Tíminn - 09.04.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- íslenskar lýðræðishefðir Eins og bent var á í forystugrein Tímans fyrir nokkrum vikum og ástæða er til að rifja upp, þegar framboðsfrestur vegna alþingiskosninga er liðinn, þá virðist íslenskt flokkakerfi í aðalatriðum stöðugt áratug eftir áratug. Lýðræðis- og þingræðisskipulag okkar íslendinga hefur fengið á sig flokkslega hefð sem sýnist skynsamleg og er líkleg til þess að viðhalda eðlilegu valdajafnvægi milli skoðana- og hagsmunahópa. Fjórflokkakerfið eins og það hefur þróast hér á landi fellur vel að lýðræðislegum hugmyndum manna í fjölbreyttu nútímaþjóðfélagi, og engin ástæða til að halda annað en að það standist vonir lýðræðissinna um virkt þingræði og heilbrigt stjórnarfar. Þetta fjórflokkakerfi okkar íslendinga - þessi hyrning- arsteinn þingræðis og lýðræðis - hefur verið að þróast síðustu áratugi allt frá því að ísland varð fullvalda ríki fyrir næstum 70 árum, eða nokkru fyrr. Þróun flokkakerf- isins hér á landi er eðlislík því sem gerst hefur almennt á Norðurlöndum. F»ar eins og hér er lýðræðið reist á langri hefð flokkaskipunar og innri þróun flokkanna eftir því sem tímar líða og þykir síst tiltökumál. Á Norðurlöndum þykir það ekki ljóður á flokki, þótt hann eigi langa sögu. í lýðræðislöndum er aldur flokks engin sjálfgefin ásökun, heldur hið gagnstæða, það er flokki fremdarefni að eiga sér hefðir og hafa lifað sína eigin þróun eins og þjóðfélagið sjálft hefur breyst og þróast í rás tímans og er þó sama þjóðfélagið. Varla fær neitt breytt þeirri staðreynd að átökin í þeim alþingiskosningum sem fram undan eru, verða milli þeirra fjögurra flokka, sem íslenskt lýðræði hefur byggst á um langt skeið, hvað sem líður að öðru leyti stefnu einstakra flokka og framgöngu þeirra í einn tíma eða annan. Líklegt er að um 90% af greiddum atkvæðum í landinu skiptist milli fjórflokkanna, 10-12% munu falla sérframboðum og sérviskuframboðum í skaut, og má kallast hæfilegt rými fyrir þess háttar þarfir í umburðarlyndu þjóðfélagi. Pessa daga eru menn sérstaklega að ætla á um fylgi nýjasta fyrirbærisins í framboðsmálum á íslandi, hins svokallaða Borgaraflokks, sem stofnaður hefur verið í kringum nafn eins manns, Alberts Guðmundssonar. Hér verður litlu spáð um það, hvaða áhrif þessi framboð hafa eða hvaða möguleika svona mínútumynd í flokkslíki hefur til þess að fá atkvæði í alþingiskosningum. En ólíklegt er að pólitískt móðursýkiskast eins og framboð Borgaraflokksins er, hafi langvarandi áhrif á stjórnmálin og vafalaust öll til hins verra, ef eitthvað er. Sannleikurinn er sá að sérframboð Albertsmanna í Reykjavík, hefði verið afsakanlegt eins og á stóð, en stofnun þessa gerviflokks í kringum Albert Guðmundsson og framboðs- æðið sem því hefur fylgt úti um alla landsbyggð, gerir hlut hans allan lakari, hvað varðar heilbrigða stjórnmálaþró- un. Borgaraflokkurinn er að sjálfsögðu pólitísk loftbóla. Á það vill Tíminn benda einu sinni fyrir allt og minnir á það sem augljóst er, að kosningabaráttan stendur milli alvörustjórnmálaflokkanna, og svo á að vera. Sérframboð og sérviskuframboð eru stundarfyrirbæri. Þau þjóna sérþörfum, sem ekki hafa almennt gildi. F»au geta beinlínis orðið hættuleg lýðræðinu ef þau eru borin upp af múgsefjun eins og dæmi eru um frá Danmörku frá Glistruptímanum. Sú saga er íslendingum alkunn, en er nú liðin tíð. Fimmtudagur 9. apríl 1987 GARRI llilllllllll Þriðji íhaldsflokkurinn Aftur horfði Garri á llokkakynn- ingu í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Þar kom Aiþýduflokkurinn fram meö kosningastefnu sína. Þar fór fyrir formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Gat Garrí ekki skilið hann betur en að hann værí að heita á kjósendur að veita sér stuðning til að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Að öðru leyti samanstóð þáttur Alþýðuflokksins af gömlum