Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Fr&mkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Bírgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild. Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550. Þokast í rétta átt Stjórnarmyndun - Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks dregst enn á langinn. Þrátt fyrir stíf fundahöld formanna og viðræðu- nefnda flokkanna hefur ekki tekist að ná sam- komulagi um veigamikil atriði málefnasamningsins sem væntanleg ríkisstjórn þeirra á að vinna eftir. Ekki verður þó öðru trúað en að ágreiningurinn leysist innan skamms tíma og að þjóðin fái nýja ríkisstjórn. Nokkurrar óþolinmæði er farið að gæta meðal þjóðarinnar á því hve seint gengur, og eiga fjölmiðlar stóran þátt í því viðhorfi. Stöðugt eru sagðar fréttir af gangi mála og áhersla lögð á að ný ríkisstjórn verði að taka við sem fyrst og jafnvel að þjóðin krefjist þess að flokkarnir nái samkomulagi. Ut af fyrir sig er eðlilegt að fjölmiðlar sýni stjórnarmynduninni áhuga en fullyrða má hins vegar að vafasamar fullyrðingar fréttamanna um gang mála og krefjandi spurningar til stjórnmála- foringjanna um viðkvæm deiluatriði eru síst til að flýta fyrir stjórnarmyndun. Enda þótt eðlilegast sé að ný ríkisstjórn taki við strax eftir kosningar geta skapast þær aðstæður að langan tíma taki fyrir stjórnmálaflokka að ná saman og það gerist einmitt nú eins og reyndar var spáð strax og kosningaúrslitin lágu fyrir. Því má nefnilega ekki gleyma að hver þeirra stjórnmála- flokka sem nú ræðast við hefur sína stefnuskrá og áhersluatriði þeirra eru mismunandi. Stjórnmálamenn gera sér vel ljósa þá skyldu sína að mynda ríkisstjórn, en þeir vita einnig hverju þeir hafa heitið kjósendum sínum að vinna að og út á hvað þeir voru kosnir. Þegar þrír stjórnmála- flokkar með ólíkar stefnur reyna að ná saman verða þeir allir að gefa eftir, jafnvel að kasta alveg fyrir róða mikilvægum stefnumálum sem þeir hafa lofað að berjast fyrir. Það þarf því engan að undra þótt það taki sinn tíma að ná samkomulagi. Látið hefur verið að því liggja að stjórnarmynd- unin sé eingöngu bardagi um ráðherrastóla. Það getur bæði verið rétt og rangt, allt eftir því hvernig á það er litið. Þannig er rangt að álíta að stjórnmálaflokkarnir hugsi ráðherraembættin sem einhverja bitlinga fyrir sína menn. Hins vegar er rétt að ráðherraembættunum fylgja mikil völd samkvæmt stjórnarskránni og völdin auka líkur á að unnt sé að ná fram þeim áhersluatriðum sem hver stjórnmálaflokkur berst fyrir. Það sama gildir um ráðuneytin. Vægi þeirra er mismunandi mikið sem m.a. fer eftir því hvaða stofnanir heyra undir þau. Fví veldur skipting þeirra ágreiningi. Stjórnmálabaráttan er öll spurning um stefnur og áhrif. Sem betur fer eru íslendingar samstæð þjóð og allir stjórnmálaflokkarnir hafa það að markmiði að framfarir aukist sem mest og velsæld ríki. Hins vegar greinir þá á um leiðir að því markmiði. Stefnur sínar hafa þeir kynnt lands- mönnum og á þeim byggðu kjósendur val sitt í nýafstöðnum kosningum. Krafa til þeirra um eftirgjöf er því í reynd krafa um aðrar áherslur en þeir lofuðu og unnu fylgi við og það líta margir stjórnmálamenn á sem svik við sína kjósendur. Allt útlit er þó fyrir að samkomulag takist með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki um myndun nýrrar ríkissjórnar sem þá vonandi á eftir að stýra landsmálunum farsællega napstu fjögur árin. Föstudagur 3. júlí 1987 GARRI Að spyrja að leikslokum Allar líkur benda til þess að ný ríkisstjórn taki við völdum á næstu dögum. Eftir