Tíminn - 09.04.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1987, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 9. apríl 1987 VETTVANGUR lllillllllll lllllllllllllllllllll llllllllllli lllllllllllllllllllllilllllllllllllUIIIIIIII Unnur Stefánsdóttir: Framsókn - þín vegna í hinni hcfðbundnu stjórnmála- umræðu cr mönnum og flokkum skipað til hægri og vinstri eftir stefnum og lífsskoðunum. Afturhaldsöflunum og gróða- öflunum er skipað til hægri, en hinum, sem segjast vera frjálslynd- ir og lýðræðissinnaðir, er skipað til vinstri. Við nánari athugun sést raunar hve þessi skilgreining getur verið hæpin. Þetta kemur glöggt í ljós þegar íslenska flokkakerfið er skoðað. Innan Alþýðubandalagsins sem almennt er talið til vinstri má finna mcsta afturhald sent til er í íslensk- um stjórnmálum. Frjálshyggja sumra forkólfa Alþýðuflokksins er mun svæsnari en þeirra sem lengst vilja ganga í Sjálfstæðisflokknum. í Sjálfstæðisflokknum er fjöldinn allur af fólki sem alls ekki á þar heima samkvæmt hinni venjulegu pólitísku skilgreiningu. Fannig ala öfgar af sér aðrar öfgar í stjórnmálum eins og víða annars staðar. í miðju hinna pólitísku átaka er hins vegar afl sem hefur á stefnu- skrá sinni félagslegt réttlæti, heil- brigða athafnaþrá einstaklingsins. Lífsskoðun miðjumannsins Lífsskoðun ntiðjumannsins grundvallast á virðingu fyrir manninum sem einstaklingi - ein- staklingi sem er tilbúinn til sam- starfs og samvinnu við aðra. Tillits- semi og virðing fyrir öðrum er undirstaða þess að hver maður fái notið sín. Áhcrsla er lögð á rétt hvers manns til frumkvæðis og athafna, en um leið á skyldur hans og ábyrgð. Athafnasemin má ekki vera á kostnað annarra, hvorki samtíma- manna né komandi kynslóða. Miðjumaðurinn Itafnar hug- myndum markaðsaflanna um frelsi til skjóttekins gróða á kostnað komandi kynslóöa, gróða sem veldur mengun, hruni fiskistofna og eyðingu gróðurs. Miðjumaðurinn hafnar einnig ábyrgðarlausum tilhneigingum til þess tímabundið að skapa falska velmegun með erlendum lántökum á kostnað næstu kynslóðar. Samnefnari miðjumanna Þótt grundvallarstefnumið Al- þýðuflokksins séu af svipaðri rót sýnir sagan að dekur flokksins við erlendar kennisetningar, nú síðast frjálshyggjunnar, útilokar hann frá allri forustu á ntiðju stjórnmál- anna. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei ánetjast klassiskum kredd- um og kennisetningum stjórnmál- anna. Vegna sveigjanlegrar og öfgalausrar stefnu sinnar hefur flokknum tekist að laða aðra flokka til samstarfs um helstu framfaramál samtímans hverju sinni. Enginn flokkurhefuroftar og lengur setið í ríkisstjórn á lslandi en Framsókn- arflokkurinn og enginn flokkur á þar af leiðandi meiri þátt í mótun þess velferðarþjóðfélags sem við búum í. Lífsskoðun miðju- mannsins grundvallast ávirðingufyrirmannin- um sem einstaklingi - einstaklingi sem er til- búinn til samstarfs og samvinnu við aðra. Til- litssemi og virðing fyrir öðrum er undirstaða þess að hver maður fái notið sín. Hvað vill Framsóknarflokkurinn? En það sem ntáli