Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Sunnudagur 22. nóvember 1987
vinnustöðunum og fundarsókn ákaf-
lega mikil. Þegar ég var kosinn sem
trúnaðarmaður á mínum vinnustað
sem þá var Bæjarútgerðin, þá störf-
uðu þar um 200 manns. Þá hlaut ég
yfir 100 atkvæði, en mótframbjóð-
andi minn sem var krati fékk um 30.
Þetta var svo mikil harka í mann-
skapnum á þessum árum. Ég var
kominn á bólakaf í pólitíkina og
starfaði af miklum krafti þar, einn sá
svæsnasti kommi sem sögur fara af
um árabil.“
Nokkru seinna verður Sósíalista-
flokkurihn að Alþýðubandalaginu,
varð umtalsverð breyting við þau
umskipti?
„Já, að vissu marki. Þá fer að
koma fram á sjónarsviðið listafólk,
menntafólk og bóhemar ýmiskonar,
en keyrir ekki um þverbak fyrr en í
kringum 1970. Nú, þessi maður sem
nú er allt í einu orðinn formaður
Alþýðubandalagsins alls, segir að
Einar og Brynjólfur hafi verið
menntamenn. Það er alveg rétt.
Listamenn og menntamenn; styrkur
flokksins lá ákaflega mikið í því, en
hann hafði eigi að síður gífurlega
sterk ítök ínnan verkalýðsfélaganna.
Á hinn bóginn þessir seinni tíma
menntamenn, það má ekki alhæfa
neitt þar, því þar eru margir ákaflega
merkilegir menn. Það sem þetta er
að snúast upp í núna og er að verða
skuggaleg þróun sem hefur gert það
að verkum að ég hef verið túlkaður
hatursmaður þeirra, er ákaflega
mikið fráhvarf frá þessari bræðra-
lagshugsjón og jafnréttishugsjón
sem ríkti hér áður.
Þessi stéttarfélög þeirra eru bara
kaupkröfuklúbbar, eins og læknar
og alls konar sérfræðingar hafa elt
sín samtök, en það er haugalygi að
þessi samtök þeirra séu til að auka
jafnrétti eða bæta mannlífið í þjóð-
félaginu. Nei, þetta eru grimmir
sérhagsmunahópar og eiga bara að
heita kaupkröfuklúbbar. Þetta á
ekkert skylt við þá hugsjón
menntamanna sem voru í sósíalista-
flokknum. Ég er nú ekki að segja að
þeir hafi allir verið dýrlingar eða
snillingar, en eins og ég sagði styrkti
þessi hópur menntamanna og lista-
manna flokkinn.
Þjóðviljinn bar þess líka merki,
því þessir menn skrifuðu mikið í
hann.
En þessi gáfumannaklíka sem nú
veður uppi innan Alþýðubandalags-
ins á ekkert skylt við sósíalíska
jafnréttisbaráttu.
Það skuggalega sem er að gerast í
þjóðfélaginu í dag er að verkalýðs-
félögin virðast vera að veikjast, en
þessir kaupkröfuklúbbar að
styrkjast. Á sama tíma og verkafólk
er að sljóvgast gagnvart sínum félög-
um, þá hafa kaupkröfuklúbbamir
unnið gífurlega að félagslegri skipu-
lagningu hjá sér. Enda hallast á í
þjóðfélaginu.“
Hvað er til ráða, hafa verkalýðs-
félögin eða þeir sem eru í forsvari
ekki fjarlægst hinn almenna laun-
þega, og nokkurs konar einræðis-
stimpill kominn á samtök eins og til
að mynda Dagsbrún og Verka-
mannasambandið?
„Einræðið kemur vegna lítillar
þátttöku, það er alveg ljóst,“ svarar
Guðmundur.
„En nútímaþjóðfélag heimtar
sérfræðinga. Þegar Jónas Haralz og
aðrir slíkir voru að koma fram var
sagt um hagfræðinga að þeir væru
atvinnulygarar og voru ekki teknir
hátíðlega. Síðari ár hafa hagfræðing-
ar verið ráðnir til atvinnurekenda,
iðnrekenda og verslunarráðs svo
eitthvað sé nefnt.
Þessu verðum við að svara með
jafn góðum mönnum, ég held að við
höfum verið of seinir í því, þrátt
fyrir að hjá Dagsbrún starfi geysilega
duglegur maður, Þröstur Ólafsson
' hagfræðingur. Hann til að mynda
reif KRON upp úr fjörutíu ára
aumingjaskap á skömmum tíma.“
Það er fleira sem kemur til, og
Guðmundur nefnir að þegar hann
hafi hafið störf hjá Dagsbrún á
sínum tíma, hafi launin verið afar
lág.
Ég var á öðrum taxta Dagsbrúnar
með átta tíma í dagvinnu og einn
tíma í eftirvinnu. Vinnutíminn var
hins vegar 10-16 klukkustundir á
sólarhring. Ég lifði á því að konan
mín vann fyrir fjölskyldunni. Við
misstum líka margan góðan mann-
inn sem við ella hefðum haldið ef þá
hefði tíðkast að greiða mannsæm-
andi laun fyrir svo vanþakklátt starf
sem forystumennska í verkalýðsfé-
lagi er.
