Naidoo eiga tals- verðar eignir, það hefðu þeir kannað, og þeir gætu því gengið að þeim. Hannes sagði að þó svo Na- idoo fengi frest væri það ekki að eilífu. Greiðslur þær sem íslendingar eiga útistandandi í skreiðarviðskipt- um sínum eru hátt í átta hundruð milljónir króna og er engan veginn séð fyrir hvernig fer með þær greiðsl- ur. Hvort þær verða borgaðar eða á hversu löngum tíma. -ES

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.