skiptir nú er auðvitað framtíðin. Hvernig vilj- um við að þjóðlclag okkar þróist á næstu árum? Hvers konar þjóðfé- lagi ætlum við sem nú ráðum ferðinni að skila börnunum okkar? Framsóknarflokkurinn svarar þessum spurningum í stefnuskrá sinni sem samþykkt var í mið- stjórnarfundi á Selfossi 20. og 21 mars. sl. Þetta viljum við framsóknarmenn Efnahagsmál: Við viljum áframhaldandi sókn til jafnvægis í efnahagsmálum. Við viljum varðveita þann árangur sem náðst hefur á síðasta kjörtímabili, minnstu verðbólgu í 15 ár, hæstu ráðstöfunartekjur heimilanna í sögu lýðveldisins, kjarabætur til liinna lægst launuðu, lækkandi cr- lendar skuldir og atvinnu fyrir alla. Atvinnumál: Við viljum öflugt atvinnulíf sem staðið getur undir þeirri félagslcgu þjónustu og almcnnu hagsæld sem við kjósum. Við leggjum áherslu á að at- vinnurekstur sé í höndum einstakl- inga og samtaka þeirra. Við viljum sem minnst afskipti ríkisvaldsins af atvinnuvegunum til þess að frum- kvæði einstaklinga njóti sín sem best. Þó ber ríkisvaldinu að stuðla að heilbrigðum rekstrargi undvelli atvinnuveganna og leggja rækt viö nýsköpun í atvinnulífinu. Viö viljum með öðrum oröunt fóðra mjólkurkúna skynsamlega og hafa af henni sem mestar nytjar, en viö viljum hvorki sleppa henni lausri í kálgarðinn eins og gróðaöfl- in vilja né viljum við slátra henni og éta eins og suniir vilja í Alþýðu- bandalaginu. Byggðamál: Við boðum nýja öfluga byggða- En það sem máli skiptir nú er auðvitað framtíð- in. Hvernig viljum við að þjóðféiag okkar þróist á næstu árum? Hvers konar þjóðfélagi ætlum við sem nú ráð- um ferðinni að skila börnum okkar? stefnu sem ntiðar að því að íbúar dreifbýiisins njóti hliðstæöra lífs- kjara og þjónustu, jafnt í félagslcg- unt og menningarlegum efnum og aðrir íbúar landsins njóta. Við viijum nýtt stjórnsýslustig scm færirákvörðunarvaldið í hend- ur heimamanna og við viljum færa þjónustustörfin heim í héruöin. Fjölskyldu- ug félagsmál: Við viljum standa vörö um nýja húsnæðislánakcrfið sem gerir fólki kleift að eignast húsnæði án þess að þurfa að fórna bestu árum æfi sinnar í þrotlaust strit og fjárhags- áhyggjur. Við viljum réttlátari tekjuskipt- ingu sem miðist við að fjölskyldum sé gert kleift að lifa eðlilegu heimil- islífi. Við viljum að barna- og fjöl- skyldubætur með 3 börnum eða fleiri nægi til að launa foreldri fyrir heimavinnu, kjósi það að gæta barna sinna heima. Við viljum auka frantkvæmdir í þágu fatlaöra og bætta þjónustu og nægilegt framboð húsnæðis fyrir aldraða. Viö viljum samræmt Iífeyris- sjóðakerfi þannig að sjóðirnir myndi eina lífeyrisheild og við viljum að varðveisla og ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna verði á hcimaslóð. Heilbrigðismál: Við viljum standa vörð um heil- brigðiskerfið sem er ein ntcgin undirstaða velfcrðar. Við leggjunt áh'erslu á fyrir- byggjandi aögerðir sent koma í veg fyrir sjúkdóma og stuðla að sparn- aöi í heilbrigðiskerfinu. Við viljum efla varnirgegn fíkni- efnum, við viljum opinbera manneldis- og neyslustefnu sent stuðlar að neyslu hollrar