Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. júlí 1987
Tíminn 11
llllllllllllllllllllllllll ERLENT YFIRLIT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Tyrkneskir Kúrdar eiga
í illdeilum í Evrópu
Lögregla og leyniþjónustur í
mörgum Vestur-Evrópulöndum
halda því fram að meðal Tyrkja,
sem sest hafa að í þessum löndum,
hafi nú gosið upp illvígar deilur,
þar sem kúrdiskir aðskilnaðarsinn-
ar eiga í blóðugum útistöðum við
ýmsa fjandmenn. Þessi átök eiga
rætur sínar í þeim ólíku fylkingum
sem tókust á í Tyrklandi fyrir tíma
síðustu herforingjastjórnar 1980-
1983 og eru sagðar hafa orðið 20
manns að bana.
í mörgum löndum Vestur-Evr-
ópu er því haldið fram að sök á
þessum væringum eigi Kúrdiski
verkamannaflokkurinn (skamm-
stafað P.K.K.) sem nýtur stuðnings
Sovétmanna. Aðgerðir herskárra
Kúrda, aðskilnaðarstefna þeirra,
marxiskur átrúnaður og jafnvel
tunga þeirra - allt er þetta ólöglegt
í Tyrklandi. P.K.K. hefur stundað
skæruhernað gegn stjórninni í
Ankara í fjöllum Austur-Tyrk-
lands síðan í ágúst 1984 og margir
forystumanna flokksins eru í út-
legð í Vestur-Evrópu.
P.K.K. illa séð í Svíþjóð
- grunað um morðið
á Palme
í Svíþjóð hefur Hans Holmér,
sem áður var lögreglustjóri Stokk-
hólmsléns og stjórnaði rannsókn-
inni á morðinu á Olof Palme til
skamms tíma, sífellt haldið því
fram að P.K.K. bæri ábyrgð á
morðinu enda hefur hann illan
bifur á flokksmönnum. Hann lét
t.d. taka 20 þeirra fasta í vetur en
varð að láta þá fljótlega lausa aftur
vegna skorts á sönnunargögnum.
Kúrdiski verkamannaflokkurinn
harðneitar allri aðild að morðinu á
Palme og segir tyrknesku leyni-
þjónustuna eiga sök á átökunum
milli Tyrkja í Evrópu, en á undan-
förnum árum hafa Tyrkir flykkst til
Vestur-Evrópu, aðallega í atvinnu-
leit en líka sumir hverjir í leit að
pólitísku hæli.
En aðrir flokkar Kúrda, og það
er mýgrútur af þeim, segja P.K.K.
sverta ímynd þeirra 20 milljóna
Kúrda sem berjast í Iran, írak og
Tyrklandi fyrir aðskilnaði og stofn-
un eigin ríkis sem þeir vilja kalla
Kúrdistan.
P.K.K. hefur misboðið
gestrisni Vestur-Evrópu
Sumir þeir sem vel þekkja til
segja baráttu P.P.K. í Evrópu
ætlað að ráða af dögum liðhlaupa
og ráðast gegn pólitískum and-
stæðingum, auk þess sem þeir beita
sömu aðferð og í skæruhernaðin-
um í Austur-Tyrklandi, útrýma
þeim sem þeir álíta samstarfsmenn
óvinarins.
í samtölum við embættismenn
og sérfræðinga um málefni Kúrda
í Tyrklandi, Vestur-Þýskalandi,
Hollandi, Svíþjóð, Sviss og Frakk-
landi, kemur fram að P.K.K., sem
hefur á stefnuskrá sinni að stofna
kúrdiskt ríki í austanverðu Tyrk-
landi og gangast Sovétríkjunum á
hönd, hefur misboðið gestrisni
Vestur-Evrópumanna. Og öðrum
hópum hófsamari Kúrda sem
keppa sín á milli um stuðning
Vestur-Evrópumanna við málstað
Kúrda, stendur stuggur af hryðju-
verkum P.K.K. og vilja ekkert við
flokkinn kannast.
Sameiginlegt markmið
sundurleits hóps
Pað er álitið að um 600.000
kúrdiskir innflytjendur hafi sest að
í Vestur-Evrópu, meðlimir sundur-
leits hóps manna í mörgum þjóð-
löndum, sem hefur öldum saman
barist gegn því sem þeir álíta erlent
hernám ýmissa þjóða. Landið
þeirra, sem aldrei hefur fengið
viðurkenningu sem ríki, er kallað
Kúrdistan og það nær til hluta af
Iran, frak, Tyrklandi, Sovétríkjun-
um og Sýrlandi.
