Tíminn - 27.05.1987, Síða 5
Miövikudagur 27. maí 1987
Tíminn 5
Skreiðarmál í brennidepli
Hágsmunanefnd skreiðarfram- hann þennan fund síðustu tilraun
leiðenda efndi til fundar í gær-
kvöldi í kjölfar fundahalda Skreið-
arsamlagsins og fundar Skreiðar-
deildar Sambandsins. Var það gert
til þess að ná saman á einn fund
öllum skreiðarframleiðendum og
hagsmunaaðilum, sem margir
hverjir komu utan af landi.
Tilgangur fundarins var þríþætt-
ur. í fyrsta lagi að gera grein fyrir
stöðu framleiðenda, í öðru lagi
gera grein fyrir fjármálastöðu í
Nígeríu frá árinu 1981 og í þriðja
lagi til þess að núverandi stjórn
gæti sagt af sér og ný tekið við.
Þegar Tíminn fór í prentun í
gærkvöldi lá fyrir fundinum hug-
mynd að ályktun frá Ólafi Björn-
ssyni stjórnarformanni Skreiðar-
samlagsins. Hún varsvo hljóðandi:
„Almennur fundur framleiðenda á
skreið á íslandi, haldinn að Hótel
Sögu 26. maí 1987 samþykkir að
stofna samtök um sölu á allri
skreið og þurrkuðum hausum sem
framleidd eru í iandinu. Jafnframt
samþykkir fundurinn að kjósa sjö
manna nefnd til þess að semja
stofnskrá og lög fyrir væntanleg
samtök. Framhaldsstofnfundur
verði haldinn svo skjótt sem við
verður komið.“ Miklar umræður
spunnust um tillögu Ólafs og var
því ekki búið að greiða atkvæði
þegar Tíminn fór í prentun.
ðlafur ræddi almennt um skreið-
arviðskipti og sagði aðalvanda
framleiðenda vera sundrungu og
að skreiðarmálin væru rekin þann-
ig í dag að þau væru öllum til skaða
og skammar. Veittist Ólafur að
Skreiðardeild Sambandsins og
sagði ástæðu fyrir velgengni þeirra
í Nígeríu vera undirboð.
Tómas Þorvaldsson á sæti í
stjórn hagsmunanefndar, sagði
til að koma skreiðarframleiðend-
um í ein samtök. “Mistakist það,
fer allt í sama farið aftur," sagði
Tómas.
Jakob Sigurðsson frá Sameinuð-
um framleiðendum sagði tillögu
Ólafs fáránlega. „Örðugleikarnir í
Nígeríu eru vegna efnahagserfið-
leika þar, ekki vegna skipulags-
erfiðleika hér heima. Ég er ekki
hissa á því að tillagan komi fram
núna, því nú liggjum við vel við
höggi,“ sagði Jakob
Björgvin Jónsson formaður
hagsmunanefndar gerði grein fyrir
fjármálastöðunni í Nígeríu. Sagði
hann útistandandi skreiðarskuldir
vera alls 4,5 milljónir dollara.
Björgvin rakti ítarlega hvernig
þessar skuldir hefðu komið til og
benti jafnframt á að mikill hluti
gamalla skulda væri glataður vegna
gengisbreytinga í Nígeríu á síðast-
liðnum árum. Björgvin vandaði
ekki kveðjurnar til viðskiptaaðila í
Nígeríu og sagðist ekki gera grein-
armun á þeim og bandarísku mafí-
unni.
Þáttur stjórnvalda var lítið rædd-
ur á fundinum en þó vitnuðu menn
til tilrauna Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra, sem hefðu
ekki borið fullnægjandi árangur,
þar sem báknið hefði reynst of
þungt í vöfum.
Þegar leið á fundinn urðu um-
ræður heitari og æ þyngri orð féllu.
Sumir ræðumanna gerðust per-
sónulegir í málflutningi sínum, og
verður það rakið síðar. Sökum
þess hve heitar umræður urðu,
dróst fundurinn á langinn og Tím-
inn gat ekki beðið niðurstöðu.
