Tíminn - 24.05.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 24.05.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Sunnudagur 24. maí 1987 Matreiðsla með jógúrt Það þarf ekki að fjölyrða um alla þá góðu eiginleika sem jógúrt býr yfír. Það þarf aðeins að hafa í huga nokkrar grund- vallarreglur og það er hægt að nota jógúrt í næstum hvað sem er frá bakstri og upp í súpur, salatsósur og jafnvel drykki. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir um hvernig á að fara að til að gera jógúrt að föstum lið á matarborðinu. • Það er hægt að nota jógúrt í súpur og sósur í staðinn fyrir mjólk eða rjóma, en þá kemur spurningin: Hvernig á að koma í veg fyrir að blandan ysti ekki þegar komið er uppundir suðu? Bætið einni skeið af kartöflumjöli eða maizenamjöli saman við hvern bolla af jógúrt sem notaður er og hitið varlega upp að suðu. Látið aldrei mat með jógúrt í bullsjóða. • Það er hægt að nota jógúrt í staðinn fyrir vökva í öllum bakstri. Bætið aðeins um Vi-Vi tsk. af matarsóda út í til að verka á móti jógúrtinni. Ef vökvinn í uppskriftinni átti að vera mysa eða súrmjólk þá þarf engu að breyta, nema kannski bæta ögn við af jógúrtinni þar sem hún er til dæmis þykkari en mysan og deigið getur orðið of þykkt. • Minnkið hitaeiningarnar í majónsósu umtalsvert með því að nota jógúrt til helminga á móti majónsósunni. • Minnkið hitaeiningarnar um helming eða jafnvel niður í lA með því að nota jógúrt í staðinn fyrir þrjá fjórðu af matarolíunni í franskri salatsósu. Notið síðan sítrónu eftir smekk. • Til að fá þykka sósu (líkt og sýrður rjómi) blandið þá 1 msk. af undanrennudufti saman við 'A bolla af jógúrt og bætið þar út í 1 tsk. af bragðlítilli matarolíu. • Til að búa til góða sósu á neita eða kalda eftirrétti blandið þá saman jógúrt og undanrennudufti og bragðbætið með hunangi eða hrásykri og sítrónuhýði eða vanillu eftir smekk. • Það er gott að blanda saman grænmetissafa og jógúrt til helminga og þá er kominn hressandi drykkur. • Skerið opna stóra bakaða kartöflu og merjið góðan hluta af innihaldinu. Bætið út í 1 tsk. af smjöri, 4 msk. af jógúrt, 2-4 msk. af söxuðum vorlauk og 1 msk. af söxuðum ristuðum möndlum og blandið því síðan öllu saman við efsta lagið á bökuðu kartöflunni. • Blandið saman 1 Vi bolla af jógúrt, 3A bolla af undanrennu- dufti, 2 msk. af ljósu hunangi eða hrásykri, rifnu hýði af 1 sítrónu og þeytið þetta vel saman. Best er að nota blandara. Þetta líkist þeyttum rjóma og er mjög gott með ávöxtum og ýmisskonar ábætisréttum. En að síðustu kemur hér ein uppskrift af jógúrtrétti sem er mjög góður. Það er líka gott að nota þetta ofan á brauð. Jógúrthrísgrjón 1 bolli brún hrísgrjón 2 bollar vatn 1 ‘/2 tsk. salt 1 tsk. engifer ■/2-1 græn paprika 1 bolli jógúrt Sjóðið hrísgrjónin í 45 mínútur. Saxið paprikuna fínt og bætið út í hrísgrjónin með engiferinu og jógúrtinu. Látið standa í nokkra klukkutíma. innan kirkjunnar Nýlega kom út fréttabréf frá nefnd á vegum Alkirkjuráðsins sem hefur að meg- in markmiði að fylgjast með á- standi heilbrigðis- mála um heim all- an og miðla upp- lýsingum áfram til allra kirkjudeilda Alkirkj ur áðsins. Heilbrigðis- nefndin (CMC) leggur áherslu á að kirkjur og söfnuðir víða um heim taki höndum saman um að mæta þeim mikla vanda, sem sjúk- dómurinn eyðni hefur valdið, af kristilegri ábyrgð. Áhersla er lögð á það að safnaðarfólk sjái og skilji þörfina fyrir að veita þessum sjúklingum aðhlynningu og sálgæslu ekki síður en öðr- um sem eiga við mikla þjáningu að stríða. Það sem talið hefur verið helsti Þrándur í Götu við fram- kvæmd sálgæslu er í fyrsta lagi hræðsla við sjúkdóminn og ótti. í öðru lagi er það sú tilhneiging að vilja ekki líta á eyðnisjúk- linga sem hluta af safnaðarbörn- unum