Tíminn - 24.05.1987, Síða 12

Tíminn - 24.05.1987, Síða 12
12 Tíminn Sunnudagur 24. maí 1987 ‘c»wn frá uts\ " sem ££ eyrum. Ég stóð og vissi ekkert hvað ég átti að segja þegar hann rétti mér fötuna og spurði hvort við borðuðum ekki fisk. Ég var nú ekki beint sleip í norskunni þarna fyrsta daginn, en það var ekki hægt annað en að skilja hann. Ég sé eftir því núna að að taka þátt í þessu og vildi ekki vera eftirbátur hinna,“ segir Sigrún og skellihlær að endur- minningunum. Þau segja mér frá öllum ís- lendingunum sem fylgdu í kjöl- farið. „Ég gæti trúað að á eyjuna I J Viö seldum búslóöina, gengum frá öllu hér heima og drifum okkur út. f J hafa ekki boðið honum inn, en seinna áttum við eftir að kynnast þessum manni betur.“ Þið hafið væntanlega kynnst öllum og þekkt með nafni spyr ég. „Já, það tók ekki langan tíma að vita hvað allir hétu, hvar þeir ættu heima, hver var giftur hverjum og svo framvegis,“ seg- ir Sveinn. „Við áttum orðið ágætis kunningja þarna ungt fólk á aldur við okkur og eldra,“ segir Sigrún og heldur áfram: Við vorum nokkrar saman í sauma- klúbb og hittumst hálfsmánaðar- lega. Það voru nú meiri veislurn- ar. Við erum að gera grín að þessu hér heima, en þarna vant- aði ekki flottheitin. Þær buðu alltaf upp á mat tví og þrí réttaðan, uppdekkuð borð með fínasta silfri og postulíni, og köllunum var vanalega kastað út á meðan. Auðvitað reyndi ég hafi komið um eða yfir 30 íslend- ingar eða er það ekki rétt Sigrún," segir Sveinn og saman telja þau upp nöfn með fingrun- um. Þau komast að þeirri niður- stöðu að ef meðtaldar séu allar heimsóknir ættingja og vina, hafi að minnsta kosti yfir 40 manns gist eyjuna á einu og hálfu ári. „Já, þetta er nú dálítið skondið,“ segir Sveinn, „því flestir sem bjuggu á eyjunni eru tengdir okkur frændsystkinun- um. Fyrir jólin áður en við komum var systir Maríu frænku á leið heim úr námi og kom við til að vinna sér fyrir farinu heim. Hún pakkaði laxi í þrjár vikur í „rökerinu" eins og við köllum laxeldisstöðina. Síðan á eftir okkur kom systir Sigrúnar og fór strax að vinna á sama stað. Bróðir Maríu sem búsettur er í Sigrún, Sveinn og inga Hrönn ánægð að vera komin heim eftir skemmtilega reynslu. Svíþjóð bjó hjá okkur í tvo mánuði og vann sér inn góðan pening í fyrra vor. Hann kom svo aftur með fjölskylduna núna rétt áður en við fórum heim. Þau fengu hús á leigu og eru enn á eyjunni við vinnu. Nú síðan stendur jafnvel til að enn einn frændinn fari út núna eftir skóla og vinni á eyjunni um tíma. Það má því segja að alltaf hafi ein- hver íslendingur dvalið í Bakk- asundi frá því að þeir fyrstu komu þangað. Þau fjögur sem fyrst komu þangað fluttu eftir fyrsta veturinn til Bergen og Stavanger,“ segir Sveinn Það má því með sanni segja að íslendingar hafi gert innrás á þessa litlu eyju, og telja má víst að eyjarskeggjar viti meira um íslendinga og þeirra hagi en flestir aðrir Norðmenn. Sigrún segir að ekki megi gleyma öllum heimsóknunum frá ættingjunum frá íslandi. „Síðastliðið sumar hafði ég ekki við að skipta á sængurfötum. Stanslaus straum- ur var allt sumarið og mikið fjör að fá allt þetta fólk í heimsóicn. Fjölskyldan okkar er stór og svo að sjálfsögðu þar sem við sem þarna vorum erum öll af sama meiði, þá komu líka til okkar systkini Maríu frænku Sveins. Állt er þetta jú skylt. Það var ekki aðeins það að við værum með gesti frá íslandi, heldur fylltist húsið af eyjabúum á kvöldin til að sjá og tala við gestina.