Tíminn - 30.06.1987, Qupperneq 10

Tíminn - 30.06.1987, Qupperneq 10
10 Tíminn Þriðjudagur 30. júní 1987 Þriðjudagur 30. júní 1987. Tíminn íslendingar lögdu Júgóslava að velli „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með árangurinn, þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum Júgó- slava í móti og auðvitað í fyrsta skipti á þeirra heimavelli sem gerir þetta enn betra. Þeir voru með fullt lið, alla sína bestu menn,“ sagði Alfreð Gíslason eftir að íslenska MBJia-IÆlB Úrslif leikja í 7. umferð 1. deildar á íslandsmótinu í knatt- spymu: ÍA-KR 2-1 (1-0) (Haraldur Ingólfsson 18., Svcinbjörn Hák* onurson 72.)-(Jósteinn Einarsson 68.) Þór-Víðir 5-0 (2-0) (Jónas Róbcrtsson !(). Halldór Askclsson 25. og 75.. Hlynur Birgisson 73., Siguróli Kristjánsson 88.) Völsungur-FH 4-1 (2-0) (Aðalstcinn Aðalstcinsson 5., Hörður Bcn- ónýsson 15., Jónas Hallgrímsson 50. og 80.)-(Ian Flemming 56.) ÍBK-KA 1-1 (0-0) (Frcyr Sverrisson 80.)-(Jón Sveinsson 84.) Fram-Valur í kvöld kl. 20.00 Valur........... 6 5 1 0 16-4 KR ......... ÍA.......... KA ......... lBK J....... Þór......... Fram ....... Völsungur....... 7 22 3 Vidir........... 7 0 4 3 16 7 4 2 1 14-4 14 7 4 0 3 12-11 12 7 3 2 2 6-5 11 7322 14-16 11 7 3 0 4 10-12 9 6 2 2 2 7-7 8 9-10 8 3-11 4 FH 7 0 1 6 3-14 1 Markahxstir: Björn Rafnsson KR........ Heimir Guðmundsson ÍA . Jónas Hallgrímsson Völsungi Óli Þór Magnússon ÍBK . . . Pétur Pétursson KR....... "Sigurjón Kristjánsson Val . . mörk mörk mörk mörk mörk mörk Úrslit leikja í 7. umferð 2. deildar á íslandsmótinu í knatt- spymu: Víkingur-ÍBf 1-0 (0-0) (Trausti ómarsson 84.) Selfoss-Einherjí 3-1 (1-0) (Jón Gunnar Bcrgs, Bjöm Axclsson, Páll Guðmundsson)-(Guðmundur Helgason) UBK-ÍR 3-0 Leiftur-KS 1-0 ÍBV-Þróttur 2-2 Vikíngur......... 7 6 0 1 14-7 18 Leiftur........... 7 4 1 2 8-4 13 Þróttur.......... 73 13 13-12 10 UBK .............. 7 3 1 3 7-7 10 Solfoss........... 7 2 3 2 13-13 9 ÍBV............... 7 2 3 2 9-10 9 Einhorji.......... 7 2 3 2 8-11 9 KS................ 7 2 2 3 10-11 8 fR................ 7 2 2 3 10-12 8 lBt .............. 7 1 0 6 7-12 3 Markahæstir: Trausti Ómarsson Víkingi .... 8 mörk Hcimir Karlsson (R........ 7 mörk landsliðið í handknattleik sigraði það júgóslavneska með 18 mörgum gegn 15 á handknattleiksmótinu í Júgóslavíu í gærkvöldi. „Við erum með reynt lið og ég held að árangur- inn sé ekki einstökum leikmönnum eða þjálfara að þakka, þ.e. ekki einum öðrum frekar. Það var mjög góð liðsheild sem átti heiðurinn. Við vorum þreyttir í Danaleikjunum og þróunin upp í þetta er bara eðlileg þó við byggjumst ekki við því að vinna.