langa og crfiða samn- ingalotu virðist nú svo koniið að þrír stærstu stjórnmálaflokkar landsins ætli loks að láta af því verða að inynda ríkisstjórn saman. Það hefur tekið stjórnmálaflokk- ana níu vikur að komast að þessari niðurstöðu. Þettaerauðvitaðalltof langur tími, hvernig sem á er litið. Miðað við allar aðstæður og ástand flokkaskipunar og samsetningu Al- þingis af alls konar upplausnarliði og boðberum pólitískrar sérvisku og eigingirni, var aidrei vit í öðru en að þrir stærstu, clstu og reynd- ustu flokkar landsins tækju hönd- um saman um það að mynda blokk raunsæisaflanna gegn sérviskuhóp- um og sundrungarliði, og er Garri ekki cinn um þá skoðun. Keppnisíþrótt Það sem tafið hefur fyrir eðlileg- um niðustöðum og lengt samn- ingstímann um stjórnarmyndunina er ckki cndilega það, aö sanmings- vilji væntanlegra stjórnarflokka væri ekki fyrir hendi. Að sjálf- sögðu ganga allir út frá því sem gefnu að skoöanamunur sé um ótal málefni niilli þessara flokka - það er augljóst mál. Seinagangurinn stafar ekki síst af því að þessir ólíku flokkar hafa nánast engan frið til að semja og samræma sjónarmið sín fyrir ágengni fréttamanna og eftirrekstri þcirra um að fá að hnýsast í hvað eina sem sainningamönnum kann að fara á ntilli. Vandasamt vcrkcfni eins og það er að ræða um stjórnar- myndum ólíkra stjórnmálaflokka er sett á bekk með íþróttakapp- leikjum og lýsingar fjölmiðlafólks- ins á viðskiptuni stjórnmálafor- ingja við samningaborðiö er eftir- öpun af starfsaöferðum íþrótta- fréttamanna í lieinni útsendingu af landskeppni í knattspyrnu. Moðreykur Mcð þessu eru fréttamenn að sviðsetja það sem síst er til svið- setningar fallið. Og þó er þeim að nokkru leyti vorkunnarmál eins og komiö er starfsaðferðum frétta- manna yfirleitt þar scm keppni þeirra í milli er einnig orðin að keppnisíþrótt sem knýr þá áfram til sífellt meiri ágcngni í fréttaöfl- un. Framleiðsla fréttamanna er oftar en ekki tómur moörcykur og málæði og eru fréttamcnn ríkis- fjölmiðlanna þar cngir eftirbátar. (Það finnst Garra mjög niiður, því að hann er allur fyrir virðugleik- Vopnaviðskiptin fréttnæmu Hlutur stjórnmálaforingjanna í viðskiptum sínum við fjölmiðlana mætti vera betri. Þeir eru engan veginn nógu varkárir eða hyggnir í orðræðum sínum við fréttamenn og ættu auövitaö að hafa að leiðar- Ijósi að skynsamlegast er að stilla svo til að spurt sé að lcikslokum en ekki vopnaviðskiptum. „Vopna- viðskipti“ á samningafundum ættu ekki að vera opinbert mál, enda segja þau í rauninni ckkert til um leikslokin, og það eru leikslokin sem skipta ináli í samningum. Nú fer vonandi að koma að lcikslokum stjórnarmyndunarvið- ræðnanna. Þá verður birtur mál- efnasamningur ríkisstjórnarinn- ar. Þá er tími kominn til þess að fjölmiölamir fari að segja fréttir og fjalla uin málefni af raunsæi - og gagnrýni þar sem hún á við. Enda verða gagnrýnisefni á væntanlegan málefnasanming án efa næg. Það verður að koma í ljós. Slíkur samningur er aldrei hafinn yfir gagnrýni í frjálsu þjóðfélagi. Þrátt fyrir það eru ekki líkur til annars en að væntanlcgri þríflokkastjórn verði vel tekið af almenningi, enda mun Garri gera sitt til þess að svo vcröi. Garri. VÍTT OG BREITT Blekkingar frjáls- hyggju og flokkagleði Aldraður bóndi, sem búið hefur langa æfi norður undir heimskauts- baug skrifaði undirrituðum nýlega bréf og lítur yfir sviðið. Hér birtist kafli úr bréfinu. „Hér leikur veðráttan við okkur eins og best getur verið. Svo hefur verið í allt vor og er enn. Slíks eru ekki dæmi nema 1939. Grasspretta lítur ágætlega út. Sláttur gæti hafist