Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 23. júní 1987. Effco n gerir ekki við biláða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan Það er meira aö segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega á flótta. Þú getur tekið hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju rnaður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum __ og varahlutaverslunum.. __ _____. Heildsala Höggdeyfir — EFFCO sfrrai 73233 Nýtt og ódýrt BffCO- þurrkan í bflinn i bátinn á vlnnustaðinn , á heimllið ^JS í sumarbústaðWBi i ferðalagið m og fl. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. + Sölvi M. Sigurðsson frá Undhóli i Skagafirði, Bjarkargötu 8, Reykjavík. lést hinn 20. þessa mánaðar. JarðarförinferframfráNeskirkjuföstudaginn26.júní 1987kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á íslands. að styrkja Blindravinafélag Jóhannes G. Sölvason Marilyn Sölvason Helga Jóhannesdóttir Salvör Jóhannesdóttir Hólmfríður J. Jensen Jakob F. Jóhannesson t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Kristins Þorsteinssonar, f.v. deildarstjóra Hamarstíg 22, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Pálsdóttir, Gunnlaugur T. Kristinsson, Gunborg Kristinsson, Guðrún A. Kristinsdóttir, Margrét H. Kristinsdóttir, Erik Hákansson, barnabörn og barnabarnabörn. John Lawson Rafeindamerki vara við árekstri Tölva á brú fylgist 'með umferðinni toUBÍIstjóranum Ss-U.umferðartep framundan11 Landabréf og aðrar tölvuupplýsingar Evrópskir bílaframleiöendur sameinast um þróun samræmds tölvukerfis í bíla: Tilraunir að hefjast Búast má við að ekki líði á löngu þar til bílstjórar geta treyst á tölvur í bílum sínum til að gera aksturinn auðvcldari, hættuminni, ódýrari o.s.frv. Stærstu bílaframleiðendut Evrópu hafa sameinast um að vinna aðsamræmdu tölvukerfi íbíla. Þessu vcrkefni hefur verið gefið nafnið Prometheus og því á að vera lokið eftir sjö ár. Fyrstu tilraunir að hefjast Síðar á þessu ári verður hafin til- raun með „hugsandi" bíl á leiðinni frá Westminster í London til Heat- hrowflugvallar, en á þeirri leið er citthvert mesta umferðaröngþveiti Lundúna. Menn gcra sér vonir um að í þessum bíl takist ökumanni að velja sér leið þannig að hann forðist mestu umferðarhnútana og takist ferðin ckki síður en alvönustu leigu- bílstjórum. Það sem gerir ökumanninum þetta klcift er .nýtt leiðbeiningakerfi, sem verið er að gcra tilraunir með. Um borð í bílnum er tölva sem tekur við boðum um hvar umferðin er stífluð og sér tölvan síðan um að gera leið- aráætlun samkvæmt því. Vitar eru festir á umfcrðarljós á leiðinni og þeir senda upplýsingar um umferð- ina með infrarauðum geislum til bílsins. í mælaborðinu á bílrtum er svo lítið landabréf og þar sýnir ör hvaða leið sé best að fara. Þetta kerfi, sem er kallað „Auto- guide", er fyrsti árangurinn af sam- starfi evrópskra bílaframlciðenda. Það er hluti af 8 ára verkefni sem á að leggja grunninn að nýrri kynslóð „greindra" btla, sem ætlað er að fækka slysum og koma í veg fyrir um- ferðartruflanir á evrópskum vcgum að miklum mun. Keppinautarvinna sameiginlega að verkefni Það eru nú tæp 2 ár síðan Dr. Ferdinand Panik. yfirmaður þeirrar dcildar Daimlcr-Benz verksmiðj- anna sem hefur með höndum tækni- lcgar rannsóknir á farartækjum. bauð rannsóknarmönnum frá 14 helstu bílaframleiðendum Evrópu til fundar í höfuðstöðvum Daimler- Benz í Stuttgart og bar fram uppá- stungu um samstarf á þessu sviði. Fram að þeim tíma hafði engum dottið í hug að þessir hörkukeppi- nautar væru til viðtals um samvinnu af neinu tagi. Annars hætta á ósamrýmanlegum kerfum Panik bar fram þá kenningu að bíl- ar væru stöðugt að verða „klókari" en ef ekki væru settar einhverjar frumreglur væri hætta á því að hin ýmsu klóku kerfi í bílunum yrðu ósamrýmanleg. Það þyrfti ekki ann- að en að sjá fyrir sér breskan Rover, hlaðinn öllum nýjustu tölvuvæddu leiðbeiningaundrunum, koma út úr nýju Ermarsundsgöngunum og vera snarlega tekinn úr umferð vegna þess að hann hefði ekki útbúnað til að „tala við" frönsku umferðarupp- lýsingatölvurnar. Á fundinum í Stuttgart komu bíla- framleiðendurnir sér saman um að vinna í sameiningu að verkefni