Tíminn - 24.05.1987, Side 11

Tíminn - 24.05.1987, Side 11
Sunnudagur 24. maí 1987 Tíminn 11 H JL JLeLGARBLAÐI Tím- ans voru sýndar nokkrar teikn- ingar frá Ólafsdal, eftir nemend- ur þaðan, svo og hin og þessi gögn önnur. Þótti rétt að kanna hvort Játvarður vildi fræða les- endur blaðsins um þær og um almenn atriði í sambandi við þessar gömlu heimiidir. Fer samtalið við hann hér á eftir. AKURVALTARI. Þrjár teikn- ingar. Mælikvarði 1:8. Eftir búfræðinginn Halldór Friðjónsson frá Sandi í Aðal- dal, seinna ritstjóra á Akur- eyri. Glögg og nákvæm teikn- ing. Hvaða safn er þetta? Þarna eru með í safninu plögg ættuð frá undirbúningsvinnu Ás- geirs Ásgeirssonar Torfasonar. Árið 1977 kynnti hann í blöðum fyrirhugaða útgáfu á Bréfasafni Torfa í Ólafsdal í III bindum, jafnvel IV. Ásgeir lést á árinu 1979. Ég fékk ekkert að sjá af þessari undirbúningsvinnu Ás- geirs, þó ég reyndi mikið til. Nú sést þó að þar var einhver vísir að. Þarna eru einkunnarorð og tákn þessarar hugsuðu útgáfu. Þarna er Ijósrit af bréfaflokkum tveggja Saurbæinga, karls og konu. Hvorugur flokkurinn tel ég þó að eigi beint erindi til almennings nú. Þarna eru nokkur póstkort. Hvað er merkilegt við þau? Frímerkin eru prentuð á þau og burðargjaldið borgað í verði kortsins. Þarna er tekjustofn sem Póstur og sími nota ekki núna, en gætu hagnast á. En teikningarnar. Viltu gera grein fyrir þeim? Myndin af ljánum þykir mér stórmerkileg. Hún varðareinka- leyfi. Hún er alls 5 teikningar af ljá og hlutum af ljá, það er: „Bjarnason’s Specification“, dagsett 29. apríl A D (Anno Domini) 1874, No. 1499, prent- uð í London. Þarna er enn ein sönnunin fyrir að Torfi hafði tvær gerðir af ljáum í takinu, eins og ég sannaði reyndar í Sögu Torfa. Þetta er sú gerðin sem kom seinna fram og sú sem undir varð í samkeppninni og saman- burðinum við „skosku" ljáblöð- in hans, bakkaljáina. Á þessum ljáum vildi þjóið ýmist forskrúf- ast eða hreinlega brotna af. Þetta eru ljáirnir sem Magnús kaupmaður og alþingismaður í Bráðræði sagði um: „En ljáum þínum er jeg reiður.“ Allt um það bera þessir ljáir Torfa dásamlegt vitni. Þeir sanna hvað hann lagði sig fram, sanna að hann gat hugsað upp og vildi koma í gagnið fullkomn- um einjárnungum úr bitstáli, ljáum líkt og Eylandsljáirnir urðu 55 árum síðar. Grein Torfa í Þjóðólfi í júní 1868, „Skoskir ljáir“, passar hinsvegar í einu og öllu við „Torfaljáina" góðkunnu, sem urðu alþjóðareign. Um teikningar nemendanna almennt er þetta að segja: Hver sá sem skoðar þessar myndir af teikningum vel og vandlega, kemst að raun um að þeir sem að unnu hafa lært vel til verka, svo vel að hrein unun er á að horfa. Trúlegt er að þær séu prófverkefni, a.m.k. sumar hverjar. Þess ber að minnast, að margt fleira var smíðað í Ólafsdal en hér er nefnt og sýnt. oAj-s-s HESTAREKA. Fjórar teikning- ar. Mælikvarði 1:8. Eftir bú- fræðinginn Markús Torfason í Ólafsdal, seinna bónda þar og kaupfélagsstjóra. Ná- kvæm og skýr teikning. Hestarekur flýttu mikið fyrir við að jafna í flögum og við að færa til hverskonar meðfæri- leg jarðefni. Þær má kalla í eðli sínu undanfara jarðýt- unnar. Margar hestarekur voru búnar til í Ólafsdal. TÚNIÐ í ÓLAFSDAL haustið 1887. Mælikvarði 1:2000. Teikning eftir brúfræðinginn Samson Gunnlaugsson, seinna bónda á Ingunnar- stöðum í Geiradalshreppi í Barðastrandarsýslu. Stærð hvers vallar er sýnd í ferhyrn- ingsföðmum. Gamla lagið var að reikna dagsláttuna í Túni 900 ferfaðma, það er 30x30 lengdarfaðma. Takið eftir ör- nefnunum. Allir 9 hlutar túns- ins heita ákveðnu nafni og tvö örnefni eru á kortinu. UPPDRÁTTUR AF ÓLAFS- DALSKERRUNNI. Þrjár teikn- ingar Mælikvarði 1:12. Eftir búfræðinginn Árna Sigurðs- son sem kom í skólann frá Geitaskarði í A.-Hún., seinna útvegsbónda á Akri í Hrísey. Þetta er listafalleg teikning, enda voru hestakerrur frá Ólafsdal vandaðir smíðisgrip- ir, mestu búmannsþing og hæfðu alveg íslenskum hestum. Kerrur sem hestar drógu ollu byltingu í flutning- um og vinnubrögðum. Voru sem kunnugt er undanfari vörubílanna. Þær voru smíð- aðar fjölmargar í Ólafsdal og seldar víða um land.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.