klisj- um og slagorðum. Þar voru á ferðinni upphrópanir sem menn hafa séð hjá þeim kosningar eftir kosningar. Allt hefur það og alltaf reynst innantóm kosningaslagorð, og úr efndunum hefur ekkcrt orðið þegar til hefur átt að taka. Sannleikurinn er sá að í seinni tíð hefur Alþýðuflokkurinn naum- ast átt aðra stefnu en þá að vera fimmta hjól undir vagni frjáls- hyggjunnar í landinu. Gömlu bar- áttumálin eru þar löngu fyrir bí. Það er löngu liðin tíð að Alþýðu- flokkurinn sé raunverulegur al- þýðuflokkur sem berjist af hörku fyrir bættum kjörum og aukinni vellíðan almennings. Þessi kynning Alþýðuflokksins undirstrikar það enn að þar er nú á ferðinni þriðji íhaldsflokkurinn. Honum er nú tröllriðið af frjáls- hyggju, en félagshyggjufólk er þar 'vandlcga geymt úti í hornum svo að sem minnst beri á því. Framboð Albert Guðmundsson- ar veldur því líka að nú óttast leiötogar Alþýðuflokksins stórum um það fylgi sem þeir ætluðu sér að krafsa l'rá Sjálfstæðisflokknum út á hugmyndir sínar um stjórnar- samstarf við hann eftir knsningar. Þess vegna eru þeir uggandi og hræddir. Og framboðskynning þcirra í sjónvarpinu bar þessu greinilegt vitni. Ráðalaust Alþýðu- bandalag En sé nöturlegt að vera krati þessa dagana þá hlýtur þó að vera enn ömurlegra að vera alþýðu- bandalagsmaöur, ef eitthvað er. Framboðskynning þeirra í sjón- varpinu þótti Garra jafnvel bera enn meiri svip af ráðaleysi og fálmi heldur en kynning kratanna, og er þá langt til jafnað. Það var ekki einu sinni að þeir hefðu manndóm í sér til að halda uppi gömlu kommúnistaslagorðun- um frá því fyrr á tímum. Er það ruunar í fullu samræmi við það sein mátt hefur sjá af Þjóðviljanum nú undanfaríð; máttlausara pólitískt málgagn kemur ekki út á íslandi þessa dagana. Um mögulegt stjórnarsamstarf eflir kosningur virðist Alþýðu- bandalagið ekki hafa neinar minnstu hugmyndir, og cr raunar ekki að sjá að þeir geri sér vonir um að nokkur flokkur vilji hirða það að vinna með þeim, nema helst Kvennalistinn. Markvissa stefnu í framfaramálum lands og þjóðar gat Garrí ekki séð grilla í þarna, heldur þvert á móti. Þetta var innantómt glamur um hærri laun og lægri skatta, gjörsamlega út úr takt við þá einföldu staðreynd að þjóðin þarf að eyða í samræmi við það sem hún aflar, svona rétt eins og heimilin. Einu baráttumáli hjó Garri þó eftir hjá þeim, og það var að hækka skafta á fyrirtækjum. í því sambandi voru teknar upp risatölur um hagnaö vcrslunar á síðasta ári sem Þjóðviljinn var með á dögun- Skattlagning fyrirtækja Eins og bent hefur verið á hér í blaðinu eru þessar tölur þó gróf- lega rangar, sem byggist á því að þeir Þjóðviljamenn virðast ekki kunna skil á því að það er munur á brúttóhagnaði fyrirtækja og niður- stöðu á rekstrarreikningi. Stærstu liðirnir þar á milli eru vextir, fjármagnsgjöld og afskriftir, sem í nútíma fyrírtækjarekstrí hlaupa yflrlcitt á stórum fjárhæðum. öflug fyrirtæki eiga vitaskuld að standa undir sínum hluta af kostn- aðinum við rckstur þjóðarbúsins, um það eru allir sammála. Hins vegar hagar svo til hér á landi að stór hluti fyrirtækja er fjárhagslega í sárum eftir verðbólgu liðinna ára. Alþýðubandalagið vill þvi blóð- mjólka kúna með því að hindra atvinnufyrirtæki í að byggja sér upp nauðsynlegt rekslrarfjármagn. Á undangengnum fjórum árum hcfur ríkisstjórn sú, sem Fram- sóknarflokkurínn hefur leitt, unnið þrekvirki í því að sameina þjóðina í vcrðbólgubaráttunni. Árangurinn er sá meðal annars að rekstraröryggi atvinnufyrir- tækja er að stórbatna. Framhald þessa starfs er brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina, ekki síst hinn vinn- andi mann, og forsenda þess að hægt sé að tryggja atvinnuöryggi hans. En þetta skilja allaballar ekki. Hvar sem þeir sjá aura hrópa þeir skattar, skattar. Þeim er fyrirmun- að að skilja að fari fyrirtækin upp til hópa á hausinn þá verða kjós- endur atvinnu- og bjargarlausir í