Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. nóvember 1987 Tíminn 5 RÆTT VIÐ SIGRÍÐI ÞORVALDSDÓTTUR, SEM í 23 SUMUR HEFUR VERIÐ MATRÁÐS- KONA í VEIÐI- HÚSINU VIÐ HÍTARÁ Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður í Reykjavík með því sniði sem hér um getur. Það var því tilvalið að forvitnast um þá starfsemi sem þarna fer fram og kynnast þeirri manneskju sem stendur á bak við þennan stað. Þegar Tíminn leit inn hjá Sigríði Þorvaldsdóttur matráðskonu í Brauðstofunni Gleym mér ei að Nóatúni 17, var hún í óða önn að undirbúa daginn. Ilmur af nýlög- uðu kaffi lagði að vitum manns og vistlegt umhverfi staðarins hvísl- aði því að manni að þarna væri snyrtimennskan í háveg- um höfð. V M „EG BJOI H0LL“ hafði eigin baðströnd og sundlaug, auk fjölda þjóna sem dekruðu við mig „Ég er að láta gamlan draum rætast, með því að opna smur- brauðstofu þar sem einnig er hægt að setjast niður og fá sér brauðsneið og drykk. Þetta er líklega eina sérhæfða smur- brauðstofan sem býður upp á þessa þjónustu á Reykjavíkur- svæðinu ef ekki á öllu landinu. í dag er boðið upp á 15 tegund- ir af smurðu brauði og ég stefni að því að auka á úrvalið þegar fram líða stundir. Einnig tek ég að mér að útbúa köld borð, kaffisnittur, coctail snittur og brauðtertur fyrir minni og stærri veislur. Það nýjasta sem ég er með hef ég kallað „partý- brauð“, sem ég tel vera mjög hentugt fyrir samkvæmi og vinnustaði. Ég legg mikið upp úr hrein- læti og góðu hráefni og reyni að vinna allt hráefnið sjálf t.d. steiki ég allan lauk sjálf því annað tel ég vera hálfgert rusl. Veturinn 1986 fór ég á nám- skeið til Danmerkur hjá Idu Davidsen sem kölluð er smur- brauðsdrottning Danmerkur vegna þess að mér fannst vera komin mikil stöðnun í þessa tegund matargerðar, vanalegast er aðeins boðið upp á þessar sex hefðbundnu tegundir af snittum sem við þekkjum hér á landi svo dæmi sé tekið. í dag hef ég eina stúlku mér til aðstoðar en stefni að því að ráða til mín danska smur- brauðsdömu til að ég geti snúið mér meira að daglegum rekstri. Þó að fyrirtækið sé ekki stórt þá eru alveg ótrúlega miklir snúningar í kringum þessa starfsemi.“ Hver er þessi kona sem ræðst í það að setja á stofn fyrirtæki sem sérhæfir sig í smurbrauði og snittum? Sigríður er enginn ný- græðingur í matargerð, hún er fædd í Reykjavík 1927 en alin upp á Blönduósi og er Hún- vetningur í báðar ættir. „Faðir minn var Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Móðir mín er Ragnheiður Brynjólfsdóttir sem rak hótel í mörg ár á Sigríður með sýnishorn af framleiðslu sinni. (Tímamynd Brcin) Blönduósi og hóf ég mat- reiðsluferil minn þar. Ég er búin að vera viðloðandi matar- gerð meira og minna s.l. 30 ár. Eftir að ég lauk námi frá Húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi 1944 hef ég unnið á ýmsum stöðum, en s.l. 23 sumur hef ég verið matráðskona í veiðihús- inu við Hítará, þar er mjög fal- legt og gott að vera. Það eru mest útlendingar sem sækja þangað og vilja ekkert nema úrvals fæði.“ Aðspurð um einhverja veiði- sögu, kvaðst hún sem minnst hafa blandað sér í umræður gestanna í veiðihúsinu, enda ekki hennar hlutverk. „Þessar sögur fóru inn um annað eyrað og út um hitt. Þetta er yfirleitt rólegt fólk og lítið um fyllerí eins og fylgir mörgum veiðihús- um, og sama fólkið kemur þarna ár eftir ár. Fyrir nokkrum árum vildu amerísk hjón fá mig til að koma til sín og stofna með þeim evrópska brauðstofu, þar sem einnig væri boðið upp á ís- lenskar pönnukökur með rjóma, en ég lét ekki til leiðast. Ég hef haft tækifæri til að ferðast mikið bæði innan lands sem utan og hef m.a. farið til Hong Kong, Barbados, Amer- íku, Puerto Rico og Evrópu í boði þess fólks sem verið hefur í veiðihúsinu. Á Barbados bjó ég í höll sem fólkið átti með eigin baðströnd og sundlaug svo ekki sé talað um þjónustu- fólkið sem dekraði við mann. Þetta var virkilega skemmtileg ferð. Einnig hef ég ferðast með Pólyfónkórnum til Páfagarðs og víðar, en maðurinn minn Friðrik Eiríksson var formaður kórsins. Ég sá einna mest eftir því að hafa ekki prjónað góða lopasokka á páfa, þar sem vet- urinn var mjög kaldur.“ Hér látum við staðar numið enda Sigríður farin að ókyrrast, því ekki bíða viðskiptavinirnir og klukkan langt gengin í el- lefu. Enda sýnist mér þetta vera kona sem lætur sér sjaldan verk úr hendi falla. ABÓ cúót&t SAUÐFJÁR- OG KÚAKLIPPUR Barkaklippur eða með mótor í handfangi Hagstætt verð - undanþegnar söluskatti BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.