og nær- ingarríkrar fæðu og við viljum hvctja til almcnnrar íþróttaiðkun- ar. Mennta- og menningarmál: Viö viljum endurskoðun mennta- kerfisins þannig að það fulinægi kröfum nýrra og breyttra tíma. Við viljunt bæta menntun og kjör mennta- og uppeldisstétta. Við viljum fullt jafnrétti til náms og höfnunt hugmyndum sjálfstæð- ismanna um vexti af námslánum. Við viljum efla listastarfsemi jafnt áhugamanna, frjálsra listhópa og helstu listastofnana þjóðarinn- ar. Við viljunt gera Þjóðleikhúsinu og Listasalni Islands kleift að senda sýningar unt landið. Unnur Stefán.sdóllir skipar 3. s:i‘ti á lista Framsóknarflokksins á Suóurlandi. lllllllllllllllllll BÓKMENNTIR 1111 III1II1IIIIUIII!Í!IIIIIIIIIÍI!III1I1I1I!III:IIÍIIIÍII1 lllllllllllliiil Glæpir liðinnar aldar Jón Óskar: Konur fyrir rétti, frósagnir af átta dómsmálum á nítjándu öld, Almenna bóka- félagið 1987. Það eru ein fimm dulsmál sem hæst ber í þessari bók, og er þá átt við sakamái út af því að konur hafi fætt börn á laun, fyrirkomið þeim og reynt að dylja fæðinguna. Auk þcirra er þarna fjallað um þjófnað á hrossi. peningaþjófnað, mál manns sem átti barn nteð stjúpdóttur sinni. og ljótt nauðgunarmál út af árás á vangefna stúlku á bæ skammt frá Eyrarbakka. Tilefni bókarinnar er að þegar Jón Óskar var að vinna að verki sínu um Sölva Helgason um árið þurfti hann að kynna sér dónia- bækur úr öllunt landshlutum frá nítjándu öld. Þar rakst hann hvað eftir annað á sakamál gegn konum; af þeim valdi hann átta og rekur gang þeirra hér, eftir dómabókum og öðrum heimildum, og er í einu tilvikinu raunar fjallað um tvö saka- mál í sama þættinum. Ekki getur efniviðurinn talist til- takanlega aðlaðandi, þó vissulega sé mikil aldarfarslýsing falin í þessum frásögnum. En samt vaknar óhjá- kvæmilega sú spurning hvort þessi bók snúist raunar alfarið um sérmál kvenna. Uppistaðan hér er vissulega sú aðstaða sem ógiftar mæður voru í; og hvernig þær gátirleföst út í að reyna að leyna barnsburði og jafnvel að fyrirkoma börnum sínum. Þetta gerðu þær vitaskuld fyrst og fremst vegna þess að þær eygðu ekki mögu- leika á framfærslu barnanna, cnda voru feðurnir oft kvæntir öðrum konum. Það var stutt á milli rúma í baðstofum þcssara tíma. En refsing- ar við öllum feilsporum þar voru harðar. í engu dulsmálinu í bókinni kemur raunar ótvírætt fram að móðirin hafi fyrirkomið barni sínu að yfirlögðu ráði. Öll virðast börnin hafa verið ýmist andvana fædd eða látist af kulda og vosbúð strax eftir fæðingu. En mæður þeirra hafa falið líkin og reynt að dylja atburðina. Þessi mál vekja þannig fyrst og fremst samúð með mæðrunum. Jafnframt vekja þær andúð á hörku þess þjóðfélags sem neyddi einstæðar mæður til að leita skjóls í afkimum og útihúsum til að ala afkvæmi sín, og refsaði þeim síðan grimmdarlega þegar upp komst. En hitt cr svo aftur annað mál að það voru síður cn svo konur einar sem miskunnarlcysið í réttarfari þessa tíma bitnaði á. Karlarnir urðu fyrir þessu líka, og er raunar dæmi þess hér í bókinni, í frásögn af Sigurði "Ólafssyni sem dæmdur var til