Tíminn - 03.07.1987, Blaðsíða 12
-12 Tíminn^
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINGTON - Oliver
North hefur rofiö mánaöalanga
þögn sína í sambandi við
vopnasöluna til írans og að-
stoðina við Contra skærulið-
ana sem henni tengist og borið
vitni fyrir rannsóknarnefndum
þingsins. Ekki var skýrt frá því
sem North sagði í vitnisburði
sínum en hann hafði áður
, lofað að segja allan sannleik-
ann um þetta mál.
MOSKVA - Talsmaður
Sovétstjórnarinnar neitaði
fréttum vestrænna fjölmiðla,
þess efnis að stjórnin í Kreml
hefði jagt fram tilboð í afvopn-
unarviðræðum risaveldanna
þar sem gert væri ráð fyrir
fjarlægingu allra meðaldrægra
eldflauga í heiminum.
BOMBAY - Talsmenn al-
þjóðafyrirtækisins Union Car-
bide sögðust vita hvaða starfs-
maður hefði valdið versta iðn-
aðarslysi heims þegar gasleki
varð í verksmiðju fyrirtækisins
í Bophal á Indlandi og 2.352
manns létu lífið. Þeir sögðu að
nafn mannsins yrði gert opin-
bert þegar sá tími kæmi.
MOSKVA - Rajiv Gandhi
forsætisráðherra Indlands kom
til Moskvu til að setja menning-
arhátíð þar og eiga viðræður
við Mikhail Gorbatsjov Sovét-
leiðtoga. Búist var við að þær
viðræour myndu snúast um
samskipti þjóðanna í efna-
hagsmálum.
TOKYO -Stjórnvöld í Japan
höfðu grun um ólöglegan út-
flutning eins fyrirtækjaToshiba
samsteypunnar til Sovétríkj-
anna, sem gerði Sovétmönn-
um kleyft að gera kjarnorkukaf-
báta sína nanast hljóðlausa,.
Kafbátarnir voru búnir að hafa
not af þessari tækni í nítján
mánuði áður en grunurinn
leiddi til handtöku starfsmanna
í fyrirtækinu. Þetta var haft eftir
heimildarmönnum í Japan.
JÓHANNESARBORG-
Lögreglan í Suður-Afríku
sagðist hafa skotið tvo blökku-
menn til bana nýlega í óeirðum
í hverfum svartra. Blökku-
mennirnir tveir létu lífið þegar
lögregla skarst f leikinn í En-
hlakahle þar sem hópur svert-
ingja grýtti hús.
BEIRÚT - Sprengja sprakk
á bílastæði í grennd við aðal-
stöðvar sýrlenska hersins í
Vestur-Beirút þar sem múslim-
ar ráða ríkjum.
Föstudagur 3. júlí 1987
lllllllllllllllllllllll ÚTLÓND llllllllllllllllllllllllllllll
Suður-Kórea:
Roh í óvæntri heimsókn
hjá andstæðingum sínum
Scoul - Rcutcr
Roh Tae-Woo leiðtogi stjórnar-
flokksins í Suður-Kóreu kom í
óvænta heimsókn til höfuðstöðva
helsta stjórnarandstöðuflokksins í
gær og íivatti til að báðir aðilar
kæmust fljótt að samkomulagi um
nýja stjórnarskrá.
Menn í höfuðstöðvum stjórnar-
andstöðunnar urðu ekki þetta lítið
hissa þegar formaður Lýðræðislega
réttlætisflokksins (DPJ) lét sjá sig
þar enda hafði ekki verið tilkynnt
um heimsóknina. Embættismenn
Endursameinaða lýðræðisflokksins
(RDP) sögðu reyndar að þetta væri
líklega í fyrsta sinn sem formaður
stjórnarflokksins heimsækti stöðvar
andstæðinga sinna síðan Chun Doo
Hwan forseti komst til valda árið
1980 eftir byltingu hersins.
Roh hefur sannarlega verið í
sviðsljósinu í Suður-Kóreu eftir hina
mjög svo óvæntu tilkynningu á mán-
udaginn þar sem stjórnin lét undan
nær öllum kröfum stjórnarandstöðu-
nnar og samþykkti meðal annars
beinar forsetakosningar á þessu ári.