“ Alfreð sagðist vera bjartsýnn á framhaldið í úrslitakeppninni; „við ættum að vinna Spánverjana og Austur-Þjóðverjarnir eru með nýtt lið, það er ekkert sjálfgefið að við töpum fyrir þeim. Ég myndi segja að þriðja sætið væri raunhæft,“ sagði Alfreð. fslendingar byrjuðu mjög illa í leiknum í gærkvöldi. Júgóslavar komust í 6-1 mjög fljótlega og ekkert gekk, hvorki í vörn né sókn. Um miðjan fyrri hálfleik fór að ganga betur og náðist að minnka muninn í eitt mark. Hann jókst aftur í þrjú og var staðan í hálflcik 8-5 Júgóslövum í hag. f seinni hálfleik gekk allt upp í vörn, sókn og marki og sigruðu íslendingar mjög verðskuldað 18-15 eftir að hafa haft fjögurra marka forskot undir lokin. Alfreð Gíslason og Þorgils Óttar Mathiesen voru markahæstir með 4 mörk, Karl Þráinsson gerði 3, Jakob Sigurðsson 2 og Kristján Arason einnig. Sovétmenn unnu Norðmenn með 6 marka mun í gærkvöldi svo að í úrslitakeppnina fara íslendingar og Sovétmenn, og A-Þjóðverjar og Spánverjar úr hinum riðlinum. í botnriðlinum leika Júgóslavar, b-lið Júgóslava, Pelistersem er júgóslavn- eskt félagslið og Norðmenn. Sannar- lega ekki það sem hcimsmeistararnir ætluðu sér fyrir mótið. Liðin halda innbyrðis stigum svo íslendingar eiga aðeins eftir að ieika gegn Spán- verjum og A- Þjóðverjum. íslendingar töpuðu naumlega fyrir Sovétmönnum í fyrsta leiknum á mótinu, 21-20 en unnu síðan Norð- menn létt 25-20 eftir að hafa verið níu mörkum yfir. Júlíus Jónasson skoraði mest á móti Norðmönnum, 7 mörk, Sigurður Sveinsson gerði 5 (4 víti) og Alfreð Gíslason 4. Gegn Sovétmönnum var Sigurður Gunn- arsson markahæstur með 5 mörk, Þorgils Óttar Mathiesen gerði 4 og Kristján Arason 3. - HA íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna: Valsstúlkur töpuðu tveimur stigum! Keflavíkurstúlkur fögnuðu eins og um titil var að ræða þcgar blásið var til leiksloka í leik ÍBK og Vals í 1. deild kvenna í Keflavík á laugardag- inn. Leiknum lauk mcð vægasl sagt óvæntu jafntefli og höfðu lcikmenn ÍBK fulla ástæðu til að fagna því þær spiluðu mjög vel. Valsstúlkur töp- uðu þarna sínu fyrsta stigi í íslands- mótinu í sumar og reyndar sínu fyrsta stigi í íslandsmótinu síðan 4. september árið 1985! Þá gerðu þær 1-1 jafntefli við KR. Þess má kannski geta að Valur tapaði síðast lcik ■ Islandsmóti fyrir tæpum tveimur árum, nánar til tekið fyrir UBK 18. júlí 1985 (0-2). Valsstúlkur óðu í færum á fyrstu mínútunum í leiknum á laugardag- inn. Guðrún Sæmundsdóttir átti m.a. skot í slá úr aukaspyrnu og Ingibjörg Jónsdóttir átti skot í slá. Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Vals á 9. mín. með skoti frá vítateig eftir aukaspyrnu. Ingibjörg hitti stöngina aftur með knettinum en nú eftir skalla. Keflvíkingar fengu víti á 39. mín. eftir að markmaður Vals hafði brotið á Svandísi Gylfadóttur. Anna María Sveinsdóttir skoraði úr vítaspyrn- unni. í seinni hálfleik fór leikurinn að mestu fram á vallarhelntingi ÍBK en Keflvíkingar áttu þó skyndisóknir. Engin afgerandi færi sköpuðust. Hjá Val var Guðrún Sæmunds- dóttir best í fyrri hálfleik en engin bar af í þeim síðari. Erfitt er að gera upp á milli Keflavíkurstúlknanna, þær börðust allar eins og ljón og virðast mun ákveðnari en í fyrri leikjum. Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson áttu ekki í minnstu vandræðum með að vippa sér upp á þakið á Escortinum eftir að úrslit voru Ijós í Skagarallinu á sunnudaginn. Þeir feðgar hafa verið með afbrigðum sigursælir og komu að þessu sinni í mark rúmum tveimur mínútum á undan næstu keppendum. Á myndinni mundar Rúnar flöskuna með miði sigurvegaranna en skömmu síðar miðaði hann á Ijósmyndar- ana og veitti þeim óumbeðið sturtubað. Keppnin í Skagarallinu var mjög spennandi og keyrðu margir upp á sigur eða ekkert. Þrír af efstu bílum duttu út alveg í lokin, þeirra á meðal Jón S. Halldórsson sem fyrir síðustu sérleið var KA vann Akureyrarleikinn KA sigraði Þór 3-0 á Akureyri. Hjördís Úlfarsdóttir skoraði fyrsta mark KA á 21. mín., fékk boltann á miðju, fór í gegnum vörnina allt inn á vítateiginn og skaut framhjá Ingi- gerði í markinu. Lítið var um færi í fyrri hálfleik en liðin skiptust á að sækja. KA stelpurnar komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og strax á 5. mín. síðari hálfleiks skor- aði Eydís Marinósdóttir með skoti frá markteig eftir góða fyrirgjöf frá Yrsu Hrönn Helgadóttur. Borghild- ur Freysdóttir tók aukaspyrnu á 65. mín. út á hægri kanti og sendi á fjærstöngina þar sem Valgerður Jónsdóttir skallaði yfir útihlaupandi markmann Þórs. Leikurinn endaði því 3-0 og verður það að teljast sanngjarnt miðað við gang hans. Bestar hjá KA voru Stella Hjalta- dóttir og Eydís Marinósdóttir en engin ein stóð uppúr hjá Þór. Markalaust á KR-vellinum KR og Breiðablik skildu jöfn í daufum leik á KR-vellinum og tókst hvorugu liðinu að gera mark. KR- ingar áttu þó betri færi en úrslitin voru á heildina litið sanngjörn. Óruggur Skagasigur Á Akranesi lögðu Skagastúlkur Stjörnuna 2-0 í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 1-0. Það var Laufey Sigurðardóttir sem skoraði bæði mörk ÍA og er nú markahæst í deildinni ásamt Guðrúnu Sæmunds- dóttur í Val. í A og Valur eru á toppi deildarinnar með 13 stig en Valur hefur betra markahlutfall, 15-1 á móti 13-3. Bæði lið hafa leikið 5 leiki. ms/áp/HÁ Víkingar eru langefstir . 2. deildinni í knattspyrnu eftir sigur á ísflrö- ingum um helgina. Sigurinn var reyndar mjög naumur og þaö var ekki fyrr en 6 mínútum fyrir leikslok sem Trausti Óm- arsson náði að skalla boltann í markið. Á myndinni er markið orðið staðreynd, Trausti reyndar langt utan myndar en Einar Einarsson hleypur fagnandi burt og Jón Bjarni Guðmundsson reynir að brosa þrátt fyrir að vera mjög aðþrengdur af ísfírðingum. Leikurinn var slakur en Víkingar voru sterkara liðið. Selfyssingar færðust upp stigatöfluna með 3-1 sigri á Vopnfírðingum á laugar- daginn. Staðan í hálfleik var 1-0. Jón Gunnar Bergs, Björn Axelsson og Páll Guðmundsson gerðu mörk Selfyssinga en Guðmundur Helgason jafnaði 1-1 fyrir Einherja snemma í seinni hálfleik. Selfyssingar voru sterkari í leiknum og áttu sigurinn skilinn. Tímamynd Pjetur. