Tíminn - 24.05.1987, Side 15
Sunnudagur 24. maí 1987
Tíminn 15
\
JL. JOL. miðvikudaginn
kemur, þann 27. maí, opnar
Þorlákur Kristinsson - Tolli -
myndlistarsýningu á verkum sín-
um í AKÓGES í Vestmannaeyj-
um. Sýningin stendur aðeins yfir
fram yfir næstu helgi og er opin
frá kl. 14-22. Opnunardaginn
hefst sýningin hins vegar kl.
20:00.
Hér eru á ferðinni um 30
olíumálverk sem máluð hafa
verið á sl. þremur til fjórum
árum og geta því gefið gott
yfirlit yfir feril og myndefni
listamannsins.
Efniviðurinn er fjölbreytileg-
ur og er helst að segja um hann
að þar fer túlkun á landslagi og
táknrænni merkingu þess. Auk
þess er víða annars staðar leitað
fanga í mannlífinu og menning-
unni. íslenskur draumur og ís-
lenskur veruleiki er viðfangsefni
Varða, olía á striga.
Þoriákur Kristinsson - Tolli - við eitt verka sinna
síterað í íslandsklukkuna
sem allir þurfa að glíma við og
undan því hefur Tolli ekki viljað
skorast.
„Það hefur lengi verið á
dagskránni að fara með sýningu
út til Eyja, því ég var þarna
mikið til sjós áður á árunum ’73
til ’79. Þessi sýning er nánast
þverskurður af því sem ég hef
verið að gera frá því að ég
byrjaði að mála af alvöru. Hún
er efnislega ólík innbyrðis og
ætti að bera handbragði mínu
gott vitni.
Mér hefur verið sagt að í
Eyjum þýði ekki að vera með
langar sýningar svo ég tók því
vel að koma svona líkt og ég sé
að troða upp í hljómleikaferð til
að kynna verkin mín,“ sagði
hann.
Frá því að listamaðurinn útsk-
rifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum hér heima hefur
hann haldið fjölda sýninga með
öðrum og einn sér. Þá hefur
hann einnig lagt stund á fram-
haldsnám í Berlín til að víkka
enn sjóndeildarhringinn og ná
betri tökum á tækninni.
Síðasta sýningin var í kóresku
menningarmiðstöðinni í París
og var það samsýning með s-kór-
eska myndlistamanninum Bono
Kyoulm, en hún opnaði í byrjun
apríl á þessu ári. Næsta sýning
verður einkasýning í Kaup-
mannahöfn í endaðan ágúst.
„Ég hef áhuga á lífinu og
mínu lífi og ég vona að það komi
fram í verkunum. Það er þung-
amiðjan í því sem ég hef verið
að gera,“ sagði Tolli að lokum.
KB
SUMARSÝNING
hjá Ingvari Helgasyni hf.
Laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00
Vorum að fá sendingu af imissan bílum.
Flestar gerðir til afgreiðslu strax.
Sýnum um helgina:
nissan Sunny 4WD Sedan. Kr. 516.000.-
nissan Micra. Kr. 321.000.,,
nissan Sunny 4WD Station Wagon.
Kr. 533.000.-
Staðgreiðsluafsláttur 3% frá gefnum verðum
Verðum einnig með fleiri bíla til sýnis.
Leyfið okkur að koma ykkur á óvart.
Verið velkomin -
rsol A,itafheitt
á könnunni