Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 23. júní 1987. meðaltalið af þessum tveim svæðum eins og gert var í könnuninni, þ.e. Z=0,75. En sem sjá má liggja mörk þessara svæða um Reykjavík. Athyglisvert er að Heimaey virðist skiptast í tvö hættusvæði, samkvæmt kortinu, þannig að mismunandi staðlar ættu að gilda þar eftir því hvar byggt er á þessari litlu eyju. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Hús ekki í hrunhættu -- þótt einhverjum hönnunaratriðum sé áfátt „Par sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur nú lýst því yfir, að nægilegt sé að reikna með álagsstuðli Z=0,5 hafa reikningar verið yfir- farnir m.t.t. þessa. Niðurstaðan var sú, að þau fjögur hús, þar sem athugasemdir voru gerðar varðandi jarðskjálftaþol og gögn voru fyrir hendi til að meta slíkt standast þessar kröfur,“ segir m.a. í nýrri greinargerð sem Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins hefur sent frá sér. R.B. tekur sérstaklega fram að þótt einhverjum atriðum sé áfátt við hönnun bygginganna gegn jarð- skjálftaálagi þýði það alls ekki að þær séu í hrunhættu, heldur að ætla megi að þær muni skemmast meir við harðan jarðskjálfta en ella. í umræðum um burðarþolsskýrslu R.B. að undannförnu hefur, sem kunnugt er, komið upp ágreiningur um hvaða álagsstuðul skuli miða við varðandi jarðskjálftaálag. í úttekt R.B. var miðað við meðaltal álags- gilda fyrir svokölluð 2. og 3. áhættu- svæði, þ.e. Z=0,75, enda liggja mörk þessara áhættusvæða um Reykjavík eins og sjá má af með- fylgjandi korti. Það gildi segir R.B. notað á verkfræðistofum þeirra 6 gamalreyndu verkfræðinga sem unnu að útreikningunum og sömu- leiðis hefur R.B. eftir Óttari Hall- dórssyni, höfundi staðalsins, að nota beri álagsstuðlul Z=0,75 á Stór- Reykjavíkursvæðinu. I greinargerð R.B. segir ennfrem- ur að túlkun á eðlilegum kröfum við þolhönnun sé í mörgum tilvikum matsatriði. Því hafi þær verið taldar best metnar með því að velja nokkra viðurkennda og reynda þolhönnuði (allir með yfir 15 ára starfsreynslu) til að yfirfara burðarþolsteikningar húsanna sem ákveðið var að kanna og meta þolhönnun þeirra. A.m.k. tveir hönnuðir hafi yfirfarið hvert hús og einungis hafi verið athugað hvort þau uppfylltu eðlilegar kröfur. Athugasemdir hafi verið gerðar við þau atriði sem áfátt var, sem í þeim byggingum sem hér um ræðir voru allt frá óverulegum og upp í alvarleg- ar athugasemdir. Eðlilegar kröfur voru taldar: Gild- andi reglugerðir og staðlar. Staðlar frá nágrannalöndunum þar sem ís- lenskir eru ekki til. Viðteknar venjur við vandaða hönnun. Helstu niðurstöður voru að sögn R.B.: Vöntun á gögnum, allt frá því að einstaka útfærslu vantaði upp í að engar teikningar voru til. Burðarþol var ekki alltaf tryggt vegna lóðrétts átaks og gagnvart vindálagi sam- kvæmt íslenskum staðli og heldur ekki gagnvart jarðskjálftaálagi sam- kvæmt staðli Z=0,75 sem fyrr grein- ir. Þá var hönnun bygginganna mis- vönduð. R.B. tekur fram að hönnuðir húsanna sem könnuð voru geti, og hafi sumir þegar, rætt við nefndina um sín hús. Heildarnið- urstaða könnunarinna^ sé þó ljós, þ.e. að ástand hönnunarmála sé ekki nægilega gott og að endurbóta sé þörf á ýmsum sviðum, svo sem varðandi staðlagerð, eftirlit og al- menna þekkingaröflun. - HEI Sólstöðuganga í blíðviðri: Aldrei fleiri en í þriðju göngunni Sólstöðuganga 1987 var gengin á sunnudaginn og náðist metþátttaka í ár. Rúmlega fjögur hundruð manns mættu strax í byrjun og hafa aldrei fleiri gengið þau þrjú ár sem gangan hefur verið reynd. Þátttaka var öllum opin og var lögð áhersla á allir skemmtu sér hið besta og fræddust um náttúruna og sitt nánasta umhverfi. Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands, í samvinnu við ýmsa aðila á Seltjarnarnesi, Kjalarneshreppi og Bessastaðahreppi, stóð fyrir gönguferðum umhverfis megin- byggðakjarna þessara sveitarfélaga og rómaði göngufólk skemmtilegar ferðalýsingar leiðsögumanna. Farið var út í Viðey og snæddur þar árbítur, en Sólstöðugöngunni lauk á Álftanesi um miðnæddi með varðeldi og fjöldasöng. -SÓL Útbreiöslukönnun SÍA: sjá Morgunblaðið Flestir Morgunblaðið er útbreiddast allra íslensku dagblaðanna en DV fylgir fast á hæla þess, samkvæmt niður- stöðum úr könnum sem Samband íslenskra auglýsingastofa hefur látið Félagsvísindastofnun gera fyrir sig. Könnunin var gerð í maímánuði sl. og kom í ljós að um 75% svarenda sáu Morgunblaðið oft eða daglega en 67% sáu DV. Mun lakari var útkoman hjá hinum dagblöðunum, Þjóðviljinn og Tíminn voru með svipaða útbreiðslu eða 20% og 19%, því næst kemur Dagur með 11% og loks Alþýðublaðið með 5%. í könnuninni kom í ljós að út- breiðsla Dags á Akureyri er mjög mikil eða 79% í Norðurlandi eystra og 33% í Norðurlandi vestra. Samskonar könnun var gerð fyrir fjórum árum og kemur nú í Ijós að útbreiðsla Tímans hefur minnkað töluvert en þá sáu 26% svarenda blaðið daglega eða oft. Breytingarn- ar á milli þessara kannana eru ekki eins miklar hjá hinum dagblöðun- um, enda ekkert þeirra gengið í gegnum jafn mikla örðugleika á tímabilinu. Þá má búast við að uppgangur Dags á Norðurlandi hafi verið á kostnað Tímans að nokkru leyti. - BG SUMAR '87 Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Hunv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 Hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og greiðslukjör Globust Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 - okkar heirnur snýst um gxdi UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT FEUA Margra ára reynsla sýnir að Fella sláttuþyrl- ur eru einhverjar vönduðustu sláttuþyrlur sem völ er á. Fella sláttuþyrlur eru fáanlegar í stærðunum 166 cm og 192 cm. Báðar stærðirnar eru fáanlegar með og án grasknosara, sem mjög auðvelt og fljótlegt er að taka af og setja við. Fella er sláttuþyrla sem endist og endist. Kynnið ykkur prófun Bútæknideiidar sumarið 1982 á Fella Km 165 sláttuþyrlunni með grasknosara. FELÍA heyþyrlur eru sterkaz og afkastamiklar. Þær er hægt að fá bæði lyftutengdar og dragtengdar. Allar vélarnar eru með skástillibúnaði, þannig að þær geti kastað frá skurðum og girðingum. ■' • • '. ••' •' . •» • ••:■->• FELLA stjörnumúgavélar henta stórum og litlum búum. Hægt er að fá vélar sem raka hvort sem er til hægri eða vinstri, einnig vélar til tengingar framaná dráttarvélar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.