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Fyrsta tap KR-inga Skagamenn náðu að vinna 2-1 á Akranesi og KR-ingar hafa ekki enn unnið leik sem þeir hafa fengið á sig mark í aðeins 10 sek. á eftir nafna sínum. Allt var þanið í botn á síðustu sérieiðinni og í einu stökkinu kom bfllinn niður í fullu átaki og drifíð í mask. Þar með var sá draumur brotinn. Tvíburarnir af Nesinu, Guðmundur og Sæmundur, voru að berj- ast um 3. sætið en drifíð hjá þeim gaf sig líka. Þeir komust reyndar síðustu sérleið- ina en á síðustu ferjuleiðinni gafst bfllinn upp. Það sama átti ekki við um bflstjór- ana, þeir stukku út og ýttu síðustu 10 kflómetrana en náðu ekki í mark fyrir tilskilinn tíma. Steingrímur og Ægir urðu í 2. sæti í raliinu, Birgir Viðar og Ágúst í því þriðja og Ari og Magnús í fjórða. Ellefu bflar luku keppni en 25 fóru af stað. Tímamynd Hjördís Skagamenn lögðu KR-inga að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í 1. deild- inni í knattspyrnu á Akranesi á laugardaginn. Skagamenn urðu fyrri til að skora og náðu síðan aftur forystu skömmu eftir að KR-ingar höfðu jafnað metin. Mörk andstæð- inganna virðast fara eitthvað öfugt í KR-inga því þeim hefur ekki enn tekist að sigra í þeim leikjum sem þeir hafa fengið á sig mark í í sumar. Það voru Skagamenn sem voru sterkari í upphafi en KR-ingar kom- ust meira inn í leikinn er á leið. Heimamenn skoruðu skyndilega mark á 18. mínútu og voru menn ekki á eitt sáttir um hvort þar hefði átt að dæma rangstöðu. Líklegast þó ekki. Haraldur Ingólfsson fékk langa sendingu fram yfir miðju, snéri til baka með boltann en snéri sér síðan við og skaut af um 30 m færi, jarðarbolti í bláhornið. Níu mínút- um síðar komst Guðbjörn Tryggva- son einn innfyrir en skaut í höfðu Páls Ólafssonar markvarðar KR og þaðan fór boltinn afturfyrir. Stuttu síðar sendi Páll beint á Sveinbjörn Hákonarson úr útsparki, hann renndi boltanum á Harald sem var einn á móti Páli markverði en Páll bjargaði í horn. Sveinbjörn átti góð- an skalla eftir fyrirgjöf Heimis Guðmundssonar tveimur mínútum fyrir leikhlé en Páll varði. KR-ingar fengu sitt eina verulega hættulega færi í fyrri hálfleik á síðustu mínút- unni og það var þá líka færi. Þrívegis skutu KR-ingar á markið af 2-3 m færi en í hvert sinn bjargaði Birkir Kristinsson markvörður stórkost- lega og síðast sló hann knöttinn í horn sem ekkert varð úr. KR-ingar mættu mun sprækari í seinni hálfleikinn og höfðu undirtök- in. Þeir áttu fljótlega tvö góð færi og úr því síðara var Pétur Pétursson mjög nálægt því að skora en Birkir var eins og köttur upp í hornið og varði. Mark KR-inga kom á 68. mín. Það var Jósteinn Einarsson sem þar var að verki með föstum skalla af hægra markteigshorni, fallegt mark. Guðbjörn hafði skömmu áður komist einn á móti Páli í markinu en renndi boltanum rétt framhjá eftir að hafa platað Pál „uppúr skónum". Ekki liðu nema fjórar mínútur þar til forystan var aftur Skagamegin. Sveinbjörn sá um þá hlið mála og skaut frá markteig eftir góða skyndi- sókn ÍA og staðan orðin 2-1. Andri Marteinsson átti skot í þverslá