Tíminn - 30.06.1987, Síða 8

Tíminn - 30.06.1987, Síða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 30. júní 1987. Tjmirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Fr&mkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGislason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Stjórnarmyndunar- viðræður Alþingiskosningar fóru fram 25. apríl sl. og lauk með þeim úrslitum að ríkisstjórnin missti meirihluta sinn á Alþingi. Ástæðan fyrir því var sú að Sjálfstæðisflokkur- inn gekk klofinn til kosninga og missti mikið kjörfylgi. Auk þess urðu kosningaúrslitin að öðru leyti ruglingsleg og gáfu ekki tilefni til bjartsýni um að auðvelt yrði að mynda ríkisstjórn. í reynd hefur það einnig orðið svo að þótt sleitulaust hafi verið unnið að því formlega og óformlega að mynda starfhæfa meirihlutastjórn þá hefur sú viðleitni ekki borið árangur. Meginástæðan er auðvitað sú að stjórn- málaflokkarnir eru of margir og smáir til þess að auðvelt sé að fá þá til að vinna saman í ríkisstjórn. Þá kemur það einnig til að flokksleg eindrægni er á hverfanda hveli í sumum stjórnmálaflokkanna og eru Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag þar skýrust dæmi. Nú eru nærfellt fjórar vikur síðan forseti íslands fól Jóni Baldvini Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins. að vinna að myndun ríkisstjórnar. Hefur hann sinnt því verki en ekki haft erindi sem erfiði og skilað umboðinu fyrir sitt leyti. Langlengst þessara fjögurra vikna hafa stjórnarmynd- unarviðræðurnar verið milli þriggja stærstu flokkanna, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Áður hafði augljóslega gætt þeirrar stefnu af hálfu Jóns Baldvins að ganga út frá því sem gefnu að Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur myndu eiga auð- velt með að ná samstöðu um stjórnarstefnu og þá gert ráð fyrir að reyna stjórnarmyndun með öðrum en. Framsóknarflokknum sem þriðja aðila. Þetta snerist að ýmsu leyti við eftir að þessir flokkar fóru að tala saman. Má óhætt fullyrða að þegar til kastanna kemur þarf ekki að vera neitt óbrúandi bil milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks fremur en annarra stjórnmálaflokka. Hér er ekki að sinni gerlegt að gera stjórnarmyndun- arviðræðunum full skil, enda ekki fullséð þegar þetta er ritað, hvernig þeim muni endanlega ljúka. Þó er nauðsynlegt að geta þess að stjórnarmyndunarviðræð- urnar þurftu ekki að stranda á tillögum Framsóknar- flokksins um ráðherrafjölda hvers flokks eins og gefið- er í skyn í fréttum. Megintillaga Framsóknarflokksins hefur verið að flokkarnir hefðu jafnmarga ráðherra hver, samtjíls yrðu 9 ráðherrar í ríkisstjórninni, en hvorki 10 né 11. Pá er vert að vekja athygli á því að Framsóknarflokk- urinn var tilbúinn að samþykkja að formaður Sjálf- stæðisflokksins yrði forsætisráðherra og engin andstaða gegn því í Framsóknarflokknum að forseti Sameinaðs þings yrði úr Sjálfstæðisflokknum eins og verið hefur. Steingrímur Hermannsson með þingflokk Framsókn- arflokksins að baki sér hefur lagt sig fram um að af stjórn þessara þriggja flokka mætti verða. Ef svo fer að lokum að slíkt samkomulag næst ekki, þá er komin upp ný staða í stjórnarmyndunarviðræðum. Framsóknar- flokkurinn mun að sjálfsögðu meta stöðuna eins og hún þá liggur fyrir. Síst er ástæða til að fagna því, ef slitnar upp úr núverandi viðræðum um þriggja flokka stjórn. Ábyrgir stjórnmálaforingjar munu þá leita nýrra leiða, ef sú leið bregst. 