Verður nánar greint frá niðurstöð-
um fundarins á morgun.
- SÓL/ES
Frá fundi skreiðardeildar SAFF á Hótel Sögu í gærmorgun.
Tímamynd Pjetur
Andvígir nýjum
heildarsamtökum
Á síðasta ári voru seldir 33.000
pakkar af skreið og rétt um 100.000
pakkar af hausum til Nígeríu og er
þetta sala fyrir um 11 milljónir
dollara. Af þessu er 95% greitt og
aðeins á eftir að fá greiðslu fyrir
sölu sem fór fram seint á síðasta
ári.
Þetta kom m.a. fram á aðalfundi
skreiðardeildar SAFF sem haldin
var í gærmorgun.
Á þessum fundi voru aðal málin
tvö. Annars vegar sölumál í Níger-
íu og hins vegar tillaga sem leggja
átti fram á aðalfundi Skreiðarsam-
lagsins seinna um daginn.
Eins og áður hefur komið fram
er ástandið gott hjá SAFF í Nígeríu
og hefðu greiðslur jafnvel borist
fyrr en þær hafa gert, ef útgáfa
skoðunarvottorðs frá Veritas í
Kaupmannahöfn hefðu komið
fyrr, en ekki er hægt að innleysa
ábyrgð nema vottorðið fylgi öðrum
skjölum.
Einnig kom fram að heildsölu-
Aðalfundur Skreiðarsamlagsins var haldinn í gær ásamt mörgum öðrum fundum um skreiðarviðskiptin. Stefán Runólfsson fundarstjóri er hér í
ræðustól. Honum á vinstri hönd situr Ólafur Björnsson endurkjörinn stjórnarformaður Skreiðarsamlagsins. Hannes Hall framkvæmdastjóri til
hægri. Tímamynd Pjetur
Aðalfundur Skreiðarsamlagsins:
SIF yfirtaki starfsemina
Á aðalfundi Samlags skreiðar-
framleiðenda sem haldinn var í
gær var samþykkt tillaga stjórnar
sem felur í sér að starfsemi félags-
ins verði lögð niður í núverandi
mynd og samið verði við Sölusam-
band íslenskra fiskframleiðenda
(SÍF) um að það yfirtaki starfsemi
Samíagsins að svo miklu leyti sem
hagkvæmt er að halda þessari starf-
semi áfram miðað við ríkjandi
aðstæður í skreiðarmálum. Þessi
tillaga felur það jafnframt í sér að
þá og því aðeins skuli leitað eftir
þessari yfirtöku SÍF á starfsemi
Samlagsins að ekki takist að koma
allri skreiðarsölu í landinu á eina
hendi. Sá valkostur er hins vegar
ólíklegur miðað við þá afstöðu sem
fram kom á aðalfund Skreiðar-
deildar Sambandsins, að þeir vilji
ekki slíka sameiningu. Sambandið
hefur um 25% af skreiðarútflutn-
ingnum á sinni könnu (sbr. frétt á
þessari síðu).
Þetta er hins vegar annað árið í
röð sem Skreiðarsamlagið ályktar
um nauðsyn þess að koma skreið-
arsölumálum á eina hendi.
í umræðum á aðalfundinum kom
það m.a. fram hjá stjórnarfor-
manni Samlagsins, Ólafi Björns-
syni, að þegar hafa einhverjar
viðræður farið fram við SÍF um
hugsanlega yfirtöku á starfsemi
Skreiðarsamlagsins, en nauðsyn-
legt væri að eining væri um slíkt
meðal aðildarfélaga SÍF til að þessi
hugmynd gæti orðið að veruleika.
Þá kom það einnig fram á fundin-
um að ógerlegt myndi reynast að
leggja Skreiðarsamlagið alveg nið-
ur við svo búið, þar sem það ætti
gífurlegar skuldir útistandandi.
Töldu menn að það gæti tekið
nokkurn tíma áður en unnt yrði að
slíta félaginu, jafnvel nokkur ár.