ÍA-marksins af 30 m færi á 78. mín. og KR-ingar áttu síðasta hættulega færið á 81. mín. þegarþeir fengu aukaspyrnu á vítateig. Lítið varð reyndar úr henni en brotið var langt fyrir innan teie. Leikurinn var fjörugur, talsvert um færi en spilið ekki nógu skemmti- legt, allt of mikið um langar sending- ar sem gátu lent hjá hverjum sem var. Skagamenn voru sterkari í fyrri hálfleik en KR-ingar áttu seinni hálfleikinn að mestu leyti ef frá eru skildar fáeinar mínútur, einmitt þær Mikilvægur sigur Frá Haflida Jóslcinssyni á Húsavík: Það var góð stemmning þegar Völsungur og FH léku á Húsavík- urvelli síðastliðið sunnudagskvöld. Það var Ijósl slrax í byrjun að taugaveiklunar gætti hjá leikmönn- um heiinaliðsins. Lítill samleikur og ekki mjög skipulegur virtist of áberandi. Ekki gátu Völsungar þó fengið betra start en raun varð á. Þegar á 5. mínútu skoraöi Aðal- steinn Aðalsteinsson sem nú er orðinn löglegur meö Völsungi stórglæsilcgt mark eftir niikinn ein- leik gegnum vöm FH. Þrumuskot hans frá vítatcig söng í markinu án þess að Halldór markvörður kæmi vörnum við. Eftir þetta mark efld- ust FH-ingar og sýndu þá oft ágætan samlcik en í vítateignum virtust sóknarmönnuin þeirra þverra allur máttur þannig að ekki sköpuðust verulega góð færi þeim til handa eða réttara sagt fóta. Völsungar sluppu þó sannarlega fyrir horn á 15. mín. þegar Pálmi Jónsson var allt í einu frír á mark- teig eftir slæm varnarmistök Völs- unga en ekki varð mark úr. Það var svo nokkuð gegn gangi leiksins er heimamenn skoruðu sitt annað mark. Snævar Hreinsson tók aukaspyrnu langt utan vítateigs við hliðarlínu og sendi góða send- ingu á koll Harðar Bcnónýssonar sem stýrði boltanum snvrtilega í hornið fjær. Fyrri hálfleik lauk síðan án frek- ari stórtíðinda. Guðmundur þjálf- ari Völsungs hefur áreiðanlega les- ið vel yflr mönnum i lcikhléi því Völsungar byrjuðu með látum og Björn Olgeirsson átti sannkallað þrumuskot rétt framhjá marki FH eftir stórgóða sendingu frá Kris- tjáni bróður sínum. Á 50. min. braust Helgi Helgason besti maður vallarins upp vinstri kantinn, skildi Flemming þjálfara FH eftir eins og ekkert væri og sendi síðan vel fyrir markið á Jónas Hallgrímsson sem skallaöi af öryggi í netið. Ekki gáfust FH-ingur upp og tókst að laga stöðuna örlítið þegar Ian Fiemming skoraði gott skalla- mark eftir barning í vítateig Völsungs. Liðin héldu síðan áfram að sækja á víxl. FH-ingar virkuðu heldur sterkari þrátt fyrir mörkin þrjú sem þeir höfðu fengið á sig. Á 80. mín. skoraöi svo Jónas sitt annað mark og enn með skalla eftir snögga og góða sókn Völsunga. Magnús Thcodórsson dómari leiksins skilaði hlutverki sínu ágæt- lega. Einn FH- ingur fékk gult spjald og var það Guðmundur Hilmarsson fyrirliði þeirra. Bestu menn FH voru áðurnefndur Guð- mundur og Kristján Gíslason með- an hans naut við en hann yflrgaf völiinn scint í lciknum. Bestu mcnn Völsungs voru Helgi Hclgason og Sveinn Freysson en einnig áttu Birgir Skúlason