1 GAfíRI SPAD0MURINN REYNDIST RÉTTUR I’cgar cflir kosningar, spáðu hclstu stjórnmálaspekúlantar þcssa lands því að erfitt myndi. reynast að mynda nýja ríkisstjórn. Ljóst var að til þcss þyrfti a.m.k. samkomulag þriggja flokka og auk þess sem erfiðara gat reynst; aö persónulegar sættir tækjust milli einstakra manna og flokka. Spádómur þessara manna hefur reynst réttur. Þrátt fyrir langa og stranga fundi allra þcirra stjórn- málaafla sem nú eiga sæti á Alþingi virðist engin lausn vera í sjónmáli. Maraþonfundur Lengsta samfcllda tilraunin hófst rétt eftir sunnudagssteikina í fyrra- dag og stóð fram á mánudagsnótt. Þar áttust við Alþýðuflokkur, Frainsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Eftir því sem næst -verður komist gengu ótal tiliögur milli flokkanna um skiptingu ráð- herraembættanna og þar með stjórnun landsmálanna án ár- angurs. Einhvcrjir kunna að halda að cf samkoinulag um ráðherraembætti hefði náðst væri björninn unninn. Svo er þó alls ekki. Vitað er að þessir stjórmálaflokkar ciga eftir að ganga frá málefnasamningi sín á milli og er að heyra á ýmsum fraináinönnum að það gæti reynst þrautin þyngri að ná sáttum um það plagg. Þá má ekki gleyma því að cndan- lega þurfa flokkarnir að fá sam- þykki sinna miðstjórna, flokksráða eða hvað það nú allt heitir áður en endanlcga verður gengið frá mynd- un ríkisstjórnar. Þjóðin bíður Fullyrða má hins vegar að þjóðin er að verða langeygð eftir að ný ríkisstjórn taki við völdum. Ekki svo að skilja að sú sem nú situr sé ekki nógu góð, hcldur af þeirri ástæðu að eftir hverjar kosningar á ný að taka við völdum og þjóðin er ckkcrt síður spcnnt en ráðherr- aefnin að fá að vita hvcrjir fái stólana. Nógur fréttamatur Stjórnmálaþófið iiefur rækilega verið kynnt í fjölmiðlum. Að lokn- um hverjum fundi hafa lciðtogarnir verið króaðir af og spurðir álits. í fæstum tilvikum licl'ur nokkuð ver- ið á svörum þeirra að byggja enda í flestum tilvikuin bundnir þagnar- heiti um gang viðræðnanna. Það breytir þó engu uni að fréttamcnn láti ckki álit sitt í Ijós og frétta- skýringum spreðað yfir landslýð. Allt er það til skcmmtunar gert og heldur landanum vakandi. Hurðin á Aiþingishús- inu - Húnninn í Höfða I fyrrakvöld var til að niynda bein útsending af vígvellinum. Fjöldi fréttamanna og Ijósmyndara safnaðist saman fyrir framan Al- þingishúsið, horfði á dyrnar og spáði í spilin. Óneitanlega ininnti þessi uppákoma á það þegar þjóðin horfði heilan dag á hurðarhúninn í Höfða sælla minninga, og niður- staðan varð reyndar svipuð. Eng- inn sjáanlegur árangur, frekari við- ræður ekki ákvcðnar og vonbrigði meðal almennings. Því skal hins vegar ekki trúað en að eitthvað hafi komið út úr við- ræðunum. Varla geta 50 manns setið í 12 klukkustundir á fundi án þess að nokkuð hafi gerst. Garri í ráðherrastól Garri játar að hann var forvitinn eins og aðrir og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Þó sér hann Ijósan punkt í þessu öllu saman. Sum sé þann að ef viðræður stjórnmála- mannanna lciða ekki til neins þá vcrður annað tveggja kosið upp á nýtt og það flnnst Garra gaman og svo hitt sem ekki er síður spenn- andi að mynduð verði utanþings- stjórn. Þar nicð gætu ólíklegustu menn allt í einu orðið ráðherrar, meira að segja Garrí. Þá yrði nú gaman að lifa. VÍTTOG BREITT Kreppa í góðæri Níu vikna, hörkuspennandi við- ræður hafa nú staðið yfir um mynd- un ríkisstjórnar. Fjölmiðlamergðin hefur gert sér mikinn mat úr atinu og haldið fólkinu í landinu við