Roh átti tal við Kim Young-Sam,
annars leiðtoga RDP, í höfuðstöðv-
unum í gær og ræddu þeir um
nauðsyn þess að setja upp reglur
varðandi hið nýja kosningakerfi.
Tillögur Roh á mánudaginn
bundu enda á nær samfelld mótmæl-
ahöld síðustu tveggja vikna þar sem
krafist var beinna forsetakosninga
Tae-Woo leiðtogi stjórnar-
flokksins í Suður-Kóreu: Kom enn á
óvart í gær.
og afsagnar Chun forseta.
Önnur óvænt yfirlýsing barst frá
flokki Rohs í gær þess efnis að
stjórnin væri að hugleiða hvernig
bæta mætti fyrir mannfallið sem
varð í óeirðunum í Kwangju fyrir sjö
árum. Samkvæmt opinberum tölum
létust 193 í blóðugum átökum al-
mennings og hers en stjórnarand-
stæðingar í borginni segja þessa tölu
vera að minnsta kosti fimm sinnum
hærri.
Ríkisstjórn Chun varð til á þessum
tíma og annar frægur maður kom
þar við sögu, nefnilega Kim Dae-
J ung þekktasti stjórnarandstæðingur
landsins. Síðan þessi atburður varð
hefur Kim meira og minna dvalist í
útlegð eða stofufangelsi en sam-
kvæmt heimildum huga stjórnvöld
nú að því að gefa honum fullt frelsi.
Bandaríkin:
Hægrimaður í
hæstarétt
- Reagan forseti tilnefnir Robert Bork til setu
í hinum áhrifamikla hæstarétti landsins
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
greip tækifærið í gær til að beina
hæstarétti Bandaríkjanna meir í átt-
ina til hægri er hann skipaði dómar-
ann Robert Bork frá Washington í
þennan áhrifamikla dómstól.
Bork á að taka við af hinum
hófsama Lewis Powell sem verður
áttræður í september og ætlar þá að
taka sér endanlega hvíld frá emb-
ættisstörfum.
Bork er virtur fræðimaður en
þykir hægrisinnaður og hefur oftlega
gagnrýnt þá dóma hæstaréttarins
sem hafa verið túlkaðir sem sigur
frjálslyndra afla, þar á meðal dóm
þar sem fóstureyðingar voru lög-
leiddar.
f hæstarétti Bandaríkjanna sitja
níu dómarar og hingað til hefur
Powell oft gengið til liðs við frjáls-
lyndari meðlimi dómsins og haft
oddaatkvæðið í mörgum málum er
snúið hafa að félagslegum atriðum.
Ráðning Borks gæti hins vegar átt
eftir að breyta hlutföllunum í hæsta-
réttinum, hægriöflunum í vil.
Búast má við að hart verði deilt
um ráðningu Borks í öldungadeild
Bandaríkjaþings sem verður að sam-
þykkja tilnefninguna. Þar ráða
demókratar ríkjum og margirþeirra,
þar á meðal Edward Kennedy, tóku
strax í gær harða afstöðu gegn Bork.
Kennedy sagði t.d. að ef Robert
Bork fengi að stjórna Bandaríkjun-
Robert Bork: Reagan vill hann í
hæstarétt.
um yrðu konur að leita eftir fóstur-
eyðingum í skítugum bakstrætum og
börn fengu ekki að læra um þróunar-
kenninguna.
Embættismenn í Hvíta húsinu
töldu þó að öldungardeildin myndi
að lokum samþykkja tilnefningu
Borks og einn þeirra benti á að
tilnefning hvaða íhaldsmanns sem
væri hefði hvort sem er vakið upp
mótstöðu á þingi. Reuter/Time
Sovétríkin:
Linnas
látinn
Moskva-Rcutcr
Karl Linnas, sem sakaður var um
að hafa átt hlut að stríðsglæpum
nasista og fluttur var frá Bandaríkj-
unum til Sovétríkjanna í aprílmán-
uði, lést á sjúkrahúsi í gær 67 ára að
aldri og fylgdi dauði hans í kjölfar
tveggja uppskurða. Það var sovéska
fréttastofan Tass sem frá þessu
skýrði.
