Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Sunnudagur 22. nóvember 1987
Sunnudags-
LEIDARI
Ráðhús við tjörnina
„Við Tjörnina skal ráðhúsið standa,“ mælti
Gunnar heitinn Thoroddsen á borgarstjóra-
árum sínum, en þegar þá voru risnar deilur
með mönnum um staðsetningu þessa muster-
is. Morgunblaðið birti þessi vísu orð borgar-
stjórans yfir þvera forsíðu og það lá í loftinu
að ekki mundi tjóa að deila um þetta meir.
En líkt og Móse fékk aldrei að koma í
fyrirheitna landið, veittist Gunnari ekki sú
náð að sjá sáttmálsörk borgarstjórnaríhalds-
ins borna undir það þak sem henni hæfði. Og
einhver bakþanki læddist að eftirmönnum
hans - kannske þóttu önnur verkefni meir
knýjandi - og áratugir liðu svo að ekkert reis
ráðhúsið. Úti í heimi fögnuðu aðrar borgir
fjögur og fimm hundruð ára afmæli sinna
ráðhúsa, meðan álftir einar og endur hring-
sóluðu á grunni ráðhúss Reykvíkinga. Einnig
er mögulegt að borgaryfirvöld hafi ætlað að
fylgja slóttugri aðferð Seðlabankamanna,
sem á sínum tíma frestuðu byggingu hússins
á Arnarhóli, en byggðu það svo þegjandi og
hljóðalaust fáum árum síðar, án þess að
nokkur æmti né skræmti.
En þar hlaut að koma að málið raknaði af
Þyrnirósarsvefni og nú bíður margverðlaun-
uð teikning af þessu „draumahúsi“ eftir að '
hoppa af blaðinu og ofan í Tjörnina. Kemur
þá í ljós að ekki ætlar borgarstjórinn að verða
jafn heppinn og Nordal, því skari andófs-
manna hefur vakist upp og hefur engu gleymt.
Enn mun reyna á hverjir bjórar eru í
Davíð. Ekki mun hann ætla að láta eftirmanni
sínum eftir byggingu musterisins, líkt og
nafni hans í Biblíunni. Til einskis hefur hann
sigrast á spjótalögum Sál og fellt Golíata einn
af öðrum, til þess að hann renni fyrir Flosa
og liðsmönnum hans, þótt ógnvænlegir séu.
Satt að segja verður heldur ekki annað séð
en hið nýja ráðhús sé hin snotrasta bygging
og líklega mun svo fara að mönnum lítist
heldur vel um það þegar það verður risið af
grunni. Það er gömul saga. Þegar Hljómskál-
inn var byggður árið 1922 ritaði Kjarval
listmálari borgarstjóra bréf og stóðst ekki
reiðari vegna þess hve þessi skelfilegi turn
skyggði á útsýnið til Keilis. Hugsa má sér
hvílíkur fjöldi mótmælenda safnaðist saman
ef rífa ætti þennan sama turn - Hljómskálann
- nú. Þar mundi án vafa mega þekkja þá
fremst í flokki er mest beita sér gegn þessu
litla og snotra ráðhúsi nú.
Tíminn
Umsjón Helgarblaðs:
Atli Magnússon
Bergljót Davíðsdóttir
Agnar Birgir Óskarsson
lllllilllllllllllllll ERLENDMAI ;;llll»
Deng og Zhao á flokksþinginu
Zhao er að mörgu
leyti í svipaðri
stöðu og Gorbatsjov
BÁÐUM STAFAR HÆTTA BÆÐI FRÁ UM-
BÓTASINNUM OG AFTURHALDSMÖNNUM
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR
ÞRETTÁNDA þing Kommún-
istaflokks Kína, sem haldið var um
seinustu mánaðamót, vakti athygli
um allan heim, enda hafði verið
beðið eftir því með eftirvæntingu.
