Tíminn - 12.06.1987, Page 5

Tíminn - 12.06.1987, Page 5
Föstudagur 12. júní 1987 Tíminn 5 Erlendar fréttir af NATO fundi: Ráða íslendingar ekki við skipulag stórfunda? Rcuter fréttastofan skýrir í gær frá því að íslendingar eigi í mestu vandræðum með að ráða við verk- efni sitt varðandi fundarhald At- lantshafsráðsins. í fréttaskeytinu segir að í „lítilli höfuðborginni, þar sem venjulega sé ekkert urn að vera,“ hafi verið háð barátta við að liafa undan því streymi af erlend- um sendifulltrúum og ráðherrum. blaðamönnum og öðrum, sem þeim fylgja, meðan rcynt sé að standa að framkvæmd fundar At- lantshafsráðsins af þessari stærð. „Starfsfólk á hótelum, leigubíl- stjórar og veitingahúsarekendur í Reykjavík, þar sem búa 120 þús- und manns, kljáðust við að ráða fram úr vandanum, þcgar spurn eftir þjónustu þeirra jókst, um leið og utanríkisráðherrar bandalags- ríkjanna reyndú að komast að endanlegu samkomulagi í stærsta hóteli landsins," segir orðrétt í skeyti Reuter fréttamannsins, sem staddur er í Reykjavík til að fylgj- ast með framvindu mála. „Nú er vertíð hjá okkur, við önnum ekki eftirspurn," hefur fréttamaðurinn eftir íslenskum leigubílstjóra, „þegar hann tók sér stutta hvíld ntilli stríða." Næst segir að í höfuðborg ís- lands hafi stórfundur Reagans og Gorbatjovs farið fram í október síðastliðnum og hafi boginn þá verið við það að bresta. „En við erum hreykin af því að okkur sé kleift að vera gestgjafar svo mikil- vægra funda og ég vona að við geturn lagt okkar af mörkum til þess að náist góður árangur af fundinum," er haft eftir Davíð Oddssyni, borgarstjóra, síðast í fréttinni, eftir að hafa sagt, aö í raun standi framkvæmdin öll á brauðfótum. þj Steingríniur Herinannsson, for- sætisráðherra í ræðustól, viö setn- ingarathöfn fundarins. Framan við hann sitja utanríkisráðherra íslands, framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins og hciðurs- forseti þess. Aðrir eru utanríkis- ráðherrar í stafrófsröð þeirra ríkja sem þeir eru fulltrúar fyrir. (Tímainynd: Pjetur) Matthías Mathiesen boðaði til óvænts blaðamannafundar í gær. Áður hafði verið sagt að engar upp- lýsingar yrðu gefnar, enda sagði ráðherrann frekar fátt og bað menn bíða til morguns. Hinsvegar sagðist hann hafa rætt við Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands, unt hvalamálið í Hamborg þegar eftir fundinn á Sögu, þar sem hann hefði undir- strikað óánægju með málið í heild og það að yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda skyldu virtar að vett- ugi. Einnig var rætt um Evrópu- bandalagið og samskipti íslands við það. Vikið var að vandamálum í sambandi við innflutning á saltfiski og gerði Genscher grein fyrir sín- um sjónarmiðum. Matthías mun eiga viðræður við George Schultz, ráðherra Banda- ríkjanna, á morgun. Par verður hvalamálið einnig rætt með tilliti til fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Munnlegt samkomulag virðist komið á varðandi svokallaða núll- lausn, en deilur standa milli Frakka og Bandaríkjamanna um orðalag samkomulagsins. Matthías sagði að hingað væru væntanlegir menn frá Ítalíu og Frakklandi sem unnið hafa að þessu síðustusólarhringana og þeim verði að gefa tíma til að „koma þessu á pappírinn," svo sem ráðherrann sagði. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. þj Hans D. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, og Georg Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á leið til hádegisverðarfundar í Höfða. (Tímamynd: Pjetur) hafi fundar til raunsæis í afvopnun- armálum og samningum við Sovét- mcnn. Hann sagði að þótt Sovét- menn væru nú mjúkmálli og friðs- amlcgri en áður, hefði ekki dregið úr hernaðarstyrk þeirra. Auk raun- sæis nefndi hann til heimspeki s;ína um Atlantshafsbandalagið annars vegar og Varsjárbandalagið hins vegar, aðgætni en samt að ganga til samninga með opinn huga og án fordóma. Carrington minntist einnig 40 ára afmælis Marshallaðstoðarinnar í ár, en hún varð til þess að mörg Evrópuríki gátu rétt úr kútnum eftir stríð. Að lokum vænti lávarðurinn þess, að fundurinn nú myndi þjappa þjóðum betur saman að baki málstaðnum, áður cn lagt væri út í mjög mikilvægt starf sem biði aðildarríkja bandalagsins næstu mánuði. Þj Setningarathöfn vorfundar Atlantshafsráðsins: Frelsið mun að lokum sigra harðstjórnina - sagði Matth ías Math íesen, utanríkisráðherra og að bandalagið tryggði frið í viðsjárverðum heimi Vorfundur Atlantshafsráðsins var formlega settur í Háskólabíói í gær klukkan 11.00. Til máls tóku Steingrímur Hermannsson, Matt- hías Á. Mathiesen, Giulio Andre- otti, ráðherra Ítalíu og heiðursfor- seti ráðsins og síðastur Carrington lávarður. Ræða Steingríms er birt óstytt á blaðsíðu 9 þessa blaðs. Ávarp Matthíasar Á. Mathiesen fjallaði um frið í viðsjárverðum heimi og að bandalag vestrænna ríkja tryggði hann með fælingu. Hinsvegar sagði hann: „Tilgangur- inn með varnarstarfi þessara ríkja er ekki og getur ekki orðið sá að safna vopnum til þess að fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum heldur til þess að tryggja sér þann frið, sem felur í sér þróun á grundvelli framangreindra verð- mæta." t>au eru „lýðræði, frelsi og tillitssemi við náungann sem kyn- slóðirnar hafa fest í lög, siði og venjur í þeim samfélögum sem urðu til við þrotlausa baráttu fyrir réttindum gagnvart gerræðisvaldi einvaldsstjórna. ... Það er sann- færing mín að frelsið muni að lokum bera harðstjórnina ofur- liði." Heiðursforseti Atlantshafs- bandalagsins, Giulio Andreotti, lagði áherslu á þá stefnu scm ætíð hafði verið fylgt frá stofnun banda- lagsins, að öryggi allra aðildarríkja þess yrði tryggt. Carrington lávarður hvatti í upp- RÆDDI HVALI VID GENSCHER

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.