stórhópum. Þeir viröast gjör- sneyddir hæfíleikanum til að hugsa fram í tímann. Garri. VÍTT OG BREITT Ömurlegt siðleysi Enn einu sinni liggur fyrir í skjalfærðu yfirliti hvílíkt endemis siðferði ríkir í umferðarmálum á íslandi. í Tímanum í gær voru birtar upplýsingar úr nýrri nor- rænni tölfræðihandbók, sem sýna hve umferðarsWs eru hlutfallslega miklu fleiri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Og það sem verra er, þeim fjölgar hlutfallslega mest hér ár frá ári. Það er sama í hvaða aldurshópa er borið niður, alls staðar eiga íslendingar Norðurlandamet í fjölda slasaðra vegna umferðar. íslensk börn eru í mun meiri hættu en jafnaldrar þeirra austan hafsins. Þrisvar sinnum fleiri unglingar á aldrinum 15-17 ára slasast á íslandi en í Svíþjóð og Finnlandi. Nærri lætur að helmingi fleiri börn undir 6 ára aldri slasist á Islandi af völdum umferðar en meðal þeirra þjóða sem saman- burðurinn nær til. Gagnslítil fræðsla Hvers konar þjóð er þetta, sem lætur svona andstyggð viðgangast? Svarið hlýtur að liggja í siðblindu þeirra sem umferðinni stýra. Ekki vantar viðvaranir og ráðleggingar og væmnar athugasemdir um að „bæta þurfi umferðarmenning- una.“ Ráð og nefndir, sem kenndar eru við umferð ráðslagast með slagorð og jafnvel tryggingafélögin eru farin að taka við sér og eru farin að rannsaka hvað veldur slysunum og apparat er sett í gang til að bæta „umferðarmenning- una.“ Fræðsla er lausnarorðið og svo er farið að fræða. Slagorð eru sett í blöðin og ríkissjónvarpið rausnast til að sjá af óhemjudýrmætum tíma sínum til að sýna sænskar bíó- myndir um bílslys. Áróðurinn snýst að mestum parti um bílbelti og deilur um viðurlög séu þau ekki notið. Tímamyndir Svcrrir. í nýjum umferðarlögum slapp í gegn ákvæði um að hafa kveikt á Ijósum á bílum á ferð. Það er kannski ein skynsamlegasta varn- araðgerð sem lögleidd hefur verið. Annars var aðaláhugamál þingmanna í sambandi við endur- skoðun umferðarlaganna að þeir fengju prívat og persónulega að halda stertilegum bílnúmerum, sem kunningjar þeirra hjá eftirlit- inu vöidu þeim. Sú hégómagirnd kostar þjóðina ekki nema 20 mill- jónir króna á ári. En það eru smámunir hjá því hvað umferðarsiðleysið kostar. Agaleysi Siðleysingjarnir í umferðinni er illa agað fólk, taugaveiklað, tillits- laust gagnvart samborgurum sín- um og líklega með minnimáttar- kennd, sem kemur fram í yfirgangi og frekju á götum og vegum. Svokallað gáleysi er ein höfuðor- sök umferðarslysa. Freistandi er að halda því fram, að það sem gefið er upp sem gáleysi í skýrslum sé fyrst og síðast vanþekking. Van- þekking á umferðarlögum og slæm kunnátta í meðferð ökutækja. Það er siðleysi að gefa fólki leyfi til að aka bíl, sem hvorki hefur kunnáttu né hæfni til þess. Öku- kennslu þarf að endurskoða og bæta. Ekki aðeins að tala um það, heldur að framkvæma endurbæt- urnar. Vælið um fjárskorteraðeins undansláttur. Það er ekkert dýrara að kenna vel á bíl en illa. Skortur á kurteisi Það er siðleysi af löggæslunni að horfa upp á gróf umferðarlagabrot og vilja ekkert af þeim vita. Með þeim hætti er ökuníðingum og fólki sem ekki er treystandi fyrir bílum vegna kunnáttuleysis gefið undir fótinn að halda uppteknum hætti. Ökumenn sem firrtir eru öllum sjálfsaga leika lausum hala á götum og vegum. Kannski er ástandið ekkert verra í umferðinni en á mörgum öðrum sviðum, þar sem skortur á kurteisi og siðlegum um- gengnisvenjum er áberandi, oftast vegna þess að frekjurnar hafa aldrei verið upplýstar um hvað sé sæmilegt í þeim efnum. En agaleysið í umferðinni er alvarlegast fyrir þá sök að það veldur meiri hörmungum en dóna- skapur þeirra sem ekki geysast um með tonn af stáli í höndunum. Umferðarslysin eru siðrænt vandamál og þau munu halda áfram að aukast svo lengi sem þjóðin temur sér ekki betri siði og nærgætnislegri umgengni við náungann. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.