Fréttaskýrendur töldu, að þar
myndi fást úr því skorið, hvort sú
endurskipulagning á efnahagskerf-
inu, sem hafði hafist undir forustu
Dengs, myndi hljóta staðfestingu
þingsins. Mörg hundruð erlendra
fréttamanna voru í Peking meðan
á þinginu stóð og sendu fréttir frá
því um víða veröld.
Yfirleitt er það dómur frétta-
skýrenda eftir þingið, að stefna
Dengs hafi gengið með sigur af
hólmi, en þó með vissum tilslökun-
um vegna þeirra, sem hafa viljað
fara hægar í breytingum.
Sá maður sem hefur hlotið stað-
festingu sem eftirmaður Dengs sem
aðalleiðtogi Kommúnistaflokks-
ins, Zhao Ziyang, eigi því erfitt
verkefni fyrir höndum og muni
ekki síður en Gorbatsjov þurfa að
þræða siglinguna milli skers og
báru.
Það var Zhao sem flutti aðal-
ræðuna, þegar þingið var sett, og
þótt hann lýsti eindregnu fylgi við
endurbótastefnu Dengs, sló hann
talsvert úr og í. Um margt minnir
hún á ræðuna, sem Gorbatsjov
flutti við setningu hátíðahaldanna,
sem haldin voru í Moskvu í tilefni
af 70 ára afmæli byltingarinnar.
Raunar var Deng áður búinn að
móta þessa afstöðu. Á síðastliðnu
hausti hófu stúdentar mikil fundar-
höld og göngur til að krefjast enn
aukins frjálsræðis og mannabreyt-
inga. Ýmsir af eldri leiðtogum
flokksins risu þá upp til mótmæla
og höfðu ekki síst hljómgrunn
innan hersins. Deng varð þá að
slaka til og láta vin sinn, Hu
Yaobang, víkja úr stöðu aðalritara
eða framkvæmdastjóra flokksins.
Zhao var þá látinn taka við em-
bættinu, þótt hann væri forsætis-
ráðherra fyrir. Hann hefur síðan
gegnt þessum tveim valdamestu
embættum, en verður að láta af
embætti forsætisráðherra, þegar
þing Kína kemur saman á næsta ári
og kýs forsætisráðherra. Það mun
ekki þykja sæma að sami maður
gegni báðum þessum embættum til
langframa.
SKIPULAGI flokksins er þann-
ig háttað, að kosin er á flokksþing-
inu 175 manna miðstjórn og urðu
nú miklar breytingar á skipan
hennar. Deng skoraðist undan
endurkosningu í miðstjórninni og
fylgdu honum flestir öldungar í
nefndinni, sem höfðu flestir verið
mótfallnir breytingum hans. Yngri
menn voru kosnir í staðinn. Fæstir
þeirra voru þó ungir, eins og sést á
því að meðalaldur þeirra, sem eru
aðalmenn og varamenn í mið-
stjórninni, er rúmlega 52 ár.
Miðstjórnin er í raun ekki mjög
valdamikil, en það gildir aftur á
móti um framkvæmdanefnd
flokksins, sem skipuð er 18
mönnum. Þar urðu verulegar
mannabreytingar, sem þykja
styrkja stefnu þeirra Dengs og
Zhaos. Sérstaka eftirtekt vakti
það, að Hu, sem var látinn víkja úr
ritarastarfi flokksins fyrir tæpu ári,
eins og áður segir, var endurkosinn
í framkvæmdanefndina. Talið er,
að þannig hafi honum verið veitt
viss sárabót, en jafnframt sé þetta
styrkur fyrir Zhao.
Valdamesta stofnun flokksins er
stjórn framkvæmdanefndarinnar,
sem skipuð er fimm mönnum.
Skipun hennar hefur því vakið
mesta eftirtekt, sem vísbending
um hvað geti verið í vændum.
Þessir menn skipa stjórn fram-
kvæmdanefndarinnar:
Zhao Ziyang, 69 ára gamall,
sem nú er bæði framkvæmdastjóri
flokksins og forsætisráðherra.
