Tíminn - 24.05.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.05.1987, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. maí 1987 Tíminn 13 Húsið sem Sveinn og Sigrún bjuggu í. Sigrún og Inga Hrönn slaka á með norskum kunningjum á veröndinni bak við húsið. Vinnustaður Sveins. Sveinn er múrari og vann við að byggja flotbryggjur á nýjan máta. um datt einhverjum í hug á fimmtudegi að slá upp balli á laugardagskvöldi og það var gert. Allir tóku þátt í undirbún- ingnum, keyptu aðföng og stundum fengum við hljómsveit frá næstu eyju og seldum inn. Pað var oft geysilegt fjör á þessum samkomum, minntu á sveitaböllin heima þar sem bokkan stóð bara á borðinu og blandað á staðnum. Það kom fyrir að við skelltum okkur á ball á næstu eyju; fórum þá á bátum. Nei, það er ekki hægt að líkja þessu við neitt sem við höfum upplifað áður,“ segir Sveinn og hristir höfuðið brosandi og segir mér að ef ljós hafi logað hjá þeim eftir kl. 11 á kvöldin, þá hikaði enginn við að koma í heimsókn með nokkrar bjórdós- ir. „Við fundum greinilega að fólk sóttist eftir að koma og ekkert óeðlilegt við það. Auð- vitað var tilbreyting fyrir þetta fólk að fá nýtt blóð á staðinn." Sigrún bætir við að allt hafi verið fyrir þau gert til að halda þeim á eyjunni. „Okkur var boðin lóð til að byggja á og hjálp við það ef við vildum setjast að, en það kom aldrei til greina. Við ætluðum að vera þarna meðan við hefðum ánægju af því og ekki degi lengur,“ segir Sigrún og lítur á Svein sem skellihlær. Ég spyr hvað sé svo fyndið og þau halda áfram að hlæja. „Sig- rún segðu henni frá því,“ segir hann og hún verður hálf feimnis- leg á svipin. „Þetta er nú hálf kjánalegt," segir hún. „En eitt kvöldið sát- um við og vorum að horfa á sjónvarpið á þátt sem heitir „Hallo Scandinavia". Parna sitj- um við og allt í einu birtist Bubbi Morthens og fer að syngja á íslensku. Við sitjum þegj- andi og hlustum, en á eftir lítum við á hvort annað og Sveinn segir: „Já, eigum við ekki bara að fara að drífa okkur heim.“ Mér fannst eins og ég léttist um 10 kíló, því bæði vorum við að hugsa það sama. Ekki það að okkur hafi verið farið að leiðast. Við höfðum einfaldlega ekki neitt hugsað um, hvenær ná- kvæmlega við myndum fara heim. En þarna var það ákveðið og það leið rétt vika þar til við vorum komin heim.“ Þau hlæja bæði og segja að svona séu þau. Sérstaklega Sveinn það verður allt að gerast strax hjá honum segir Sigrún. Sveinn viðurkennir að í sér leyn- ist dálítil ævintýramennska, enda væri ekkert gaman að lifa þessu lífi ef allt væri þraut skipu- lagt. Við snúum talinu aftur til Noregs og spjöllum meira um eyjuna „Pað er ein verslun nokkurs- konar„Kaupfélag“ sem opin er á hverjum degi, en dýrt að versla þar og ekki mikið úrval. Bankinn er opinn einu sinni í viku á þriðjudögum milli tvö og fjögur,“ segir Sigrún og Sveinn segir bankann ekki hafa plagað þau, það sé annað en hér og er sposkur á svipinn. Síðan var ekta gömul verslun sem var opin allan sólarhringinn ef eitthvað vantaði. „Þá bankaði maður bara upp á og gömul hjón sem ráku búðina tóku manni ljúf- mannlega hvort sem var á nóttu eða degi,“ segir Sigrún. I f Við sáum Bubba Morthens í sjónvarpinu, þá litum við hvort á annað og greinilega að hugsa það sama.“ ■ ■ Þau segja mér að stærsta eyjan hafi verið skammt undan og þar búi um þrjú þúsund manns. „Þar bjó læknirinn og lögreglan var staðsett þar. Læknirinn kom einu sinni í viku og hafði viðtals- tíma, en ef einhver veiktist á öðrum tímum þá kom hann samstundis á þar til gerðum sjúkrabát. Heilbrigðisþjónustan er mjög góð, þrátt fyrir að búa á einangraðri eyju, var alltaf hægt að ná símasambandi við lækninn og ef hann sá ástæðu til að koma þá var biðin mun styttri en í Bergen og ég tala nú ekki um hér heima," segir Sigrún, og Sveinn bætir við að þrátt fyrir stórborgarbraginn hér þá þekkj- um við öll læknabiðina sérstak- lega á kvöldin. Stórborgarbragur? Þá vaknar sú spurning hvernig þeim hafi litist á Norðmenn svona almennt. „Við erum nú ekki beint hæf til að dæma um það, þar sem við kynntumst engri borg nema Bergen. En í gegnum sjónvarp þá varð maður margs vísari,“ segir Sveinn. „Jú ég held að það sé rétt að Norðmenn séu talsvert miklir sveitamenn eins og við gjarnan höldum fram hér heima. Þeir ráku upp stór augu þegar við sögðum þeim að hér væru tvær sjónvarpsstöðvar og mikið menningarlíf í gangi hér. Þeir eru dálítið uppteknir af sjálfum sér og ísland í þeirra huga stendur þeim langt að baki. Þó líta þeir ekki niður til íslend- inga, heldur halda þeir eins og svo margir aðrir að allt hér sé aftan úr forneskju," segir Sigrún. Sveinn grípur fram í og segir: „Nei, kannski ekki allt, við getum frekar orðað það á þann veg að þeir haldi sig fremri, að ekkert geti verið betra hér.