og Aðalstcinn Aðalsteinsson ágætan leik. mínútur sem heimamenn nýttu sér og skoruðu sigurmarkið. Birkir markvörður var yfirburða- maður í liði ÍA og varði hreint stórkostlega. Aföðrum leikmönnum má nefna Heimi Guðmundsson sem vinnur mjög vel og sömuleiðis Ólaf Þórðarson. Þá átti Haraldur Ingólfs- son góða spretti. Hjá KR var Þor- steinn Guðjónsson einna hressastur þó hann dytti nokkuð niður á milli. Pétur var líka sterkur en fékk lítið svigrúm og var oftast með tvo menn á sér. Áberandi var hversu oft sam- herjar hans reyndu að þröngva inn á hann boltum sem hann átti ekki neina möguleika á að ná með varnar- menn sitthvoru megin við sig. Stigin urðu eftir á Skaganum og var vel fagnað en sigurinn hefði getað lent hvoru megin senf var. -HÁ íslandsmótiö í knattspyrnu, 1. deild: Jafnt í Keflavík - heimamenn sóttu meira en KA fór með annað stigið ' Frá Margrcli Sandm á Suðumesjum: Keflvíkingar voru óheppnir að fá aöeins eitt stig út úr viðureign- inni á móti KA í Keflavík á sunn- udagskvöldiö. Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelmingi KA-manna. Kcflvíkingar létu bolt- ann ganga vel á milli sín og spiluöu oft á tíðum skemmtilega knatt- spymu cn náðu ekki að brjótast í gegnum vörn KA sem Var ansi fjölmenn. Fyrsta færið kom á 18. min. Peter Farrell renndi knettinum inn á Óla Þór sem skaut framhjá og á sömu mínútu átti Erlingur KA- inaður gott skot rétt yfir. Á 32. mín. var Peter Farrcll einn á móti Hauki KA-markmanni en skallaði beint í hendurnará honum. Mínútu síðar komst Þorvaldur Örlygsson í gegnum vörn Kcflvíkinga en Þor- steinn Bjarnason varði vel. í síöari hálfleik fengu Keflvík- ingai góð færi á fyrstu mínútiinum. Rúnar átti góða sendingu á Ola Þór á 47. min. en Haukur mark- maður varði vel. Sigurður Björg- vinsson vur aleinn fyrir miðju marki tíu mínútum seinna en skaut yflr. Mark Kcflvíkinga kom loks á 80. mín. Óli Þór sendi háan bolta fyrir á Frey Sverrisson sem skallaði laglcga í markið. Keflvíkingar virtust slaka aðeins á eftir markið og varð það þeim dýrkeypt. Varnarmaður Keflvík- inga átti þversendingu sem Jón Sveinsson náði, snéri laglega á vörnina og skoraði glæsilegt mark. Rétt fyrir leikslok átti Siguröur Björgvinsson hörkuskot af 25 m færi en Haukur blakaði boitanum yfir þvcrslánu. Bestir Jijá Kellvíkingum voru Sigurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson og Rúnar Georgsson. Vörnin var aöall KA-liðsins og sérstaklega þeir Erlingur Kristjáns- son og Steingrímur Biégisson. íslandsmótiö í knattspyrnu, 1. deild: Stórsigur Þórsara Frá Ásgeiri Pálssyni á Akureyri: Þórsarar bættu fyrir ófarirnar gegn KR á eftirminnilegan hátt í fjörugum leik gegn Víði á Akureyrarvelli á sunnudag. Þórsarar voru meira með boltann og spiluðu honum vel á milli sín í fyrri hálfleik. Á 10. mín. gaf Sigur- björn Viðarsson hreina gullsendingu frá vinstri kanti yfir á þann hægri og inn fyrir vörn Víðismanna þar sem Jónas Róbertsson kom á ferðinni, plataði Gísla