efnið með því að láta líta svo út að keppninni sé um það bil að Ijúka og að á hverri stundu sé ný ríkis- stjórn rétt að skreppa í liðinn. Vakað er yfir hverju fótmáli stjórnmálaforingjanna og þeir yfír- heyrðir látlaust um gang mála og fréttaskýringar eru gefnar á stund- inni. Þegar hvað best liggur á fréttamönnum útvarpa þeir beint, jafnvel um miðjar nætur, og þá er heldur leiðinlegt að vera sofandi og fá.ekki nýjustu fréttir af stjórn- armyndunum fyrr en maður vaknar að morgni. í níu vikur samfleytt hefur tekist að láta eins og að lokaspretturinn í ráðherrastólana standi yfir og keppninni sé rétt að ljúka. Sigur og platsigrar Flestir eru nú búnir að gleyma úrslitum alþingiskosninganna og áherslur f stjórnarmyndunum orðnar allt aðrar en þegar kosn- ingatölur voru lagðar til grundvall- ar. Fyrst í stað máttu stjórnmálafor- ingjar og fréttarskýrendur vart vatni halda af hrifningu yfir stór- sigri femínista og voru kosningarn- ar túlkaðar sem vilji þjóðarinnar til að þær tækju við stjórnartaumum. Aðrir kosningasigrar voru bara plat. Maður gekk undir manns hönd að fá að taka þátt í ríkisstjórn með sigurvegurunum en einhvem veg- inn runnu þeir tilburðir allir út í sandinn, en enginn hinna hrygg- brotnu vonbiðla hefur mannað sig upp í að gefa neina skýringu á hvers vegna þeir gengu bónleiðir til búða. En íslenskir femínistar halda áfram sigurgöngunni um víða ver- öld og eru orðnir slíkir alheims- söngvarar að frægð þeirra berst nær einvörðungu að utan. Þar eru línur lagðar um hvemig kvenþjóðirnar eiga að koma ár sinni fyrir borð til að mark sé á þeim takandi. Sigurgangan um veröldina hefur algjörlega skyggt á að brotið var blað í stjómmálasögu Bretaveldis, er forsætisráðherra þar náði þing- meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð. Ekki hefur það heldur vakið neina athygli að sá sigurvegari gengur að jafnaði í pilsi. Á hluta þess tíma sem stjórnar- myndun hefur staðið yfir í höfuð- vígi femínista, boðaði frú Thatcher til kosninga, vann þær, myndaði nýja ríkisstjórn og þingið er sest á rökstóla. Engar sögur fara af því að kven- skörungur hafi nokkur áhrif í stjórnmálum heimsveldisins eða standi þar uppi sem sigurvegari. Að minnsta kosti ekki í landi þar sem barist er leynt og ljóst fyrir kynskiptingu í pólitík og sigurveg- arar eru metnir eftir kyni en ekki atkvæðamagni. Vökunætur framundan Eftir að femínistar gufuðu upp úr íslenskri pólitík og tóku sér stöðu í þeirri alþjóðlegu hefur lítið borið á að þingflokkarnir eru sex talsins. Þeir þrír sem Jón Baldvin hefur verið að reyna að bræða saman eru einir í umræðunni. Alþýðubandalagsmenn eru svo uppteknir að berja hver á öðmm, að þeir em stikkfrí í landsmálum, enda eiga þeir nóg með eigin vandræði, þótt þeir fari ekki líka að fást við vandamál þjóðarinnar. Borgaraflokkurinn er feimnism- ál, sem enginn tekur i' mál að hafí unnið kosningasigur og því síður að það taki að ganga á eftir honum með grasið í skónum til neins konar fylgilags. Kaflaskipti virðast nú vera ( tilraunum til stjómarmyndunar og nýtt blóð hleypur þá væntanlega í fréttaskýringar og þá verður maður að passa sig að sofa ekki of fast á næturnar til að missa ekki af bein- um útsendingum með lýsingum af kappleiknum. Það er annars skrýtið að mitt í öllu góðærinu þegar yflrfljótandi smjör drýpur af hverju strái og allt leikur í lyndi til lands og sjávar, skuli hvergi vera kreppa nema í landsstjórninni. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.