í Svíþjóð voru tyrkneskir Kúrd-
ar skilgreindir sem hryðjuverka-
menn löngu fyrir morðið á Olof
Palme 28. febrúar 1986 og Svíar
neituðu Abdullah Ocalan, foringja
hreyfingarinnar sem aðsetur hefur
í Damaskus, urn að koma inn í
landið. Sviss hefur skráð skýrslur
um átök sem sögð eru tengd að-
skilnaðarhreyfingu Kúrda og Vest-
ur-Þjóðverjar fylgjast með ferðum
Ocalans eins og annarra þeirra sem
þeir álíta vera ógnun við öryggi
manna þar í landi.
„Þetta er bara mín persónulega
skoðun," segir Siyamend Othman,
Kúrdi frá írak sem starfar við
Kúrdisku stofnunina í París, „en
ég hef þá bjargföstu trú að P.K.K.
eigi ekki hljómgrunn nema hjá
örfáum Kúrdum. Og að yfirleitt
ríki sú skoðun meðal Kúrda að
aðgerðir sumra herskárra stuðn-
ingsmanna flokksins í Evrópu,
skemmi fyrir málstað Kúrda.“
Að sögn talsmanna Kúrdisku
stofnunarinnar er hún samtök
Kúrda, án allra formlegra tengsla
við pólitíska hópa, og komi fram í
nafni allra Kúrda. Markmið stofn-
unarinnar eru að styrkja tungu
Kúrda og menningu, að aðstoða
kúrdiska innflytjendur í Vestur-
Evrópu og vinna fylgi við sjálfstætt
ríki Kúrda.
Tyrkneskir Kúrdar
undir eftirliti
Evrópskir lögreglumenn, eink-
um í Svíþjóð, Hollandi og Vestur-
Þýskalandi, hafa haldið skrá yfir
fjöldann allan af átökum og bar-
dögum, sem haldið er fram að
kúrdiskir aðskilnaðarsinnar hafi
hrundið af stað, síðan 1984. Þar af
leiðir að afstaða Vestur-Evrópu-
manna til Kúrda hefur harðnað.
í Svíþjóð gekk yfir skálmöld
meðal tyrkneskra Kúrda 1984 og
1985 og týndu þá margir þeirra
lífinu. Síðan eru níu tyrkneskir
Kúrdar undir eftirliti yfirvalda,"
þ.e. þeim er skylt að haída kyrru
fyrir á tilteknum svæðum og eiga
að gefa sig fram við lögregluna oft
í viku. Það má hins vegar ekki
framselja þá formlega til
Tyrklands, vegna þess að lög þar í
landi leyfa dauðarefsingu fyrir þá
sem álitnir eru pólitískir hryðju-
verkamenn og vestrænir diplómat-
ar í Ankara segja að kúrdiskir
aðskilnaðarsinnar, sem lent hafi í
höndum lögreglunnar, hafi iðulega
orðið að sæta pyntingum.
í nýjustu skýrslu vestur-þýska
innanríkisráðuneytisins um starf-
semi erlendra stjórnmálaafla í
Vestur-Þýskalandi, sem gefin var
út í Bonn í júnímánuði sl., segir:
„Hinn kommúniski kúrdiski verka-
mannaflokkur var 1986 langsam-
lega athafnamesti og herskáasti
hópurinn meðal Kúrda.“
Kúrdar ekki skilgreindir
sem sérstök þjód
í Vestur-Þýskalandi er nú 1,4
milljón Tyrkja búsettir og er það
langstærsta samfélag Tyrkja í Vest-
ur-Evrópu. Af þeim er álitið að
Kúrdar séu 300.000^100.000. í
Hollandi er talið að um 40.000
Kúrdar hafi sest að. Þessar tölur
eru ekki nákvæmar þar sem ekki er
litið á Kúrda sem sérstaka þjóð á
alþjóðavettvangi.
í einni skýrslu vestur-þýska
innanríkisráðuneytisins á sí. ári
segir m.a. að P.K.K. geri sjálft þá
grein fyrir sér að það sé, „aflið sem
hafi tekið upp baráttuna gegn fas-
isku tyrknesku hernámi“ og segist
hafa tileinkað sér „byltingarof-
beldi“ til að ná markmiði sínu.
Slíkar yfirlýsingar vestrænna
stjórnvalda sem eru tortryggin í
garð herskárra Kúrda innan landa-
mæra sinna, er erfitt að fá staðfest-
ar þar sem starfsemi kúrdisku að-
skilnaðarsinnanna fer mjög leyni-
lega fram.