En nú hefur þetta breyst verulega
og orðið vel viðunandi. Sá sem ætlar
sér sætt líf- þetta ljúfa líf, hann á að
forðast verkalýðsfélög. Það er nú
einnig svo að oft þegar maður gerir
best er maður skammaður mest. Á
YAMAHA
YAMAHA
KAUPFÉLÖGIN OG
A
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900
Hafið samband.
hinn bóginn ef manni mistekst þá
heyrist ekkert.“
Guðmundur er vel sjóaður í
verkalýðsbaráttu, og vandfundinn
sá maður sem hefur reynslu á við
hans, ef hann er þá til. En er
hugsjónin enn sú sama og þegar
hann var að byrja?
„Já, það eiginlega brennur í mér
heiftarhugur að hafa ekki verið harð-
ari. Það kemur stundum fyrir gamla
menn þegar æskuljóminn fer að
dofna sú hugsun að þeir hafi ekki
staðið sig nægilega vel. Það er ein-
mitt það sem er að brjótast í mér í
dag.“
Hvað varðar breytingu á vinnu-
brögðum verkalýðshreyfingarinnar í
samningaviðræðum við atvinurek-
endur, og á ég þá við hvort ekki sé
úrelt fyrirkomulag að halda uppi of
háum kröfum og bera síðan nánös úr
býtum. Er það ekki tímaskekkja?
„Jú, hinsvegar er þjóðfélagið flókn-
ara og gróðinn leynir sér. Það er
gífurleg framleiðsla í landinu og
mikill auður hjá mörgum. Heilt
galdraverk hvemig þetta er falið í
varasjóðum, afskriftum o.s.frv.,"
segir Guðmundur. Og aðspurður
um hvort jöfnun auðs sé minni nú en
fyrir um það bil tuttugu árum, segir
Guðmundur:
„Tvímalælalaust mjög áberandi
stéttaskipting, annað er höfuðlygi.
Jú, það er rétt að peningarnir ráða
þar en ekki mannvirðingin. Hann er
stærri sá hópur síðari ár sem hefur
gífurlegar tekjur. Sérfræðingahóp-
urinn er líka orðinn stærri eins og
séhæfðir tæknimenn og tölvusér-
fræðingar. Þetta fólk er á gífurlega
háum launum.
Það er dálítið spaugilegt ef ein-
hver maður kemst til einhverrar
mannvirðingar, þá kaupir hann sér
svínsleðurtösku, talar annað mál.
Hann segir ekki „ég hef þetta yfir
árið“. Heldur segir hann „á árs-
grundvelli", Jú, líklega eru þetta
upparnir svokölluðu.
Ég hef fundið fyrir því hér í
Dagsbrún síðastliðin 10-15 ár að
ákveðinn hópur manna er að hverfa.
Maður vissi hvað þeir kusu. Þessir
menn vom hugsjónamenn og félags-
hyggjumenn og vom eiginlega lána-
sjóður námsmanna, nema það mætti
kalla það gjafasjóð námsmanna.
Maður kom hér niður að höfn og
talaði við 75 ára gamlan mann.
Hann fór ekki að tala um hvað hann
væri slæmur af gigtinni. Nei, aldeilis
ekki, heldur bamabarnið hans hann
Nonni væri búinn að taka stútents-
próf og væri nú að hefja nám í
læknisfræði. Hvað sendir þú honum
mikið af kaupinu þínu? Nei, um það
vildu þeir ekki ræða, en ég vissi að
mestur hluti launa þessara manna
fór í að kosta nám barna og barn-
abarna. Lífshamingja þeirra var
fólgin í að sjá afkomendurna gera
eitthvað sem þeir sjálfir hefðu viljað,
og sáu æskudrauma sína rætast í
þeim.“
í upphafi þessa samtals kemur
fram að Guðmundur útilokar ekki
að inn á þing kunni hann að setjast
einn góðan veðurdag. En hvað held-
ur hann um þá ríkisstjórn sem nú
situr við völd, trúir hann á langa
lífdaga þeirrar stjómar? Gæti verið
styttra í en menn hyggja að Guð-
mundur Jaki verði að nýju einn af
þingmönnum þjóðarinnar?
..Ég er ekki frá því að þessi
flokkaskipan sem nú er eigi eftir að
breytast, hún heldur sér ekki lengi.
Hvað ríkisstjórnina varðar þá
virðist mér hún afar veik. En styrkur
hennar er kannski að það þorir
enginn úr henni, nema ef vera skyldi
að Framsókn tæki af skarið. Þeir em
tvímælalaust í sterkustu stöðunni og
byggi ég það ekki á dagblaðaspám
eða skoðanakönnunum. Ég hef ekki
trú á að Alþýðuflokkur né Sjálf-
stæðisflokkur kæri sig um að missa
sín völd.
Eina sem ég byggi vonir mínar á í
þessari ríkisstjóm er að Jón Baldvin
gangi í skattinn og uppræti skatt-
svikin eins og hann hefur lofað. Að
öðm leyti hef ég ekki trú á að henni
beri gæfa til að leysa þau vandamál
sem framundan em í þjóðfélaginu.
Víst er að við emm staðákveðnir
í að rétta hlut þeirra lægst launuðu,
án þess að skriðan komi á eftir. Það
skal allt sundur ef það næst ekki í
gegn!“
Höfum það lokaorð Guðmundar
J. Guðmundssonar, þaðferveláþví.
B.D.