lífláts fyrir barneign með stjúp- dóttur sinni. Sama dóm varð raunar einnig náfrændi hans, Sigurður Guð- brandsson, að þola, þótt hvorugur þyrfti að láta höfuð silt. Frá þeim málum báðum skýrði Guðmundur Daníelsson rithöfundur í bók sinni IJómsdagur (I979), og hefði þurft aö vitna til þess hér. En þó að dulsmálin séu hér ntikil fyrirferðar eru þaö scm sagt ekki þau sem upp úr standa í lokin, hcldur miklu frekar harðneskja aldarfarsins. í þcssu virðist mér að höfundi hafi ekki tekist að takmarka og hnitmiða cfnivið sinn eins og tilætlunin hefur trúlega verið. Það er ekki samúðin með konunum, sem eftir stendur að lestri bókarinnar loknum, heldur mikiu frekar samúð með smælingjum þessara tíma af báðum kynjum og yfirleitt. Líka er helst að sjá af bókinni að Landsyfirréttur í Reykjavík hafi að ýmsu leyti haft tilhneigingu til að taka mildari höndum á þeim málurn, seni þarna eru til umfjöUunar, held- ur en héraðsdómarar. Svipað er líka að sjá að hafi gilt um Flæstarétt í Kaupmannahöfn. Fróðlegt hefði verið að fá í bókinni einhvers konar umfjöllun um stefnuna í úrskurðum þessará þriggjá dðmstiga.‘óg nieð' Jón Óskar rithöfundur. hliðsjón af nafni hcnnar þá einkum að því er varðar afstöðu þcirra til sakamála gegn konum. Slíkt hefði orðið bókinni til aukins gildis og afmarkað meginstefnu hennar betur en gcrt er. Ög í hcildina skoðað tekst höfundi þannig tæplcga nógu vel að marka í verki sínu þá sérstöðu kvenna gagn- vart dómskerfinu á öldinni sem leið sem réttlæti til dæmis nafnið á bók- inni. Það gildir jafnt þótt konur séu vissulega fyrir rétti í öllum málun- um. í stórum dráttum vcröur tæpast sagt að þessi bók l'jalli um stöðu kvcnna sér á parti, heldur miklu frentur um hörku yfirvalda og dóm- stóla á níljándu öld gagnvart því sem nú er fariðað kalla litla manninn í þjóðfélaginu. Ein dulsmálssagan er nokkuö sérstæð, og fjallar hún um einfalda stúlkukind í Árneshreppi á Ströndum. Sú stúlka hélt þvi stað- fastlega fram að hún hefði orðið barnshafandi eftir bróður sinn, en misst fóstrið. Út af þessu varð hinn niesti málarekstur, cn þegar upp er staðið vcrður ekki annað séð en allt hafi þetta verið tilbúningur og trú- gjörn stúlkan aðcins fórnarlamb hrekkjalóma á bænum. llér hefði getað verið á ferðinni kjörið efni í smcllna gamansögu. Jón Óskarfylg- ir liins vcgar sömu aðferð hér og endranær í bókinni, sem er að rckja sig blint áfram eftir dómabókunum. Fyrir vikið er það ekki fyrr en að lestri sögunnar loknum sem fyndni málsins opnast fyrir lesanda, og hefði farið betur að koma hcnni með einum eða öðrum hætti fyrr inn í frásögnina. Annars cru þctta ljót mál og grimmt réttarfar sem hér er íjallað um. Vissulcga má scgja að það sé lærdómsríkt að kynnast þcssu öllu í nærsýn. en sérlega áhugavcrt getur það ekki beinlínis talist. Líka er alltaf dálítið álitamál hvað langt eigi að ganga í því að velta sér upp úr málum ógæfufólks, jafnvel þótt frá liðnum öldum sé. Ég er ekki frá því að hér réttlæti útkomurnar það ekki ntcira en svo. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.