Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 12. júní 1987 Alþjóölegt friöarhlaup komiö til Islands: íslendingar skokka um 3000 kílómetra Leiðin sem hlaupin verður er merkt inn á þetta kort. Tímasetningar fylgja í fréttinni. Alþjóðlegt friðarhlaup, svonefnt „Sri Chinmoy heimseiningar frið- arhlaupið" verður ræst á íslandi árdegis í dag, klukkan 10 fyrir utan Höfða. Jón Páll Sigmarsson hleyp- ur fyrsta sprettinn með kyndilinn hér á landi. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra mun flytja stutt ávarp. Alþjóðlega friðarhlaupið hófst við frelsisstyttuna í New York þann 27. apríl síðastliðinn. Heild- arvegalengdin sem hlaupin verður er 43.000 kílómetrar og er gert ráð fyrir að hlaupið verði í 55 þjóð- löndum. Reiknað er með að hlaup- ið taki 103 daga. Hlaupið er með kyndil í þessu lengsta boðhlaupi heims. Fjöldinn allurafheimsfræg- um poppurum hefur lagt sitt af mörkum til að gera veg hlaupsins sem mestan. Þáttur íslands er veglegur í hlaupinu. Hér verða hlaupnir um 3000 kílómetrar. Áætlað er að hlaupið verði fullkomnað 28. júní. Hlaupið verður rangsælis í kring- um landið í náinni samvinnu við íþróttafélög og ungmennafélög um allt land, jafnframt sem hlaupið er opið öllum almenningi. Upplýsing- ar veita íþrótta- og ungmennafélög um land allt og einnig er hægt að hringja í síma 689725 og 689726 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík. 1 dag verður hlaupið frá Höfða, um Reykjanes og til Hveragerðis. Á laugardag verður kyndillinn á Klaustri, Höfn á sunnudag, Stöðv- arfirði mánudaginn 15., Vopna- firði þriðjudaginn 16., Kópaskeri miðvikudaginn 17., Akureyri fimmtudaginn 18., Hofsósi föstu- daginn 19., Reykjum laugardaginn 20., Þorskafjarðarheiði sunnudag- inn 21., ísafirði mánudaginn 22., Patreksfirði þriðjudaginn 23., Bjarkalundi miðvikudaginn 24., Vegamót Snæfellsnesi fimmtudag- inn 25., Hellissandi föstudaginn 26., Akranesafleggjarinn laugar- daginn 27. og Lækjartorg sunn- udaginn 28. -ES Háskóli íslands: Sjö styrkir til kvenna- rannsókna - samtals að upphæð ein milljón Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar milljónar króna fjárveit- ing Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um ís- lenskar kvennarannsóknir sem starf- að hefur undanfarin tvö ár tók að sér að úthluta fénu í umboði Háskólans. Ellefu umsóknir bárust en sjö um- sækjendur fengu þriggja mánaða launastyrk. Mánaðarlaunin eru mið- uð við byrjunarlaun lektors. Bríet Héðinsdóttir fékk styrk til að undirbúa bréf Bríetar Bjarnhéð- insdóttur til barna sinna til prentun- ar, Hrafnhildur Schram fékk styrk til að vinna að heimildasöfnun í Danmörku og á íslandi um líf og list Júlíönu Sveinsdóttur, Inga Dóra Björnsdóttir til að gera rannsókn á viðhorfum almennings til kvenna sem giftust breskum og bandarískum hermönnum á styrjaldarárunum síð- ari og viðhorfum þeirra sjálfra. Sigr- ún Stefánsdóttir fékk styrk til rann- sóknar á fréttaefni íslenska sjón- varpsins með tilliti til hlutar kvenna í efninu, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir fékk styrk til að rannsaka pólítískar hreyfingar kvenna á ís- landi, Sölvína Konráðs til rannsókn- ar á starfsvali og starfsánægju ís- lenskra kvenna, sem valið hafa hefð- bundin og óhefðbundin störf og Þórunn Magnúsdóttir fékk styrk vegna samtaka íslenskra verka- kvenna. Jónas Bjarnason hjá Neytendasamtökunum vegna ummæla Sambands garðyrkjubænda: Garðyrkjubænd- ur ekki okkar viðtalsaðili - hvað innflutninginn varðar Jónas Bjarnason hjá Neytenda- samtökunum hafði samband við Tímann vegna fréttar í gær um að Samband garðyrkjubænda harmaði málflutning Neytendasamtakanna og að ekki hefði verið leitað sjónar- miðaþeirra sjálfra af hálfu fjöimiðla. Jónas hafði þetta að segja: „Garðyrkjubændur segjast harma málflutning Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin álíta garð- yrkjubændur