Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. júní 1987. Tíminn 15 lllllSAMVINNUMÁL Velgengni á Blönduósi Bæöi samvinnufélögin skiluöu hagnaði eftir síðasta ár Á Blönduósi starfa eins og kunn- ugt er tvö samvinnufélög, Kaupfél- ag Húnvetninga, sem rekur verslun og þjónustu, og Sölufélag Austur- Húnvetninga, sem rekur mjólkur- stöð og sláturhús. Félögin eru rekin í nánu samstarfi og er kaupfélags- stjóri jafnframt framkvæmdastjóri sölufélagsins. Kf. Húnvetninga Á síðasta ári varð heildarum- setning Kf. Húnvetninga 447,3 miljónir sem er 27,5% aukning frá árinu á undan. Reikningsleg af- koma félagsins batnaði verulega á milli ára, og var nú gert upp með 1.438 þús. kr. hagnaði. Eiginfjár- myndun varð nokkur í rekstrinum, en hins vegar versnaði lausafjár- staðan. Af einstökum rekstrarliðum má nefna að launakostnaður varð 49,1 miljón og hækkaði um 48%. Kem- ur þar tvennt til, annars vegar fjölgun starfsfólks og hins vegar taxtahækkaniroglaunaskrið. Ann- ar rekstrarkostnaður varð 15,8 miljónir og hækkaði um 21%. í verslunum félagsins varð veltu- aukningin um 27%. Félagið hélt fyllilega hlut sínum í verslun í héraðinu og afkoma einstakra búða batnaði verulega frá árinu á undan. t>á batnaði afkoma verk- stæðis einnig verulega og hefur ekki verið jafngóð í mörg ár. 1 verksmiðjunni Vilko, sem kaupfélagið keypti fyrir nokkru, varð heildarsalan 7,4 miljónir. Ein- göngu voru þar framleiddar vörur undir merki Vilko, og gekk fram- leiðsla þeirra vel og eftirspurn reyndist svipuð og búist hafði verið við. Á félagsmálasviðinu gerðist það helst að fréttabréf kom út reglu- lega, og var þar lögð áhersla á að koma á framfæri fréttum af starf- semi félaganna og upplýsingum sem snerta félagsmenn. Samkvæmt venju var nemendum 8. bekkjar grunnskólanna á félagssvæðinu boðið í heimsókn og þeim kynnt starfsemi félaganna, saga þeirra og tilgangur. Sölufélag Austur-Húnvetninga { mjólkursamlagi Sölufélagsins var tekið á móti 4,2 miljónum lítra af mjólk, sem er 25 þúsund lítrum minna en 1985. I sláturhúsi félags- ins var innvegið kjöt af sauðfé 748 tonn, af nautgripum 132 tonn og af hrossum 102 tonn. Innvegin ull var 67 tonn, og auk þess var tekið á móti nokkru af svínum og laxi. Magnaukning kjöts á milli ára var um 88 tonn, en nokkur fækkun varð á ásettu sauðfé vegna búhátta- breytinga og niðurskurðar vegna riðu. Þá var kjötvinnsla Sölufélagsins rekin með svipuðu sniði og undan- farin ár. Veltan þar var um 269 miljónir sem var 14% aukning frá árinu á undan. t>á á Sölufélagið meirihluta í Hóteli Blönduós hf. og gekk rekstur þess vel á síðasta ári. Er umsetning þess vaxandi og horfur á að svo verði áfram, en undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæði hótelsins. Áfkoma Sölufélagsins á síðasta ári var ágæt og rekstur þess er talinn traustur. Á rekstrarreikningi þess fyrir síðasta ár var tekjuaf- gangur að fjárhæð urn 160 þúsund krónur. Samstarf mjólkur- samlaga norðanlands í skýrslu sinni til aðalfundar Sölufélagsins nú í vor vék Árni S. Jóhannsson kfstj. nokkuð að þeim umræðum, sem uppi hafa verið um samstarf mjólkursamlaganna á Norðurlandi. Um það mál sagði Árni í skýrslu sinni: „Að undanförnu hefur verið rætt um samstarf mjólkursamlaganna á Norðurlandi. Hefurveriðstarfandi sérstök tíu manna nefnd í því skyni. Eftir að hafa unnið að þessum málum um hríð er það skoðun mín að ekki sé nema um tvennt að velja: 1. Að hvert samlag starfi áfram líkt og nú er. 2. Að stofnuð verði Mjólkursamsala Norðurlands, eða Norður- og Austurlands. Undirtektir við stofn- un Mjólkursamsölu hafa farið vax- andi og hlotið jákvæða umfjöllun. En þegar komið hefur að því að sú hagræðing, sem að er stefnt, næst ekki nema með því að einhver láti eitthvað af hendi, þyngist brúnin á mönnum og hver og einn segir: ekki ég. Grundvallarforsenda sameining- ar, sparnaður í fjárfestingum og minni reksturskostnaður, næst ekki nema með tilfærslu á vinnslu einstakra tegunda og sérhæfingu. Jafnframt hefur verið horft á að öll samlögin væru rekin áfram, þótt einhver fækkun yrði á mann- afla. Samdrætti í vinnslu yrði mætt með því að flytja heim íhéraðstörf sem nú eru unnin í Reykjavík og með nýjum framleiðsluvörum í matvælaiðnaði. Því miður blæs ekki byrlega fyrir þessari hugmynd sökum samstöðu- leysis okkar Norðlendinga. Hugs- anlega erum við nú að missa frum- kvæði á þessu sviði úr höndum okkar. Því verður erfitt að ná aftur, þegar það einu sinni er komið í hendur stjórnvalda í Reykjavík." -esig Verslunarhús Kf. Húnvetninga á Blönduósi V orhappdrætti Framsóknarflokksins 1987 VINNINGASKRÁ 1. Sumarhús - nr. 758 2. Ferð með Samvinnuferðum/Landsýn fyrir kr. lOO.ooo. - nr. 22524 3. -8. Ferð að eigin vali fyrir kr. 50.ooo, hver vinningur. nr. 14656 - 16323- 17333 - 19931 - 32377 - 37228 9.18. Vömúttekt að eigin vali fyrir kr. 50.000 hver vinningur. nr. 44 - 8607 - 12336 - 15357 - 19763 - 32258 - 32423 - 34813 - 38079 - 40666 Vinningsmiðum má framvísa til Stefáns Guðmundssonar, skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21 Reykjavík. Ógreiddir miðar em ógildir. Happdrætti Framsóknarflokksins Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknaritarar Viljum ráöa læknaritara á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild Lyflækningadeild Bæklunardeild Upplýsingar veita læknafulltrúar viökomandi deilda. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 5. júlí n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sjúkrahús á Akureyri Innanhússfrágangur Tilboö óskast í innanhússfrágang í rannsóknardeild í nýbyggingu Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Um er aö ræða nálægt 355 m2 svæði. Verktaki tekur viö húsrýminu múrhúöuöu meö hitalögn aö hluta og skal skila því fullgerðu. Innifaliö er allt, sem til verksins þarf, þ.m.t., t.d. loftræsi- og raflagnir. Verkinu sé aö fullu lokiö 1. apríl 1988. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og á skrifstofu umsjónarmanns framkvæmda- deildar I.R., Bakkahlíö 18, Akureyri, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö hjá Innkaupastofnun ríkisins þriöju- daginn 14. júlí 1987, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Oskum að kaupa Viljum kaupa þurrkgrindurfyrir saltfisk. Upplýsing- ar í síma 91-27880.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.