markvörð og sendi knöttinn örugglega í mark Víðis. Þórsarar héldu áfram að sækja og áttu glettilega auðvelt að fara í gegnurn götótta vörn Víðis. Á 24. mín. fékk Kristján Kristjánsson kjörið tækifæri til að auka muninn en skaut þónokkuð langt framhjá. Það var nýstúdentinn Halldór Áskelsson sem skoraði annað mark Þórs, óvart. Guðmundur Valur gaf á Halldór sem var staddur utarlega á hægri kanti. Halldór reyndi fyrir- gjöf en knötturinn fór yfir Gísla markvörð og í fjærhornið, stór- skemmtilegt mark. Víðismenn fengu tvö ágæt færi í fyrri hálfleik. Grétar Einarsson skaut framhjá á markteig og Vilberg Þorvaldsson átti hörkuskot rétt framhjá. Síðari hálfleikurinn byrjaði illa, lítið var um spil. Víðismenn fengu gott tækifæri á 61. mín., Björgvin Björgvinsson átti laust skot frá markteig en Þórsarar björguðu á línu og útaf en dómarinn dæmdi útspark. Þriðja markið kom svo á 73. mín. Valdimar Pálsson nýkominn inná reyndi skot en boltinn fór í varnarm- ann og barst aftur til Valdimars sem sendi hann þá á Hlyn Birgisson. Hlynur skoraði örugglega frá mark- teig. Tveimur mínútum síðar kom sannkallað draumamark. Guð- mundur.Valur átti skot á Víðismark- ið, knötturinn fór í varnarmann og barst til Halldórs Áskelssonar sem var staddur rétt fyrir utan vítateigs- hornið vinstra megin. Halldór var ekkert að tvínóna við hlutina og sendi knöttinn firnafast í fjærhornið; sláin, stöngin og inn. Áreiðanlega eitt fallegasta markið í deildinni það sem af er. Á 80. mín. var Hlyni Birgissyni vísað af leikvelli fyrir að sparka í Vilhjálm Einarsson þegar knöttur- inn var víðsfjarri. Vilhjálmur var ekki alveg saklaus því hann barði Hlyn í bakið þar á undan en hárrétt- ur dómur eigi að síður. Víðismenn tóku nú aðeins við sér en Þórsarar áttu samt tækifærin. Halldór Áskelsson komst á 85. mín. einn innfyrir vörn Víðis, lék á Gísla markvörð en fór aðeins of langt til hliðar og skaut yfir. Þremur mínút- um síðar kom svo markið sem Sigur- óli Kristjánsson er búinn að bíða lengi eftir. Jónas Róbertsson átti gott skot, Gísli varði og Siguróli skoraði íbláhornið. FagnaðiSiguróli fyrsta deildarmarki sínu til loka leiksins. í heild var leikurinn fjörugur og skemmtilegur. Eyjólfur Ólafsson dæmdi leikinn og var frammistaða hans hreint léleg. Tveir leikmenn fengu að sjá gula kortið, Siguróli Kristjánsson fyrir „leikaraskap" og Vilhjálmur Einarsson fyrir brot en spjöldin hefðu mátt vera fleiri þar sem bæði lið gerðu sig sek um óþarfa leikbrot. Vinningstölurnar 27. júni 1987 Heildarvinningsupphæð: 3.844.869,- 1. vinningur var kr. 1.925.074,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. vinningur var kr. 576.779,- og skiptist hann á 149 vinningshafa, kr. 3.871,- á mann. vinningur var kr. 1.343.016,- og skiptist á 4.866 vinningshafa, sem fá 276 krónur hver. 2. 3. 532 Upplýsingasími: 685111 Veitingar og ferðamannaverslun opið alla daga frá kl. 9.00—23.30 VORUHUS KA MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.