Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. júlí 1987 Tíminn 5 Hæstaréttardómur um rétt einstæðra mæðra: TVEGGJA ARA REYNSLll- TÍMIÁ NÝJUM KÖRLUM Hæstiréttur hefur fellt þann at- hyglisverða dóm, að einstæðar mæður eigi rétt á að halda mæðra- launum frá Tryggingastofnun í 2 ár eftir að þær reyna að taka upp sambúð með öðrum körlum en barnsfeðrum sínum. Bótaréttprinn fellur því aðeins niður að til barn- eigna komi með nýja karlinum, sambúð hafi staðið óslitið í tvö ár eða konan gangi í hjónaband. Þetta kom fram í samtali við Hilmar Björgvinsson lögfræðing hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hann sagði t.d. augljóst að kona sem búi með manni sem sé linur við vinnu eða komi auralítill heim sé vitanlega á báðum áttum á meðan hún gæti haft öruggar greiðslur frá Tryggingastofnun og í því sambandi þurfi að skoða skattaréttinn og tryggingarnar í samhengi. Tíminn spurði Hilmar hvort/hvað Tryggingastofnun gæti gert til að koma í veg fyrir að fólk sem raunverulega sé í sambúð léti skrá sig sem einstaklinga til að ná út bótum frá Tryggingastofnun. Hilmar telur ekki vafamál að eitthvað sé um það að menn séu skráðir annarsstaðar en þeir dvelj- ast dags daglega. Konur (bæði einstæðar mæður og aðrar) séu oft að þreifa fyrir sér um sambúð og prófa menn, sem oft reynist ganga erfiðlega og slitnar upp úr öllu saman. En að einhverjir aurar frá Tryggingastofnun afstýri því að fjöldi fólks gangi í hjúskap sagðist Hilmar ekki trúaður á. Þar komi frekar til mórallinn - hin almenna lausung í þjóðfélaginu. Allir viti að fjölskyldan eigi erfitt uppdráttar. Tæknilega séð sagði Hilmar Tryggingastofnun lítið geta gert til að komast að óskráðri sambúð fólks. Hún verði að fara eftir úrskurði Hagstofunnar um lög- heimili, en ekki sérstaklega kannað hvort um slíkar samvistir sé að ræða í raun og veru. Alltaf kemst þetta þetta þó upp meira og minna, að sögn Hilmars, og við því sagði hann brugðist á þann hátt að fólk er látið borga til baka bætur sem það hefur fengið á fölskum forsendum, yfirleitt þann- ig að t.d. oftekin mæðralaun eru þá dregin af meðlagsgreiðslum þar til jöfnuður næst. Heimild í almanna- tryggingalöggjöfinni um að hægt sé að kæra fólk til Sakadóms, sagði hann hins vegar ekki hafa verið beitt. Hilmar benti á að skattaréttur- inn er ekki minna mál en trygginga- löggjöfin í því máli sem hér um ræðir og telur nauðsynlegt að skoða þau gögn í samhengi, en misbrestur sé á að það hafi verið gert. Menn hafi verið að skoða skattalögin sér og almannatrygg- ingalöggjöfina sér. En vegna þess að þetta myndi allt eina heild - félagsmálaheild - eigi ekki að skoða þessi mál nema í samhengi. Varðandi bæturnar sagðist Hilmar hafa vakið athygli á því að fremur ætti að greiða t.d. barnabætur til þeirra sem hafa börnin en að greiða mæðra- og feðralaun, sem oft séu svo misnotuð. -HEI VEIÐIHORNIÐ Umsjón: Eggert Skúlason Guðlaugur Bergmann og eiginkonan og veiðifélaginn Þórarinn Sigþórsson með vænan lax. Hann hefur nú Guðrún með góða veiði. I næstu viku fer Gulli í Laxá á þegar tekið nokkra slíka og ef að líkum lætur verða Ásum og þá má búast við stórum tíðindum. þeir fleiri. ÞEIR VEIDAI FISKLEYSINU Gulli Bergmann í Karnabæ og Þórarinn tannlæknir - betur þekkt- ur sem Tóti tönn - eru dæmigerðir veiðimenn, sem fara yfirleitt ekki fisklausir heim úr veiðiferðum. Nú hefur verið kreppa í veiðinni og ófáir sem ganga um með öngulinn í rassinum. Stafar sú kreppa af vatnsleysi í kjölfar þurrka og birta er einnig mjög mikil. En hvernig gengur þessum aflaklóm að eiga við laxinn við þessar erfiðu aðstæð- ur? Þórarinn Sigþórsson: „Ég er bú- inn að fara í þrjá veiðitúra, í sumar. Ég fór í Laxá á Ásum, Laxá í Kjós og Kjarrá. Miðað við að- stæður hefur þetta gengið nokkuð vel. Ég byrjaði að vísu frekar seint og missti af skotinu sem kom fyrstu dagana. Annars hefur þetta verið þokkalegt. Við fengum rúmlega tíu laxa í túr og ég vil meina að það sé ágætt miðað við aðstæður," sagði Þórarinn. Hann heldur síðan til veiða á mánudag og þá á að renna fyrir þann silfraða í Laxá í Þingeyjarsýslu og síðar í Miðfjarð- ará. „Laxá er ekki háð veðri en Miðfjarðará er hinsvegar vatnslítil og erfið sem stendur. Ég vil bara gefa veiðimönnum eitt ráð og það er að fara eins varlega og þeir geta. Þegar vatnið er lítið og birtan mikil er fiskurinn afskaplega viðkvæm- ur.