um mánaðamót ef aðrar annir sitja ekki í fyrirrúmi. Margt er að gera, en of fáar hendur til að framkvæma það. Það er ekki einsdæmi hér. Sama er alls staðar. Fjölmiðlar, ferðamál og ferðalög gleypa allt og alla, auk þess sem „lág" innflutn- ingslaun heildsala og spákaupm- anna taka sinn toll. Stórt er að gerast þó hægt fari í stjórnarmyndunarviðræðum og kannski ekki allt ineð heilindum gert. Allt útlit er fyrir að þjóðin fljóti áfram stjórnlaus. Enginn get- ur hugsað sér Jón Baldvin sem forsætisráðherra og vart Þorstein Pálsson heldur. Hans eigin flokksmenn, óbreyttir, eru sama sinnis. Ur vöndu er að ráða ef upp úr þessum viðræðum slitnar án stjórnamyndunar. Konurnar hafa fallið á prófinu. Þær eru aðeins falar hæstbjóðend- um, enda aldrei ætlað að taka þátt i alvörupólitik, aðeins skoða sinn “lífstiT'. Forustumenn Alþýð- ubandalagsins keppast við að semja verðlaunaritgerðir um eigin aumingjaskap. Þeir misstu fótfest- una þegar Stalín hrökk uppaf og hafa síðan hangið í lausu lofti. Ná líklega aldrei jarðsambandi aftur og veslast upp. Borgaraflokkurinn er óhreinu börn íhaldsins og ekki til mikils treystandi. Við blasir upplausnarástand í kjölfar þeirrar flokkagleði, sem ríkti á útmánuðum s.l. vetrar. Ó, þú auma, ferðaglaða og kaupglaða þjóð, sem lifir í blekk- ingu frjálshyggjunnar, hvert verð- ur hlutskipti þitt? Ert þú að verða of lærð og fín í tauinu til að lifa í þínu eigin landi?“ Hér skrifar maður sem fylgst hefur með þjóðmálum af lifandi áhuga lungann af öldinni. Skorin- orðir palladómar hans byggjast á langri reynslu og hann heyrir þann hola hljóm sem einkennir orða- gjálfur flokkagleði og fjölmiðla- fárs. Heljarstökk kaupgleði og álagningar Menn þurfa ekki endilega að vera spámannlega vaxnir til að skoða ástand og horfur. En eftir að línurnar hér fyrir ofan eru skrifaðar birtist niðurstaða skoðanakönnun- ar um afstöðu fólks til hver ætti helst að vera forsætisráðherra. Þeir stjórnmálaforingjar sem bóndinn nefnir eru ekki sérlega hátt skrifað- ir á þeim lista. Líklega er hann einnig réttsýnn á ástand þeirra flokka sem hann ► gefur einkunnir. Fréttir gærdagsins staðfesta þann toll sem heildsalar og spá- kaupmenn taka. Veltuaukningin í versluninni fer í heljarstökkum frá ári til árs og er langtum mest það sem af er þessu ári. Tollurinn kemur m.a. fram í nýbirtri verðkönnun þar sem í Ijós kemur að dæmi eru um allt að 295 prósent álagningu á matvöru, sem ætti að vera á hvers manns borði. Sprettan er góð og margt að gera til að nýta landsins gæði, en of fárra hendur til framkvæmda. Aðr- ar annir gleypa allt og alla. Kaupglöð þjóð sem lifir í blekk- ingu frjálshyggjunnar lítur á stjórn- armyndun sem skemmtilegan kappleik. Sá hluti umræðunnar sem mest ber á frá degi til dags eru nánast aukaatriði. Steingrímur Hermannsson, sem nú lítur helst út fyrir að vera fráfarandi forsætisráðherra, hefur samt gert sitt besta til að koma að því sem mestu skiptir. Það verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem allra fyrst til að taka efnahagsmálin föstum tökum og stemma stigu við sívaxandi kaupgleði og spennu sem ríkir á flestum sviðum fjármála- og atvinnulífs. Góðærið á ekki að nota til eyðslu og skuldasöfnunar heldur til að búa í haginn til að mæta þeim vandkvæðum sem upp koma þegar og ef harðnar í ári. Náttúran er sveiflukennd og þess hafa (slend- ingar notið eða þurft að gjalda gegnum tíðina. Vonandi verðum við aldrei svo lærð og fín í tauinu að við getum ekki lifað í eigin landi, með kostum þess og göllum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.