Var rætt um að í millitíðinni hefði
Skreiðarsamlagið einn starfsmann
sem féngi skrifstofuaðstöðu hjá
SÍF.
Útistandandi skuldir Skreiðar-
samlagsins eru nú mestar í Nígeríu,
en í skýrslu Hannesar Hall fram-
kvæmdastjóra kom fram að heild-
arskuldir sem útistandandi eru á
tímabilinu frá 1983-1986 nema
um450 milljónum íslenskra króna.
Hluti þessarar upphæðar hefur
þó verið greiddur í nairum sem
ekki hefur fengist skipt í annan
gjaldeyri.
Á aðalfundinum í gær var jafn-
framt samþykkt tillaga frá Finn-
boga Jónssyni þess efnis að fram
fari „ítarleg endurskoðun" á úti-
standandi skuldum og eignum
Skreiðarsamlagsins. Stjórn sam-
lagsins í samvinnu við viðskipta-
banka og viðskiptaráðuneyti var
falið að ráða til þess bæra aðila að
annast þetta verkefni. Stefna á að
því að ljúka þessari endurskoðun
fyrir næstu áramót.
Stjórn Samlags skreiðarfram-
leiðenda var á aðalfundinum öll
endurkjörin, sem og varastjórn og
endurskoðendur. Stórnarformað-
ur er því áfram Ólafur Björnsson
en aðrir í stjórn eru Aðalsteinn
Jónsson, Eiríkur Tómasson, Gísli
Konráðsson, Ólafur B. Ólafsson,
Rögnvaldur Ólafsson, Stefán Run-
ólfsson, og Svavar Svavarsson.BG
verð á skreið hefur verið frá 850 -
1050 nairum, sem er nígeríski
gjaldmiðillinn og lækkar gengið
enn og er nú orðið 4,25 og í 4,50
nairur fyrir dollarann, en þyrfti að
vera 3 - 3,5 naira til að geta gefið
svigrúm til hækkana.
Neysla í Nígeríu er þetta 15 -
18.000 pakkar á mánuði, en talið
er að ef heildsöluverðið hækki um
10 - 20% þá myndi neysla stórlega
minnka, allt niður í 6 - 8.000 pakka
á mánuði.
Norðmenn bíða með um 160.000
pakka og reyna að þvinga fram
hærra verð og íslendingar eiga um
60.000 óselda pakka. Þannig eru
tæplega tveggja ára birgðir til og
má lítið út af bera til að bágur
efnahagur Nígeríumanna geri
skreiðarsölu mjög erfiða.
Hitt meginmálið á þessum aðal-
fundi var sameining allra skreiðar-
útflytjenda í ein samtök. Kom
fram á fundinum að skreiðardeild
SAFF var fylgjandi hugmyndinni
fyrir nokkrum árum, þó með því
meginskilyrði að öll skreiðarsala í
landinu félli undir þetta félag og
jafnframt að þessi starfsemi félli
undir SÍF, bæði til að nýta markað-
sreynslu þeirra og til að halda niðri
kostnaði. Þessu var ekki hægt að
framfylgja þar sem Sameinaðir
skreiðárframleiðendur og fslenska
umboðssalan settu sig alfarið á
móti því og sögðust aldrei mundu
taka þátt í því.
Kom fram í máli fundarmanna
að þeir hefðu áhyggjur af óupp-
gerðum hlutum og óleystum
vandamálum sem hin sölusamtökin
væru með og sögðu vandséð hvern-
ig fara ætti að því að stofna félag
sem myndi yfirtaka skreiðarsölu
án þess að þessi málefni kæmu þar
inn í. Það væri því ljóst að þetta
væru mál þeirra sem til þeirra hafa
stofnað.
Lýstu fundarmenn því yfir að
mjög ólíklegt væri að þessi hugmynd
næði fram að ganga á fundinum um
kvöldið og sögðu m.a. að vegna
ofangreindra mála, og þeirra eigin
farsælu sölustefnu, þá sæju þeir enga
ástæðu til að velta fyrir sér þeirri
hugmynd að vera með í stofnun
heildarsölusamtaka.
- SÓL