Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.06.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. júní 1987 Tíminn 15 Nýr og sérstæður klúbbur hefur göngu sína á vegum Vöku-Helgafells: „Nýtt af nálinni“ þjónar áhugafólki um hannyrðir Útgáfufyrirtækið Vaka-Helgafell er þessa dagana að ýta úr vör nýstárlegum klúbbi sem á sér enga hliðstæðu hérlendis. Hann nefnist Nýtt af nálinni og á að koma til móts við óskir og þarfir fólks sem áhuga hefur á hannyrðum ýmiss konar, pjónaskap, saumum og gerð muna til híbýlaprýði. Þessa þjónustu mun klúbburinn veita með útgáfu upplýsingaefnis, persónulegri ráðgjöf og námskeiða- haldi. Viðbrögð við þessari nýjung hafa verið einstaklega góð enda saumaskapur og önnur handavinna einhver vinsælasta tómstundaiðja á íslenskum heimilum. Þegar hafa þúsundir landsmanna gengið í klúbbinn. Klúbbfélagar fá sendan pakka í hverjum mánuði með áhugaverðu tímariti sem ber sama nafn og klúbburinn, aðgengilegri sníðaörk og plastumslagi fyrir örkina. Þarna er að finna uppskriftir, hugmyndir leiðbeiningar, tilboð og spurninga- leiki. Allt þetta efni er að sjálfsögðu á íslensku en til þessa hefur verið mikill skortur á handhægu upplýs- ingaefni og leiðbeiningum ekki síst að því er varðar saumaskap ef undan eru skilin erlend tímarit sem seld hafa verið hérlendis. Prjónaupp- skriftir hafa aftur á móti verið gefnar út af innlendum aðilum. Þetta nýja efni verður ekki til sölu á almennum markaði heldur er það einungis sent félögum í klúbbnum Nýtt af nálinni. Til þess að auka notagildi efnisins og mynda eins konar hugmynda- banka sendir Vaka-Helgafell klúbb- félögum með annarri sendingu sér- hannaða geymslumöppu fyrir efnið án sérstaks endurgjalds. Er þá gert ráð fyrir að fólk flokki þau sextán uppskrifta- og leiðbein- ingaspjöld sem það fær mánaðarlega í möppuna en þar er efninu skipt niður. Handa henni. handa honum, handa börnunum, til heimilisins og svo kennsluspjöld en þau mynda smám saman eins konar námskeið í undirstöðuatriðum prjóna- og saumaskapar og öðrum þáttum hannyrða. Ritstjóri tímaritsins Nýtt af nál- inni er Ragna Þórhallsdóttir, handa- vinnukennari og mun hún jafnframt veita klúbbfélögum ráðgjöf og leið- beiningar símleiðis þegar þeir lenda í vanda við sauma- eða prjónaskap- inn. Þá er verið að undirbúa nám- skeiðahald á vegum klúbbsins víða um land næsta haust. Klúbburinn Nýtt af nálinni mun kappkosta að fylgja ávallt þeim tískustraumum og stefnum sem ríkja hverju sinni, bæði hvað varðar gerð sniða og í lita- og efnisvali. Rík áhersla er og lögð á að efnið sé sem hagnýtast og að félagar geti unnið upp úr því eigin hugmyndir og þannig mótað sinn eigin stíl. Með því að nýta sér leiðbeining- arnar og prjóna eða sauma flíkur sem kynntar eru í klúbbnum eiga félagsmenn að geta sparað stórfé miðað við að kaupa hliðstæðan fatn- að út úr búð. Vaka-Helgafell býður öllum sem áhuga hafa á að ganga í klúbbinn Nýtt af nálinni efnissendinguna á sérstöku kynningarverði, kr. 240 en það er 50% afsláttur frá föstu mán- aðargjaldi sem er 480 krónur. Að auki fá nýir félagar í kaupbæti sér- , stakt myndkreytt kennsluhefti með grundvallaratriðum er varða snið og saumaskap. Félagar geta skráð sig í síma 688300. Engar skuldbindingar fylgja því að gerast félagi í klúbbnum Nýtt af nálinni og engar kvaðir eru um að kaupa ákveðinn fjölda klúbbpakka. Fólk getur því hætt og sagt sig úr klúbbnum hvenær sem það óskar. Sendingar klúbbsins til félaga eru greiddar meðgíróseðli hverju sinni. Þótt útgáfufyrirtækið Vaka- Helgafell sé kunnast fyrir fjölbreytta bókaútgáfu síðustu árin hefur það áður sinnt sérstökum áhugahópum með klúbbrekstri. Má í því sambandi nefna Blóma- klúbbinn sem starfað hefur á vegum fyrirtækisins undanfarin tvö ár og þjónar áhugafólki um ræktun potta- plantna. Félagar í Blómaklúbbnum fá sendingar frá honum á fjögurra til sex vikna fresti en þar er um að ræða litprentaðar handbækur um blóma- rækt, tímaritið Blómablaðið og fræpoka með leiðbeiningum um hvernig rækta skuli af þeim fallegar pottaplöntur. Þá geta félagar hringt á sérstökum símatíma sem nefndur er Græna línan og leitað ráða hjá sérfræðingi klúbbsins á sviði blóma- ræktar, Hafsteini Hafliðasyni. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Við höfum einnig úrval af tölvupappír á Iager. Reynið viðskiptin. I PRENTSMIÐJ AN ■ mm* PKtNTSMIOJ AN \C^dda\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Grasfræ — Grasfræ Höfum til afgreiðslu strax: ADDA-vallarfoxgras í 50 kg. sk., kr. 83,- pr. kg LEIK-túnvingull í 25 kg. sk., kr. 130.- pr. kg PIMO-vallarsveifgras í 50 kg. sk., kr. 288.- pr. kg. Gerið verðsamanburð. Hafið samband við sölumenn til að tryggja tímanlega afgreiðslu. G/obus? LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - © 91 -681555 Hestamenn Félagsmót Hestamannafélagsins Geysis verður haldið á Rangárbökkum dagana 20.-21. júní. Keppt verður í A og B flokki gæðinga yngri og eldri flokki unglinga. Kappreiðar verða í 150 og 250 metra skeiði, 250-350 og 800 metra stökki. Skráning fer fram í símum 99-5525, 99-8330, 99-8591 og lýkur mánudagskvöld 15. júní. Einnig verða dæmdar hryssur og stóðhestar á mótinu. Skráningareyðublöð fást hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Steinþóri Runólfssyni, Hellu. Ættfærsla kynbótahrossa verður að vera í lagi svo þau fáist dæmd. Skráningareyðublöð þurfa að berast í síðasta lagi á mánudag til mótsstjórnar. Nefndin. Fóstrur - fóstrur Fóstrur vantar til starfa við leikskólann í Borgarnesi frá 10. ágúst n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 3. júlí n.k. Upplýsingar í leikskólanum í síma 93-7425 og á skrifstofu Borgarneshrepps í síma 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi. Heyhleðsluvagn óskast Óska eftir heyhleðsluvagni og blásara á góðum kjörum. Upplýsingar í síma92-7619 eftir kl. 19.00. Bændur athugið Til sölu er nýlegur stór barkarstýrður sláttutætari í mjög góðu lagi, einnig 70 ha Zetor. Uppl. í síma 91-53529. Sveitapláss óskast Ég er 12 ára drengur sem óskar eftir að komast í sveit, helst á Suðurlandi. Upplýsingar gefur Tíminn í síma 18300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.