Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 10
Sunnudagur 22. nóvember 1987
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁÚ SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAi
einkavinkonur
o
HÆTT ER að fullyrða
að Derry Knight hafi verið frábær
leikari og hvernig var við öðru að
búast, þegar leikstjórinn var Satan
sjálfur? Leikurinn dugði til að hafa
tugmilljónir króna af kristnu fólki.
Þó lofað værið að láta féð renna til
kristilegrar starfsemi, fór fjarri að
það væri efnt. Þvert á móti var því
sóað í hluti, sem margir telja frá
hinum illa komna: vindlinga, viský
og villtar meyjar, eins og þar
stendur.
Engan óraði fyrir afleiðingunum,
þegar hinn 44 ára Derry Knight kom
til rólega smábæjarins Netwick í
Sussex á Suður-Englandi. Hann var
réttur og sléttur svikari með heilmik-
ið á samviskunni. Nú hugðist hann
rcyna nýjustu hugdettu sínu, sem
var hvorki meira nér minna verkefni
en að frelsa heiminn frá djöflinum
sjálfum. Knight hafði fundið srnugu
úr eldum Vítis, sem fólst í að menn
gátu keypt sig út gegn staðgreiðslu.
Hversu ótrúlcga sem það kann að
hljóma, er í Englandi nútímans hægt
að raka saman fé í vel skipulögðu
samstarfi við fjandann sjálfan. Þrjú
hundruð árum eftir seinustu galdra-
brennuna, er talið að í landinu séu
allt að 100 þúsund djöfladýrkendur,
sem koma saman á leynifundi og
iðki siði Satans. Stundum cru þessar
athafnir nánast hlægilegar.
Enn undarlegra má telja, að hinn
útbreiddi Satans-söfnuður sækir
Knight eftir dóminn. Mönnum er
ráðgáta, hvernig hann gat blekkt
allt þetta fólk svo mjög.
önnur börn Satans í Englandi og
Norður-Evrópu. Nema...
John Baker þóttist nú sjá, að
honum væri ætluð mikil kristileg
köllun. Hann stefndi saman söfnuði
sínum og hóf krossferðina gegn
yfirráðum hins illa. Svona rétt til
upplýsinga lét Derry Knight þess
getið að verkfæri Satans væru til sölu
fyrir átján milljónir (ÍKR).
Þarna var um að ræða afskræmda
róðukrossa, vanhelgaðar biblíur,
slönguhring æðsta meistara og þar á
ofan hásæti Lúsífers, gylltan stól,
sent nú væri geymdur í musteri
Satans við Pall Mall í London.
Krossfararnir í Netwick reyndust
til alls reiðubúnir. Susan nokkur
Sainsbury, erfingi stórmarkaða-
keðju oggift þingmanni, lagði þegar
fram hálfa þriðju milljón króna.
Herragarðseigandinn Michael War-
ren dró upp tvær milljónir, Hamden
barón tvær og hálfa milljón og
framlögin tóku að streyma til Derrys
— Don".«WO,>í,0™ h°"“m '
. JU,ieTtemayo«. n „9mkona
tll h®gn er
, ciohosy
semallarvoru
prá vinstri
blt&u og
stríðu og 9er,r en
Knights- Lengst
áhangendur sína í æ ríkara mæli til
hefðarfólks í landinu. Það eru hinir
auðugu og voldugu, sem hópast um
þann góða húsbónda, Lúsífer. Syni
Satans má finna allt upp í - eða
kannski niður í-innstu raðirstjórn-
armanna landsins.
Sonur Lúsífers
Segja má að hinn reyndi bragða-
refur Derry Knight hafi því vitað
hvað hann gerði þegar hann valdi
djöfladýrkunina sem næstu peninga-
uppsprettu sína. Varla hefur hann
rasað um ráð fram, þegar hann kaus
sér hinn 45 ára John Baker sem
aðalverkfæri. Baker var forstöðu-
maður 900 áragamals klausturskóla í
Netwick og sá hægláti veraldaróvani
maður var ótrúlega auðtrúa og því
eins og leir í höndum þjálfaðs svindl-
ara á borð við Knight.