ekki neinn andstæðing sinn í þessu máli og þeir eru í raun ekki okkar viðtalsaðili, að því er innflutninginn varðar. Samband garðyrkjubænda á því ekki nema hlut af þessu máli vegna þess að innflutningur á garðávöxtum, svepp- um og blómum er mál sem við í Neytendasamtökunum eigum ekk- ert að ræða við íslenska garðyrkju- bændur, nema óbeint. íslenskir garðyrkjubændur telja sig hafa með innflutning að gera en það er sjónarmið sem við hjá Neyt- endasamtökunum getum alls ekki fallist á. Okkar áskorun varðaði reglur sem landbún^ðarráðherra setti um innflutning og þess vegna eiga garðyrkjubændur ekki að eiga nema hluta af því máli. Garðyrkjubændur segja í grein- inni í Tímanum að sjónarmið neyt- enda og framleiðenda færu saman eða væru samræmanleg. Það er hárrétt hvað varðar ís- lenska framleiðslu en ekki hvað varðar innflutning. Þess vegna var mjög vont að landbúnaðarráðherra skyldi gefa út án sambands og sam- ráðs við Neytendasamtökin, reglur um innflutning á þessum vörum sem voru á þann hátt sem raun ber vitni. Garðyrkjubændur segja að mark- aðurinn hafi verið takmarkaður en með aukinni neyslu landsmanna hafi tekist að stækka markaðinn. Aðal skýringin á stækkun markað- arins er innflutningur og aukið teg- undaframboð. Þessir hagsmunir okkar, að stækka og bæta markaðinn fara saman, en íslenskir fram- leiðendur eru sístir aðila til þess að ráða innflutningi og málið snýst um það. Starfsreglur landbúnaðarráðu- neytisins sem settar voru af svokall- aðri innflutningsnefnd eiga að tryggja að hvorki verði fótum troðnir hagsmunir garðyrkjubænda né neyt- enda. Hér gætir enn sama misskilnings- ins. Hagsmunir neytenda eru enn fótum troðnir hvað varðar innflutn- inginn. Garðyrkjubændur telja að þeir einir hafi með þessi mál að gera en því höfnum við hjá Neytendasam- tökunum alfarið. Þess vegna snúum við spjótum okkar að landbúnaðar- ráðherra sem setti þessar reglur í trássi við óskir neytenda“. ABS * - 1 Tf ! Lögreglan í Borgarnesi vill fá að vita hver sé eigandi þessarar bifreiðar, sem gjöreyðilagðist um hvítasunnuhelgina. Skráningarnúmer voru numin brott og sjálfsagt á að skilja hræið eftir í reiðuleysi, enda verður ekki gert við það úr þessu. (Tímamynd: Pjelur) Tölvumiðstöð fatlaðra: Bílbylturnar ekki tilkynntar lögreglu: Hvar er eigandi bifreiðarinnar? Ökumaður Simca bifreiðar hefur fengið harkalega byltu í ökutæki sínu aðfaranótt laugardags f Borg- arfirðinum, lfklegast á leið til há- tíðarhaldanna um hvítasunnu. Hann hefur svo skilið við bílinn þar sem hann kom niður utan vegar, rúður mélaðar úr, vélin ónýt, grind og allt blikk beyglað sem bognað gat. Ekkert er vitað um afdrif öku- manns eða farþega, því að óhappið var ekki tilkynnt lögreglu af ókunn- um ástæðum. Þessa nótt voru þó skráningarnúmer á bílnum og er hann skráður í Reykjavík. Númer- in voru fjarlægð næsta dag og hefur lögreglan í Borgarnesi grun um, að eigandinn vilji spara sér að fjar- lægja hræið með því. „Þetta er auðveld leið til að losa sig við bílinn,“ sagði lögreglan. „Svona hegðun heyrir sem betur fer til undantekninga. Við fréttum ekki af neinu slysi í sambandi við þetta. “ Lögreglan mælist til að vitni láti sig vita hvað hafi þarna átt sér stað og hún bað Tímann um að skila því til eiganda bifreiðarinnar, að hún vildi að hann gæfi sig fram. þj Tölvur tali á íslensku Á aðalfundi Tölvumiðstöðvar fatl- aðra sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt áskorun til Öryrkja- bandalags íslands og Trygginga- stofnunar ríkisins um að hraðað verði sem kostur sé, gerð sérstaks búnaðar þannig að tölvur geti skilað af sér efni með íslensku tali. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn og skipa hana nú Ragnar Gunnar Þórhallsson, Noel Burgess, Jóhannes Ágústsson, Páll Svavars- son, Ólöf Rfkharðsdóttir og Arnþór Helgason. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.