Tíminn - 24.05.1987, Síða 7
Sunnudagur 24. maí 1987
Tíminn 7
i
i
í
II
■__^B UN hafði
|-----j£f. til brunns
aö bera
slíka feg-
urð að þeg-
^■^Li ar hún
brosti hýrnaði yfir öllum við-
stöddum og er fullyrt að ljómi
hennar hafi verið nógur til að
lýsa upp frelsisstyttuna þeirra
vestra.
Sú ímynd er eftir situr í
hugum flestra er trúlega fram-
koma hennar í hlutverki Gildu
með fallega hárið sitt eða eins
og hún birtist á forsíðu LIFE.
Aðrir minnast hennar eins og
hún lítur út á veggmyndum
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hafi Jean Harlow verið ást-
argyðja Hollywood á fjórða
áratugnum og Marilyn Monroe
á þeim sjötta, þá er örugglega
hægt að minnast Ritu sem
slíkrar hvað varðar fimmta ára-
tuginn.
I vikunni sem leið lést
leikkonan af völdum Alzheim-
er-sjúkdómsins, 68 ára að aldri
á Manhattan.
Ólíkt mörgum öðrum
leikkonum þurfti Rita ekki að
ryðja sér braut inn í leikara-
starfið með því að koma fram
á sýningum skemmtistaðanna.
Hún kom hins vegar fram með
dansflokkum í fulíri atvinnu-
mennsku. Faðir hennar lagði
sitt af mörkum til að koma
henni á framfæri og lét hana
m.a. lita hárið í því markmiði
að hún líktist meira Suður-
Ameríkustúlkum. Pá strax
vakti hún athygli fyrir kyn-
þokka sinn og töfra.
Fyrsta kvikmyndin sem hún
lék í var þriðja flokks verkið
„Under the Pampas Moon“
árið 1935.
Fyrsta myndin sem hafði
verulega þýðingu fyrir frama
hennar var gerð af Howard
Hawk árið 1939, en það var
„Only Angels Have Wings“.
í „Gilda“ árið 1946 var hún
þó fyrst farin að njóta sín í
hlutverki raunverulegs kyn-
tákns er virðist enn ætla að lifa
í hugum manna rúmum fjöru-
tíu árum síðar.
Einhvern veginn hafa málin
æxlast þannig í Hollywood að
kynbombur og kyntákn hafa
eicki getað fundið sína einu
sönnu ást sem endist þeim
lífið. Hjónabönd Ritu Hayw-
orth urðu æði mörg um ævina.
Eftir að hún skildi við
Edward Judson 1943 tók hún
saman við Orson Welles og
með honum átti hún fyrri dótt-
ur sína, Rebekku. Síðari dótt-
ur sína, Yasmin, átti hún með
Aly Khan, sem hún giftist
1949. Það hjónabandið varði í
tvö heil ár og um Khan sagði
hún að veröldin hafi verið
töfrandi þegar hún naut sam-
vista með honum.
Tvo menn aðra átti hún að
mökum en það voru Crooner
Dick og James Hill. í þessum
hj.ónaböndum var hún að eigin
sögn óhamingjusöm. „Þeir
urðu ástfangnir af Gildu en
vöknuðu upp við mig,“ sagði
hún til skýringar.
Á sjötta áratugnum fór
frægð hennar að dala, en hún
lék í nokkrum myndum fram
til ársins 1957. Undir lokin var
hún orðin þreytuleg og um
1970 var Alzheimer-sjúkdóm-
urinn farinn að setja varanlegt
mark á hana.
Yasmin, dóttir hennar, var
óslítandi við að standa við
bakið á Alzheimer-sjúklingum
m.a. með fjáröflun.
Sjálfsagt fór Hayworth
sönnustum orðum um lífið sitt
er hún sagði eitt sinn: „Það er
ekki svo að ég hafi fengið allt
út úr lífinu sem hægt er að fá.
Ég hef fengið allt of mikið.“
Þýtt af KB
í minningu ástargyðju
Rita Hayworth
CHEVROLET MONZA
er framhjóladrifinn og rúmgóður fjölskyldubflI, hannaður af
vesturþýsku hugviti og tækni, með mýkt og snerpu Chevroletsins.
Auk þess er hann sérlega styrktur, með hlífðarpönnu,
stærri hjólbarða og fjölmargt annað er hentar sérstaklega
íslenskum akstursaðstæðum.
Chevrolet Monza er ríkulega búinn aukahlutum,
en verðið er þó broslega lágt.
Verð frá kr. 453.000
Góðir greiðsluskilmálar.
BíLVANGURse
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300