Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 1
Toppfólkí
tjöldum í
Laugardal
Það hefur löngum verið tal-
ið að „bakpokalýðurinn“
sem þvælist um landið sé
blankt skólafólk og ekki
„feitir túristar.“ Það virðist
vera reginmisskilningur.
Við ræddum við nokkra
ferðamenn á tjaldstæðinu í
Laugardal í gær. Þar voru
fínir menn á ferð. Lýtalækn-
ir frá Þýskalandi, fram-
kvæmdastjóri póst- og
síma í Dússeldorf, tækni-
fræðingur, fasteignasali og
aðrir mektarmenn frá
Frakklandi, kennari nýkom-
inn frá Grænlandi og stúlka
sem að jafnaði býr í Hare
Krishna musteri í Þýska-
landi. Flestir þeirra sem búa
á tjaldsvæðinu eru því „feit-
ir túristar“ í ævintýraleit, en
tjalda ekki af fjárhagsá-
stæðum. Við forvitnuðumst
um hagi þessa fólks og
hvernig þeim fyndist verð-
lag á Islandi samanborið
við heimaslóðir.
Sjá bls. 6 og 7
Prufukeyra karlana I
tvö ár á mæðralaunum
Réttur einstæðra mæðra hefur verið negld-
ur niður, með nýlegum Hæstaréttardómi,
þar sem fjallað var um tilkall til mæðra-
launa. Rétturinn úrskurðaði að einstæðar
mæður eigi rétt á að halda mæðralaunum
frá Tryggingastofnun í tvö ár eftir að þær
hafa tekið upp sambúð við karl, annan en
barnsföður sinn. Greiðslur mæðralauna
falla ekki niður fyrir þann tíma, nema
viðkomandi par gangi í hjónaband eða
eignist barn.
Hefur Hæstiréttur nú tryggt einstæðum
mæðrum sem eru óákveðnar í leit sinni að
maka, mæðralaun á meðan þær gera upp
við sig hvort tiltekinn karl er hæfur til
sambýlis eða ekki. Umhugsunartíminn er
nú takmarkaður við tvö ár, á hvern karl.
Sjá bls. 5
HELGAR-
BLAD
Flugkappinn Mathias Rust
greinir í fyrsta sinn frá ástæðum
og markmiði þess að hann flaug
inn yfir Rússland og lenti á
eftirminnilegan hátt á Rauða
torginu.
ásgir nú frá Áma Jónssyni á
Hofi sem kallaður var galdra-
prestur. Hraktist hann að end-
ingu til Englands og slapp við
brennu. Börn hans og kona,
Gaidra-lmba, urðu að fara á
vergang.
Lífið er brokkgengt en Guðrún
Helgadóttir, þingmaður, fer á
kostum undir yfirskriftinni: „Hver
í ósköpunum segirað þéreigi að
líða vel Gunna!“
fþróttir, stjómmál og sakamál
verða á sínum stað að vanda.
En margir eru kallaðir og fáir
útvaldir til að fara í loftið. Það
sést á frama og falli sjónvarps-
klerkanna Bakker og Falwells og
heiftugum deilum þeirra.
BWMdð