Tíminn - 24.05.1987, Page 5

Tíminn - 24.05.1987, Page 5
Sunnudagur 24. maí 1987 Tíminn 5 Hjordis Arnadóttir ...GULLI BETRI... Dregið 10. júní Upplag miða 100.000 LJÚFI SÁÁ A SKIDUM Bob LaPoint er heimsmeistari í svigi. Hér er hann á ysta punkti í einni beygjunni og lætur nægja aö halda sér með annarri hendinni. SKEMMTI Glæsileg beygja hjá heimsmeistaranum Sammy Duvall frá Bandaríkjunum. Hann liggur nær flatur í beygjunni en þannig sveigja keppendur sitt á hvað í svigkeppninni. VORBOÐINN Flestir reyna að komast hjá því að krossa skíðin enda er slíkt ekki vænlegt til ár- angurs. Heimsmeistarinn Sammy Duvall er ekkert að velta svoleiðis smáatriðum fyrir sér og stekkur hátt í loft upp. Deena Brush þykir líklegust til að verða heimsmeistari í samanlögðu á næsta heims- meistaramóti. Hér tekur hún nokkur létt dansspor á skt'ðunum. Sjóskíðaíþróttin er íþrótt sem lítið er stunduð á Islandi. Ástæðan er augljós, veðráttan býður varla upp á það nema rétt yfir hásumarið: Vind- urinn kemur seglbrettamönnum til góða og hefur sú íþrótt náð fótfestu hér en minna erum aðsjóskíðakapp- ar sjáist á fullri ferð á haf út. Sjóskíðaíþróttin er þó ekki síður skemmtileg og ætti að vera mörgum íslendingum auðveld því kunnátta á venjulegum skfðum nýtist mjög vel sem undirstaða. Algengast er að byrjað sé á tveimur skíðum sem eru þá jafnvel bundin saman fyrir algera byrjendur en er getan eykst færa flestir sig yfir á eitt skíði sem gefur mun skemmtilegri möguleika á að leika ýmsar hundakúnstir. Víða um heim er keppt á sjóskíð- um eins og í hverri annarri íþrótt og er heimsmeistaramót í greininni haldið einu sinni á ári. Keppnisgrein- arnar eru svig, ýmsar kúnstir og stökk. Bæði er keppt í hverri keppn- isgrein fyrir sig en einnig í saman- lögðu og síðan eru reiknuð út stig 6 manna landsliða. Keppnislönd eru oftast um 30 talsins en Bandaríkja- Camille Duvall er þrefaldur heimsmeistari kvenna. Hún er talin líklegust til afreka í stökki í ár. Hér situr hún í vatninu og bíður þess að þjóta af stað. menn hafa fram að þessu haft mikla yfirburði. Ástralir eru hinsvegar mjög að sækja á og er búist við að þeir veiti Könunum harða keppni í stigakeppninni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.