Baker fékk að heyra hrollvekjandi
Derry Knight er einn magnaðasti svikahrappur
seinni ára í Englandi. Hann hafði tugmilljónir króna
út úr auðtrúa sálum með „krossferð“ sinni gegn
Satan. Fénu eyddi hann að mestu í vindlinga, viský
og villtar meyjar, eins og þar stendur....
sögu um að Knight hefði þurft að lifa
lífi sínu í bölvun Satans. Amma
hans, sem verið hafði norn, hefði
vígt hann illu öflunum. Þegar hann
var átta ára, hafði amman kennt
honum alla galdra sína og 21 árs var
hann tekinn í tölu „sona Lúsífers“.
Seinna verð hann svo stórmeistari
OTO-reglunnar, sem ruglaður Þjóð-
verji, Theo Reuss, stofnaði 1905.
Einn meðlimur OTO er heiminum
kunnur nú á dögum: fjöldamorðing-
inn Charles Manson.
Knight tókst að sannfæra John
Baker um að heilar 5000 góðar,
kristnar sálir á Englandi lifðu undir
harðstjórn OTO. Ungar konur væru
nurndar brott af heimilum sínunt til
að vígjast Satan og mannfórnir væru
heldur ekki sjaldgæft fyrirbæri.
Nú vonaði Knight í örvæntingu
sinni, að honum tækist að brjóta af
sér þetta ok og gerast á ný meðlimur
hins góða og hreina, kristna samfél-
ags. Hann kvaðst vita til að margir
bæru sömu ósk f brjósti, en á hinn
bóginn væri Satan ekkert gefinn
fyrir að sleppa hendinni af undirsát-
um sínum.
Aðeins ein leið var úr þessum
ógöngum og nú grátbað hinn auð-
trúa John Baker Knight um að fá að
vita, hver hún var. Unnt var að
kaupa sér eignarhald á verkfærum
Satans og ef hægt væri að tortíma
þeim, slyppu hinar fjötruðu sálir úr
helsinu. En... bætti Knight við. Sat-
an gerði enga samninga nema við
hjartahreint og sannkristið fólk og
aðeins peningar þess kæmu að
gagni...
Til sölu fyrir stórfé
Einhverstaðar varð að byrja og
Knight brá á það ráð að setja á svið
djöfullegt leikverk. Uppi á dimmu
háalofti þrumaði hann breyttri
röddu yfir Baker, sem skalf á bein-
unum, að Satan hefði síst í hyggju
að sleppa Knight undan áhrifavaldi
sínu. Það sama gilti raunar um öll
Knight. Hann tók þakklátur og auð-
mjúkur við og lofaði að gera nauð-
synlegar ráðstafanir.
Vissulega stóð hann við þau orð.
En í Ijós kom að það sem hann taldi
til nauðsynja, var ekki það sama og
söfnuðurinn í Netwick gerði ráð
fyrir. { stað þess að festa kaup á
eigum Satans, fjárfesti Knight í
glæsibílum og dýrum skartgripum.
sem hann gaf herskara vinkvenna
sinna af mikilli rausn.
Segja má að fórnargjöf barónsins
hafi verið varið á viðeigandi hátt, en
fyrir hana fékkst einn Rolls Royce.
Baróninn lagði fram rúma milljón
síðar og með henni var greiddur sími
í bílinn.
Um þessar mundir gat Knight
valið milli þess að aka um í tveimur
Rollsum, Lótus, Porsche eða Cadill-
ac. Þá eyddi hann 80 þúsund krónum
á dag, eingöngu í vinkonur sínar.
Knight sýndi sérstaka hæfileika til
að sameina hagnýtni og þægileika.
Vinkonur sínar setti hann til starfa í
símavændismiðstöð, sem auðvitað
kom til móts við betur stæða við-
skiptavini, þegar þá vantaði ambáttir