Hann er talinn eindregið fylgjandi
stefnu Dengs, enda hefur Deng
valið hann sem arftaka sinn.
Hu Qili, 58 ára, varaforsætisráð-
herra og sagður eindreginn stuðn-
ingsmaður þeirra Dengs og Zhaos.
Yao Yilin, 70 ára, sem er for-
maður efnahags- og áætlunar-
nefndar flokksins, og því áhrifa-
mikill. Hann er talinn íhaldssamur
og því fulltrúi þeirra, sem vilja fara
varlega í allar meiriháttar breyting-
ar.
Li Peng, 59 ára, sem er fóstur-
sonur annars aðalleiðtoga komm-
únistabyltingarinnar, Chou Enlai
og talinn er líklegastur til að taka
við forsætisráðherraembættinu af
Zhao, og erfa þannig sæti fóstur-
föður síns. Li er verkfræðingur að
menntun. Hann hlaut verkfræði-
menntun sína í Sovétríkjunum. Li
er talinn frekar til hægri og hefur
gagnrýnt ýmsar breytingar. Hann
er talinn fulltrúi þeirra, sem vilja
sýna varfæmi í öllum meiriháttar
breytingum.
Fimmti maðurinn er Ziao Shi,
63 ára, varaforsætisráðherra. Hann
er talinn tækifærissinni og geta því
ráðið miklu í stjómarnefndinni
eftir því hvort hann styður Zhao og
Hu Qili eða Zao og Li Peng.
Deng, sem er orðinn 83 ára
gamall, afsalaði sér öllum embætt-
um í nefndum, nema formennsku
í hermálanefndinni. Hann vill geta
fylgst með hernum, sem er talinn
frekar íhaldssamur og hjálpaði á
sínum tíma Deng til þess að sigrast
á fjórmenningunum, sem stóðu
fyrir menningarbyltingunni svo-
nefndu. Til að tryggja eftirlit með
hernum enn betur, fékk Deng því
til vegar komið, að Zhao var
kosinn varaformaður hermála-
nefndarinnar og tekur því við af
Deng, ef hann yrði að láta af
formennskunni.
AF ÞVÍ, sem hér er rakið, virðist
ljóst að staðan í Kína, er ekki ólík
þeirri, sem nú er í Sovétríkjunum.
Gorbatsjov hefur góðan stuðning
við umbótastefnu sína, en verður
þó að fara gætilega. Hann verður
bæði að hafa gát á þeim stuðnings-
mönnum sínum, sem vilja fara of
hratt, og jafnframt taka tillit til
þeirra, sem telja breytingarnar of
hraðar og of miklar. Bæði Gorbat-
sjov og Zhao verða að sigla á milli
skers og báru, ef þeir eiga að ná því
landi, sem báðir stefna að. Engu
minni hætta getur oft stafað af
þeim, sem vilja fara of hratt, en
hinum, sem vilja fara hægar eða
helst engu breyta. Óvíst er hvort
eigi eftir að valda þeim meiri
vanda.
Ummæli, sem Zhao lét falla,
benda til þess, að spá megi batn-
andi sambúð Kína og Sovétríkj-
anna. Einkum lét Zhao vinsamleg
orð falla í garð fylgiríkja Sovétríkj-
anna í Austur-Evrópu, en viðskipti
þeirra við Kína hafa farið ört
vaxandi síðustu misserin.
Zhao deildi á Bandaríkjamenn,
sem nýlega hafa heimsótt Tíbet, og
átaldi fréttir þeirra þaðan. Aug-
ljóst er, að Tíbet er ráðamönnum
Kína nú viðkvæmt vandamál og
má vel vera, að það auki skilning
Kínverja á þeim vanda, sem Af-
ganistan hefur valdið Sovétríkjun-
um.
Að 13. þingi Kommúnistaflokks
Kína loknu virðist mega spá því
helst, að umbótastefna Dengs
muni halda velli, en eftirmenn
hans verði að fylgja henni fram
með gát, því að hættur geti stafað'
bæði frá hægri og vinstri.