Almennt er álitið að lögfræð-
ingurinn Hussein Yildirim, sem
hefur aðsetur í Stokkhólmi, sé
talsmaður aðskilnaðarhreyfingar-
innar í Evrópu, en blaðamönnum
gengur illa að hafa upp á honum til
að fá hans hlið mála. En svissneskir
baráttumenn fyrir mannréttindum
segja að Yildirim hafi sitthvað að
athuga við þá fullyrðingu vestur-
evrópskra yfirvalda að hreyfing
hans sé hryðjuverkahreyfing.
Hann segi að aldrei hafi reynt á þá
staðhæfingu fyrir dómstólum eða á
öðrum lagalegum stigum.
Deilur Kúrda í Evrópu
snúast um pólitísk yfirráð
Ýmsar yfirlýsingar P.K.K., eins
og t.d. aðdróttunin um að tyrk-
neska leyniþjónustan sé að þyrla
upp óróa meðal Kúrda í útlegð, er
líka erfitt að fá staðfestar. En þeir
sem kunnugir eru störfum leyni-
þjónustunnar í Ankara segja að
það sé mjög líklegt að tyrkneska
öryggislögreglan fylgist vel með
kúrdisku aðskilnaðarhreyfingunni
og reyni að koma sínum mönnum
þar inn fyrir dyr, þar sem stríðið
sem geisar í austurhluta landsins sé
að öllum líkindum mesta ógnunin
við tyrkneska ríkið og leiði mest
athyglina að stöðu Kúrda.
Aftur á móti virðast deilurnar í
Evrópu hafa afmarkaðri markmið,
þ.e.a.s. að festa P.K.K. í sessi sem
allsráðandi afl meðal Kúrda á er-
lendri grund. Vestur-þýskir emb-
ættismenn segja að flokkurinn geti
smalað saman allt að 2.500 stuðn-
ingsmönnum á fundi.
Vestur-þýska innanríkisráðu-
neytið getur lagt fram langan lista
yfir ofbeldisverk sem það eignar
kúrdiskum aðskilnaðarsinnum.
Embættismenn ráðuneytisins segja
þennan hóp, sem starfar í leynum
og nýtur stuðnings ýmissa samtaka
kúrdiskra verkamanna og menn-
ingarsamtaka, hafi haft 1430 starf-
andi stuðningsmenn á sínum snær-
um 1986. Árið áður voru þeir 1300.
Böðulsverk
Að sögn vestur-þýska innanrík-
isráðuneytisins fékk lögreglan
nafnlaust bréf 13. ágúst sl. með
upplýsingum sem leiddu til þess að
í farangursskáp á járnbrautarstöð í
Hamborg fannst sprengiefni og
skammbyssa með hljóðdeyfi. Þess-
um vopnum var álitið að ætti að
beita í árás á aðalræðismannsskrif-
stofu Tyrkja í borginni. 18 ára
gamall piltur, sem bent hafði verið
á að væri stuðningsmaður kúrdisku
aðskilnaðarhreyfingarinnar, var
handtekinn en fljótlega látinn laus
sökum ónógra sannana.
Fyrr á þessu ári smalaði sviss-
neska lögreglan saman Kúrdum
sem búa í Basel og Zurich og gerði
hjá þeim húsleit eftir átök milli
fylgismanna kúrdisku aðskilnaðar-
hreyfingarinnar og Marx-Lenin-
istadeildar tyrkneska kommúnista-
flokksins, að sögn starfsmanna
svissnesku mannréttindahreyfing-
arinnar.
Hollenska lögreglan hefur þá
sögu að segja að kúrdiskumælandi
lögfræðingur frá Tyrklandi hafi
horfið í Hollandi í febrúar sl., en
þá var hann í leit að pólitísku hæli.
I marslok fannst lík hans í síki
einu. Eftir að hann hvarf, en áður
en lík hans fannst, segist lögreglan
hafa tekið fasta fjóra meðlimi
P.K.K. og einn þeirra hafi nefnt
tengsl lögfræðingsins við flokkinn.
í Munchen segja tyrkneskir
embættismenn að tveir menn hafi
verið drepnir í mars sl. í bardaga
milli Kúrdiska aðskilnaðarflokks-
ins og annarra kúrdiskra kommún-
ista.
I Hannover var svo enn eitt
morðið framið í maíbyrjun að sögn
tyrkneskra embættismanna. Þá var
einn forystumaður verkamanna-
sambands Kúrda í Vestur-Þýska-
landi drepinn. Það var á kyrrlátu
sunnudagssfðdegi og sjónarvottur
segir að morðið hafi verið framið
eins og böðull hefði tekið af lífi
sakfelldan mann.