Tass sagði hjarta Linnasar hafa
ekki hafa þolað þá tvo uppskurði
sem hann gekkst undir í fangelsis-
sjúkrahúsinu í Leníngrad í síðasta
mánuði. Þangað hafði hann verið
fluttur frá fangelsi í Talinn, höfuð-
borg Eistlands.
Sovéskur dómstóll dæmdi Linnas
til dauða í fjarveru hans árið 1962
vegna þáttar hans í morðum á rúm-
lega tólf þúsund manns. Fólkið var
drepið í útrýmingarbúðum í eist-
lensku borginni Tartu í síðari heims-
styrjöldinni en Linnas var yfirmaður
þeirra búða.
__ Nígería:
T reyst á f riðsemi
Lagos - Reuter
Herforingjastjórnin í Nígeríu hef-
ur tekið áhættu með því að tilkynna
að hún ætli að sitja að völdum fram
til ársins 1992. Svo virðist þó sem
hún treysti á stuðning almennings í
þessu máli.
Stjórnmálasérfræðingar voru þó
flestir sammála um að Brahim Ba-
bangida herforingi og forseti lands-
ins og stjórn hans yrðu að sýna mikla
pólitíska kænsku til að fimm ára
áætlun þeirra gengi upp.
Babangida, sem tilkynnti um áætl-
unina í fyrrakvöld, og stjórn hans
verða að stuðla að lýðræðislegum
Nýja-Sjáland:
Fjölmiðlanámið
nýttist nemunum illa
llington - Reuter
Útgáfa á tímariti, sem nýsjálensk-
stúdentar í blaðamannafræðum
luðu að gefa út, hefur verið bönn-
i á þeim forsendum að of mikið
fi verið um ritvillur, lélegt málfar
; aðrar vitleysur í blaðinu.
Noel Harrison, stjórnandi North-
nd tækniháskólans í Whangarei
sem er nyrst á Nýja Sjálandi, sagðist
í gær hafa bannað útgáfu á 25 síðna
tímariti rétt áður en það átti að
koma út.
Það voru sex námsmenn sem unn-
ið höfðu að útgáfu tímaritsins síð-
ustu tíu vikurnar og átti það að sýna
hvað þeir höfðu lært í tímum sínum
í “fjölmiðlatækni".
breytingum en á meðan gæta þess að
missa ekki allt úr böndunum.
Babangida, sem komst til valda
árið 1985 og hafði áður lofað að
lýðræði yrði endurreist árið 1990,
bar fyrir sig að hann þyrfti tíma til
að leysa mikilvæg málefni.
Stjórnmálaástandið í Nígeríu hef-
ur verið vægast sagt óstöðugt síðan
landið hlaut sjálfstæði árið 1960,
einn af fyrrirennurum Babangida
lofaði t.d. borgaralegu lýðræði árið
1976 en var þá steypt af stóli af
öðrum herforingjum.
ÚTLÖND
Heimir
BLAÐAMAÐUR
UMSJÓN:
Börn vaxa
hraðará
kínverska
skósólanum
Pekíng-Reuter
Kínverjar hafa fundið upp
skósóla sem veldur því að ungt
fólk vex hraðar. Skósóli þessi er
hannaður í samræmi við forn
kínversk læknavísindi. Það var
dagblað í Hong Kong sem frá
þessu skýrði í gær.
Blaðið Wen Wei Po hafði eftir
læknum í Guangxihéraði í Suður-
Kína að 152 unglingar, sem
reyndu hina nýju skósóla, hefðu
vaxið að meðaltali um einn senti-
metra á mánuði eða 1,7 sinnum
hraðar en venjulega.
Samkvæmt hinum fornu lækna-
kenningum er hægt að hraða
lífsstraumunum svokölluðu í
gegnum rásir með sérstakri hönn-
un sólans.