“ Við höfum spjallað góða stund um Noreg, hvernig launin séu og hvort dýrt sé að búa þar. „Ég held að það komi út á eitt eins og mál standa í dag. Þegar við héldum út fyrir rúmu ári, þá voru laun í Noregi vel hærri en hér og verðlag mjög svipað. Nú sýnist mér að laun hér á íslandi hafi nálgast það sem þau eru í Noregi ef ég umreikna íslensku krónuna yfir í norska. Ég hef verið að kíkja í búðir síðan ég kom heim og reynt að átta mig á verðlaginu og held að sumt sé dýrara hér svo aftur annað ódýr- ara,“ segir Sigrún. „Við riðum ekki feitum hesti frá Noregi,“ segir Sveinn. Að. vísu keyptum við okkur nýjan bíl, reyndar ekki í Noregi þar sem mjög háir tollar eru á bílum þar, heldur í Svíþjóð þar sem bílar eru mjög ódýrir. Tollurinn sem við þurfum að borga hér er heldur ekki það hár að ekki hafi borgað sig að kaupa bílinn," heldur hann áfram. „Bankakerfið er líka mjög gott í Noregi og þar auglýsa bankarnir eftir viðskiptavinum og greiða götu manns vel. Þeir spyrja aðeins hvað viltu mikið? Síðan reikna þeir út greiðsluget- una og lána á þeim kjörum sem hægt er að standa við. Allir svona þættir í norsku samfélagi „Kaupfélagið" á eyjunni. Þar hittust eyjaskeggjar daglega og ræddu málin, ásamt því að fylgjast með hvað hver og einn hefði í kvöldmat. eru mjög þægilegir. Til að mynda ef fólk ætlar að kaupa sér hús eða íbúð, þá er mjög auðvelt að fá fyrirgreiðslu sem veldur því að hægt er að standa við sínar skuldbindingar. Einnig ef breyting verður á högum fólks þá taka bankarnir fullt tillit til þess og breyta þá láni í samræmi við það. Bankarnir hér gætu mikið af norskum bönkum lært.“ i Það er Sveinn sem hefur haft orðið og er nokkuð niðri fyrir jregar hann talar um niðurlæg- inguna sem við þurfum að búa við hér gagnvart bankakerfinu. En hvers sakna þau mest eftir rúmlega árs dvöl á einangraðri eyju? Þau líta hvort á annað og leita í huganum. „Jú sumarsins þrátt fyrir marga rigningadaga þá bættu sólardagarnir og hitinn það upp. Eins er mjög fallegt þarna og gróðurinn mikill. Á sumrin komu Bergenbúar á bát- um til eyjarinnar þar sem þeir áttu sumarhús og þá fjölgaði mikið. Við gerðum líka nokkuð af að sigla á milli eyja í góðu veðri og brugðum okkur stund- um á sjóskíði,“ segir Sveinn.“ Það var mikið líf og við komum vart í hús yfir sumartímann þegar veðrið var gott,“ heldur hann áfram. Sigrún bætir við að Inga Hrönn dóttir þeirra hafi notið sín, og hún aldrei þurft að hafa áhyggjur af henni þrátt fyrir sjóinn allt í kring. „Við brýndum það strax sér- staklega fyrir henni að fara ekki of nálægt sjónum og hún hlýddi því umyrðalaust.“ Sveinn lítur til Sigrúnar og spyr hvort þau eigi nokkuð að vera að minnast á bjórinn. „Það væri ekki satt ef við þrættum fyrir að við söknuð- um ekki bjórsins. En þetta er svo gömul lumma, auðvitað sakna allir sem hafa dvalið er- lendis bj órsins - sérstaklega þeg- ar heim er komið,“ segja þau og eru greinilega ekki ein um þá skoðun. Ég er farin að hugsa mér til hreyfings og það er ekki laust við að ég öfundi þessi ungu hjón af reynslu þeirra. Að geta með stuttum fyrirvara horfið til ann- ars lands án þess að vera bundin af átthagafjötrum sem fylgja húsbyggjendum eins og mér. Ekki væri vinnandi vegur fyrir mig að framkvæma svona hluti vegna eilífa skuldabaggans sem eltir mína kynslóð eins og skugginn. En þetta er nú útúrdúr. Þau eiga lokaorðin. „Við sjáum ekki eftir einu augnabliki sem við dvöldum ytra. Þetta er reynsla sem við vildum ekki hafa misst af. Að víkka sjóndeildarhring- inn og ná tökum á nýju tungu- máli er nokkuð sem okkur hefði ekki auðnast ef við hefðum setið hér heima. Það var engu að tapa þvert á móti til mikils að vinna.“ BD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.