“ Við snúum talinu að vetrinum þegar allir gestir voru á bak og burt. Var ekki einmanalegt á eyjunni og lítið hægt að hafa fyrir stafni? „Jú ekki er nú hægt að neita því að það voru viðbrigði fyrir okkur,“ segir Sveinn. En okkur leiddist afar sjaldan. Það var heilmikið félagslíf og eyjar- skeggjar eiga samkomuhús þar sem við héldum skemmtanir reglulega og óreglulega. Stund- EKKI VIUAÐ MISSA AF“ Rætt viö ung hjón sem bjuggu á einangraðri lítilli eyju fyrir utan Bergen. Hvað kemur ungum hjónum frá íslandi til að setjast að á lítilli eyju við Noregstrendur? Já, og ekki aðeins einum hjónum held- ur fernum, auk þess sem ættingj- ar þeirra hafa einnig dvalið á þessari litlu eyju um lengri eða skemmri tíma. Eyjan heitir Store Karlsoy í daglegu tali nefnd Bakkasund og saman- stendur af nokkur hundruð öðr- um eyjum og skerjum fyrir utan Bergen. Ekki eru nema örfáar þeirra í byggð og íbúatala er frá þrjú þúsund niður í tæplega tvö hundruð. í Bakkasundi fjölgaði því um 5% þegar fyrstu tvær fjölskyld- urnar fluttust þangað í nóvemb- er 1985. Síðan bættist þriðja fjölskyldan við i mars þau Sveinn Bjarnason og Sigrún Kristjánsdóttir ásamt Ingu Hrönn fjögurra ára dóttur þeirra. Þau eru nýlega komin heim aftur og ég tók hús á þeim til að forvitnast um þessa merkilegu eyjadvöl. „Já það er gott að vera komin heim aftur eftir þessa reynslu sem var hin ánægjulegasta að flestu leyti,“ segir Sveinn. Ég spyr hvernig það hafi atvikast að þau fluttust til útlanda og völdu einangraða smáeyju. „Við höfðum í rauninni engu að tapa áttum ekki húsnæði hér heima og vorum í þannig vinnu að auðvelt var að losna þegar þetta kom til tals,“ segir Sigrún. Já, þetta kom til eftir að frænka mín ásamt manni sínum og öðr- um hjónum settust þarna að. Þeir voru þarna til að ná sér í reynslu í fiskeldi, en það er skilyrði til að komast í skóla. Mjög erfitt er að fá vinnu á fiskeldistöðvum í Noregi, en þeim tókst að fá vinnu á lítilli stöð í Bakkasundi. Þannig hófst íslendingainnrásin í Bakka- sund,“ heldur Sveinn áfram. „Nú við höfðum fregnir af þeim þarna og síðan samband til að spyrja hvernig útlit væri um vinnu fyrir okkur. Þau gengu frá því, útveguðu húsnæði og vinnu fyrir mig í múrsteinaverksmiðju sem nokkrir eyjaskeggjar voru að koma á laggirnar. Við seldum því búslóðina, gengum frá öllum málum hér heima og drifum okkur út,“ segir Sveinn. Var þetta hrein ævintýra- mennska? „Já og nei. Auðvitað var öryggi að vita af þeim úti, ég veit ekki hvort okkur hefði dottið þetta í hug ef frænka Sveins hefði ekki verið þarna,“ segir Sigrún og lítur á mann sinn spurnaraugum. Sveinn tekur undir og segir: „Við erum ung og eins og Sigrún segir var þessi ferð vel undirbú- in, þannig að við vorum ekki að ana út í neina vitleysu." Sigrún bætir við að tekið hafi verið á móti þeim í Bergen og húsið sem þeim var ætlað hafi verið tilbúið. „ Það var ekkert annað en að ganga inn og koma fötun- um sínum fyrir. Annars var þetta hús sér kapituli út af fyrir sig. Við leigðum það af norskum eyjabúa sem fluttur var til lands. Hann hafði verið giftur og búið í þessu húsi með konu sinni og börnum. Þau skildu og aðkoman að húsinu var eins og hún hefði bara skroppið í bæinn og kæmi fljótlega til baka. Hennar pers- ónulegu munir voru á sínum stað og meðal annars hékk for- láta pels inní skáp. Við höfðum allt til alls þarna en að sjálfsögðu tókum við eitt herbergi í að geyma þessa hluti. Við fréttum seinna að skilnaður þeirra hafi borið einmitt svona að. Nú, í húsinu voru líka forláta antik mublur sem við vorum hálf hrædd við að umgangast. En hann eigandinn gerði lítið úr því og sagði okkur að nota allt sem við gætum haft not af. Sveinn byrjaði að vinna strax og ég naut mín sem fín húsmóðir í þessu fína og stóra húsi,“ segir Sigrún og hlær glettnislega. Við tölum um eyjarskeggja og ég spyr hvernig þeim hafi verið tekið. „Með kostum og kynjum,“ segir Sveinn. Allir voru mjög vingjarnlegir, reyndar voru þau, María, Hörður, Jakob og Árn- fríður búin að koma sér vel fyrir og þekktu alla sem við svo aftur kynntumst í gegnum þau.“ Nú kímir Sigrún og segir mér frá fyrstu kynnum sínum af eyjar- skeggjum. „Já, strax fyrsta dag- inn var ég heima eitthvað að stússa þegar dyrabjöllunni er hringt. Ég fer til dyra og fyrir utan stendur eldgamall kall með fulla fötu af fiski brosandi út að „REYNSLA SEM VIÐ HEFÐUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.