og firra sig þannig ábyrgð á umönnuninni. Og í þriðja lagi það, sem hefur verið hvað mest í sviðsljósi hér á landi, en það er almenn fræðsla til að koma í veg fyrir eða hindra að einhverju marki útbreiðslu sjúkdómsins. Orð um sjúkdóminn Tölur um útbreiðslu eyðni og um háa dánartíðni eru uggvæn- legar. Eyðni er veirusjúkdómur sem nýlega er kominn fram og var hann skilgreindur fyrir að- eins 5 árum og er talið að hann sé ein versta plága tuttugustu aldar. í skýrslum frá World Health Organization (WHO) hefur eyðni orðið vart í öllum byggð- um heimsálfum og ljóst er að sjúkdómurinn berst á milli til karla, kvenna og barna án tillits til þjóðfélagslegrar stöðu eða stéttar, menntunar, menningar eða trúarbragða. Á 10-14 mán- uðum tvöfaldast tala þeirra sem veikjast alvarlega og var hún á síðasta ári um 30.000 manns (24.000 í Bandaríkjunum, 2600 í Evrópu og um 1000 skráð tilfelli í Afríku). Þar eð heilbrigðisyfirvöld í mörgum löndum hafa ekki getað gefið út nægilegar upplýsingar um veikina er ljóst að tölurnar eru í raun mun hærri. Tala þeirra sem bera sjúkdóminn, en hafa ekki leitað meðferðar eða ekki þurft á meðferð að halda, er með öllu óljós, en skiptir vafalaust miljónum. Smitunar- tíðni er mikil, en hún er þó breytileg frá einum heimshluta til annars. í Afríku berst veiran einkum á milli fólks af gagnstæðu kyni en í Evrópu, N-Ameríku og í Asíu berst hún aðallega á milli samkynhneigðra manna og eit- urlyfjaneytenda. Dánartíðnin er. há og telst hún vera um 75% einu ári eftir að einkennin komu fram og 100% tveimur árum síðar. Enn sem komið er hefur engin árangursrík læknismeð- ferð verið fundin og vonir sem bundnar eru við bóluefni eru ótraustar. Það eina sem hægt er að nota gegn veirunni er öflugt forvarnarstarf. Vitjunartíminn kominn Þegar einstaklingar lenda í baráttu við leyndardóma lífs og dauða er jafnan víst að þeir standa frammi fyrir því að mæta guði sínum. í kristinni trú kom- ast þeir ekki hjá því að mæta Guði og er jafn víst að fundur þessi er til þess fallinn að skapa traust, von og lotningu af hálfu einstaklingsins, mun frekar en angist eða uppgjöf. Kristnum safnaðarbörnum, sem vilja eitthvað aðhafast til að bæta þjáningu bræðra sinna, er bent á að þótt ekki sé unnt að lækna sjúkdóminn þá er alltaf hægt að veita stuðning og sýna samstöðu í orði og verki. Vitnað er í Matteusarguðspjall, 25. kap., þessu til staðfestingar: “Hungraður var ég ... þyrstur ... ókunnugur ... nakinn ... sjúkur ... fangelsaður ... og þið gáfuð mér að eta ... klædduð mig ... önnuðust mig ... og vitjuðuð mín.“ Þjáning eyðnisjúklinga er al- varleg áskorun til kristinna manna um að standa saman og styðja við bakið á meðbræðrum sínum og reynast þeim sönn kirkja og sannur söfnuður. Eyðni kallar söfnuðinn til ábyrgðar og alvarlegrar siðferði- legrar breytni gagnvart fórnar- lömbunum og aðstandendum þeirra. Þar sem eyðni hefur skotið upp kollinum innan allra stétta og herjað á bæði kynin, án tillits til aldurs eða kynlífshegðunar, hefur hún kallað fram ótta innan samfélagsins og leitt til út- skúfunar og einangrunar sjúkl- inganna. Söfnuður sá sem ætlar sér að verða að liði í baráttunni er því í mikilli þörf fyrir fyrir- gefningu Krists. í kristilegri sýn Kirkjur heimsins eru nú kall- aðar til að endurskoða viðhorf sín til eyðnisjúklinga. Söfnuðir Guðs geta staðið sem ein fjöl- skylda við hlið eyðnisjúklinga og ekki síður stutt við bakið á aðstandendum þeirra. Bræðra- þelið ætti að ýta til hliðar öllum tilhneigingum til að útskúfa þessum einstaklingum eða að afneita þeim. Þegar að þvf kemur að hvert og eitt okkar mætir dauðanum, stöndum við frammi fyrir mikilli ráðgátu og viðbrögðin eru oft 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.