Tíminn - 30.06.1987, Page 4

Tíminn - 30.06.1987, Page 4
;4 Tíminn Þriðjudagur 30. júní 1987. Ef ellilífeyrisþegar vilja spila á tryggingakerfið: UM 40% „GRODI“ AF SKILNADI í ELLINNI Um 174 þúsund króna hækkun bótagreiðslna frá Tryggingastofnun Fáir munu hafa mciri möguleika til að hagnast á að svíkja út fé úr al- mannatryggingakerfinu en tekj ulitlir giftir ellilífeyrisþegar sem njóta fullrar tekjutryggingar. Með því að skilja í ellinni geta þeir aukið sam- eiginlegar ráðstöfunartekjur sínar frá Tryggingastofnun ríkisins úr um 431 þús. kr. á ári upp í um 605 þús. krónur, þ.e. um 174 þús. kr. eða um 40%. Þarna er hlutfallslega um enn meiri „hagnað“ af hjónaskilnaði að ræða en hjá ungum hjónum með börn, sem prcstar, á fundi í Borgar- nesi, telja aðopinbera bóta-, skatta-, og lánakcrfið freisti nú til að skilja til málamynda, til þess að gcta svikið fc og fyrirgreiðslu út úr n'kissjóði og bæjar- og svcitarsjóðum. Tölurnar að framan miðast við bótaupphæðir Tryggingastofnunar eins og þær cru i júní s.l. Hjón mcð Iágar cða engar tekjur fcngu þá greiddar samtals 35.905 kr. (17.953 kr. hvort) á mánuði í ellilífeyri og fulla tckjutryggingu, cða tæplcga 431 þús. krónur á ári. Samsvarandi bætur til cinstaklinga voru þá 20.747 kr. á mánuði og að viðbættri hcimil- isuppbót til þcirra scnt búa cinir í hcintili eru bæturnar 25.222 kr. á mánuði eða tæplega 303 þús. krónur á ári. Samanlagðar greiðslur til hjóna niyndu því hækka úr um 36 þús. kr. á mánuði í 50.500 kr. á mán- uði ef þau slitu hjónabandinu og öfl- uöu scr a.m.k. lögheimilis á sitt hvorum staðnum. Árið 1985 voru um 2.500 hjón scm nutu ellilífeyris og tekjutryggingar frá almannatryggingum. Það mundi því kosta Tryggingastofnun um 400 milljónir króna á ári ef þau notfærðu sér öll þcssa auðvcldu „tckjuöflunar- lcið". Alltir bótatölur scm nefndar voru gilda að sjálfsögðu einnig um hjón sem bæði eru tekjulágir ör- orkulífeyrisþcgar. - HEI Tívolíbásarnir hafa alltaf dreg- ið að. Hlíðar- garðs- hátíð Hlíðargarðshátíðin í Kópa- vogi verður haldin 2. júlí ef veður leyfir. Hátíð þessi er fastur liður í starfi vinnuskól- ans og jafnan haldin fyrri hluta júlí. Þar hefur (Verið ýmislegt um að vera t.a.m. leikir og þrautir, tívólíbásar, ýmis leik- tæki og minigolf svo eitthvað sé nefnt. Hundruð manna hafa lagt leið sína í Hlíðargarð á þessa hátíð undanfarin sumur. Lögð er áhersla á að ungir sem aldnir geti unað t' garðinum þessa dagstund og fundið eitthvað við sitt hæfi. Veitingar hafa og verið seldar á staðnum og ágóði runnið til sérstaks málefnis. Nú mun hann renna til fatlaðra ungmenna úr Kópa- vogi sem fara í sumarbúðir til Danmerkur seinna í sumar. Eins og áður sagði er hátíðin fyrirhuguð þann 2. júlí en frest- ast til næsta góðviðrisdags þar á eftir ef með þarf. Félag byggingafulltrúa: BRÝNT AÐ ENDURSKOÐA BYGGINGARLÖGGJÖFINA Félag byggingarfulltrúa sam- þykkti eftirfarandi ályktun á aðal- fundi félagsins fyrir skömmu. Félag byggingarfulltrúa er félags- skapur byggingarfulltrúa í landinu, stofnað m.a. í þeim tilgangi að koma á framfæri tillögum til úrbóta í byggingalögum og reglugerðum, stuðla að aukinni faglegri þekkingu félagsmanna og til þess að efla byggingareftirlit í landinu. Félaginu hefur verið ljóst að ófremdarástand ríkir á mðrgum sviðum byggingariðnaðarins, eink- um varðandi reglugerðir og staðla þá sem stuðst er við í hönnun. í framhaldi af hinni miklu umræðu undanfarið varðandi þolhönnun húsa, vilja byggingarfulltrúar vekja athygli á því að þolhönnunin er aðeins einn þátturinn í hönnun hvers mannvirkis. Jafnframt harmar Félag bygging- arfulltrúa þann trúnaðarbrest sem nú virðist orðinn við Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins í kjöl- far könnunar á burðarþoli bygginga í Reykjavík. Byggingarfulltrúar hafa fjallað um þann vanda sem nú er við að etja innan byggingariðnaðarins og telja að eftirfarandi atriði þarfnist strax úrbóta: { fyrsta lagi verði þegar hafist handa við endurskoðun byggingar- laga og byggingarreglugerðar. í öðru lagi verði unnið markvisst að því að upplýsa almenning um þýðingu byggingareftirlits til að eyða þeirri tortryggni sem nú virðist ríkja milli aðilanna. I þriðja lagi verði embætti bygg- ingarfulltrúa efld þannig að þau geti betur sinnt þeim störfum sem þeim er falið samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. í fjórða lagi verði hert eftirlit með steypugerð og húsciningafram- leiðslu. (Fréttatilkynning) Bæjarstjórnin samþykkir samhljóða: Fjórhjól ei meir á Seltjarnarnesi Bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi samþykkti samhljóða á bæjar- stjórnarfundi fyrr { vikunni að banna alla umferð fjórhjóla innan Seltjarnarness. „Nesið er bara svo þröngt og hér eru viðkvæmir staðir, náttúru- fræðilega séð, þannig að það er bara ekki möguleiki á að gefa eigendum hjólanna tækifæri til að stunda sínar íþróttir hér,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri í samtali við Tímann. Sveitarfélögin munu væntanlega hefja samstarf um að finna svæði handa fjórhjólamönnunum. En þangað til það er fundið verða þeir að halda sig frá Seltjarnarnesinu og Mosfellssveit, þvi óskað verður aðstoðar lögreglu við að framfylgja banninu. ca.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.