Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. júní 1987 : Spánn: Fylgistap sósíalista - Vinnudeilur og andstaða við efnahagsaðgerðir skiluðu sér í minni stuðningi við sósíalista í bæjar-og sveitarstjómarkosningunum og kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru í vikunni Madríd - Reuter Hinn ráðandi Sósíalíski verka- mannaflokkur, flokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar, tapaði töluverðu fylgi í bæjar- og sveitarstjórnarkosníngum svo og í kosningum lil Evrópuþingsins sem fram fóru í fyrradag. Úrslitin urðu Ijós að fullu í gær og sýndu að ein milljón af þeim 8,9 milljónum kjósenda, sem greiddu Gonzalez atkvæði í þingkosningun- um á síðasta ári, héldu sig annað hvort heima við eða veittu öðrunt flokkum stuðning sinn í kjörklefun- um í fyrradag. Flokkur Gonzalez fékk 39,5% atkvæða á landsvísu í kosningunum til Evrópuþingsins í Strassborg. Það nægði honum aðeins til að vinna 28 sæti á þinginu en forsvarsmenn sós- íalista höfðu vonast til að ná þrjátíu sætum þ.e. helmingi þeirra sæta sem kosið var um. Þjóðarbandalagið, helsti keppi- nautur sósíalista, fékk nærri fjórð- Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar: Tilraunir hans til að gera spánskt efnahagslíf samkeppnishæfara njóta ekki áberandi mikilla vinsælda hjá kjósendum. ung atkvæða í kosningunum til Ev- rópuþingsins og sautján fulltrúa kjörna en aðrir fulltrúar Spánar í Strassborg dreifðust á milli fimm flokka. í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum tapaði sósíalíski Verka- rhannaflokkurinn meirihluta sínum í Madríd, Valencia og Sevilla, heimabæ Gonzalez forsætisráð- herra. Einnig minnkaði fylgi þeirra verulega í Barcelónu, þrátt fyrir að borgin hafi fengið leyfi til að halda Ólympfuleikana árið 1992. Vinnudeilur síðustu mánaða og mótmæli gegn sparnaðarráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar eru taldar aðalorsakir minnkandi fylgis sósía- lista í kosningunum nú. Talsmenn flokksins töldu þó ekki að 5% fylgis- tap á landsvísu væri eitthvað til að hafa miklar áhyggjur af og bentu á að hvergi annars staðar í Evrópu væru sósíalistar jafn sterkir og á Spáni. Bresk stjórnvöld standa í ströngu: Bækur um leyniþjón- ustuna koma stöðugt út-þrátt fyrir lögbann Joan Miller skrifaði bók um störf sín í bresku leyniþjónustunni MI5 á stríðsár- unum og selst bókin nú löglega og ólöglega í stórum upplögum á Bretlandseyj- um, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að koma í veg fyrir það. Eins ðg svo oft áður standa bresk stjórnvöld nú í ströngu vegna bókarútgáfu um hið vinsæla og um- deilda efni, leyniþjónustunaMI5. í nóvember sl. staðfesti hæstiréttur Breta Iögbann að ósk saksóknara ríkisins gegn breskri dreifingu á bókinni „Stríð einnar stúlku" (One Girl's War) eftir Joan Miller, sem fjallar um störf höfundar í MI5 á stríðsárunum. Bókin er nú til sölu fyrir opnum tjöldum víðs vegar í Bretlandi. Irska bókaútgáfufyrirtækið Brandon Books gaf bókina út í fyrra og sendir hana nú í pósti hvert sem óskað er. Á árinu 1986 varð hún söluhæst bóka á írlandi og er nú á góðri leið með að lenda í efsta sæti sölulista bóka í Englandi í trássi við vilja stjórnvalda og dóms- tóla. Hverjarverðaafleið* ingarnarfyrirmála- reksturinn í Ástralíu? Það eru ýmsar hliðar á þessu bóksölumáli sem lögfræðingar í ráðuneytum eiga bágt með að sætta sig við enda þóttust þeir hafa búið svo um hnútana með úrskurði hæstaréttar að ekki væri hætta á því að bókin kæmi fyrir almennings- sjónir í Bretlandi. „Ef þessi úr- skurður dugir ekki til þarf að endurskoða lögin" segir einn og annar bendir á að þessi gangur mála geti haft illar og ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir málarekstur- inn sem bresk yfirvöld standa í í Ástralíu til að koma í veg fyrir að bók Peters Wright „Njósnaraveið- ari“ (Spycatcher) komi fyrir al- mannasjónir, en hún fjallar eins og almenningi er orðið vel kunnugt um leyniþjónustuna MI5 og ýmsar skuggahliðar á starfi hennar, njósnir æðstu yfirmanna hennar fyrir önnur ríki og hvernig hún gróf undan Harold Wilson forsætisráð- herra, auk annars. Tilgangslaust að reyna að banna útgáfu íNewYork? 