Tíminn - 24.05.1987, Síða 9
Sunnudagur 24. maí 1987
Tíminn 9
Patríarkinn af Moskvu í fullum
skrúöa.
Rússneska rétttrúnaðar-
kirkjan undirbýr
1000 ára afmæli sitt
Eftir Andrei Pravov og Igor Trojanovskí
Árið 1988 heldur Rússneska
rétttrúnaðarkirkjan það hátíð-
legt að þúsund ár eru liðin frá
því að Rússar snérust til krist-
innar trúar. Almennt kirkjuþing
verður haldið í Moskvu dagana
6.-9. júní. Hátíðahöld verða
einnig í hinum þrem sögulegu
höfuðstöðvum Rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar, þ.e. Kiev,
Leningrad og Vladimir, og þeim
verður framhaldið í öllum bisk-
upsdæmunum.
Júvenalí, erkibiskup af Krut-
itskí og Kolomna, meðlimur
hins heilaga kirkjuráðs og vara-
formaður afmælisnefndarinnar,
skýrði frá einstökum atriðum
væntanlegra hátíðahalda á
fréttamannafundi í Moskvu fyrir
skömmu.
„Rússneska rétttrúnaðar-
kirkjan hóf undirbúning afmæl-
isins þegar árið 1980 er hið
heilaga kirkjuráð skipaði afmæl-
isnefnd undir forsæti Pimen
patríarka af Moskvu og öllu
Rússlandi. Juvenalí erkibiskup
lagði áherslu á að sovéska ríkis-
stjórnin hefði tekið vinsamlega
afstöðu til hátíðahaldanna. Til
dæmis hefði ríkisstjórnin að
beiðni kirkjunnar fengið henni
til umráða hinar fornu sögulegu
byggingar Danilovmunkaklaust-
ursins fyrir trúarlegar- og stjórn-
unarlegar höfuðstöðvar og til
þess að halda þar hátíðahöldin.
Hið opinbera aðsetur patríark-
ans og ýmsar stofnanir kirkju-
ráðsins munu einnig flytjast
þangað. Auk þess fær kirkjan
einnig til umráða ráðstefnusal
og hótel. Unnið er nú að viðgerð
og endurbyggingu hinna fjög-
urra kirkna Danilovmunka-
klaustursins. 1988 á viðgerðinni
að vera að fullu lokið.
Undirbúningur undir afmælið
er þegar í fuilum gangi. Til
dæmis þá var alþjóðleg ráð-
stefna kirkjusögufræðinga hald-
in í Kiev í júlí sl. Patríarkaemb-
ættið í Moskvu hefur opnað
upplýsingamiðstöð þar sem
fluttir eru fyrirlestrar, haldnir
fundir með trúarleiðtogum og
prestum, skipulagðar heimsókn-
ir í kirkjur og klaustur og verk-
stæði til þess að framleiða kir-
kjulega skildi skipulögð. Næsta
vor verður haldin í Moskvu
önnur alþjóðaráðstefnan um
guðfræði og eiginleika Rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Fjöldi kirkjulegra rita verður
gefinn út fyrir afmælið," hélt
erkibiskupkinn áfram. Af því
skal fyrst og fremst nefna af-
mælisútgáfu heilagrar ritningar
og fleiri trúarrit. Ný regla Rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar
verður stofnað í tilefni afmælis-
■ins.
Hátíðahöldin sem í hönd fara
verða hvorki „innanlands" - né
„einka“mál,“ sagði Júvenalí
erkibiskup. „Við munum ekki
aðeins bjóða til hátíðahaldanna
fulltrúum rétttrúnaðarkirkna og
annarra kristinna kirkna heldur
og Múhameðstrúarmanna,
Búddatrúarmanna, gyðinga og
sínoita, svo og fulltrúum allra
annarra kirkna sem við höfum
bróðurleg samskipti við.“
Filaret erkibiskup af Minsk
og Hvítarússlandi, formaður
utanríkismáladeildar patríarka-
embættisins í Moskvu, talaði á
fréttamannafundinum um frið-
arstarfsemi Rússnesku rétttrún-
aðarkirkjunnar. Hann lagði
.sérstaka áherslu á baráttuna fyr-
ir því að bjarga hinni heilögu
gjöf, lífinu, frá kjarnorku-
ragnarökum, á baráttuna fyrir
afvopnun og réttlátum samskipt-
um þjóðanna sem væri megin-
hugsjón allra afmælishátíða-
haldanna.
RAFMOTORAR
Á GÓÐU VERÐI i
Vorum að fá einfasa og
þriggja fasa raf mótora
frá Kína.
Mótorarnir eru í
i. E. C. málum,
í flestum stærðum,
1400 og 2900 s/m.
Sérlega
hagstætt verð.
.lOTIINMi1
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVIK
SÍMI: 685656 og 84530
Húsgögn á hagkvæmu verði
FINNSKU
LEÐURSÓFASETTIN
eru komin aftur í
þremur litum.
Vönduð framleiðsla úr
1. flokks leðri.
Mjög hagstætt verð.
iiimm
immii
A4 3-30
A4 2*30
A4 4-30
A4 4*30A 0030
A4 1-30
Ódýrar bókahillur
fyrir skrifstofur og heimili í eik, teak,
furu og hvítar með beykiköntum.
HUSGOGN OG
INNRÉTTINGAR
ÐURLANDSBRAUT18
68 69 00