“ Þórarinn taldi augljóst að sumar- ið í sumar yrði ekki „toppsumar“ eins og spáð var. Benti hann á að góð ytri skilyrði hefðu gert það að verkum að laxinn hefði gengið mjög snemma og jafnvel upp úr miðjum maí. Sem dæmi nefndi Þórarinn að þegar hann var við veiðar í Kjarrá fyrir nokkru, veiddi hann leginn fisk mjög ofarlega í ánni. Guðlaugur Bergmann: „Mér og veiðifélaganum, frúnni, hefur gengið vel. Vorlaxinn kom nokkuð snemma og hann veiddist þar af leiðandi nokkuð fyrr en vanalega. Menn hafa verið að bíða eftir smálaxagöngunum og þær koma. Við höfum farið þrisvar upp í Norðurá og erum búin að fá 43 laxa. Síðan er ég að fara í Laxá á Ásum í næstu viku. „Skilyrðin eru erfið og menn mega ekki gleyma því að gífurlegir þurrkar hafa verið og það vatn sem hefur komið í árnar er leysing- avatn. Það er tiltölulega dautt vatn, en rigningarnar hefur vantað. Þær ár sem eru háðar úrkomu eins og t.d. Norðurá, Laxá í Dölum og fleiri koma til með að eiga sér erfitt uppdráttar ef svona heldur áfram,“ sagði Guðlaugur. En eins og hann benti á, þarf ekki mikið til þess að stórir hlutir gerist. Hann nefndi sem dæmi að í Norðurá í gær veiddust 17 laxar fyrir hádegi, eftir að aðeins hafði rignt. Til viðmiðun- ar má geta þess að einn og hálfan dag þar áður veiddust um tuttugu laxar. Guðlaugur tók því næst undir með Þórarni að veiðimenn yrðu að fara geysilega varlega við þessar aðstæður. Stjórnin væntanlega: Þorsteinn fær um> boð til stjórn- armyndunar Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, veitti Þorsteini Pálssyni umboð til stjórnarmyndunar um fjögurleytið í gær. Er Þorsteini, sem samkomulag hefur náðst um sem forsætisráðherra í væntanlegri stjórn, ætlað að reka smiðshöggið á það verk sem unnið hefur verið að undanfarna daga. Ekki var þó endanlega búið að greiða úr flækjum krata og sjálf- stæðismanna varðandi kaupleiguí- búðirnar þegar síðast fréttist. Frekar rólegt var yfir stjórnar- myndunarviðræðunum fram eftir degi í gær. Þingmenn og aðrir for- ystumenn þeyttust milli smáfunda til þess að reyna binda lausa enda í málefnasamningnum, en sem fyrr getur fór meginorkan í að jafna ágreiningin um kaupleiguíbúðirnar. Efast margir um að takist að Ijúka verkinu á laugardag eins og vonir stóðu til en það gæti skýrst í kvöld eftir að forystumenn flokkanna hafa fundað. Framsóknarmenn hafa enn- fremur boðað til þingflokksfundar klukkan 21. ÞÆÓ íslendingar að vakna til vitundar?: Heildsalar innkalla ólögleg matvæli úr hillum verslana „Þetta lítur mjög vel út og heild- salarnir brugðust vel við, enda kom það í ljós að þeir vissu ekki um þá reglugerð, sem hefur verið í gildi síðan 1977, en þeir hafa heldur betur tekið kippinn og eru nú langt komnir með að leysa þetta,“ sagði Oddur Rúnar Hjartarson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ursvæðis í samtali við Tímann, en eins og lesendur blaðsins rekur kannski minni til, áttu yfir tuttugu heildsalar ólöglegar vörur og mat- væli í verslunum víða um land. Stóð til að kæra viðkomandi heildsala ef þeir tækju sig ekki saman í andlitinu og innkölluðu þessar ólöglegu vörur. En herferð Heilbrigðiseftirlitsins hefur greinilega borið ríkulegan ávöxt. „Það hefur að vísu ekki náðst í alla, þeir eru eins og við var að búast út um hvippinn og hvappinn, en við erum vongóðir. Þetta er náttúrlega eitt af eilífðarmálunum okkar, en við sjáum frammá mjög mikla breyt- ingu frá fyrra ástandi. Eftir 1. ágúst förum við aftur í verslanir og könn- um aftur, því þá rennur síðari frestur þeirra út, og þá sjáum við endanlega hvernig þeir hafa brugðist við. En hingað til hafa þeir brugðist mjög vel við, þeir mega eiga það,“ sagði Oddur Rúnar að lokum. -SOL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.