Tíminn - 24.05.1987, Qupperneq 14

Tíminn - 24.05.1987, Qupperneq 14
14 Tíminn rHr lllllllllllllllllllllllllll TÍMANS RÁS lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þórður Ægir Óskarsson: Af okrí og nýlendustríði Nú eru allir djúpt hugsandi íslendingar búnir að fá grænar bólur, ég segi ekki hvar, af þessu sífellda tuði í fjölmiðlum um stjórnarmyndunarviðræð- ur. Fréttamenn eyða heilum og hálfum dögum fyrir utan dyragættir í Rúgbrauðsgerð- inni í von um að Þorsteinn með klofna flokkinn segi eitthvað mikilvægt. Ekki bólar mikið á árangri nema hvað kvennalistakonur nýttu tímana sex til að koma Þorsteini loksins í skilning um hvað reynsluheimur kvenna snýst um og það tókst að sögn eins þingmanns Kvennalistans En það er fleira í fréttum heldur en hæg og ómarkviss vinnubrögð íslenskra stjórn- málamanna. „Sagan endurtek- ur sig“ er ofnotaður og misnot- aður frasi, en upp koma tilfelli þar sem hann er í fullu gildi. Frændur vorir Danir og ís- lenskir kaupmenn sjá fyrir því. Freisi! frelsi!, frelsi til að græða íslenskir kaupmenn virðast falla á hverju einasta prófi sem Verðlagseftirlitið leggur fyrir þá. Nú berast þær fregnir að hartnær helmingi ódýrara sé að versla í Bergen en í Reykja- vík. Álagningarfrelsið, sem svo hart var barist fyrir er greinilega misnotað til að há- marka gróðann á meðan launa- menn á íslandi taka á sig kjaraskerðingu til að losna undan verðbólguóvættinum. Slíkur hugsunarháttur virð- ist vera íslenskri kaupmanna- stétt fjarlægari en jörð frá sólu. Kúnninn er bara til þess að féfletta hann. Jú, fram- kvæmdastjóri stórkaupmanna lofar bót og betrun og segir þetta hvata til að vinna betur. Hvað hafa viðskiptavinir ís- lenskra kaupahéðna heyrt þennan sálmasöng oft og hvar eru efndirnar? Spyr sá sem ekki veit. Herraþjóðin og nýlendustríð Annar árviss atburður á ísl- andi er strandhögg danska hersins á íslandi. Danir virðast hafa komist að því seint um sfðir að þeir gleymdu að heyja hefðbundið nýlendustríð við íslendinga. Þess vegna hafa þeir tekið upp þá háttu að í hvert skipti sem einhver dallur úr danska flotanum leggst að bryggju hérlendis senda þeir mestu drykkjusvolana úr sol- dátahóp hennar hátignar Danadrottningar á land. Hernaðarlistin felst í því að grafa undan heilbrigðri helgar- skemmtun íslensku þjóðarinn- ar með því að leggja í rúst skemmtistaði, stela síðan bíl- um og hraðbátum og rústa þá, sennilega í þeim tilgangi að minna Islendinga á að þeir eigi bara heima í moldarkofum og lúxus sem bíll og spíttbátur sé þeim ekki samboðinn. Það sem verra er er að breska ljónið er að taka upp bardagaaðferðir Dan- anna. Bíða menn nú þess hvor hefur betur Tjallinn eða Baun- inn í baráttunni. Við Tímamenn leggjum því til að íslendingar hætti að herja á aumingja Færeyingana og takist þess í stað á við sjálft nýlenduveldið með því að senda varðskipin vel mönnuð til strandhöggs í Nýhöfninni. Blaðamennska og höfundarréttur Það hefur borið við í æ ríkara mæli að undirritaður er farinn að heyra aftur þær fréttir á ljósvakamiðlunum sem hann þóttist vera að lesa í dag- blöðunum fyrr um morguninn. Þetta hefur orðið sérstaklega áberandi eftir tilkomu hinna svonefndu „frjálsu" ljósvak- amiðla. Verst er þó þegar vit- leysurnar úr blöðunum heyrast aftur og aftur er líður á daginn. Það þykir gjarnan siður góð- ur að geta heimilda þegar endurtekin éru eða vitnað er í hugverk annarra. Enda vilja höfundar, blaðamenn sem aðrir, eiga réttinn að verkum sínum, jafnvel vitleysunum sem þeim verður á að gera. Þar sem við þykjumst nú vera siðuð þjóð, a.m.k. að meðaltali, hvernig væri þá að taka upp slík vinnubrögð í fjölmiðlaheiminum? Sunnudagur 24. maí 1987 MEÐAL EFNIS ÍNÆSTABLAÐI Undrun yfir broguðum viðhorfum Ýtarlegt viðtal við Jónas Pálsson rektor Kennara- háskóla íslands um skýrslu OECD og fleira er varðar skólamál á ís- landi. Framtíðin er til um- ræðu og gagnrýni á ráða- menn jafnt og aðra er starfa að menntamálum er fyrst og fremst á fag- legum grunni reist. KROSSGÁTAN Nr. 540 < r íZÍ-t’ 3? k a bb - tS 5. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.