sem þeir gáfu nafnið Prometheus. Árangurinn af þessu samstarfi gæti orðið gífurlegur. T.d. gæti „gáfað" farartæki aukið öryggi á veg- unum. Umferðarsérfræðingar halda því fram að ef bílstjóri næði því að bregðast rétt við hálfri sekúndu fyrr, mætti komast hjá 80% umferðar- slysa og við það fækka banaslysum á vegum Evrópu verulega en þau eru núna yfir 50.000 á ári. Og ef umferðarhnútum fækkaði mætti minnka eldsneytiskostnað bíl- anna um 10% og það skiptir stórum fjárhæðum. Fjórtán bílaframleiðendur taka þátt í þessu verkefni: Matra, Peug- eot og Renault frá Frakklandi; Da- imler-Benz, BMW, Porsche og Volkswagen/Audi frá Vestur-Þý- skalandi; Rover, Rolls-Royce og Jaguar frá Bretlandi; Alfa Romeo og Fiat frá Ítalíu og Saab og Volvo frá Svíþjóð. Þeir hafa hafið störf og tek- ur hver framleiðandi að sér það svið sem hann hcfur mesta sérfræðikunn- áttu á. Promethcus er orðinn hluti af Eur- eka hátækniprógramminu og í haust draga bílaframleiðendurnir 200 raf- eindafyrirtæki í fremstu röð í Evr- ópu inn í verkefnið. Nú þegar starfa yfir 300 manns við 50 háskóla og rannsóknastofnanir að verkefninu Pronietheus. Ekki einn „Evróbíir Það vakir ekki fyrir samstarfsaðil- unum að búa til einn „Evróbíl", en þeim kemur saman um að samfara því sem einkabílanotkun eykst verði að skipuleggja umferðarmálin betur. „Við verðum að hætta að líta á bíla sem einstaka framleiðsluvöru og fara að líta á umferðina sem samtvinnað kerfi," segir Panik. 1 grófum dráttum má segja að rannsóknirnar beinist að tveim sviðum. í fyrsta lagi að þróa upp kerfi sem gefur bílstjóranum upplýs- ingar. Þar snýst allt um bílatölvuna sem getur tínt upp upplýsingar frá tölvum við vegarbrúnina eða um- ferðarljósavitunum. Bílatölvan á líka að hafa aðgang að öðrum ferða- upplýsingum, s.s. hvar hótel og bensínstöðvar sé að finna á leiðinni. Með því að fylgjast með tölvum í öðrum bflum á bílatölvan líka að geta gefið ökumanninum aðvörun í tíma og þannig komið í veg fyrir árekstur. Þá á bílatölvan að geta gefið upp- lýsingar um ástand bíls og vélar á hverju tilteknu augnabliki. Hitt rannsóknarsviðið er á hvern hátt tölvan gæti tekið að sér hlutverk bílstjórans að hluta til. Hér er litið til lengri tíma, en m.a. er hugað að því hvernig megi bæta viðbrögð bílstjór- ans með því t.d. að bremsa fyrr ef vart verður við vandræði framund- an. Fjarlægð milli farartækja má stjórna sjálfvirkt. Kepptvið Japana Smáatriðum við gerð hinna ýmsu furðutækja sem eru í athugun er haldið leyndum af ótta við að koma Japönum á sporið, en meðal þeirra atriða sem vitað er að verið er að vinna úr má nefria: • Franska verkefnið „Carin" (Car Information): Renault og Philips vinna saman að því að þróa upplýs- ingapakka á leysidiskum. Þar væri m.a. landabréf af Evrópu, auk stað- bundnari atriða, s.s. hvarsé að finna hótel, símaklefa o.s.frv. • Þjóðverjar vinna að leiðakerfi sem gerir bílstjóra kleift að lenda á grænu Ijósi alla leiðina sem hann ætl- ar að fara. Bíltölvan nemur merki frá tölvum við vegarbrúnina, sem að- laga hraða bílsins til að forðast að lenda á rauðu ljósi. • Hjá Daimler-Benz er unnið að því að kanna hvernig unnt væri að hagnýta geimvísindi til að koma sigl- ingafræðilegum upplýsingum til bílsins. Enn eru 7 ár þangað til verkefninu Prometheus á að ljúka. Að þeim tíma liðnum áætlar Panik að öll frumvinna að samræmdu kerfi sé að baki og þá geti bílaframleiðendur aftur skellt sér í hina hefðbundnu samkeppni sín ámilli-en f þettasinn með endurbætta bíla með kerfi sem þeir hafa unnið sarnan að. Auðvitað eru óvissuþættir í þessu stórhuga verkefni. T.d. er ekki víst að bílakaupendur kæri sig um þessi tækniundur í bílunum sínum, sem væntanlega kosta eitthvað aukalega. Þá er líka enn óvíst hvort ríkisstjórn- ir viðkomandi landa séu reiðubúnar að leggja fram fé til rannsóknanna síðar á þcssu ári. En nú hafa Japanar líka hafið rannsóknir á sömu nótum og Prometheusverkefnið og það gæti hvatt hikandi ráðherra til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að Evr- ópa beri sigur úr býtum í keppninni um hver verði fyrstur til að setja á markað "bílinn sem hugsar sjálfur".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.