1 næsta mánuði gera bresk stjórnvöld sér vonir um að ástralsk- ur áfrýjunardómstóll kollvarpi fyrri úrskurði um að heimilt sé að gefa Njósnaraveiðara út í Ástralíu. En um sama leyti hyggst bókaút- gáfan Viking Penguin Books, sem er í eigu breska stórfyrirtækisins Pearson, gefa út minningar Wrights í Bandaríkjunum. Sjálf Margaret Thatcher, og ráðgjafar hennar, er sögð hafa brotið heilann um hvort ætti að taka upp baráttu gegn útgáfu bókarinnar fyrir dóm- stólum í New York. Bandarískir lögfræðingar sem Bretar fengu til að kanna líkurnar á því að slíkt út- gáfubann í New York kæmist á, komust að þeirri niðurstöðu að nánast engin líkindi væru til þess að unnt væri að hindra útgáfu bókar- innar í Bandaríkjunum og munu bresk yfirvöld nú hafa horfið frá slíkum málarekstri. Lögfræðingar sem hafa verið viðriðnir útgáfudeilurnar um bæk- ur Wrights og Millers benda á að hvaða dómari sem urn málið fjall- aði í Ástralíu og Bandaríkjunum myndi að sjálfsögðu taka tillit til þess að breska stjórnin „legði blessun sína yfir að lögbannið gegn bók Millers væri ekki virt“. Saksóknari höfðarenn mál En breski ríkissaksóknarinn hef- ur ekki verið aðgerðalaus. Núna er hann að útbúa málshöfðun á hend- ur þrem dagblöðum fyrir að hafa birt útdrætti úr bók Peters Wright. Forsendur saksóknara eru þær að þessi blöð hafi vísvitandi vanvirt úrskurð dómstóla um útgáfubann í The Guardian og The Observer. Lögfræðingar í ráðuneytum halda því fram að um þetta atriði standi deilan núna. Þeir vilja meina að bóksölum eigi að vera vel kunnugt um að hæstiréttur hefur orðið við beiðni stjórnvalda um lögbannið og nú verði að taka afstöðu til þess til hvaða ráðstafana eigi að grípa til að koma í veg fyrir sölu bókar Joan Miller. En lögbannið varðaði aðeins dreifingaraðila í London og álit sumra lögfræðinga er að fá verði slíkt bann í gegn gegn sérhverri bókabúð sem nú hefur bókina til sölu, eigi bannið að ná takmarki sínu. Á meðan allur þessi málarekstur stendur halda bóksalarnir ótrauðir áfram að selja þessa umdeitdu sjálfsævisögu Joan Miller, sem lýsir innviðum MI5 svo glöggt að stjórn- völd skjálfa. Og það ætti ekki að þurfa að taka fram að alit þetta fjaðrafok hefur verið hin besta aug- lýsing fyrir bókina „One GirPs War“. Tíminn 13 ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir BLAÐAMAÐUR sameæsx Orkuver borgað í rækjum Bríissei - Rcutcr Stjórnvöld í E1 Salvador munu að mestu leyti borga nýtt orkuver, sem reisa á í landinu, með rækjum. Það var fulltrúi fyrirtækisins sem lagði upp samningadrögin sem frá þessu skýrði nýlega. Hið nýja orkuver verður aðallega byggt af belgíska stórfyrirtækinu ACEC og mun verkið kosta um 300 milljónir belgískra franka eða sem samsvarar rúmlega 300 milljónum íslenskra króna. Belgíska ríkið ætlar að lána E1 Salvador fyrir um þriðjungi kostnað- arins en afgangurinn verður greiddur með árlegum sendingum af rækju. Þróunarríkin greiða oft fyrir verk- efni með vörusendingum en rækjur verða að teljast heldur óvenjulegt verð. Sjávardýr eru hins vegar mjög vinsæl til áts í Belgíu og rækjurnar munu sjálfsagt renna út þar í landi. Mannlíf — júníblað komið út Júníblað tímaritsins Mannlífs er ný- komið út. Forsíðuviðtalið að þessu sinni skrifar Sveinbjörn 1. Baldvinsson, rithöf- undur og ræðir hann við Sigurjón Sig- hvatsson, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood. Þá er athyglisverð grein um „barnsburðarblúsinn“ svokallaða, þung- lyndi sem sækir á konur að loknum barnsburði, og rætt við tvær konur sem lýsa reynslu sinni af því. Samtöl eru við þrjú pör um sambúð þar sem karlmaður- inn er yngri en konan, - leikhúsfólkið Guðrúnu Ásmundsdóttur og Kjartan Ragnarsson, Þorvald Þorsteinsson, myndlistarmann og Ingibjörgu Bjöms- dóttur, leikkonu, og Ingibjörgu Haralds- dóttur, rithöfund og Eirík Guðjónsson, bankamann. Stefán Ólafsson, forstöðu- maður Félagsvísindastofnunar háskólans skrifar um siðferðisvitund Islendinga eins og hún hefur birst undanfarnar vikur í stjórnmálum og skoðanakönnunum. Þá er í Mannlífi umtöluð grein Sigurðar Snævars, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofn- un, þar sem hann leiðir rök að því að komið hafi verið svo langt til móts við hagsmuni einstæðra foreldra að í raun hafi verið lagður lúxusskattur á hjóna- bandið. Margt fleira efni er í blaðinu, sem er 156 bls. að stærð. Útgefandi er Frjálst framtak hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.