Tíminn - 24.05.1987, Page 4

Tíminn - 24.05.1987, Page 4
4 Tíminn Sunnudags- LEIÐARI Jarmið Hvað er það sem vekur í brjóstum okkar slíka þrá að hún ólgar út yfir alla sína bakka og fær ekki dulist ? Ástríður ofurmennanna verða bleikar af öfund og þeir líta í kringum sig með flóttalegu augnaráði. Það er þeirra vandi en ekki okkar. Ástin á lífinu og þrótturinn til að lifa, stendur sjaldan í blóma sem núna. Sauðburður, kýrburður, stjórnarmyndun, skólaslit og fardagar. Hver og einn kálfurinn brýst um og krefst þess að fá að lifa. Ekki vegna þess að hann hafi farið þess á leit við nokkurn að til hans yrði stofnað með getnaði, heldur vegna þess að hann er nú einu sinni orðinn til. Hér erum við og hvað getum við svo sem annað gert eins og málum er komið. Lífið í brjóstum okkar tekur kipp er við heyrum í jarmandi lambi og enn og aftur þegar kálfurinn baular í krafti þess að hann á fullan rétt á kúamjólkinni. Hvað á það að þýða að rugla hann í ríminu með fjálglegu tali um nútímalegan fullvirðisrétt ? Nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu verk eftir Spánverjann Lorca. Þar stendur Yerma á sviðinu mestalla sýninguna og stynur undan því að fá ekki að þjóna þeim eina sanna tilgangi lífsins er hjartað krefst af henni. Barmur hennar stynur undan því að fá ekki að elska og að fá ekki að lifa og að fá ekki að geta af sér barn. Þrátt fyrir heitar bænir til Guðs við logandi kertaljós, verður henni ekki að óskum. Blákaldur raunveruleikinn - barnleysið - leiðir hana að Iokum til hinna verstu verka. Kverkatakið er skilgetið afkvæmi örvæntingarinn- ar og um leið er það móðir glötunarinnar. Yerma er fædd til að þjást og húsið sem hún flutti inn í, er hún var bónda sínum gefin, er reist á traustum og ríkulegum grunni bölvunar og ótta. Bóndinn er valdhafi, auðvald og óðalsbóndi, en hún er að berjast við öll þessi köldu gildi með sakleysi æsku sinnar eitt að vopni. Grundvallarþráin er í takt við kenningu kirkj- unnar og kröfu samfélagsins. Þrá móður til að geta af sér sitt eigið barn. Þráin eftir því að fá að leggja varir nýrra kynslóða að sínum eigin brjóstum og að fá að ala afkvæmi sín upp í sama sakleysi æskunnar og hún sjálf bar í brjósti. Sú var þráin í brjóstum foreldra hennar og foreldrum þeirra. Þráin sem í okkar brjóstum brennur og svellur er af hinum sama toga, eða hvað? Hvað getum við sagt þegar við horfum upp á okkar eigin afkvæmi er við gátum af okkur í kosningunum til Alþingis. Eru það óbyrjur sem koma til með að grípa hverja aðra kverkataki í örvæntingarfullri löngun til að verða settar á yetur? Hvað sem jarminu líður þá hafa viðræður þessara afkvæma dregist úr hömlu. Málefnin hefur ekki skort. Verkin bera lítinn ávöxt. Mál er að kreppunni linni og hjarðirnar lembi sig. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Kristján Björnsson Sunnudagur 24. maí 1987 lllllllllllllllllllllllll erlend MÁL .Þorarinn Þorannsson Hindra íhaldsöflin í Nato samninga Reagans og Gorbatsjovs? Sérfræðingar Nato á bandi bandarísku haukanna INNAN Atlantshafsbanda- lagsins standa nú harðari deilur en nokkru sinni fyrr, og getur vel svo farið, að þær eigi eftir að ríða bandalaginu að fullu, ef ekki tekst að leysa þær með skaplegum hætti. Deilurnar eru alvarlegri en ella vegna þess, að þær eru ' pólitísks eðlis og á vissan hátt flokkspólitískar, þar sem hægri flokkar og vinstri flokkar, sem hafa stutt bandalagið, eru orðnir á öndverðum meiði um hlutverk þess. Hægri flokkarn- ir, undir forustu manna eins og Kohls í Vestur-Þýskalandi og Chiracs í Frakklandi eru van- trúaðir á friðarviðleitni Reag- ans forseta og viðræður risa- veldanna um afvopnun, en vinstri menn og frj álslyndir eins og Genscher utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands vilja stuðla að bættri sambúð risa- veldanna og samdrætti í víg- búnaði þeirra. Hinir svonefndu haukar eða hernaðarsinnar í Bandaríkjun- um, sem vinna gegn friðarvið- leitni Reagans og vilja efla vígbúnað í stað afvopnunar, hafa fundið góða bandamenn í þeim Kohl og Chirac, en þó fyrst og fremst í svonefndum hernaðarlegum sérfræðingum Atlantshafsbandalagsins, sem hafa aðallega stundað vígbún- aðarfyrirætlanir. Ofthefurver- ið mikill ágreiningur milli þeirra og stjórnmálamanna, sem hafa lagt áherslu á að vænlegasta leiðin til að tryggja friðinn væri spennuslökun og samdráttur hervæðingar, en ekki aukið vígbúnaðarkapph- laup. GÓÐAR VONIR sköpuðust eftir Reykjavíkurfund leiðtoga risaveldanna, þótt ekki næðist fullt samkomulag þar. Fyrst á eftir var eins og snurða hlypi á þráðinn, en það stóð ekki lengi sem betur fór. Um skeið hefur virst eins og samkomulag hafi náðst milli risaveldanna um takmarkaðan áfanga í rétta átt, eða útrýmingu meðal- drægra kjarnorkuvopna í Evr- ópu. Menn voru farnir að vænta nýs fundar Reagans og Gorbatsjovs, sem haldinn yrði síðar á þessu ári, þar sem gengið yrði formlega frá þess- um áfanga, en í slóð hans myndi svo fylgja annað og meira. Þetta sætti gagnrýni hauk- anna í Bandaríkjunum, sem töldu Reagan og þá ekki síður Nancy Reagan vera að bregð- ast þeim. Þeim barst bráðlega óvæntur stuðningur frá Vestur- Evrópu, þar sem voru þeir Kohl og Chirac og sérfræðingar Nato. Þessir menn segjast að vísu ekki mótfallnir samning- um milli risaveldanna, en þeir hafa keppst við að finna upp ýmsar ástæður til að tefja samningana og koma þannig í veg fyrir þá. Þeim er ljóst, að stuttur tími er til stefnu, því að takist Reagan ekki að semja á þessu ári, er ólíklegt að hann geti það á næsta ári, sem verður -kosningaár. Shultz utanríkisráðherra Átyllurnar, sem hafa verið fundnar upp, eru hinar furðu- legustu. Ein er sú, að einnig verði að semja um útrýmingu meðaldrægra kjarnavopna í Asíu og rjúfaj samkomulag, sem Reagan' og Gorbatsjov voru búnir að gera um það á Reykjayíkurfuridinum. Þetta er bersynilega fundið upp til að tefja samningana. Önnur er sú, sem er runnin frá Wein- berger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að kjarna- vopnum verði fjölgað á kafbát- um í norðurhöfum og komi þau í stað meðaldrægu flaug- anna, sem verði fjarlægðar frá meginlandi Evrópu. Þetta þýddi ekki neinn sam- drátt kjarnavopna, en fellur vel inn í hugmyndir haukanna í Bandaríkjunum og sérfræð- inga Nato, sem vilja auka víg- búnaðinn á Norður-Atlants- hafi, en einn þátturinn í þeim fyrirætlunum er varaherflug- völlur á íslandi. Frá íslensku sjónarmiði hlýtur það að vera umhugsunarverð spurning, hvort ísland á lengur heima í Nato, ef eitthvað verður úr því að Nato beiti sér fyrir fjölgun kjarnavopna í hafinu. George F. Shultz utanríkis- ráðherra hefur nýlega birt grein, þar sem hann mótmælir þeirri kenningu, að fyrirhugað- ur samningur Reagans og Gor- batsjovs um útrýmingu meðal- drægra eldflauga í Evrópu, veiki óeðlilega varnir Vestur- Evrópu og fjölga þurfi öðrum kjarnavopnum í stað þeirra. Hann bendir á, að eftir sem áður verði til taks í Evrópu flugvélar búnar kjarnavopn- um, auk þess sem kafbátar búnir eldflaugum séu í næsta nágrenni. Þannig hefur Shultz á ótvíræðan hátt hnekkt helstu mótbárum haukanna og sér- fræðinga Nato. EINS OG MÁLIN standa nú er erfitt að spá um framtíðina, og vel getur svo farið, að haukarnir í Bandaríkjunum og sérfræðingar Nato verði ofan á, og ekkert verði úr samning- um Reagans og Gorbatsjovs og málalok dragist fram yfir forsetakosningar í Bandaríkj- unum. Af því mun vafalaust leiða vaxandi átök milli íhalds- afla og frjálslyndra afla innan Nato. Þýsku hershöfðingjarn- ir, sem sennilega dá í hjarta sínu Bismarck og Vilhjálm keisara, munu leggja fast að Kohl að finna ráð til að tefja viðræður risaveldanna. Varn- armálaráðherra Vestur-Þýska- lands hvetur eindregið til þess. Vestur-Þjóðverjar eru hins ' vegar á öðru máli eða yfirgnæf- andi hluti þeirra. Skoðana- kannanir hafi leitt í ljós, að um 60% þeirra, sem svöruðu, eru fylgjandi því að samið verði um meðaldrægu eldflaugarnar á grundvelli samkomulagsins í Reykjavík. Fylkiskosningarn- ar, sem fóru fram í Vestur- Þýskalandi s.l. sunnudag, tala sama máli. Þetta ætti að vekja Kohl til umhugsunar. Ég minnist í þessu sam- bandi, að ég hefi ekki verið hrifnari af öðrum forseta Bandaríkjanna en Eisenhow- er. Ég var á þingi Sameinuðu þjóðanna, haustið 1956, þegar Frakkar og Bretar í samræmi við gamla nýlendustefnu sína, ætluðu að ráðast inn í Egypta- land. Eisenhower ekki aðeins neitaði þeim um stuðning, heldur rak þá heim með heri sína. Reagan endaði forseta- feril sinn vel, ef hann færi í spor Eisenhowers og léti ekki Kohl og Chirac segja sér fyrir verkum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.